Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 39
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 39 3HtV9i Útgefandi nmMafrifr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Ríkisstjórnin og kvótakerfið Um síðustu helgi varð tölu- vert uppnám í fjölmiðlum vegna þess, að Alþýðuflokkur- inn hafði uppi ákveðnar kröfur í sambandi við breytingar á kvótakerfínu. í opinberum yfír- lýsingum þá, taldi Halldór Asgrímsson ljóst, að ekki væri hægt að gera umtalsverðar breytingar á fískveiðistefn- unni, þar sem all víðtæk samstaða hefði tekizt með hagsmunasamtökum í sjávar- útvegi um fyrirkomulag kvótakerfísins næstu árin. Ekki var hægt að skilja sjávar- útvegsráðherra á annan veg en þann, að hann teldi ófært að ganga gegn vilja hagsmuna- aðila. ’ Nú sýnist hins vegar sæmilegur friður í herbúðum stjómarflokkanna, þótt mál- gagn Framsóknarflokksins kvarti undan því í gær, að Al- þýðuflokkurinn hafí ögrað Framsóknarflokknum með því athæfí að hafa aðrar skoðanir á fískveiðistefnunni en sjávar- útvegsráðherra og þá sé „komið að mjög alvarlegum punkti í stjómarsamstarfínu"! Þetta ber að sjálfsögðu að skilja svo, að Framsóknar- flokkurinn geti talið sig knúinn til að rifta stjómarsamstarfínu, ef samstarfsflokkamir fallist ekki á fískveiðistefnu Halldórs Ásgrímssonar. Morgunblaðið ætlar ekki að blanda sér í deilur Alþýðu- flokksmanna og Framsóknar- manna um kvótakerfíð. Hins vegar er sú afstaða sjávarút- vegsráðherra meira en lítið umhugsunarefni, að ekki sé fært að gera breytingar á físk- veiðistefnunni vegna þess, að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafí fyrir sitt leyti samþykkt þá stefnu, sem ráðherrann hef- ur átt mestan þátt í að móta. Nú er það svo, að auðlindir hafsins em sameign þjóðarinn- ar allrar. Það em engir ákveðnir hópar í þessu þjóð- félagi, hvorki útgerðarmenn, sjómenn eða aðrir, sem geta gert meiri kröfur til þessara auðlinda en aðrir.Þess vegna fer það ekki á milli mála, að það em löglega lg'ömir fúlltrú- ar þjóðarinnar, alþingismenn, sem hafa lokaorðið í þessu máli, en hvorki hagsmunaaðil- ar í sjávarútvegi né sjávarút- vegsráðherrann sjálfur. Það em auðvitað óhæf vinnubrögð að setja Alþingi upp að vegg með þeim hætti, sem nú sýnist vera gert. í raun og vem er sagt við þingmenn: hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa samþykkt þessa stefnu. Tíminn er svo naumur fram að áramótum, að það er ekkert ráðrúm til þess að fjalla um vemlegar breytingar á þessari fískveiðistefnu. Þess vegna verðið þið að samþykkja hana, hvort sem ykkur líkar betur eða verr. Þegar umbúðimar hafa verið teknar utan af mál- flutningi Halldórs Ásgrímsson- ar um síðustu helgi og málgagns hans í gær er þetta niðurstaðan. Að sjálfsögðu getur þingið ekki látið bjóða sér þetta og kjósendur í landinu geta ekki samþykkt svona vinnubrögð íyrir sitt leyti. Alþingi íslend- inga verður að fínna leið til þess að ítarlegar og djúptækar umræður geti farið fram á þjóðþinginu nú um fískveiði- stefnuna. Þingið er að bregðast hlutverki sínu, ef slíkar um- ræður fara ekki fram. Það verður að liggja fyrir, hvort Alþingi er reiðubúið að láta það viðgangast að gífurleg eigna- tilfærsla haldi áfram að fara fram í skjóli kerfís, sem sett var upp til þess að vemda físk- stofnana. Umræður á þingi LÍÚ eða á þingum annarra hagsmuna- samtaka í sjávarútvegi geta ekki komið í stað umræðna á Alþingi íslendinga. Stefhumót- un í nefndum og ráðum getur ekki komið í stað þeirrar