Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 30
HvAi/ /it£\ í f g (% 30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 I ( IJE> HFIMI l\VII\HyND/iNNA Kvikmyndastjörnurnar: Hæfileikar eru ekki allt Persónutöfrar skipta ekki minna máli þegar spáð er í stjörnuefni í Hollywood Það er ekki létt verk að skil- greina hugtakið kvikmyndastjarna. Að verða kvikmyndastjarna er enn- þá erfiðara. Fyrirfimmtíu árum var hvort tveggja auðveldara fyrir sig. Kviikmyndastjarna var í þá daga leikari (karl- eða kvenkyns) sem var á samningi hjá Warner-bræðrum, MGM, 20th Century Fox eða Par- amount og hreppti aðalhlutverkin í þremur eða fjórum af dýrari myndum kvikmyndaversins á ári, sem kostuðu eina og hálfa milljón dollara eða meira og var ekki hægt að gera á minna en átta vikum. En hvað er þá stjarna í Holly- wood í dag? Menn eru ekki á einu máli um það. Ef það er einhver sem laðar fólk í bíó þá er Robert De Niro örugglega ekki stjarna. Ef það kvæmdastjórar og framleiðendur) sem vinna viö kvikmyndir í Holly- wood voru spurðir hverjir af eftirt- öldum 17 leikurum ættu möguleika á að verða stjörnur: Matthew Broderick, Matt Dillon, Emilio Estevez, Steve Guttenberg, C. Thomas Howell, Timothy Hutton, Rob Lowe, Madonna, Mary Eliza- beth Mastrantonio, Andrew McCarthy, Demi Moore, Judd Nel- son, Sean Penn, Elisabeth Perk- ins.Molly Ringwald, Ally Sheedy og Charlie Sheen. Allir hafa þessir leikarar farið með aðalhluterk í a. m.k. einni bíómynd, flestir þeirra berjast um sömu hlutverkin og sumir hafa raunar leikið saman í myndum eins og The Breakfast Club, St. Elmo’s Fire og About Tom Cruise í Top Gun. er einhver sem fær borgað um milljón dollara fyrir bíómynd þá er krökkt af stjörnum í Hollywood. Kim Basinger, Danny de Vito, Don Ameche og Mickey Rourke eru leikarar sem heimta milljón eða meira. „Tom Cruise getur leikið í 10 ömurlegum myndum án þess að það skipti nokkru máli. Bette Midl- er getur leikið í 18 misheppnuöum myndum en samt er hún stjarna af því hún lýsir upp tjaldið," segir Jeffrey Katzenberg, stjórnarfor- maður Walt Disney Pictures um þá tvo leikara sem náðu á stjörnu- himininn á síðasta ári. „Stjörnur geta verið leikarar sem taka milljón á mynd eða leikar- ar sem tryggja góða aðsókn að mynd eða einfaldlega leikarar sem eru þekkt nöfn, segir framleiðand- inn Laurence Mark hjá 20th Century Fox. Hans eigin skilgrein- ing á stjörnu er „einhver sem mig langar alltaf til að sjá á tjaldinu. Sumt fólk hefur hæfileika en manni finnst ekkert sérstakt við það.“ „Við þekkjunrí öll stjörnu þegar við sjáum hana," segir James L. Brooks, höfundur og leikstjóri Terms of Endearment. En hverjir verða stjörnur morgundagsins? Um tólf hátt settir menn (fram- Last Night. Kvikmyndafólkið var nokkuð samdóma í ágiskunum sínum. Spurningin var ekki um leikhæfi- leika, aðeins hverjir gætu orðið kvikmyndastjörnur. Næstum því flestir sögðu að Rob Lowe væri of sætur, Timothy Hutton væri of inní sér og Sean Penn með full- sterka sjálfseyðingarhvöt. Ekki héldu sérfræöingarnir að Judd Nelson, Emilio Estevez, C. Thom- as Howell, Ally Sheedy eða Steve Guttenberg byggju yfir þeim sér- staka eiginleika sem gerir leikara að stjörnum. Á hinn bóginn voru Molly Ringwald, Charlie Sheen og Madonna tekin útúr — ekki alveg einróma — og sagt að þau ættu eftir að verða að stjörnum. Hér áður fyrr voru það kvik- myndaverin sem sköpuðu stjörnur. Fyrsta skrefið var að taka aðlað- andi ungan leikara og láta hann leika í eins mörgum myndum og hægt var á eins skömmum tíma og hægt var. Clark Gable