Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 I ■V c Um „leyfisbréf “ kennara o g gildi uppeldis- og kennslufræðimenntunar eftir Þórarin B. Gunnarsson í fréttaklásúlu aftan á Morgun- blaðinu 11. nóvember sl. er fjallað um ólgu sem sögð var vera meðal kennara við listaskóla landsins vegna kröfu menntamálaráðuneyt- isins um að ákveðnum skilyrðum í lögum um starfsheiti kennara sé fullnægt áður en „leyfisbréf um starfsheiti verði gefið út, en leyfis- bréf þetta er forsenda fyrir röðun í launaflokk. Haft er eftir Herði Lárussyni deildarstjóra í framhalds- skóladeild menntamálaráðuneytis- ins að fæstir kennarar sem kenna við þá skóla uppfylli þessi skilyrði, einkum þau er varðar nám í uppeld- is- og kennslufræðum. í klásúlunni var ennfremur sagt að málið væri í athugun í ráðuneytinu. Þessi ólga er víðar í skólakerfinu en f listaskólunum því í sama blaði kemur fram í grein um skýrslu er varðar stærðfræðikennslu í fram- haldsskólum að „minnihluti kenn- ara í stærðfræði hafi próf í kennslufræðum og flestir þeirra sem stundað höfðu slíkt nám töldu það ekki hafa hjálpað sér svo neinu næmi í kennslu". Ætla má að þessi meirihlutahóp- ur stærðfræðikennara sé þá á bekk með fjölmörgum kennurum lista- skólanna, iðnfræðsluskólanna og annarra sérskóla ásamt öðrum sér- greinakennurum framhaldsskól- anna allra að sitja uppi með það, eftir að lögin um starfsheiti kenn- ara tóku gildi, að vera settir skör lægra með sína sérþekkingu en starfsbræður þeirra og systur, að vera kallaðir leiðbeinendur í stað kennara og þiggja lægri laun fyrir sömu vinnu hafi þeir ekki lokið námi í uppeldis- og kennslufræðum. Raddir úr hópi skólastjómenda benda til ólgu í þeirra röðum einnig og ótta við að erfiðlega gangi að fá sérmenntaða hæfa menn í skól- ana eftir að svo er komið að „kennslufræðiruglið" sem heyrist talað um í röðum stærðfræðikenn- ara en einnig hefur heyrst í röðum sérskólakennara er orðið skilyrði fyrir starfsheiti og launaröðun. Á nýlega afstöðnum fundi Sam- bands Iðnfræðsluskóla sagði Ingvar Ásmundsson, formaður SI og skóla- stjóri Iðnskólans í Reykjavík, í setningarávarpi sínu að „lögum og reglum varðandi starfsheiti kennara yrði að breyta í þá veru að kennur- um með tækniþekkingu yrði gefinn tími til að afla sér kennsluréttinda eftir ráðningu þannig að þeir þyrftu ekki að ráðast að skóla á lakari kjörum en áður var“. Allt ber þetta sem haft hefur verið eftir að sama brunni. Lögin um starfsheiti kennara, sem í sjálfu sér eru kannski kennurum nauðsyn- leg eða að minnsta kosti mikilvæg, þótt um þau séu mjög skiptar skoð- anir, verka varðandi sérgreinakenn- ara allra framhaldsskólanna, hveiju nafni sem þeir nefnast, þannig að ætla má að menn með tilskylda sérþekkingu á viðkomandi sviði veigri sér við að ráðast í kennslu vegna þess að þeir eiga samkvæmt laganna hljóðan að hafa aflað sér uppeldis- og kennslufræðiþekking- ar fyrir ráðningu. Nú er það svo að framhaldsskól- amir sækjast eftir fólki með tækniþekkingu eða aðra sérþekk- ingu vegna þess að sú kennsla sem fram fer í skólunum krefst þess. Hvort uppeldis- og kennslufræði- þátturinn er eins mikilvægur og lögin gera ráð fyrir skal ósagt látið en umsagnir kennara sem sótt hafa sér þessa menntun bæði í Háskóla íslands og Kennaraháskóla íslands, þar sem kennarar sérskólanna hafa átt þess kost að afla sér hennar