stefnumörkunar, sem á að fara fram á þjóðþinginu. Það er ósköp hvimleitt, þeg- ar ráðherrar, þingmenn eða aðrir talsmenn stjómmála- flokka hafa uppi hótanir um stjómarslit, þegar ágreiningur kemur upp um einstök mál í ríkisstjóm. Enginn neyðir þá flokka, sem aðild eiga að nú- verandi ríkisstjóm til þátttöku í henni. Enginn þeirra situr lengur í ríkisstjóminni en þeir telja sjálfum sér henta. Ef Framsóknarflokkurinn vill rjúfa stjómarsamstarfíð vegna þeirrar sjálfsögðu kröfu, að lýðræðislegar umræður fari fram um eitt stærsta mál þjóð- arinnar í dag, fískveiðistefn- una, á löglega kjömu þingi þjóðarinnaer, verður það að vera hans mál. Um aðhald eftir Jóhannes Nordal Síðastliðinn fostudag, 27. nóvem- ber, flutti Tryggvi Pálsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbankans, erindi um peninga- mál á Spástefnu Stjómunarfélags- ins. Hefur erindi þetta vakið nokkra athygli í fjölmiðlum, einkum vegna ásakana Tryggva í garð Seðlabank- ans, sem hann telur hafa sýnt aðhalds- og framtaksleysi í stjóm peningamála á fyrra helmingi þessa árs. Þar sem erindi Tryggva hefur nú verið birt í heild í Morgunblað- inu, er eðlilegt að því sé einnig svarað á þeim vettvangi. Fyrst er þá rétt að taka fram, að ég get tekið undir margt, sem fram kemur í grein -Tryggva, sér- staklega það, að mikil þensla hafi myndazt í þjóðarbúskapnum á fyrra helmingi þessa árs og æskilegt hefði verið að bregðast við þeim vanda fyrr og með áhrifaríkari hætti. Einnig er ég sannfærður um, að málefnalegar umræður um stjóm- unarvandann í peningamálum eru tímabærar og gagnlegar, þar sem einatt hefur skort skilning bæði hjá almenningi og stjómmálamönnum á nauðsyn aðhalds í þeim efnum. Hér er hins vegar um það að ræða, hvort sanngjamt sé að velta ábyrgðinni af þróun þessara mála í jafnríkum mæli á herðar Seðla- bankans og gert er í erindi Tryggva. Orsakir þensiunnar Um þensluna, sem hér hefur ver- ið að myndast allt frá haustinu 1986, geta nú vafalaust allir verið á einu máli, enda auðvelt að vera vitur eftir á. Því fer fjarri að Seðla- bankinn hafí verið síðastur til að vara við þeirri þróun og má þar t.d. nefna aðvaranir hans í því efni á ársfundi bankans sl. vor. Orsaka þessarar þenslu var ekki að leita í viðskiptum bankakerfisins, enda var þróun inn- og útlána mjög hag- stæð á árinu 1986, þegar innlán jukust 70% meira en útlán. Þessi hagstæða þróun fór hins vegar að snúast við á fyrstu mánuðum þessa árs, fyrst í stað vegna aukinna af- urðalána út á útflutningsfram- leiðslu. Meginþensluáhrifín komu því upphaflega úr annarri átt eins og nú skal rakið. Þess er þá fyrst að geta, að und- anfarin tvö ár hefur ríkt mikið góðæri með vaxandi útflutnings- tekjum, góðri afkomu fyrirtækja og hækkandi rauntekjum alls almenn- ings. Slíku ástandi, þótt gott sé, fylgir ætíð þensluhætta vegna auk- inna umsvifa og fjárfestingar, ásamt vaxandi eftirspum eftir vinnuafli. Kom þessi bjartsýni fram í launasamningum síðastliðinn des- ember, þar sem stefnt var að meiriháttar uppstokkun launahlut- falla í landinu. Viðbrögð vinnu- markaðarins komu hins vegar fram í verulegu launaskríði hjá þeim hóp- um, sem minnsta hækkun fengu, sem ýtti undir vaxandi verðbólgu. Við þensluáhrif góðæris og launasamninga bættust síðan áhrif mikils halla á ríkisbúskapnum, sem að miklu leyti var fíármagnaður með erlendum lánum. Að veruleg- um hluta stafaði versnandi hagur ríkissjóðs af aðgerðum, sem gripið var til í því skyni að greiða fyrir kjarasamningum