Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987
63
hennar og hugmyndaflug. Hún var
hjálpsöm og ætíð reiðubúin að
leggja þar hönd að sem eitthvað
bjátaði á.
Og nú skiljast leiðir. Við íjöl-
skyldan á Akureyri þökkum Hildi
fyrir allar þær stundir sem við höf-
um átt saman og biðjum guð að
láta þá daga sem enn eru óorðnir
milda þann harm sem að foreldrum,
systrum og öðrum vandamönnum
er kveðinn og breyta í hugljúfa
minningu um góða stúlku sem of
fljótt var kölluð til annarra heima.
Kristín, Jóhannes, Skúli,
Erla og Tómas.
Hildur er látin. Enn einu sinni
bregður skugga á minningar
menntaskólaáranna, tímabils í lífi
fólks sem oft er talið með þeim
ánægjulegustu þar sem lífsþróttur-
inn er óþijótandi, hugurinn fijáls
og skuldbindingar litlar. Þessi yfir-
vegaða og lífsglaða stúlka úr
menntaskóla sem ég kynntist fyrst
í frönsku tímum í 1. bekk í MT
haustið 1973 er ekki lengur meðal
okkar. Við Hildur vorum saman í
bekk seinustu 3 árin í menntaskóla
og kynni okkar uxu jafnt og þétt
eins og oft gerist meðal bekkjar-
systkina.
í huganum streyma minningar
frá þessum árum, minningar um
góðan og traustan bekkjarfélaga
sem ávallt var tilbúin að drífa í hlut-
unum og taldi ekkert eftir sér.
Hildur var sjálfstæð í hugsun sem
sést best á þeirri óvenjulegu leið
sem hún valdi eftir stúdentspróf,
öðlaðist m.a. réttindi sem smiður.
Sá sem þetta skrifar átti þess
ekki kost vegna búsetu erlendis að
sækja 10 ára útskriftarafmæli stúd-
enta frá MT 1977 sl. vor sem Hildur
tók þátt í að undirbúa og stjóma.
í september sl. bauð Hildur nokkr-
um bekkjarsystkinum úr MT heim
til sín þegar ég var staddur á
landinu. Er ég hitti Hildi þá höfðu
leiðir okkar ekki legið saman í rúm-
lega 10 ár. Kvöldstund í stofunni
hjá Hildi, þar sem við rifjuðum upp
gamlar endurminningar og ræddum
hvað á daga okkar hafði drifíð er
mér hugstæð. Það er erfitt að sætta
sig við þá hugsun að þetta hafi
verið seinasti samfundur okkar, en
þó er það mér mikils virði að hafa
átt þess kost að eyða kvöldstund á
heimili Hildar með gömlum bekkjar-
félögum.
Ég mæli örugglega fyrir munn
allra bekkjarsystkina Hildar úr 4.-X
í MT 1977 er ég votta foreldrum
og aðstandendum Hildar mína inni-
legustu samúð og hluttekningu.
Lárus S. Ásgeirsson
Hún Hildur okkar er dáin. Við
viljum ekki trúa þessu. Við viljum
að þetta sé draumur og bíðum eftir
því að vakna og martröðin taki
enda.
Sorgin og treginn er sár og erf-
itt að koma orðum að þeim hugsun-
um og þeim minningum sem sækja
að á stundum sem þessari.
Við kynntumst Hildi í mennta-
skóla, Menntaskólanum við Tjöm-
ina. Strax fyrsta daginn kom í ljós
að við, Hildur og Magga, vorum
nánast alnöfnur og má segja að á
þessari stundu hafí kynnin byijað,
kynni sem urðu að mikilli vináttu.
