Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 Indriði fer á kostum Békmenntir Sigurjón Björnsson Indriði G. Þorsteinsson: Keimur af sumri. Reykholt. Reykjavík 1987. 167 bls. Það er alltaf viðburður í bók- menntalífí mörlandans þegar ný skáldsaga kemur frá Indriða G. Þorsteinssjmi. Enda þótt hann sé listfengur og hagvirkur í öllum skrifum sínum er þó skáldsagan aðalsmerki hans. Því opnar maður þessa bók með eftirvæntingu. Þetta er ekki ýkja löng saga. Hún gerist bersýnilega á heimaslóð- um Indriða, en allar línur eru þó svo dauft dregnar að staðsetning verður óljós. En í sveit er þetta. Bæir, þrír til ijórir koma við sögu og fólkið á þessum bæjum, fáar persónur alls. Tíminn er frá því síðla vors og fram í sláttarbyrjun, — og þetta gæti verið laust eftir þijátíu. Og hvað gerist? Hver er fram- vinda sögunnar og atburðarás? í rauninni gerist ekkert sérstakt, en samt ákaflega mikið, allt sem á að gerast og allt sem þarf að gerast. Það er varla nokkur söguþráður, hvorki upphaf né endir, enginn sér- stakur boðskapur eða skilaboð til lesandans. Og samt er þetta ekki ein af þessum dularfullu bókum þar sem lesandann grunar eitthvert hugvitssamlegt líkingamál, einhver leynileg tákn sem hann er Indriði G. Þorsteinsson skíthræddur um að hann skilji ekki í heimsku sinni. Nei, þessi saga er einfaldleikinn sjálfur. Tjaldið er ein- ungis dregið frá sögusviðinu þennan skamma tíma milli sauð- burðar og sláttar og okkur er boðið að fylgjast með lífí og háttum fólks- ins: Fjósasmiðurinn hamast í moldarverkunum. Jóhann á Ána- nesi eltist við Blesa sinn, stendur í kosningavafstri og baksar við að skjóta helsingja og tófu. Skóla- strákamir tveir eiga í svolitlum ástarævintýrum og ekkjan fer í rúm til fjósasmiðs. Við lítum inn á ball í sveitinni og horfum á klassísk slagsmál. Og svo er kominn slátt- ur, en rekjan er lítil... Þetta er einfalt og fábrotið mannlíf, en verður lesandanum undarlega nálægt og nákomið. Það orkar ekki tvímælis að Ind- riði fer á kostum í þessari bók. Hann virðist hafa efnið fullkomlega á valdi sínu og gera nákvæmlega það sem hann ætlar sér að gera. Þegar í upphafí tekur sagan að streyma fram létt og óþvinguð með ákveðinni hrynjandi og þeim sama takti og blæ heldur höfundur allt til loka. Þó að Indriði haldi sér við heimaslóðir hvað ytri umgerð varð- ar verða þær hvorki honum né lesandanum fjötur um fót, eins og svo oft vill verða þegar staðreyndir ganga til móts við skáldskap, — Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Texti og myndir: Pierre Probst. Endursögn: Vilbergur Júlíusson, skólastjóri. Prentverk: Unnið á Ítalíu. Útgefandi: Setberg. Margur er drátthagur og það verð- ur með sanni sagt um höfund þessarar bókar, tign og fegurð Alp- anna dregur hann fram á listilegan hátt. En hann kann meir en gera góðar myndir, virðist hafa afamæmt auga fyrir spaugilegheitum lífsins, svo að hláturtaugar titra. Lína er á för til fjalla með vinum sínum, kött- um og hundum, Snúð, Snældu, heldur lyftir það í þess stað frásögn- inni. Höfundur getur nýtt sér kosti kunnugleikans án þess að verða