Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987
Hús og hugmynd þess
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Kristján Karlsson: KVÆÐI 87.
Almenna bókafélagið 1987.
KVÆÐI 87 er fimmta ljóðabók
Kristjáns Karlssonar á ellefii árum.
Hann hefur verið sjálfum sér sam-
kvæmur í ljóðagerðinni. Frá
Kvæðum (1976) til nýju bókarinnar
er óslitinn þráður. Þar með er ekki
sagt að hann hafi staðið í stað.
Ljóðagerð Kristjáns hefur tekið
breytingum og hann hefur komið á
óvart. Menn geta deilt um hvaða
bók hans gnæfi hæst, en með hinum
minnisstæðustu er tvímælalaust
New York (1983). Nýjan sigur vann
Kristján með Kvæðum 84 (1984).
Kvæði 87 ber þess vitni að meira
jafnvægi er komið á í ljóðagerð
Kristjáns Karlssonar, en bókin er
síður en svo átakalaus. Nokkur ljóð
geta verið vísbendingar um áfram-
haldandi leit og þróun. Að minnsta
kosti verka ljóð eins og Daglegt líf
fyrir sextíu árum IV og Endurminn-
ingar um Gamla testamentið þannig
á mig.
Fyrmefnda ljóðið minnir á smá-
sögu, er eins konar minningabrot.
Það er í senn ljóðrænt og lausamáls-
legt. Síðara ljóðið er mælskt og
hefur ýmis einkenni frásagnar. I
því eru þessar eftirminnilegu línur:
„Víst er höfuð vort brunnur
heimsku/ en í hjarta voru býr ljón.“
Ljóð Kristjáns Karlssonar eru í
senn hljómfögur og myndræn. Allt-
af eru þau ort af íþrótt, til dæmis
Sólsetur á Rangárvöllum:
Til suðurs á floti
afslitnar jarðneskar eyjar
inni yfír landi
bláir gullstrendir hðlmar
ég sjálfur í miðið,
eyland sem á sér stað
miðað við ástand eyjanna hér í kring.
Annað ljóð sem birtir ýmsa helstu
kosti Kristjáns sem ljóðskálds er
Epli. Hrynjandin er áleitin og leikur
að myndum og litum gæða ljóðið
undarlegum töfrum: „blá epli dijúpa
Kristján Karlsson
af dökkri grein/ í dimmum garði
undir vor/ og jörðin grænkar hægt
og hægt.“
Hljómur og myndvísi setja svip
sinn á fyrsta ljóð bókarinnar, Undir
skammdegi. Þar verður umhverfi
skáldsins tilefni náttúruljóðs sem
jafnframt speglar hugarástand. I
þessu ljóði er hreyfing og veður
eins og í fleiri ljóðum bókarinnar.
I fjórða hluta er þetta erindi, heill-
andi í einfaldleik sínum:
Án afláts, úr landinu
rennur hið bláa burt
hið brúna verður um kyrrt.
Nokkuð er um endurtekningar í
ljóðunum, en ekki geta þær beinlín-
is kallast einhæfni. Við fljótið hefst
á því að ljósið streymir hvern morg-
un. Og í Endurminningum um
Gamla testamentið streymir ljósið
austan út á hafið. Vindurinn kemur
oftar en einu sinni við sögu. í Garði
í íþöku ýmist hrekkur hann eða
brotnar í tvennt, en í Voyeur fer
hann í upphafi án setnings og hæg-
ar, en undir lok ljóðsins án leyfis
og hraðar. Maðurinn í sama ljóði
hagar sér líkt og vindurinn, gengur
í fyrstu hálfum skrefum, en síðan
hröðum skrefum. Þetta er enn eitt
dæmið um hreyfingu í ljóðum
Kristjáns. Bæði hafa ljóðin endur-
komu, endurfundi að yrkisefni og
miðla trega.
Hús sem hreyfist kallaði Kristján
bók sína um sjö ljóðskáld og þann-
ig skilgreindi hann eitt sinn kvæði.
I Kvæðum 87 er Húsið, einkenni-
legt ljóð í bestu merkingu orðsins.
Það ljóð fjallar frekar um hugmynd
húss en húsið sjálft og að lokum
er nóttin orðin hugmynd þess. Það
byijar og endar á sömu setning-
unni: „Brátt verður ekkert eftir.“
Litarorðum hefur ekki fækkað í
ljóðum Kristjáns, en þótt hann sé
örlátur á liti freistar hann þess að
gefa þeim ákveðna merkingu.