Hildur var ávallt boðin og búin
að rétta hjálparhönd þegar mikið
stóð til. Alveg sama hvað var, flutn-
ingar eða veisluhöld, alltaf birtist
Hildur og bauð aðstoð sína. Þegar
við giftum okkur var hún potturinn
og pannan í öllum skreytingum og
þær voru listavel gerðar. Enda lék
i alít sem laut að handiðn í höndum
hennar. Hún var völundur í höndum
, og hugmyndarík í öllu handverki,
hvort sem um trésmíðar, leður-
vinnu, pijónaskap eða annað var
að ræða. Og svo voru gerðar upp-
skriftir svo aðrir mættu nýta sér
hugmyndina.
j Stelpumar okkar hafa misst góð-
an vin og félaga. Þær munu
minnast Hiddý sinnar. Það að Hild-
ur ætlaði að passa var þeim til-
hlökkunarefni. Ævinlega gaf hún
sér tíma til að tala og leika sér við
þær, þegar hún kom í heimsókn.
Og jólapakkamir til þeirra frá Hildi
settu ætíð mikinn svip á jólin.
Gjaman einhver smíðisgripur og
pakkamir svo listilega skreyttir.
Og skrautið hafði hún sjálf útbúið
af smekkvísi og nostursemi.
Já, það er erfítt fyrir okkur að
sætta okkur við orðinn hlut. For-
eldrar og systur eiga þó um sárast
að binda. Við sendum þeim og öðr-
um vandamönnum okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Öll eigum við góða
minningu sem lifír.
Magga og Doddi
Hún Hildur Sigurðardóttir er
dáin, aðeins 30 ára. Við áttum sam-
starf um skeið við Heimilisiðnaðar-
skólann. Hún helgaði sig
handverkinu. Lauk, eftir stúdents-
próf, prófum bæði við iðnskóla og
kennaraháskóla og vann eftir það
aðallega við kennslu og smíðar, auk
ýmissa annarra verkefna sem hún
tók að sér, því Hildur var óvenju
fjölhæf. Hún sérhæfði sig m.a. í
leðuriðju, þ.e. að búa til ýmsa gripi
úr leðri og kenndi um nokkurra ára
skeið þá grein á námskeiðum við
Heimilisiðnaðarskólann og Heimil-
isiðnaðarfélag íslands, en þar var
hún félagi. Hún sat í skólanefnd frá
vori 1985. Snemma árs 1985 tók
hún að sér skólastjóm í tvo mánuði
og leysti það verkefni með miklum
ágætum. Á síðastliðnu sumri ann-
aðist hún breytingar á innréttingum
í hluta af gömlu húsnæði Heimilis-
iðnaðarskólans. Það verk vann hún
af sama dugnaði, fyrirhyggju og
smekkvísi sem annað. Og orð henn-
ar stóðu eins og stafur á bók. En
nú er ég ekki viss um að hafa
munað eftir að þakka henni eins
og vert hefði verið.
Hildur Margrét Sigurðardóttir
var góð stúlka og ég sakna henn-
ar. Aðstandendum hennar votta ég
einlæga samúð og sendi þeim sam-
úðarkveðjur frá Heimilisiðnaðarfé-
lagi íslands og samstarfsfólki
Hildar við Heimilisiðnaðarskólann.
Sigríður Halldórsdóttir
Við kynntumst Hildi fyrst þegar
hún byijaði að kenna smíði í Æf-
ingaskólanum. Það hafði vantað
smíðakennara í rúmt ár, en í fyrra
kom Hildur og tók það starf að sér.
I fyrra kenndi hún líka eðlisfræði
og tók að sér leðurvinnunámskeið.
Hildur reyndist okkur mjög góður
kennari og vildi sjá framfor meðal
nemenda sinna.
Það er okkur mikill missir að sjá
á bak henni. Okkur brá mjög er við
heyrðum um andlát hennar.
Við vottum hennar nánustu sam-
úð okkar.