lék í 28 myndum á milli 1931 og 1935. Mickey Rooney lék í átta myndum árið 1938. Þótt áhorfendur höfn- uðu Bette Davis í fyrstu myndun- um hennar hélt Jack Warner áfram að ýta henni að þeim. En nú eru engin kvikmyndaver sem passa upp á feril leikaranna sinna; ungir leikarar eru heppnir ef þeir ná að leika í tveimur myndum á ári. Nýr leikari, sem lofaði góðu, var látinn leika á móti stóru stjörnun- um í gamla daga. Fyrsta árið sitt hjá Paramount lék Cary Grant í sjö myndum m.a. á móti Mae West, Carole Lombard og Marlene Diet- rich. Ný leikkona var á sama hátt látin leika á móti karlstjörnunum. Kim Novak, sem stundum er kölluð síðasta tllbúna stjarnan, lék á móti Frank Sinatra, William Holden og Tyrone Power. Eftirleikurinn var auöveldur. í kjölfar sjö ára samnings við kvik- myndaverið lærðu stjörnurnar ýmiskonar siðareglur, fengu nýtt nafn og ný æviatriði og hlutverkin voru eins sniðin að þeim og klæð- skerasaumuöu fötin. Mickey Rooney var ástsjúki menntaskóla- neminn þar til hann varð 26 ára. Lana Turner var heimskonan og June Allyson var stúlkan í næsta húsi. Ava Gardner tók við af Ritu Hayworth og Marilyn Monroe tók við af henni. Nú eru hlutirnir öðru- vísi. Sjö ára samningarnir hafa verið rifnir, kvikmyndaverin hafa lokað deildunum sem sáu um aðdáendabréfin og nú verða leikar- arnir að treysta á sjálfa sig. Þeir þurfa á heppni að halda til að verða stjörnur í dag, heppni og útsjónarsemi. Það þarf rétta mynd á réttum tíma. „Geta Madonnu er takmörkuð en ef hún finnur sér einhverja almenna útgáfu af Desp- erately Seeking Susan getur hún orðið stjarna," segir einn sem þátt tók í stjörnuvalinu. Eftir að Tom Cruise lék sitt fyrsta hlutverk, þrúgaðan nýliða í myndinni Taps, hafnaði hann fjölda tilboða um að leika þrúgaða unga menn og beið þar til honum bauðst Risky Busi- ness. Menn voru sammála um að stjarna þurfti ekki endilega að vera hæfileikaríkur leikari. Persónutöfr- ar ráða kannski mestu. Sérfræð- ingarnir tala um að Timothy Hutton og Ally Sheedy séu mjög hæfileik- arik en það vantar töfrana svo þau geti orðið virkilegar stjörnur. Og persónutöfrarnir virðast ekki ganga í erföir. Af öllum börnurn kvikmyndastjarna — frá Patrick Wayne og Peter Fonda til Sean Flynn og Chad McQueen — sem reynt hafa við kvikmyndaleik er Jane Fonda sú eina sem náð hefur eins miklum frama og faðir henn- ar. Fáein, eins og Michael Dou- glas, eru þolanleg í vissum aðalhlutverkum. Tom Cruise hefur persónutöfra stjörnunnar að mati sérfræðing- anna. Hans nýjasta mynd er Rainman, um tvo bræður, en í henni leikur hann á móti Dustin Hoffman. Tökur standa yfir á myndinni en verkefnið allt hefur einkennst af vandræðum og leik- stjórinn, Martin Brest, hefur sagt skilið við myndina. Charlie Sheen hefur líka þessa töfra og er við það að verða stjarna en hann leikur nú í nýjustu mynd Olivers Stone, Wall Street, en Stone stýrði honum einnig í síðustu og frægustu mynd sinni, Platoon (sýnd í Háskólabíói í þessum mánuði). Tom Cruise varð stjarna í fyrra með Top Gun (vill fjórar milljónir fyrir hverja mynd héðan af) og kannski Wall Street eigi eftir að gera Sheen að stjörnu. En gæfan er fallvölt í heimi kvik- myndanna. Stjarna í dag, stjörnu- fall á morgun. John Travolta kannast við það. Hann var meiri stjarna en Tom Cruise er núna með myndunum Saturday Night Fever og Grease. „En fólk vildi ekki sjá hann vaxa úr grasi," segir einn sérfræðingurinn. „Það kunni best við hann sem diskókóng." Stytt og endursagt úr The New York Times.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.