Morgunblaðið - 11.11.1987, Side 62
62
-MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR II. NÓVEMBER 1987
fclk í
fréttum
Ciccone systurnar
Eru þær ekki líkar blessaðar
systumar? Óglöggir lesendur
skulu ekki lengur leyndir hvaða
heiðurskonur eru hér á ferð, það
eru Ciccone systumar, sú eldri mun
reyndar betur þekkt undir fomafni
sínu, Madonna. Yngri systirin Paula
er nýorðin 22 ára og mun ætla sér
að feta í fótspor stóru systur. Þær
em afar samrýmdar og því
samgladdist Madonna Louisa systur
sinni af öllu hjarta þegar útsendari
ónefnds tiskublaðs uppgötvaði hana
þar sem þær systur stigu dans á
danshúsi í New York. Sú stutta ku
vera jöfn systur sinni að hæfileikum
svo nú er aðeins að bíða og sjá
hvemig hún spjarar sig.
Eddie er drengur góður
Eddie Murphy er mikill dellukarl
og veigrar sér ekki við að sóa
aurum ef það má vera til að upp-
fylla hans villtustu delluóskir. Hans
nýjasta, en ekki vilitasta della er
að gefa vinum og vandamönnum
bfla að hætti Elvisar Presleys. Eddie
hefur eytt um 10 milljónum króna
á þessu ári í ekki lakari tryllitæki
en Mercedes Benza, Porscha og
Corvettur. Þessa bfla kaupir hann
í kippum og gefur velunnumm
sínum. Aðalskemmtunin mun vera
fólgin í því að sjá svipinn á hinum
furðulostna bíleiganda þegar Eddie
hendir í hann bfllyklunum og segir
„góða skemmtun."
Eddie karlinn er hefur gaman
af að hrekkja fólk með því að
vera góður við það.
S*É
Natassia Kinski er engin pabbastelpa.
KVIKMYNDASTJÖRNUR
Fáleikar með
Kinski-feðginum
að hefur aldrei verið sérlega
hlýtt á milli þeirra feðgina
Natössíu og Klaus Kinski og
margar tilraunir hafa verið gerðar
til að sætta þau. Klaus tók sig til
um daginn og bauð dóttur sinni
Natössíu hlutverk í kvikmvnd
sinni um fíðlusnillinginn Pagan-
ini. Þá hún boðið með þökkum
og mætti galvösk til leiks þó hlut-
verkið væri smátt og varla nema
til málamynda. En þegar á öðmin
degi hófust leiðindin. Natassía
fékk að heyra að hún væri ekki
rétt förðuð, og að hún væri hæfi-
leikalaus gæs sem ætti síst af
öllu heima í kvikmyndaheiminum.
Þetta sámaði henni svo mjög að
hún yfirgaf föður sinn og allt
hans lið og hét því að hún skyldi
aldrei aftur tala við hann stakt
orð. Karl faðir hennar kippti sér
ekki vitundarögn upp við lætin í
dóttur sinni og bauð Isabellu
Rossini starfann.
BRÆÐRABÖND OG BRÓÐURÁST
COSPER
Gibbagibb mót gjaldþroti
Þrír elstu Gibbagibbbræðurnir
sem saman mynda hljómsveit-
ina Bee Gees hafa nú tekið þá
sameiginlegu ákvörðun að leyfa
litla bróður sínum að koma með í
tónleikaferðalag. Farið verður um
Barry, Robin og Maurice hafa tekið litla bróður (þann sem er undir
höfðinu á Maurice) up á arma sér.
jarðkúluna þvera og endilanga og
unnir margir stórsigrar til handa
tónlistargyðjunni. „Já en afhvetju
hafa þeir þá Andy (litla bróður)
með?“ spurði illkvittinn gámngi er
honum bámst fregnimar til eyma.
„Af því að,“ sögðu hinireldri, „hann
Andy er kominn út í þvílík vand-
ræði, að ef ekkert verður að gert
þá fer hann í hundana. Hann er
orðinn gjaldþrota því hann hefur
selt allar eigur sínar til að eiga
fyrir kókaíni. Við viljum hjálpa hon-
um að komast á réttan kjöl og því'
fær hann að hita upp hjá okkur.
Satt best að segja, þá hlökkum við
til að sjá stráksa á sviðinu á nýjan
leik."
Nei, því miður, þú færð ekki lán út á hundahúsið þitt.