Morgunblaðið - 19.07.1987, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987
B 15
Konur sem menn elska
- konur sem menn yfirgefa lí
ENIDVE
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Connell Cowan og Melvyn
Kinder:Women Men Love.
Women Men Leave.
Útg. Clarkson N. Potter 1987.
VANDAMÁLAbækur eða öllu
heldur sérhannaðar og lærðar út-
skýringar á vandamálum okkar,
fyrst og fremst á samskiptasvið-
inu, eru mörgum eftirsóknarverð
lesning. Kannski ekki beinlínis
vegna þess við búumst við, að úr
öllum flækjum greiðist, tjáskipta-
legs- og tilfinningalegs eðlis, og
hvað þetta nú allt er. En það vek-
ur hjá okkur dálitla öryggiskennd,
ef við fáum einhvers konar full-
vissu fyrir því, að það sé einhver
sem skilur vandamálið okkar. Það
er sjálfsagt misjafnlega erfitt við-
fangs. Það getur meira að segja
verið við höfum alls ekki gert okk-
ur grein fyrir vandamálinu fyrr
en lesum við kafla í bók. Og kom-
umst að þeirri niðurstöðu, að
höfundur er að huga að einhverju,
sem við könnumst við. Þá lesum
við þann kafla með öðru hugar-
fari, fjálglegar og af meiri forvitni.
Það er ekkert að því. En væri
ekki ráð að konur legðu orð í þenn-
an umræðubelg líka. Bækur
þessarar gerðar virðast nær alltaf
skrifaðar af karlmönnum. Því
skyldu konur ekki skrifa frá sínum
bæjardyrum. Og segja frá karl-
mönnum, sem elska of mikið.
Samanber fræga bók um „Women
Who Love Too Much“. Við þurfum
að láta víkja að því, hvemig skyn-
samlegast væri að koma fram við
karlmann með þessi einkenni. Og
hvað með mennina sem konur
elska - og yfirgefa þó. Það er
mesta furða að konur skuli ekki
hafa reynt að ná jafnvægi í að búa
til bækur með þetta meginþema.
Því að alltaf seljast þessar bækur,
hvort sem okkur, mönnum/konum
líkar það betur eða verr. Og karl-
mönnum veitti altjend ekki af
smáleiðsögn í tjáskipta og tilfinn-
ingamálunum, eftir flestum þeirra
að dæma.
Höfundar þessarar bókar eru
báðir doktorar í kliniskri sálar-
fræði. Þeir sendu frá sér í fyrra
bókina „Smart Women, Foolish
Choices" sem var skrifað um í
Kr.3390
»þó
bendum
•••
Lilir: Rautt,
Ijósbrúnt,
millibrúnt,
Ijósblátt.
Tegnr. 2098
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
þessum dálkum. Þar fjölluðu þeir-
eins og titillinn gefur til kynna -
um hina brennandi spurningu allra
kvenna( segir á kápusíðu):,, Hvað
vilja menn í raun og veru? Og af
hveiju verður karlmaður ástfang-
inn af ÞESSARI konu, en ekki
hinni og hvað er það við hana, sem
veldur því að Hann vill una hjá
Henni alla sína ævidaga?
í þessari bók „ Women Men
love. Women Men Leave “ er hald-
ið áfram á þeirri braut, sem þeir
doktorarnir mörkuðu í hinni fyrri
og sú bók varð metsölubók víða.
Þeir lýsa því á býsna almennan
hátt og ekki frumlegan, hvemig
konan eigi að vera til að fæla
ekki manninn frá sér. Sem er auð-
vitað fróðlegt, en kannski ekki
algilt. Kjarni málsins er sá,í þeirra
augum, að það er konan, sem
getur ráðið því, hvernig þessi mál
skipazt. Svo virðist sem þeir hafi
Why men are
DRAWN TO WOMEN
WHAT MAKES THEM
WANT TO STAY
DR. CONNELL COWAN &
RlaPÍÍIlSIMflM
ekki trú á að karlmenn geti haft*
nein áhrif þar á, ef kona skilur
vandamálið og ákveður að leysa
það.
Bókinni er skipt í tvo megink-
afla og þeir höfundar skrifa vel
og skilmerkilega. Aftast eru svo
nokkur próf sem við getum tekið
til að reyna að komast að því, í
hvaða ástandi við erum, varðandi
samskiptin við karlmennina og
hvaða líkur eru á að þeir yfirgefí
okkur eða verði hjá okkur. Þeir
félagar hafa greinilega mjög gam-
an af því að tjá sig um málið og
það gefur bókinni aðgengilegan
blæ. Þessi bók er engin himna-
speki, en það er allt í lagi að
glugga í hana. Og sem oftar þyk-
ir mér titillinn það bezta.
^ GEFÐU ÞER „
GOÐANTIMA
ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ ÚRIANDI.
Gjafir og glaðningur til vina,
ættingja og viðskiptavina
erlendis.
Afþreyingarefni fyrir ferðina.
fslensk matvara
hefur um áraraðir glatt íslendinga erlendis.
Reyndar eru íslensk matvæli löngu orðin annað
ogmeira en „þjóðlegsérviska“. Lostæti á borð við
hangikjöt, reyktan lax, kavíar og íslenska osta
hefur ósjaldan skákað dýrindis réttum
á borðum útlandanna.
íslenskt sælgæti
nýtur mikilla vinsælda handan hafsins.
Þér er óhætt að hafa talsvert magn með þér -
það verðurfljótt aðhverfa (stingdu strax undan
eftirlætistegundinni þinni.)
Minjagripir oghandverk
eiga alltaf vel við.
Það er sama hvert tilefni ferðarinnar er eða
við hvern þú átt stefnumót á erlendri grund.
íslenskt handverk er gjöfsem gleður.
Bækur um ísland.
Glæsilegar gjafir við flest hugsanleg tækifæri.
Einstök landkynning sem gaman er að fletta
með áhugasömum lesendum.
Blöð og tímarit fvrir ferðina.
Öll nýjustu dagblöðin með glóðvolgum,
íslenskum fréttum. Tímarit og bækur til að lesa
á leiðinni og í ferðinni.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Keflavíkurflugvelli.