Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 37 Forsetaframbjóðendur repúblikana: Tóku flestir afstöðu gegn afvopnunar samningnum Wafihington, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti varð fyrir þeirri sérkenni- legu lífsreynslu á þriðjudaginn að vera lofsunginn af sex for- setaframbjóðendum demókrata og við sama tækifæri var hann gagnrýndur af öllum flokks- bræðrum sínum í hópi frambjóð- enda. Þessi umskipti á væntanlegum forsetaframbjóð- endum urðu þegar allir, sem keppa um að hljóta útnefningu flokkanna, tóku þátt f umræðu- þætti í sjónvarpi um afvopnunar- samning risaveldanna. Aðeins George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, studdi samninginn sem undirritaður verður af Reagan og Gorbatsjov í Washington, 8. des- ember næstkomandi. Hann- var sá eini repúblikananna sex sem keppa að því að hljóta útnefningu flokks- ins sem var samþykkur varnar- samningnum. Bush, sem talinn er líklegastur repúblikana til að hljóta útnefningu flokksins, gagnrýndi hina frambjóðendur repúblikana fyrir að vilja setja svo mörg skil- yrði í samninginn að útilokað væri að ná um þau samkomulagi. Pierre du Pont, fyrrum öidunga- deildarþingmaður Delaware-fylkis, sagði að Bandaríkjamenn hefðu samið af sér og sjónvarpsklerkurinn Pat Robertson sagði samninginn veikja vamir Evrópu. Leiðtogi repú- blikana í öldungadeild þingsins, Robert Dole, sem er helsti keppi- nautur Bush um útnefningu, hélt að sér höndum í sjónvarpsþættin- um. Sagðist hann vilja lesa samn- inginn áður en hann leggði dóm á innihald hans. Gaf hann í skyn að hann styddi það að öldungadeildin yfírfæri og greiddi atkvæði um samninginn. Albert Gore, öldungadeildarþing- maður frá Tennessee, sagði það vera skelfílegt að fímm af sex hugs- anlegum frambjóðendum repúblik- ana skuli ekki styðja samning um fækkun kjamavopna. Ágreiningur um afvopnunarsamninginn er það eina sem varpað hefur skugga á samstöðuna innan Repúblikana- fíokksins. Þessi sjónvarpsþáttur er talinn hafa varpað ljósi á skoðanaágrein- ing milli flokkanna tveggja. Auk afvopnunarsamningsins deildu for- setaframbjóðendur um afskipti Bandaríkjanna í Mið-Ameríku. Full- trúar Demókrataflokksins réðust harkalega að Reagan fyrir að styðja kontra-skæruliða í Nicaragua. Repúblikanamir sögðu þá demó- kratana vera hrædda við að styðja frelsi í þessum heimshluta. Sjúkdóminn alnæmi bar á góma í sjónvarpsþættinum og demókratar vildu halda því fram að Reagan forseti hefði vilja gleyma alnæmi og að meiru fé ætti að veija tii rannsókna á sjúkdómnum. Repú- blikanar vildu að meiri áhersla væri lögð á að fínna hina sýktu. Reuter Þátttakendurnir i sjónvarpsumræðunni. Frá vinstri: George Bush varaforseti, Robert Dole, Pierre du Pont, Alexander Haig, Jack Kemp, Pat Robertson, Tom Brokow frá NBC sjónvarpsstöðinni, Paul Sim- on, Jesse Jackson, Albert Gore, Richard Gerhardt, Michael Dukakis og Bruce Babbitt. Á flygildi til Ástralíu Brian Milton í flugtaki á flygildinu Dalgety flyer frá bryggju í Lon- don. Milton ætlar að fljúga vél sinni til Ástralíu, eða 19.000 kílómetra leið. Vonast hann til að komast þangað á innan við mánuði, en hann ráðgerir að hafa viðkomu á 28 stöðum á leiðinni. Flugvélin nær 112 kílómetra hraða á klukkustund. Vonast Milton til að setja fluglengdar- met í flygildi af þessu tagi á leiðinni yfír Saudi-Arabíu, en þá ráðgerir hann að vera 9 stundir á lofti. Smáflugvél af þessu tagi hefur mest verið flogið í 7 stundir og 31 mínútu hingað til. Mikið ber á milli í friðar samningnm Managua. Reuter. MIKIÐ ber á milli i friðarsamning- um fulltrúa stjómarinnar { Niacaragua og fulltrúa contra- skæruliða, að sögn stjórnarerind- reka. Fulltrúar deiluaðila eru nú I Dóm- infkanska lýðveldinu vegna friðar- samninga. Sendinefndimar ræðast þó ekki við augliti til auglits heldur ber milligöngumaður, Miguel Obando y Bravo, skilaboð á milli. Stjómarerindrekar segja það í sjáifu sér mikinn áfanga að fulltrúar deiluaðila skuli setjast að samningum þótt með þessum hætti sé. Skærulið- ar hafa lagt til að eins mánaðar vopnahlé hefjist 8. desember og krefjast þess að pólitfskum föngum verði geftiar upp sakir, að neyðarlög, sem verið hafí í gildi f fimm ár, verði numin úr gildi, og að ýmsar opin- berar stofnanir og samtök verði lögð niður. Jafnframt vilja skæruyliðar fá að halda vopnum sfnum og lands- svæðum. Margar af kröfum skæruliða em óaðgengilegar fyrir stjóm sandinista, að sögn stjómarerindreka. Vilja full- trúar stjómarinnar í friðarviðræðun- um að þær verði einskorðaðar við vopnahlé. Herfduáeína iVMSj PHIUPS Tvær sjónvarpsstöðvar eru barnaleikur fyrir Philips HQ-VR 6542 myndbandstækið tæki sem svarar kröfum nútímans. • Þráðlaus fjarstýnng • Sjálvirkur stöðva leitan • 16 stöðva forval • Upptökuminni i 14 daga fyrir 4 skráningar • Skyndiupptaka óháð upptökuminni Myndleitari í báðar áttir Frysting á ramma Og ótal fteiri möguleikar sem aðeins Philips kann tökm a . Verðið kemur þér á óvart. Opiðídag: Sætúni 8 kl. 10-13 Kringlunnikl. 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.