í febrúar 1986. í sambandi við þá samninga var einn- ig ákveðið að umbylta íbúðalána- kerflnu með stóraukningu lánsfjár, og hefur sú breyting reynzt hafa stórfelld þensluáhrif á íbúðalána- markaðnum, auk þess sem hún leggur miklar fjárhagslegar skuld- bindingar á ríkissjóð. Loks er að geta þeirra þenslu- áhrifa, sem stöfuðu af auknum erlendum lántökum, annars vegar vegna lánsfjámotkunar ríkissjóðs og annarra opinberra aðila, en hins vegar vegna mikillar rýmkunar á reglum um erlend lán einkaaðila og fjármögnunarleigu, sem settar voru á árinu 1986. Þótt Seðlabank- inn væri almennt hlynntur auknu frelsi í gjaldeyrismálum, þar á með- al lántökum einkaaðila, reyndi hann að hamla gegn því, að of geyst væri farið í þeim efnum, m.a. vegna almennrar þenslu, sem ríkjandi var í efnahagsmálum. • Vandi Seðlabankans í upphafí þessa árs stóð Seðla- bankinn frammi fyrir miklum í peningamálum vanda. Annars vegar var ljóst, að vaxandi þensla, sem átti rætur að rekja til þeirra þátta, sem ég hef þegar rakið, var farin að setja mark sitt á efnahagsþróunina. Það var því greinileg þörf fyrir aukið aðhald í fjármálum ogpeningamálum. Skil- yrði fyrir því voru þó ekki fyrir hendi, fjárlög voru enn með veru- legum halla og innlend fjármögnun ríkissjóðs lömuð vegna of lágra vaxta spariskírteina, sem á mark- aðnum voru. Engar vonir var hægt að gera sér um það, að unnt yrði að taka á þessum vandamálum fyrr en að loknum kosningum í apríl- mánuði. Tímabil stjómmálalegrar óvissu og athafnaleysis átti þó eftir að verða enn lengra eða þar til ný ríkisstjóm tók við völdum í byijun júlímánaðar. Það mátti því ljóst vera, að við þessar aðstæður væri æskilegt, að unnt væri að beita sem mestu að- haldi í stjóm peningamála, þótt það gæti aldrei hrokkið nema skammt til þess að vega á móti þeim þenslu- öflum, sem fyrir voru. Því miður voru hendur Seðlabankans mjög bundnar að þessu leyti vegna breyt- inga, sem gerðar höfðu verið á valdsviði hans með nýju Seðla- bankalögunum, sem tóku gildi í nóvember 1986. Ein mikilvægasta breyting nýju Seðlabankalaganna var sú, að draga úr heimildum bankans til að binda fé innlánsstofnana og gera ákvarðanir hans í því efni háðar samþykki ráðherra. Var sú ákvörð- un tekin af ríkisstjóminni, að bankinn yrði að lækka innláns- bindingu verulega í kjölfar hinna nýju laga. Til þess að koma í veg fyrir þensluáhrif slíkrar breytingar samdi bankinn um það við ráð- herra, að lækkun innlánsbindingar yrði takmörkuð við 5%, þ.e.a.s. úr 18 í 13% af heildarinnlánum, en jafnframt mundi bankinn nýta sér heimild hinna nýju laga til þess að skylda bankana til þess að eiga ætíð ákveðið hlutfall eigna sinna í lausu fé. Eftir rækilegar athuganir og viðræður við innlánsstofnanir var lausafjárhlutfallið ákveðið í upphafí 7%. Seðlabankanum var vel ljóst, að Dr. Jóhannes Nordal „Þótt nú megi segja með nokkrum rökum, að harðara aðhald Seðlabankans hefði verið æskilegt á þessu tímabili, er ég mjög ef- ins um, að það hefði miklu breytt á meðan ekki var hægt að gera neinar aðrar ráðstafan- ir til aðhalds, hvorki í fjármálum ríkisins, sölu spariskírteina og ríkisvíxla eða varðandi reglur um erlendar lán- tökur, sem allt hlaut að bíða nýrrar ríkisstjórn- ar.