á námskeiðum sem metin hafa verið sem jafngildi eins háskólaárs, benda til að ýmislegt sé við þá menntun að athuga. Sú umræða sem átt hefur sér stað manna á meðal á mínu skólastigi bendir einnig ótví- rætt í þá átt sem um gat i skýrslunni um stærðfræðikennslu og áður er vitnað til að „kennarar hafa ekki hrifist af því sem boðið var upp á f þeim fræðum" og er þá vægt til orða tekið miðað við það sem sér- skólakennarar ýmsir hafa látið í ljósi í samtölum og jafnvel í tíma- ritsgreinum í sínum samtökum, en er alls ekki eftir hafandi. Sem betur fer er sannleikann sjaldnast að finna í slíkum útkantaummælum en ýmislegt getur verið borgað þrátt fyrir það og víst er að ekki rýkur nema einhvers staðar sé glóð. Flestir þeir sem ég hef talað við eru, þrátt fyrir óánægju með hluta af innihaldi námsins, sammála um að þeir hafi komið út úr uppeldis- og kennslufræðináminu betri kenn- arar en áður en með náminu fylgi ýmislegt sem betur væri „annars staðar" komið og tímanum sem í þau atriði færi væri betur varið í „praktisk" efni sem beint gagnast mönnum í kennslu. Séu menn hinsvegar sammála um, sem ég hygg vera, að velfram- reitt uppeldis- og kennslufræðinám af þeirri stærðargráðu sem það er nú sé til bóta eða jafnvel nauðsyn- legt þá vaknar upp spumingin hvemig koma megi náminu fyrir varðandi áðumefnda tækni- og sér- greinakennara. Þessir menn em ráðnir að skólunum án þess að þeir hafi nokkumtíman ætlað sér að verða kennarar en em vegna sér- fræðiþekkingar sinnar eftirsóknar- verðir af skólakerfínu. Kerfinu ber þess vegna að taka þeim þannig að skólum haldist á þeim og að þeir fái að afla sér þessarar mennt- unar samhliða starfi sínu. Þannig hefur þetta verið mörg undanfarin ár. Fyrsta námskeiðið í réttinda- námi sérskólakennara var haldið 1977-78 að ég held, við KHÍ og tók tvö sumur með heimaverkefnum og stuttum samráðsfundum vetur- inn á milli. Síðan hefur námið verið boðið fram með öðm sniði einnig og hefur á sama tíma verið að þró- ast í rétta átt. Þá þegar hafði þetta nám verið sett sem skilyrði fyrir skipun í starf. Kennslufræðinám við HÍ hefur einnig verið boðið fram þannig upp- sett að kennarar hafa getað stundað það sámhliða starfi sínu. Námstilhögunin er því nokkuð aðgengileg en innihaldið þarfnast endurskoðunar við og sérþætti varðandi tækni til að koma frá sér mismunandi efni hefur verið erfitt um vik með, að því er virðist, en námsefnið einnig ennþá á plani sem Þórarinn B. Gunnarsson „Lögnnum og reglun- um um starfsheiti kennarar verður að breyta í þá veru að tækni- og sérgreina- kennurum verði gef inn ákveðinn, en ekki of langur, tími til að upp- fylla skilyrði laganna um þetta nám eftir ráðningu.“ sérgreinakennarar, hveiju nafni sem þeir nefnast, telja sig ekki eiga heima á. Samkomulag um þessi atriði er tæpast mjög erfitt viðureignar ef rétt er á haldið en stífni og stór orð eins og hafa fallið um málið gera það ekki auðleystara. Kennar- ar þurfa að sleppa sumum af stóru orðunum um hluti sem voru en eru máske ekki lengur og þær kennslu- stofnanir sem í hlut eiga, þ.e. KHÍ og HÍ, mættu einnig láta nokkuð af íhaldsseminni sem þær auðkenn- ir nokkuð og færa námið á „prakt- iskara" stig. Þessar stofnanir mættu einnig samhæfa sig betur en nú er um leið og þær endurskoð- uðu þetta nám og endurskoðunin ætti að gerast í samvinnu við kenn- arasamtökin