Stundum notar hann þá einungis
til að draga fram andstæður nátt-
úru og mannlífs.
Ljóð Kristjáns Karlssonar eru
yfirleitt nokkuð torræð þótt vafa-
samt sé að setja ákveðinn stimpil
á þau. í Kvæðum 87 er að minnsta
kosti nógu mikil fjölbreytni til að
bókin geti höfðað til margra. Orð
eins og „lærður" gerast aðgangs-
hörð þegar lýsa skal ljóðstflnum.
Mest er um vert að hér er á ferð
góður skáldskapur sem ekki lætur
staðar numið við ákveðna aðferð.
POTTÞETTUR VINUR
Békmenntir
Jenna Jensdóttir
Eðvarð Ingólfsson.
Pottþéttur vinur.
Kápumynd: Almenna auglýs-
ingastofan hf.
Æskan 1987.
Strax í upphafí sögunnar kynnist
lesandinn Pétri, sextán ára pilti sem
er að upplagi feiminn og hefur litla
trú á sjálfum sér til eins eða neins.
Slys sem henti hann fyrir tveim
árum, er hann vann í íshúsi og lenti
með annan fótinn í „snigli“, hefur
sett svip sinn á tilveru hans og við-
horf. Annar fóturinn er illa farinn
og styttri en hinn.
Krakkar, sem eru fundvísir á við-
kvæmni annarra, hafa strítt Pétri
óspart með fötlun hans og þar skot-
ið örvum sínum í ógróið sár sálar-
innar.
Einkabróðir Péturs og kona hans
eiga í miklum fjárhagsörðugleikum.
Þau eiga tvær dætur — eru dálítið
ósamhent og kappgjöm, en annars
ágæt. Pétur tekur af einlægni þátt
í kjörum þeirra og á þá löngun
sterkasta að geta hjálpað þeim með
skuldir þeirra.
Glysgjöm móðir Péturs rýnir
mikið í einkalíf hans þar sem faðir-
inn er Iítið heima — sérlega að sumri
til. Hann er rútubflstjóri og fer
mikið um hálendið með ferðafólk.
Pétur er einfari í skólanum og
utan hans, því einmana og vinafár.
Valdi, sem er nánasti félagi hans,
er blendin manngerð. Faðir hans
er útgerðarmaður og ijölskyldan
veltir sér upp úr vesæld, sem gerir
Valda glöggan á vald peninga og
um leið gagnrýnislausan á hvemig
þeirra er aflað. Þijár skólasystur
Péturs koma mikið við sögu. Þórey,
sem sýnir honum áhuga, en nær
illa inn fyrir tilfínningskel hans
fyrst í stað. Heimilishagir em bág-
bomir hjá foreldrum hennar. Faðir
henar er ofdrykkjumaður, sem hef-
ur verið í meðferð oftar en einu
sinni en fellur alltaf á ný. Heimil-
islífíð hefur mikil áhrif á Þóreyju.
Hún er i KFUK og sækir styrk
sinn í trúna, sem hjálpar henni þó
stutt þegar til kastanna kemur —
í öðm en því að varðveita von sína
og gefast ekki upp. Hún vill gefa
Pétri hlutdeild í trúnni -r en það
gengur illa. Samt verða þau einlæg-
ir vinir.
Tína er dóttir verðandi þing-
manns, sem ætlar sér á toppinn í
kosningunum (og kemst það) með
ótal áhugamál og loforð uppá vas-
ann.
Lýsing á fjölskyldu Tínu og
lífsháttum hennar er hressileg og
tæpitungulaus. Tína er falleg,
ákveðin og einlæg — en ótrúlega
veik fyrir Danna, kvennagullinu í
skólanum, sem vægast sagt leikur
sér að tilfínningum hennar, þótt
hann vilji annars vegar ekki vera
án hennar.
Stínu skólasystur sinni kynnist
Pétur er þau vinna saman í ösk-
unni. Talglöð stelpa, sem brýtur
tilfínningaskel Péturs og segir hon-
um til syndanna — stundum á
særandi hátt en kemur honum þó
til að sjá hlutina í því ljósi sem
hann hefur ekki þorað að horfa í.
Stína á einnig sín vandamál.
Persónum sínum teflir höfundur
fram af þekkingu og einlægni.
