Morgunblaðið - 19.07.1987, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987
B 21
Reuter
Jainapresturinn Acharya Muny Mahendra kynnir Þjóðveijann Mark-
us Mossner fyrir fyrrum forseta Indlands, Zail Singh. Mjög fair
aðrir en Indverjar hafa játast undir jainisma til þessa.
■s«s
Meinleysi
og meinlæti
Markus Mossner, 24 ára gam-
all Vestur-Þjjoðveiji, hefur
heitið því að kremja ekkert kvikindi
sem lífsanda dregur undir fótum
sér né verða á neinn hátt valdur
að dauða lifandi veru, ekki einu
sinna hinna smæstu örvera í and-
rúms loftinu. Hann hefur nefnilega
gerst gildur meðlimur í söfnuði jain-
ista á Indlandi. Jainismi er skyldur
hindúisma og eru játendur hans um
fjórar miljónir, næstum allir í Indl-
andi.
Prestar söfnuðarins segjast
gjarnan vilja útbreiða jainisma víðar
um heiminn en þar sem trúin bann-
ar þeim að ferðast öðruvísi en
fótgangandi eiga þeir ekki auðvelt
um vik. Jainismi hefur að sögn
prestanna varðveist óbreyttur í
2500 ár. Játendur jainisma skiptast
í tvær fylkingar, Shwetamara, eða
hvítstakka og Digambara eða loft-
stakka, en þeir ganga um naktir
þar sem föt bera að þeirra mati
vott um efnishyggju.
Mossner tilheyrir fylkingu Shew-
tamara og gengur því um
hvítklæddur. Jainistar ganga ávalt
um með sóp til að sópa jörðina fyr-
ir framan sig svo að þeir stigi ekki
á skorkvikindi og kremji þau til
bana. Sumir ganga líka með grímur
fyrir andlitinu til þess að þeir andi
ekki að sér örverum úr andrúmsloft-
inu og verði þeim þannig að aldur-
tila.
„Ég fékk áhuga á jainisma eftir
að hafa lesið um líf Mahatma
Gandi“ segir Mossne. „Hann var
undir áhrifum frá boðskap jainista
um meinleysi og andstyggð á hvers
konar ofbeldi". Þegar Mossner ját-
aðist undir jainisma skipti hann um
nafn og var honum gefið nafnið
Saman Swayan, sem þýðir Sá sem
veit, vegna þess hversu vel hann
hafði lesið sér til um trúna. Við
athöfnina vann hann þess heit að
ástunda skírlífi, eta ekki kjöt, tak-
marka eigur sínar við þijá hvíta
kyrtla og kynna sér enskar þýðing-
ar á höfuðritum jainisma næstu
þijá mánuðina. Eftir reynslutímann
tekur hann síðan ákvörðun um það
hvort hann snýr aftur til Þýska-
lands eða gerist prestur og verður
áfram í Indlandi.
Jainistaprestar, sem eru nokkur
þúsund, fylgja mjög ströngum siða-
reglum. Þeir láta plokka allt hárið
af höfðinu á sér og stunda alls
kyns meinlætalifnað eins og að sitja
tímunum saman og íhuga í brenn-
andi sólarhita.
Shri Tulsi, presturinn sem vígði
Mossner til jainisma þurfti að ganga
600 km vegalengd, frá Gujarat-
fylki til Nýju-Dehli. Hann er 73 ára
gamall og segist hafa gengið meir
en 100 þúsund km frá því hann var
útnefndur æðsti prestur jainista,
aðeins 22 ára gamall. Allir sem
játa jainisma eiga að virða reglum-
ar um meinleysi og fátækt og segist
Tulsi hafa ástundað fullkomið
skírlífi frá því hann tók jaintrú,
aðeins 11 ára gamall. „Prestamir
verða að vera öðrum fordæmi í
meinlætalífi og ég hef þurft að
svipta nokkra embætti vegna kæru-
leysislegrar hegðunar" segir Tulsi.
Helagasti staður jainista er þorp-
ið Stavanabelagola í Karnataka-
fylki þar sem 17 metra há stytt af
spámanninum Gomateswara stend-
ur. A tólf ára fresti koma jainistar
af öllu Indlandi gangandi þangað
til þess að taka þátt í mikilli trúar-
hátíð. Síðasta hátíð var 1981, á
1000 ára afmæli styttunnar og er
talið að meir en ein miljón jaina
hafi verið viðstaddir.
COSPER
— Gaili við húsið? Nei, þú veist alltaf hvaðan vindáttin er.
OKKAR VERÐ
Ný lambalæri
383.-kr.kg.
Lambahryggur
372.-kr.kg.
Lambaslög
70.-kr.kg.
Lambairampartar
292.-kr.kg.
Lambasúpukjöt
327.-kr.kg.
Lambakótilettur
372.-kr.kg.
Lambalærissneiðar
497.-kr.kg.
Lambagrillsneiðar
294.-kr.kg.
Lambasaltkjöt
345.-kr.kg.
Lambaskrokkar 1. flokkur
264,50kr.kg.
lægra en hjá öðrum
J25.-kr.kg.
^arineraðar kótilettur
401 kr.kg.
Marineraðar íærissneiðar
548.-kr.kg.
Mari neruð rif
178.-kr.kg.
Hangilcjöts/seri
480.-kr.kg.
Hangiiýötsframpartar úrb
32l-kr.kg.
Han*®s'#iúrbei„að
S68.-kr.kg.
Hangikjötsframpartar
487.-kr.kg.
Lambahamborgarhryggur
487.-kr.kg.
Londonlamb
Sl4.-kr.kg.
KJÓTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.s. 686SII
AGFA-f-3
Alltaf Gæðamyndir
__•
77/88cm
VINKIL-FELLIHURÐIR
68/88cm
ál-plexigler
kr. 12.051,00
hvitt ál-plexigler
kr. 13.819,00
68/90cm
ái-röndótt gler
kr. 25.661,00
hvltt ái-röndótt gler
kr. 29.473,00
77/88cm
ál-hamraó gler
kr. 20.556,00
hvftt ál-hamrað gler
kr. 23.639,00
BAÐKARS-RENNIHURÐIR
160/172cm
ál-plexigler
kr. 13.945,00
Sendm }
póstkröfu.
verd m
htnd a/fc
ál-hamraö gier
kr. 16.609,00
hvltt ál-hamrað gler
kr. 19.118,00
ál-röndótt gler
kr. 21.266,00
hvltt ál-röndótt gler
kr. 24.255,00
HLISA
SMIÐJAN
77/88cm
ál-plexigler
kr. 12.691,00
hvltt ál-plexigler
kr. 14.590,00
SÚDARVOGI 1-5-104 REYKJAVÍK
SÍMI 687700 • PÓSTHÓLF 4200