sem þó er vísir að með KHÍ-réttindanámið. Ekki efa ég að teiðbeinendur munu sækja þessi námskeið möglunarlaust ef það orð fer af náminu að það styrki menn í starfi. Þá stendur eftir vandinn með leiðbeinenduma, þ.e. kennara með sérþekkingu en án uppeldis- og kennslufræðinámsins. Þessir menn hafa þannig sérstöðu að taka verð- ur tillit til hennar. Þessir menn koma oft utan úr atvinnulífinu og hafa menntast til starfa í því og hafa því ekki áskilin rétt í lögum um starfsréttindi sem kennarar. Þeir eru oft fengnir inn í skólana með stuttum fyrirvara og verða oft af framangreindum ástæðum kenn- arar án þess að hafa ætlað að verða það. Málefni þessara manna er ekki flóknara en svo að óþarfi er að það velkist lengi í ráðuneytinu eða standi í forráðamönnum mennta- mála í landinu áður en á því fæst lausn. Lögunum og reglunum um starfsheiti kennara verður að breyta í þá veru að tækni- og sér- greinakennurum verði gefinn ákveðinn, en ekki of langur, tími til að uppfylla skilyrði laganna um þetta nám eftir ráðningu. Fast- ráðning fáist síðan ekki né heidur áframhaldandi lausráðn- ing, hafi þessu skilyrði ekki verið fullnægt á tilskildum tíma. Laun- in á þessu aðlögunartímabili verða auðvitað að vera full kennaralaun og kennslutöflur settar upp þannig að tilskilinn sveigjanleiki náist til að gegna náminu eftir því sem KHÍ og HI setja það upp. Starfsheitið kennari fái menn að sjálfsögðu ekki fyrr en öllum formsatriðum er full- nægt. Launin verða að vera full kennaralaun vegna þess að laun þeirra starfshópa sem þessir sér- greinakennarar koma úr voru fyrir lagasetninguna og eru enn oftast- nær hærri en kennaralaunin. Verði þessi tvö atriði sem hér hefur verið fjallað um ekki lagfærð hið bráðasta mun örugglega fara svo sem spáð hefur verið að erfið- leikarnir með að fá hæfa menn að framhaldsskólunum í tækni- og sér- greinakennslu verði með tilkomu þessara laga óyfirstíganlegir í mörgum tilvikum. Höfuridur er iðnskólakennari. Um aldur og meinta af- skiptasemi bjórandstæðinga eftir Vilhjálm Þorsteinsson Það eru einkum tvær ástæður fyrir því að ég legg orð í belg um bjórmálið. Önnur er sú, að ég er ósammála því sjónarmiði, sem kom- ið hefur fram hjá bjórfylgjendum, að andstæðingar bjórs séu haldnir forræðislöngun og afskiptasemi og reyni að þröngva skoðunum sínum upp á aðra, en þeim komi ekki við hvemig aðrir kjósi að haga lífi sínu. Hin ástæðan er sú, að bjórsinni nokkur spurði að því í Velvakanda nýlega . hvort allir andstæðingar bjórs væru orðnir áttræðir að aldri. Eg er einn þeirra sem eru á móti bjómum án þess að vera komnir af léttasta skeiði, enda enn á 22. aldursári. Ef til vill endurspegla sjónarmið mín skoðanir annarra af minni kynslóð. Eru bjórandstæðingar afskiptasamir ? Bjórmenn telja að hver og einn eigi að fá að ráða því hvort hann neyti bjórs eður ei. Til þess að benda á gallann í þessari „reglu“ má t.d. spyija: Af hveiju á það sama ekki við um vímugjafana hass og mariju- ana, sem sumir álíta jafnvel síður vanabindandi en bjór? Ég ætla að fjalla nánar um það, í stuttu máli, hvað í spumingunni felst. Við lifum ekki í þjóðfélagi stjóm- leysis („anarkisma"), heldur í lýðræðisþjóðfélagi. Munurinn á þessu tvennu er sá, að í lýðræðis- þjóðfélaginu höfum við komið okkur saman um reglur, sem gera lífið bærilegra. Þótt þessar reglur sam- félagsins