“ veruleg hætta væri fólgin í því að þurfa við þessar aðstæður að draga úr notkun öruggs stjómtækis, eins og innlánsbindingin er, en taka upp í staðinn nýtt og óreynt kerfí lausafjárhlutfalla. Tryggvi Pálsson var einn helzti sérfræðingur inn- lánsstofnana í undirbúningsviðræð- um um þessi mál og á honum að vera vel kunnugt, að hér voru mörg óvissuatriði á ferðinni. Á hinn bóg- inn taldi Seðlabankinn nauðsynlegt, ekki sízt vegna hinnar stjómmála- legu óvissu, að hafa um fram- kvæmd þessa máls sem bezt samkomulag við innlánsstofnanir. Áttu þessar viðræður m.a. þátt í því, að þessar nýju reglur tóku ekki gildi fyrr en í byijun marz sl. Þeg- ar líða tók á vorið og traustar upplýsingar um töluleg áhrif lausafíárhlutfallsins og reynsla af framkvæmd þess fór að koma í ljós, benti hvort tveggja til þess, að æskilegra hefði verið að ákvarða lausafjárhlutfallið nokkru hærra en gert hafði verið. í júnímánuði var því ákveðið að hækka lausafíárhlut- fallið og breyta reglunum, sem um það giltu og samsvaraði sú breyting l>/2% hækkun lausafíárhlutfalls.’ Kom hún til framkvæmda í áföng- um í júlí og ágúst. Jafnframt varaði Seðlabankinn viðskiptabankana mjög við frekari aukningu útlána, þar sem fyrirfjáanlegt væri að lausafíárstaða þeirra mundi þrengj- ast með haustinu og því nauðsyn- legt fyrir þá að hafa nægilegt svigrúm í hagstæðri lausafjárstöðu til þess að mæta þeirri þróun. Staða og stefna við- skiptabankanna En lítum þá nánar á þróunina í viðskiptum banka og sparisjóða, en eitt meginhlutverk Seðlabankans hlýtur ætíð að vera að hafa áhrif á útlán og lausafíárstöðu þessara stofnana innan ramma hinnar al- mennu stefnu, sem rekin er í efnahagsmálum á hveijum tíma. Eins og áður segir, hafði árið 1986 verið viðskiptabönkunum mjög hag- stætt, aukning innlána hafði verið langt umfram verðbólgu og tekizt hafði að halda útlánum svo í skefí- um, að lausafjárstaða bankanna batnaði verulega. Enn áttu þó nokkrir bankanna við mjög þrönga lausafjárstöðu að búa. Það hlaut því að vera markmið Seðlabankans að reyna að tryggja áframhald þess- arar þróunar. Þegar á vorið leið, fór hins vegar að koma í ljós, að aukning útlána var farin að stefna fram úr innláns- aukningunni með hættulegum afleiðingum bæði fyrir þróun eftir- spumar og lausafjárstöðu bank- anna. Seðlabankinn benti, eins og áður segir, margsinnis á það í við- ræðum við innlánsstofnanir, að þær yrðu að auka verulega aðhald í þessum efnum, þar sem lausafjár- staðan myndi þrengjast að nýju með haustinu og þá væri þeim nauð- synlegt að hafa borð fyrir báru til að geta staðið við það lausafíárhlut- fall, sem ákveðið hafði verið. Því miður var ekki eftir þessu farið, og útlánaaukning bankanna hélt áfram fram á haustið, jafnframt því sem dró úr innlánum. Afleiðing- in hefur svo orðið sú, að nokkrar stofnanir gátu ekki náð tilskyldu lausafíárhlutfalli í októbermánuði, og allt bendir til þess að sama hafí orðið upp á teningnum í nóvember, þótt lokatölur liggi ekki enn fyrir. Verða þessar stofnanir því að borga veruleg viðurlög, sem væntanlega hvetur þær til betra aðhalds í fram- tíðinni. Eg get út af fyrir sig verið sam- mála Tryggva Pálssyni um það, að harðara aðhald hefði verið æskilegt að lausafíárstöðu innlánsstofnana á fyrra helmingi þessa árs, þótt ýmis- legt hafí komið í veg fyrir, að svo gæti orðið, eins og hér hefur verið rakið. Þrátt fyrir algert fijálsræði um ákvörðun vaxta, sem innláns- stofnanir fengu með afnámi vaxta- ákvörðunarvalds Seðlabankans, hefur það ekki nægt þeim til ör- uggrar stýringar á útlánum sínum. Verður því Seðlabankinn að taka mið af þeirri reynslu, sem fengizt hefur af hinum nýju stjómtækjum á þessu ári, svo og af þeim ráðum fjármálastjóra Landsbankans, að