Fyrir hönd 7. bekkjar Æfínga-
skólans,
Vala og Sigga
í dag verður kvödd hinstu kveéju
ástkær systurdóttir mín, Hildur
Margrét Sigurðardóttir, kennari og
húsgagnasmiður. Hildur Margrét
var elst þriggja dætra hjónanna
Sigurðar Tómassonar og Rann-
veigar Gunnarsdóttur. Kynni mín
af þessari frænku minni ná þvf aft-
ur ailt til þess tíma er hún í heiminn
vaí borin. Hún var fyrsta bama-
bam foreldra minna og sem oft er
í fjölskyldum þykir það nokkur við-
burður þegar ný kynslóð kemur
fram á sjónarsviðið. Seinna nafn
þessarar frænku minnar var nafn
ömmu hennar og móður minnar en
fyrra nafnið einnig ættartengt. Öll
þessi atriði auk fjölda annarra
tengdu því Hildi Margréti mér og
mínum.
Ég minnist með ánægju sam-
verustunda bama minna og Hildar
Margrétar en sérstaklega þó elsta
sonar míns sem aðeins er nokkmm
mánuðum yngri. Hildur Margrét
var gagnvart honum strax í hlut-
verki þess eldri og reyndari og urðu
þau strax á fyrstu ámnum nokkrir
mátar. Vinskapur þeirra jókst síðan
á unglingsámnum þegar þau dvöld-
ust sitt á hvomm bænum í sama
túninu þar sem systir mín og ég
höfðum einnig átt okkur sumar-
heimili ekki svo ýkjamörgum ámm
áður.
Hildur Margrét ólst upp á heim-
ili foreldra sinna við ástríki og hlýju
í sínum systrahópi og bar nokkuð
snemma á því að hún hefði áhuga
á að skapa með huga og höndum
og síðar kom í ljós að hún hafði
bæði sköpunargleðina og handlagn-
ina. Hildur Margrét lauk kennara-
prófí frá Kennaraháskólanum, með
sérgrein handmennt, en síðar settist
hún aftur á skólabekk og lærði
húsgagnasmíði sem hún þó ekki
stundaði svo neinu nam að sveins-
prófí loknu því raðvinna á verkstæði
var ekki það sem við hana átti.
Smíðar stundaði hún eftir sem áður
í framhaldi af námi sínu auk þess
sem hún kenndi eftir því sem tæki-
færi gáfust, bæði leðurvinnu hjá
íslenskum heimilisiðnaði en einnig
um tíma við smiðadeild KHÍ. Jöfn-
um höndum með kennslustörfum
við Æfíngadeild Kennaraháskóla
íslands, þar sem hún var komin í
fast kennslustarf, stundaði hún
teiknivinnu fyrir tímaritið Lopa og
band, sinnti verkefnum i leðurvinnu
sem upp komu og á síðastliðnu
sumri vann hún að innréttingu fyr-
ir íslenskan heimilisiðnað í kennslu- -
hléi frá fastastarfí sínu.
Við frændsystkinin eignuðumst
með árunum tvo sameiginlega þætti
til viðbótar því sem áður var til að
ræða þegar við hittumst. Bæði vor-
um við kennarar, bæði tvö iðnaðar-
menn og það með nokkru stolti.
Ég á í minningu um góða frænku,
minninguna um síðastliðið sumar .
þegar við sameiginlega með góðri
aðstoð foður hennar og fleiri ætt-
ingja unnum að endurbótum á
sumarhúsi afa Hildar og föður míns.
Þama sem annars staðar þar sem _
hugur og hög hönd hennar fóru um,
breyttust hlutir til betri vegar.
Jafnframt vinnunni fór auðvitað
ekki hjá því að við kennaramir og
smiðimir, en auk þess bæði sporð-
drekar, settumst niður og ræddum
saman um sameiginleg áhugasvið
og það sem þeim fylgir.
Það sem minningin geymir em
allt góðar minningar um þessa ósér-
hlífnu, duglegu, skýru en umfram
allt glöðu og hressu frænku mína.
Ég og fjölskylda mín biðjum þess
að algóður Guð vaki yfír foreldrum
hennar og systmm, afa í móðurætt
og ömmu í föðurætt ásamt öðmm
ættingjum og styrki þau í trúnni á
að nú gangi Hildur Margrét sæl á
Guðs vegum.
