Morgunblaðið - 11.11.1987, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 11.11.1987, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 67 Bjórfrumvarpið: Þingmenn til að leysa vandamál - ekki að skapa þau Til Velvakanda. Margboðað bjórfrumvarp er komið fram á alþingi, það er frum- varp um að leyfa bruggun, innflutn- ing og sölu á áfengum bjór. Enginn nefndi bjór á nafn fyrir kosningar svo ef þingmenn samþykkja hann nú svíkjast þeir í rauninni aftan að kjósendum. Vegna þessa og líka er þetta alvarlegt og örlagaríkt mál á skilyrðislaust að verða um það þjóð- aratkvæðagreiðsla. Paul Schluter, forsætisráðherra, sagði í þingræðu fyrir skömmu að bjórdrykkja væri að eyðileggja dönsku þjóðina, það þyrfti að hefj- ast handa og gera eitthvað í málunum. Og þó Paul Schliiter sé engin þjóðhetja hefur hann áreiðan- lega drjúgum meira af heilbrigðri skynsemi en allir þessir bjórfrum- varpsmenn. Fyrir nokkru skrifaði Tómas Helgason, prófessor og yfírlæknir, grein í Morgunblaðið um bjórmálið og færði óhrekjandi rök fyrir því að það áfengismagn sem þjóðin inn- byrði mundi stóraukast með til- komu bjórsins og studdist þá meðal annars við reynslu annarra þjóða. Og afleiðingin yrði að bæði and- legri og líkamlegri heilsu þjóðarinn- ar mundi hraka til muna. Enginn vitiborinn maður hefur reynt að hnekkja rökum Tómasar Helgason- ar. Hitt er rétt og satt að þessi innflutningur á bjór til landsins er algerlega ólíðandi, enda salan í fríhöfninni og eins bjórinnflutning- ur áhafna skipa og flugvéla alveg tvímælalaust lögbrot. Ég skora á dómsmálaráðherra að fara þess á leit við Hæstarétt að hann úrskurði í þessu máli, því þó hver einasti maður í landinu viti að þessi bjórinnflutningur sé lög- brot mundi úrskurður frá Hæsta- rétti hafa úrslitaáhrif. Jón Baldvin mundi bregðast fljótt við og loka fyrir bjórsöluna í fríhöfninni, enda hægt að komast þangað f loftinu. En hvað sem öllu öðru líður hafa alþingismenn engan siðferðislegan rétt til að tvöfalda áfengisneyslu í landinu í einni svipan. Og ef þeir hafa ekki manndóm til að fella þetta frumvarp er þjóðaratkvæðagreiðsla í raun réttri hrein og bein skylda. Bindindismenn og aðrir bjórand- stæðingar eru sundurleitur hópur en samt verður það vel munað í næstu kosningum hvemig menn greiða atkvæði í þessu máli. Þing- menn verða að gera sér það ljóst að þeir voru kosnir til að leysa vandamál, m.a. að kveða niður verð- bólguna, versta vágest þjóðarinnar, en ekki til að skapa önnur, auka drykkjuskap, óreglu og hverskonar vandræði sem nóg er af fyrir. Ingi Jónsson Hver orti? Eftirfarandi vísur bárust Vel- vakanda á dögunum og vill sendandinn gjaman fá að vita hver er höfundur þeirra og eins hvort vísumar séu fleiri. Svívirða viljirðu saklausan mann þá segðu engar ákveðnar skammir um hann. En láttu það samt í veðrinu vaka að hann hafi unnið til saka. En ef einhver vill að þú sannir þá sök þá seg að til séu nægjanleg rök. En náungans bresti þú heizt viljir hylja, það hljóti hver sannkristinn maður að skilja. Geymið lyf þar sem börn ná ekki tiL Leður — LUX Þýsku homsófamirog sófasett- in í leður-lúx efnunum eru komin aftur á hreint ótrúlega láguverði. Sjáið til dæmis sófasettið hérámyndinni tegund: Padúa 3+2+1. Það kostar kr. 69.860.- ákr. 64.180.- Í7fallegum litum. Það borgar sig að líla til okk- arstraxídag. Útborgun með Visa og Euro í 12mánuði. húsgagmriwllin REVKJAVlK MQBLER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.