kreijist ýmissa fóma, erum við reiðubúin að leggja þær á okkur, vegna þess að það gagn sem við höfum af þeim er margfalt á við ókostina. Ein þeirra reglna sem við höfum komið okkur upp er su, að leyfa ekki neyslu eiturlyfja. Ég hygg, að flestir fylgjendur bjórs séu því sam- mála, að þessi regla geri þjóðfélagið betra fyrir okkur öll. Að sjálfsögðu er með þessari reglu verið að meina þeim einstaklingum sem „vilja" neyta eiturlyfja, að fullnægja þeirri löngun sinni. En í almannaþágu er litlum hagsmunum (stundaránægju eiturlyfjaneytandans) fómað fyrir mikla. Fáum dettur í hug að kalla þetta fyrirbæri „forsjárhyggju“ eða „afskiptasemi". Hvernig þjóðfélag viljum við? Ábyrgur þegn í lýðræðisþjóð- Vilhjálmur Þorsteinsson félagi tekur afstöðu með hagsmuni heildarinnar í huga. í stað þess að spyija: „Hvað langar mig sjálfan rnest?" spyr hann sem svo: „Hvemig þjóðfélag vil ég?“ Ég hygg, þegar skynsamt fólk tekur afstöðu til bjórmálsins á þessum grundvelli, komist það að þeirri nið- urstöðu, að bjórinn eigi ekki heima „Ég skora á alþingis- menn, sem öðrum fremur ber skylda til að taka ábyrga afstöðu, og almenning allan, að skoða hug sinn vel í bjórmálinu. Það er ekki eins einfalt og bjór- sinnar vilja láta.“ í því þjóðfélagi sem við helst viljum, og að skammtímaánægju sé fóm- andi fyrir langtímahagsmuni þess sjálfs. Ég fullyrði, að okkur ber skylda til að taka afstöðu á þann hátt sem ég hef lýst. Á því byggist ekki aðeins ákvörðunin um bjór eða ekki bjór, heldur öll okkar siðmenn- ing og allt okkar samfélag. Af hveiju á bjórinn ekki heima í því þjóðfélagi, sem við viljum helst? Við þessu eru mörg svör, og hafa sum þeirra þegar komið fram í umræðum, en ég mun aðeins fjalla um eitt þeirra hér. Þar emm við komin að síðari ástæðu þess, að ég tjái mig um bjórmálið. Bjórinn og unga kynslóðin Ég óttast þau áhrif, sem bjórinn mun hafa á mína kynslóð og þær sem á eftir koma. Eg hygg, eftir að hafa nýgengið í gegnum ungl- ingsárin sjálfur, að bjórinn muni auka áfengisneyslu ungs fólks og leiða fléiri út á braut lífsflóttans, og er þó ekki á vímugjafavandann bætandi. Ég tel, að ölvunarakstur ungra ökumanna. og annarra, verði miklu algengari. Ég tel, að drykkja á íþróttamótum og kappleikjum muni aukast að mun. Ég tel, að fleiri unglingar muni neyta áfengis ef bjórinn verður leyfður, svo og að böm verði sífellt yngri er þau byija að „fíkta". Ég tel að drykkja á heimilum, þar sem foreldrar eiga við áfengisvandamál að stríða, dreifist víðar á sólarhringinn með tilkomu bjórsins, sem eykur enn á óhamingju bama á slíkum heimil- um. Svona mætti lengi telja, og þyrfti meira rými en hér er skammt- að ef nefna ætti allan þann skaða, sem bjórinn hefði í för með sér fyr- ir uppvaxandi kynslóðir. Hugsaðu þig vel um Að lokum sakar ekki að ítreka, að bjórinn er alls ekki einkamál hvers og eins. Bjómeysla foreldra kemur niður á bömunum. Bjórþamb eiginmanns bitnar á eiginkonunni, meðal annars í formi bjórvambar. Unglings, sem deyr af völdum ölv- unaraksturs eftir bjórdrykkju, er saknað af fjölskyldu og vinum. Ég skora á alþingismenn, sem öðrum fremur ber skylda til að taka ábyrga afstöðu, og almenning allan, að skoða hug sinn vel í bjórmálinu. Það er ekki eins einfalt og bjór- sinnar vilja láta. Höfundur rekur hugbúnaðarfyr- irtœki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.