Veri frænka mín sæl og hafí
þökk fyrir okkar kynni.
Þórarínn B. Gunnarsson
t
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaöir og afi,
HAFSTEINN SIGURÐSSON,
Smáratúni, Þykkvabæ,
sem lést í Borgarspítalanum 27. nóvember verður jarðsunginn
frá Hábæjarkirkju laugardaginn 5. desember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á félag velunnara Borgarspit-
alans.
Sigurjóna Sigurjónsdóttir, Friðsemd Friðriksdóttir,
Heimir Hafsteinsson, Særún Sæmundsdóttir,
Friðsemd Hafsteinsdóttir, Jón Thorarensen,
Sighvatur Borgar Hafsteinsson, Una Sölvadóttir,
Kristborg Hafsteinsdóttir, Nói Sigurðsson,
Sigrún Linda Hafsteinsdóttir, Eyjólfur Reynisson,
Bryndís Ásta Hafsteinsdóttir, Rúnar Karlsson
og barnabörn.
t
Minningarathöfn verður um móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNU ÓLAFSDÓTTUR
frá Unaðsdal,
fimmtudaginn 3. desember kl. 15.00 í Fossvogskirkju.
Jarðsett verður frá Unaösdalskirkju laugardaginn 5. desember kl.
2. e.h. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni á föstudag kl. 9.
f.h. Bátsferð verður frá (safiröi á laugardag.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
'Eiginmaöur minn og faðir okkar,
ÞÓRÐURBOGASON
frá Varmadal,
Hólavangi 14,
Hellu,
verður jarðsunginn frá Oddakirkju laugardaginn 5. desember kl.
14.30.
Kristfn Sigfúsdóttir
og börn.
t
Innilegar þakkir fyrir vinsemd og hlýhug vegna andláts og útfarar
mannsins míns, föður, tengdaföður og afa,
ÁGÚSTS KRISTJÁNSSONAR
prentara,
Furugrund 24, Kópavogi.
Sigurlaug Jónsdóttir,
Pálína Oswald,
Kristján A. Ágústsson, Bryndís Konráðsdóttir,
Jón F. Ágústsson, Hallfríður Ólafsdóttir,
Þórður Agústsson, . Anne S. Svenson,
Guðríður Ágústsdóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson
og barnabörn.
t
Öllum þeim sem með einum eða öðrum hætti heiðruöu minningu,
PÁLS GUÐMUNDSSONAR
frá Höfða,
f Kirkjuhvammshreppi,
flytjum við bestu þakkir.
Herdfs Sturludóttir,
Guðmundur Már Sigurðsson,
Ragnhildur Karlsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
AUÐAR JÓNSDÓTTUR
frá Ölvaldsstöðum.
Þorlákur Þórarinsson, Stella Ragnheiður Sveinsdóttir,
Jón Hafþór Þorláksson, Helga Elfnborg Jónsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegt þakklæti til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÓSKARS KORTSSONAR,
Stlllholtll,
Akranesi.
Hulda Óskarsdóttir, Þórarinn Guðmundsson,
Ester Óskarsdóttir, Aðalsteinn Haraldsson,
Sigrún Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og hlýhug vegna fráfalls unnusta míns, sonar okkar og bróöur,
BIRGIS GRÉTARSSONAR,
Ölduslóð 45,
Hafnarfirði.
Hanna Björk Guðjónsdóttir,
Agnes Eymundsdóttlr, Grótar Geir Guðmundsson,
Guðmundur Lúðvfk Grótarsson, Ingi Valur Grótarsson.
t
Þökkum innilega hlýhug og samúö við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÖNNU KRISTMUNDSDÓTTUR,
Hjarðarhaga 44.
Gústaf Jóhannesson, Sólveig M. Björling,
Ingibjörg Jóhannesdóttir, Sveinn Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.