Hann er ómyrkur gagnvart þjóð-
félagslegum göllum og hikar ekki
Eðvarð Ingólfsson
við að benda á þá — eins og áfengis-
vandamálið og tvískinnung í því
sambandi. Sá tvískinningur kemur
vel fram þegar Tommi skólasál-
fræðingur, sem er sérfræðingur í
fíkniefnamálum, kemur heim til
þingmannsins, föður Tínu. Þeir
ætla að ræða um peningaveitingar
og aðgerðir í þeim málum. Sú heim-
sókn endar með því að Tommi
stefnir heimilislífí þingmannsins í
hættu sökum framkomu sinnar og
drykkjuskapar þingmannshjónanna
og hans meðan á heimsókninni
stendur.
Gróf framkoma er roskinn heim-
ilisvinur sýnir Þóreyju í drykkju-
skap á sér áreiðanlega rætur í
veruleikanum.
Aðdáun unglinga á poppi og
poppstjömum kemur glöggt fram í
sögunni, t.d. hóflaus aðdáun Stínu
á poppstjömuni Rikka sem fer með
hana eins og dmslu. Persónugerðir
lýsa vel tvíræðni í framkomu og
hugarfari eins og hjá Valda sem
reynist utangarðsmanninum Stef-
áni vel.
Aftur er það umhugsunarverður
siðgæðisbrestur í persónuleika Pét-
urs að þiggja peninga hjá Valda, á
forkastanlegum forsendum þótt
hann langi til að hjálpa bróður
sínum og mágkonu.
Höfundur er hér á tímamótum í
skáldskap sínum og hreinskilni hans
gagnvart gráðugu samfélagi, sem
unglingar ánetjast eins og aðrir, er
baráttukennd. Hann hefur verið
metsoluhöfundur og ólíklegt að
þessi saga dragi úr því.
Frágangur allur er ágætur.
Sýning - bók
Myndllst
Bragi Ásgeirsson
Ekki er nema ár síðan Tryggvi
Ólafsson var hér á ferð með sýn-
ingu á Gallerí Borg, sem ágætar
viðtökur hlaut og nú er hann kom-
inn aftur í tilefni sýningar í
Listaskála alþýðu.
Að þessu sinni er sýningartilef-
nið alveg sérstakt, sem er að út
er komin bók um list Tryggva á
vegum bókaútgáfunnar Lögbergs
og Listasafns ASÍ.
Uppistaðan á sýningunni em
myndir úr nefndri bók ásamt
dijúgri viðbót nýrra mynda, sem
listamaðurinn hefur lokið við á
þessu ári.
Ekki hef ég ennþá fengið tæki-
færi til að nema rétt fletta upp í
bókinni, og verður því ekkifyallað
um hana sérstaklega hér en hún
er með svipuðu sniði og fyrri
bækur er þetta samvinnuforlag
hefur gefið út á undanfömum
ámm.
Þó er það áberandi, að lögð
hefur verið meiri áhersla á að
sérstök einkenni listar Tryggva
komi sem greinilegast til skila og
þannig séð virðist mér myndavalið
hafa tekist með ágætum.
Hér er um að ræða, að viss lita-
einkenni ganga eins og rauður
þráður í gegnum bókina alla og
er hér um að ræða litaeinkenni,
sem em mjög einkennandi fyrir
myndverkasmiðinn.
Á sama hátt er lögð áhersla á
að sú einföldun forma, sem átt
hefur sér stað í listsköpun
Tryggva komi sem greinilegast
fram á sýningunni, sem hefur og
einnig tekist með ágætum.
Vil ég hér nefna myndir eins
og „Nótt“ (4), „At“ (12), „Rím“
(13), „Joð“ (28) og „Vor“ (33).
Allar þessar myndir bera vott
þeirrar listrænu ögunar, sem hef-
ur verið inntakið í listsköpun
Tryggva á síðustu ámm og geng-
ur svo langt í sumum tilvikum að
myndformið virkar jafnvel of einf-
alt og litir full hráir. En þetta er
hættan við beitingu slíkra vinnu-
bragða og það einkennir einmitt
vinnubrögð Tryggva um þessar
mundir að vera óragur við að tefla
á tvær hættur, sem er honum til
mikils sóma.
Að sjálfsögðu er þetta engin
eiginleg yfirlitssýning þótt teknar
séu ýmsar stikkpmfur af listferli
listamannsins frá fyrri ámm en
það er einungis gert vegna út-
komu bókarinnar og gefur fólki
um leið kærkomið tækifæri til
samanburðar á fmmmynd og eft-
irprentun.
Heildarsvipur sýningarinnar er
hinn ágætasti og vissulega gefur
hún fólki einstakt tækifæri til að
kynnast list þessa ágæta landa
okkar úti í Kóngsins Kaupinhavn
— Tryggva Ólafssonar.