bundinn af honum. Það geta aðeins góðir listamenn. Stíll Indriða er orðinn mætavel taminn. Hann er knappur, eins og oft er sagt, en án þess að vera höggvinn. Þar er meðalhófíð vand- ratað. Orðheppni Indriða og snjöll tilsvör bregðast ekki heldur hér. Persónulýsingar Indriða hafa löngum verið rómaðar. Hann þarf ekki mörg orð til að persóna spretti ljóslifandi undan penna hans: fjósa- smiðurinn, þjarkur í moldarverkum, handleggjastuttur og lágur til hnés- ins, fátalaður, en étur eins og maskína rúgbrauðssneiðar með Lappa, Kol og Kóp. Ævintýrin láta ekki á sér standa, og eftir tilsögn hjá kennara, í listum skíðamanna, telja þau sig fær í flest, taka sér far með lyftum til hæstu tinda, og á niðurleið hendir margt spaugilegt atvikið. Kópur skráir sig til stökk- keppni, og nær slíku flugi, að hann hreinlega hverfur úr allra augsýn. Meðan leit að kappanum stendur, situr har.n í vellystingum hjá góð- hjarta blómarós, kjamsandi á bakkelsi hennar. En það er ekki að- eins leikið á skíðum, menn keppa í leikni á sleðum, skautum, og hörð er baráttan um, hver getur fegurstan snjókarlinn gert. Að dvöl lokinni er efnt til fagnaðar og þeim veittur heiður, er heiður ber. Það er Kópur m Jttgtnt) M Metsölublað á hverjum degi! Lína og vinir henn- ar í vetrarfríi þykkum og feitum lengjum af reyktu hrossakjöti... Er hann ekki kominn? Ég ætla ekki að teygja lopann lengur um þessa ágætu sögu. Fræðileg úttekt hennar heyrir öðr- um til. En ég trúi því tæpast að hún fari fram hjá bókmenntafræð- ingum. Lærdómsríkt þykir mér hins veg- ar að fá í hendur bók sem er tvímælalaust fagurt listaverk, en inniheldur samt fæst af því sem mest er gambrað um nú á tíð að þyki nauðsynlegt. Hún geymir enga pólitík, enga samfélagsádeilu eða umbótastefnu. Hún flytur engan sérstakan boðskap. Hún er hvorki karla- né kvennabókmenntir. Hún er fjarri því að vera spennusaga eða átakaverk. Þó að ástin komi við sögu fyrirfínnast ekki kynlífslýsing- ar. Ekkert morð er framið. Helstu stórmæli eru þau að Ragnar í Öðr- umdal nefbrotnar og meri háls- brotnar. er mestan dýrgripinn ber heim. Textinn er svona til uppfyllingar og. nánari skýringa, en endursögn Vilbergs er bráðvel gerð. Þetta er fögur bók um lífsglaða stelpu og félaga hennar, bók sem gaman er að skoða með spurulu bami, og því líkleg til þess að freista lítilla bama, aftur og aftur, til þess að hreiðra um sig í fangi mömmu eða pabba, afa eða ömmu, og biðja þau að skoða hana með sér á ný. Prentverkið allt vel unnið. . : ■ mmm&i JMAtllBlERSU hcscum KtJUSPRIG DURCH FRISCHHAITE PACKUNG FORPACKADI AROMBEVARANDE F.OUE sEPOStotlíMiEfi SPflOHETEN VERSDDOR VERPAKKING INFOLIE FOLIEPOSE BEVARER FRISKHEDEN FRAIS GRACE AU SACHET EN ALUMINIUM ■mn- - / Bögglast þú vid flók- inn undirbúning þeg- ar von er á vinum? Gerðu þér lífið létt og gestunum gott með að bjóða þeim girnilegt og stökkt mms Bugles með maís- og ostabragði; tilbúið beint úr pakkanum 1 skálina. Ljúffengt eitt sér eða með ídýfu. A TASTtUKE KNASfííc 9 G smaakt'als SASORA^12 9 & STERDE •' TOSTADD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.