Morgunblaðið - 11.11.1987, Page 35

Morgunblaðið - 11.11.1987, Page 35
Bandaríkin MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 35 Robert Dole deilir á varaforsetann Eftirlaunakerfið er honum ekki heilagt New Hampshire, Reuter. ROBERT Dole leiðtogi repúblik- ana í öldungadeild Bandaríkja- þings 8em tilkynnti í fyrradag að hann stefndi að útnefningu sem forsetaframbjóðandi flokks síns freistar þess nú að marka sér stefnu ólíka þeirri sem George Bush varaforseti hefur fram að færa. Kosningabarátta Doles hófst formlega á mánudag og í ræðum sem hann hélt í Kansas, Iowa og New Hampshire gerði hann meðal annars lítið úr forystuliæfileikum keppinautar síns um útnefningu repúblikanaflokksins: „Ég hef af- rekaskrá mína fram að færa en ekki æviágrip," sagði Dole og vfsaði til þeirra ummæla Bush um sjálfan sig að hann væri hæfur til forseta- starfans því hann hefði eytt ævinni við stjómsýslustörf. Dole sagði einnig að sjálfur stæði hann í viðræðum þings og stjóm- valda um niðurskurð fjárlagahall- ans á meðan Bush sinnti einungis kosningabaráttunni. Áheyrendum var einnig ljóst að Dole myndi halda uppteknum hætti og bera saman uppmna sinn og Bush. Dole er af fátæku fólki kominn en varafo.rset- inn bjó við ríkidæmi í æsku. í ræðunni þar sem Dole tilkynnti framboð sitt dró hann skörp skil milli stefnu sinnar og varaforsetans í efnahags- og skattamálum. Hann sagðist vera á móti hærri tekju- skatti en útilokaði ekki aukna skattheimtu eftir öðrum leiðum til að draga úr fjárlagahallanum. Hann hét því að ef hann kæmist í Hvíta húsið þá yrði það hans fyrsta verk að semja við þingið um minni fjár- lagahalla. Þar með varð ljóst að af Reuter Robert Dole, leiðtogi repúblik- ana í öldungadeild Bandaríkja- þings, hóf baráttuna fyrir því að verða tilnefndur forsetafram- bjóðandi flokks síns af miklum krafti. Hér sést hann veifa til aðdáenda í heimabæ sínum Russ- ell í Kansas-fylki. innanríkismálum þá telur hann nið- urskurð fjárlagahallans brýnasta verkefnið. Dole sagði ennfremur að öll verk- efni alríkisstjómarinnar nema hjálp við fátæka mætti skera niður. Að- stoðarmenn Doles staðfestu að þar væri eftirlaunakerfið ekki undan- skilið. Sjaldgæft er að hugsanlegir forsetaframbjóðendur freisti þess að hrófla við hinu nánast helga eft- irlaunakerfí í Bandaríkjunum. Færeyjar: Frægur bát- ur tíl sölu - kostar tæpar 7 milljónir króna Færeyjum. Frá Snorra Halldórsayni, fréttaritara Morgunblaðsins. FÆREYINGUR sem á 1,2 millj- ónir færeyskra króna (um 6,8 milljónir ísl. króna) getur keypt Díönu Viktoríu, bát Oves Joensen Nólseyings sem hann sigldi á frá Færeyjum til Danmerkur í hitt- eðfyrra. Eigandi bátsins hefur sagt að honum hafi verið boðin þessi fjár- hæð fyrir bátinn af útlendingi, en sjálfur vill hann gjama að báturinn verði áfram í Færeyjum. Ekki er vitað hvort einhver einstaklingur á Færeyjum hefur áhuga á að kaupa Díönu Viktoríu, en Landsþingið hefur lýst yfír áhuga á að kaupa hann. Þykir verðið í hærra lagi og heyrst hefur að Landsþingið hafí boðið 1 milljón færeyskra króna í bátinn. Það þótti djarft þegar Ove réri af stað á farkostinum einn síns liðs frá Nólsey á Færeyjum. Hann fór 2.000 sjómílna leið til Kaupmanna- hafnar á 42 dögum. Við heimkomuna til Nólseyjar hélt Ove ræðu þar sem hann lofaði bömunum á Nólsey að hann skyldi gefa þeim sundlaug. Hann hefur ekki gleymt loforðinu og nú hyggst hann selja bát sinn til að fjármagna byggingu sundlaugar í eynni. Þú svalar lestrarþörf dagsins ^ ^ _ Reuter RAÐSKAST UM HERSTJORNARLIST Breskur liðsforingi sést hér á tali við tvo ofursta úr samkvæmt Stokkhólmssamkomulaginu um samskipti sovéska hemum. Sovésku hermönnunum var boðið austurs og vesturs. Heræfingar breska hersins á Skotl- að fylgjast með heræfingum á Skotlandi í vikunni andi nú eru þær umfangsmestu á friðartímum. Suðurveri og Hraunbergi Síðnsta namkeið / Ertu í góðu formi? Þarftu að fara í megrun? 5 LÍKAMSRÆKT OG MEGRUfl Fyrir konur á öllum aldrí. Flokkar sem haefa öllum. 2.KERFI FRAMHALDSFLOKKAR Lokaðir flokkar. Þyngrí tímar, aðeins fyrir vanar. 3.KERFI RÓLEGIR TÍMAR Fyrir eldri konur, eða þær sem þurfa að fara varíega. 4.KERFI MEGRUHARFLOKKAR i-iun fitrír hw sem buría oq vilia missa .... . ■ - ■ .7 :: ........ ... aukSHÍÍo, KERFI FYRIR UtlGAR OG HRE5SAR Teygju — þrek - jazz. Eldfjörugir tímar með léttri jazz-sveiflu. Hýjar perur í öllum törnpum. Morgun v dag-_.og Kvöl Suðurverí, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988 ir. Hótelið er vel verslanir og áhugaverðir staðir í næsta /ófy POLAR/S Kirkiutorqi 4 Sími622 011 FERDASKRIFSTÖFAN nágrenni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.