harðari lausafíárstýring sé nauð- synleg til þess að hemja útlánastarf- semi bankanna, jafnvel þegar þeim ætti að vera sú nauðsyn augljós. Á hinn bóginn er ég honum ekki sammála um það, að nú skuli létta á lausafíárhlutfallinu til þess að forða innlánsstofnunum frá því að greiða viðurlög vegna lausafjárerf- iðleika, sem þær hefðu að mestu getað forðazt með hófsamlegri út- lánastarfsemi fyrr á árinu. Eg skil ekki, hvemig það aðhald af hálfu Seðlabankans, sem Tryggvi leggur svo mikla áherzlu á í erindi sínu, eigi að hafa nokkur áhrif, ef strax á að slá undan, þegar bankarnir fara að fínna fyrir því. Einnig gerir hann tillögu um að afnema bæði bindiskyldu og kaup innlánsstofn- ana á verðbréfum ríkisins án þess að ég sjái, að hann bendi á önnur öflug stjómtæki, sem þar gætu komið í staðinn. Þótt slík breyting væri innlánsstofnunum til léttis, gengur hún beint gegn gagnrýni Tryggva á ónógt aðhald í peninga- málum. Ný fjármálastarfsemi Tryggvi Pálsson talar nokkuð um það í erindi sínu, að Seðlabanki Is; lands hafí staðið sig illa varðandi upplýsingasöfnun og aðgerðir gagnvart ýmsum nýgræðingum, sem sprottið hafa upp á fjármagns- markaðnum að undanfömu. Hann lætur jafnframt að því liggja, að bankinn viti lítið um starfsemi lífeyrissjóða og fíárfestingarlána- sjóða, sem hann hefur þó birt reglulega upplýsingar um áratug- um saman. Um hina nýju starfsemi er það að segja, að margt af henni er svo nýtt af nálinni, að ekki hefur verið að vænta mikillar skýrslu- gerðar um hana, en þó hefur Seðlabankinn í höndum ýmsar upp- lýsingar um þá starfsemi, sem Tryggvi hefði getað aflað sér í Seðlabankanum, ef hann hefði eftir því leitað. Sú starfsemi, sem hér er einkum um að ræða og er að nokkru í sam- keppni við innlánsstofnanir, eins og Tryggvi bendir á, eru hinir svoköll- uðu ávöxtunarsjóðir. Segja má, að þessi starfsemi hafi vaxið upp á undanförnum tveimur árum en þó fyrst og fremst á því ári, sem nú er að líða. Um síðustu áramót nam fé í ávöxtunarsjóðum aðeins liðlega 1.200 milljónum króna, en er sam- kvæmt nýjustu upplýsingum komið upp í 3.000 milljónir. Hér er óneit- anlega um mikinn og öran vöxt að ræða, en þó skákar þessi starfsemi ekki enn yfírburðastöðu innláns- stofnana, sem fara með nær 70 milljarða af sparifé landsmanna. Ég er sammála því, að æskilegt sé að setja um þessa starfsemi skýrari lagareglur, og hefur frumvarp í þá átt verið í undirbúningi í Seðlabank- anum um alllangt skeið, og hefur viðskiptaráðherra í hyggju að flytja slíkt frumvarp á Alþingi skömmu eftir áramót. Hve langt á að ganga í því að setja þessum sjóðum sömu reglur og innlánsstofnunum, eins °g Tiyggvi vill, skal hér ósagt lát- ið. Þótt margt sé líkt, er starfsemi ávöxtunarsjóða að ýmsu leyti með sérstæðum hætti. Ósanngjamt væri að marka henni bás fyrst og fremst út frá hagsmunum innlánsstofnana. Heilbrigð samkeppni innan al- mennra reglna er markmið, sem ég veit, að við Tryggvi Pálsson erum. báðir sammála um. Hins vegar er ætíð hætt við því, að þeir sem fyrir eru á markaði, vilji stugga við öllum nýjum keppinautum, og því verður að undirbúa nýja löggjöf og reglur um síka starfsemi með það í huga, að ekki sé heft eðlileg þróun til aukinnar fíölbreytni og samkeppni á markaðnum. Lokaorð í erindi Tryggva kveður við ann- an tón en oftast, þegar rætt er um peningamál. Sannleikurinn er sá, að yfírleitt hefur viljað á þáð skorta, að menn viðurkenndu nauðsyn að- halds samfara markaðsfrelsi, sem Seðlabankinn hefur viljað stefna að í stjóm peningamála. Þannig hafa ýmsir talsmenn innlánsstofnana margoft kvartað yfír ofríki Seðla- bankans og þeim hömlum, sem hann hefur lagt á útlánastarfsemi þeirra. Um aðhaldsþörfína getum við Tryggvi því verið sammála, þótt okkur greini á um atburðarásina á fyrra helmingi þessa árs og getu Seðlabankans til þess að hemja þá þenslu, sem magnaðist hér á landi á meðan hin stjómmálalega óvissa lamaði alla aðra þætti efnahags- stjómar. Eftir að hún tók við völdum hefur þessi þróun verið að snúast við. Með samræmdum ráðstöfunum hefur aukin festa og aðhald byijað að hafa áhrif á þróun peningamála, og em þær lausafjárþrengingar, sem nú steðja að bankakerfinu, einn liður í þeirri sársaukafullu aðlögun, sem íslenzka þjóðarbúið stendur nú frammi fyrir, þegar aftur þrengir að eftir tímabil hagstæðra ytri skil- yrða og innlendrar þenslu. Nú skiptir meira máli að ná einhug um framkvæmd skynsamlegrar að- haldsstefnu við þessar nýju aðstæð- ur en deila um það, hvað við hefðum betur gert á liðinni tíð. Höfundur er seðlabankastjóri. Þetta er yfirtaka Sam bandsins á Alafossi Sameining Álafoss og Ullariðnaðardeildar Sambandsins: - segja Geir Thorsteinsson starfsmannastjóri og Gunnlaugur Jóhannsson fjármálastjóri á Alafossi GEIR Thorsteinsson starfsmannastjóri og Gunnlaugur Jó- hannsson fjármálastjóri Álafoss, segja að Sambandið hafi yfirtekið verksmiðjurnar í Mosfellsbæ við samruna Álafoss og ullariðnaðardeildar Sambandsins. Um 60 starfsmönnum Álafossverksmiðjanna var sagt upp störfum sl. mánudag. Þar á meðal voru Geir og Gunnlaugur, Karl M. Jensson (Karló), innanhússpóstur og Þorsteinn Jónsson, sem vinnur á fatalager. Morgunblaðið ræddi við þá i tilefni af uppsögn- unum og samruna fyrirtækjanna tveggja. „Það er,“ sagði Geir, „greini- legt að með samruna Ullariðnað- ardeildar Sambandsins á Akureyri og Álafossverksmiðjanna í Mos- fellsbæ er Sambandið að yfírtaka Álafossverksmiðjumar, því höfuð- stöðvar nýja fyrirtækisins verða á Akureyri. Ég tel hins vegar að eðlilegra hefði verið að höfuð- stöðvamar yrðu hér fyrir sunnan. Einnig var mörgum þeirra, sem hafa yerið í stjórnunarstöðum hér á Álafossi, sagt upp störfum. Það átti að segja upp öllum sem vinna á skrifstofum Álafoss en Ingjaldur Hannibalsson, fyrrver- andi forstjóri Álafoss, barðist gegn því og kom því til leiðar að 10 þeirra, sem starfað hafa á skrifstofunum, starfa þar áfram. Af 280 starfsmönnum Álafoss var 60 sagt upp en 36 þeirra em í Verslunarmannafélagi Reykja- víkur. Starfsfólki í öllum deildum var sagt upp, nema í pijónadeild, saumastofu og sníðadeild. Þessar deildir verða þó trúlega fluttar norður áður en langt um líður. Hönnunardeildin, fatadeildin og dúkaverksmiðjan verða fluttar norður en bandframleiðslan verð- ur hér áfram. Ég tel að nauðsynlegt hafí ver- ið að sameina Álafoss og Ullariðn- aðardeild Sambandsins, því þessi fyrirtæki voru í samkeppni og undirbuðu hvort annað á mörkuð- unum. Rekstur þeirra þoldi það hins vegar ekki. Nýja fyrirtækið ætti því að geta náð hærra verði fyrir framleiðsluna, heldur en gömlu fyrirtækin tvö. Við fram- leiðum peysur sem eru ódýrari í verslunum hér heldur en erlendar peysur. Við þurfum hins vegar að framleiða peysur úr léttu gami, því það er það sem fólkið vill kaupa. „Það var rangt að uppsögnunum staðið“ Það var rangt að þessum upp- sögnum staðið. Það var beðið með það framyfír klukkan tvö að af- henda mönnum uppsagnarbréfin til þess að allir væru búnir að fá þau í hendur áður en fjölmiðlamir- kæmust í málið. Það gefur auga leið að það vinnst enginn tími til að ræða við menn, þegar að það þarf að afhenda öllum starfs- mönnum fyrirtækisins annaðhvort endurráðningar- eða uppsagnar- bréf á nokkmm klukkutímum. Okkur hefði ekki veitt af öllum deginum til þess. Okkur fínnast það einnig vera furðuleg vinnu- brögð að segja Karló [Karli M. Jensyni] upp störfum en hann er búinn að vinna hér í tæp 40 ár. Hann hefði hætt hér störfum í október á næsta ári en þá verður hann sjötugur. Ég vil hins vegar taka það skýrt fram að ég óska nýja fyrirtækinu góðs gengis," sagði Geir. Geir Thorsteinsson starfsmanna- stjóri. Karló (Karl M. Jensson) innan- hússpóstur. Gunnlaugur Jóhannsson, sem starfað hefur hjá Álafossverk- smiðjunum sem fjármálastjóri, sagðist vera sammála Geir um að Sambandið væri að yfirtaka Ála- foss. „Ég get,“ sagði Gunnlaugur, „staðfest að trúlega er rekstrartap Álafoss á þessu ári komið upp í 40 til 50 milljónir króna. Hins vegar hef ég ekki nákvæmar tölur yfír það. Við hefðum e.t.v. átt að láta setja upp kambgamsvélar til þess að geta framleitt peysur úr léttu gami en þær vélar eru mjög dýrar. Við fómm hins vegar ný- lega út í mjög kostnaðarsamar framkvæmdir, byggðum stórt lag- erhús og nýja byggingu yfir tætaradeildina," sagði Gunnlaug- ur. Karló (Karl M. Jensson) sagði að hann hefði náð 40 ára starfsáf- mæli 7. maí á næsta ári. „Síðast- liðin 4 ár,“ sagði Karló, „hef ég starfað hér á Álafossi sem póstur. Ég verð sjötugur í október á næsta ári og hefði þá hætt hér störfum. Mér þykir því óneitanlega dálítið leiðinlegt að vera sagt upp nú, aðeins 10 mánuðum áður en ég hefði hætt. Við hjónin leigjum hér hús af Álafossi en ég reikna nú ekki með því að við verðum rekin Þorsteinn Jónsson sem vinnur á fatalager. Morgunblaðið/Sverrir út úr því héðan af. Mér hefur allt- af liðið vel hér og lít á Álafoss sem mitt heimili, eins og raunar margir aðrir gera,“ sagði Karló. Þorsteinn Jónsson, sem vinnur á fatalager og er búinn að starfa á Álafossi hátt í tuttugu ár, sagð- ist vera sáttur við að hafa verið sagt upp. „Ef það er nauðsyn- legt,“ sagði Þorsteinn, „að ég hætti störfum til þess að nýja fyrirtækið geti lifað þá verður svo að vera. Þvi verður ekki breytt héðan af. En mér finnst að það hefði átt að tala við mig áður en ég fékk uppsagnarbréfíð," sagði Þorsteinn. Fundur Útflutningsráðs: Astand og horfur á markaðs- svæðum ÁSTAND og horfur á mikilvæg- um markaðssvæðum islenskra útflytjenda er viðfangsefni funda sem Útflutningsráð ís- Iands boðar til með útflytjendum á næstunni. Fundirnir verða þrír talsins, sá fyrsti 8. desember þar sem Qallað verður um málefni matvælaiðnaðar. Þann 10. desember eru vélar og tæki á dagskrá og loks fataiðnaður 11. desember. Dagskrá fundanna þriggja er svipuð alla dagana, en sniðin að þeirri atvinnugrein sem til umfjöllunar er hveiju sinni. Með- al ræðumanna eru hinir þrír við- skiptafulltrúar Útflutningsráðsins, þeir Bjöm Guðmundsson, Kaup- mannahöfn, Tómas Óli Jónsson, Frankfurt og Úlfur Sigurmundsson, New York sem fjalla um ástandið á sínum svæðum. Þá munu fulltrú- ar úr hverri grein ræða um hvemig Útflutningsráð og viðskiptafulltrú- ar þess geta orðið útflytjendum að meira gagni. Ýmis fleiri erindi em á dagskrá og einnig almennar umræður. Fundimir verða allir haldnir á Holiday Inn og hefjast kl. 10.00. Þátttaka er ókeypis og heimil öllum sem áhuga hafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.