Morgunblaðið - 03.12.1987, Side 37

Morgunblaðið - 03.12.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 37 Forsetaframbjóðendur repúblikana: Tóku flestir afstöðu gegn afvopnunar samningnum Wafihington, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti varð fyrir þeirri sérkenni- legu lífsreynslu á þriðjudaginn að vera lofsunginn af sex for- setaframbjóðendum demókrata og við sama tækifæri var hann gagnrýndur af öllum flokks- bræðrum sínum í hópi frambjóð- enda. Þessi umskipti á væntanlegum forsetaframbjóð- endum urðu þegar allir, sem keppa um að hljóta útnefningu flokkanna, tóku þátt f umræðu- þætti í sjónvarpi um afvopnunar- samning risaveldanna. Aðeins George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, studdi samninginn sem undirritaður verður af Reagan og Gorbatsjov í Washington, 8. des- ember næstkomandi. Hann- var sá eini repúblikananna sex sem keppa að því að hljóta útnefningu flokks- ins sem var samþykkur varnar- samningnum. Bush, sem talinn er líklegastur repúblikana til að hljóta útnefningu flokksins, gagnrýndi hina frambjóðendur repúblikana fyrir að vilja setja svo mörg skil- yrði í samninginn að útilokað væri að ná um þau samkomulagi. Pierre du Pont, fyrrum öidunga- deildarþingmaður Delaware-fylkis, sagði að Bandaríkjamenn hefðu samið af sér og sjónvarpsklerkurinn Pat Robertson sagði samninginn veikja vamir Evrópu. Leiðtogi repú- blikana í öldungadeild þingsins, Robert Dole, sem er helsti keppi- nautur Bush um útnefningu, hélt að sér höndum í sjónvarpsþættin- um. Sagðist hann vilja lesa samn- inginn áður en hann leggði dóm á innihald hans. Gaf hann í skyn að hann styddi það að öldungadeildin yfírfæri og greiddi atkvæði um samninginn. Albert Gore, öldungadeildarþing- maður frá Tennessee, sagði það vera skelfílegt að fímm af sex hugs- anlegum frambjóðendum repúblik- ana skuli ekki styðja samning um fækkun kjamavopna. Ágreiningur um afvopnunarsamninginn er það eina sem varpað hefur skugga á samstöðuna innan Repúblikana- fíokksins. Þessi sjónvarpsþáttur er talinn hafa varpað ljósi á skoðanaágrein- ing milli flokkanna tveggja. Auk afvopnunarsamningsins deildu for- setaframbjóðendur um afskipti Bandaríkjanna í Mið-Ameríku. Full- trúar Demókrataflokksins réðust harkalega að Reagan fyrir að styðja kontra-skæruliða í Nicaragua. Repúblikanamir sögðu þá demó- kratana vera hrædda við að styðja frelsi í þessum heimshluta. Sjúkdóminn alnæmi bar á góma í sjónvarpsþættinum og demókratar vildu halda því fram að Reagan forseti hefði vilja gleyma alnæmi og að meiru fé ætti að veija tii rannsókna á sjúkdómnum. Repú- blikanar vildu að meiri áhersla væri lögð á að fínna hina sýktu. Reuter Þátttakendurnir i sjónvarpsumræðunni. Frá vinstri: George Bush varaforseti, Robert Dole, Pierre du Pont, Alexander Haig, Jack Kemp, Pat Robertson, Tom Brokow frá NBC sjónvarpsstöðinni, Paul Sim- on, Jesse Jackson, Albert Gore, Richard Gerhardt, Michael Dukakis og Bruce Babbitt. Á flygildi til Ástralíu Brian Milton í flugtaki á flygildinu Dalgety flyer frá bryggju í Lon- don. Milton ætlar að fljúga vél sinni til Ástralíu, eða 19.000 kílómetra leið. Vonast hann til að komast þangað á innan við mánuði, en hann ráðgerir að hafa viðkomu á 28 stöðum á leiðinni. Flugvélin nær 112 kílómetra hraða á klukkustund. Vonast Milton til að setja fluglengdar- met í flygildi af þessu tagi á leiðinni yfír Saudi-Arabíu, en þá ráðgerir hann að vera 9 stundir á lofti. Smáflugvél af þessu tagi hefur mest verið flogið í 7 stundir og 31 mínútu hingað til. Mikið ber á milli í friðar samningnm Managua. Reuter. MIKIÐ ber á milli i friðarsamning- um fulltrúa stjómarinnar { Niacaragua og fulltrúa contra- skæruliða, að sögn stjórnarerind- reka. Fulltrúar deiluaðila eru nú I Dóm- infkanska lýðveldinu vegna friðar- samninga. Sendinefndimar ræðast þó ekki við augliti til auglits heldur ber milligöngumaður, Miguel Obando y Bravo, skilaboð á milli. Stjómarerindrekar segja það í sjáifu sér mikinn áfanga að fulltrúar deiluaðila skuli setjast að samningum þótt með þessum hætti sé. Skærulið- ar hafa lagt til að eins mánaðar vopnahlé hefjist 8. desember og krefjast þess að pólitfskum föngum verði geftiar upp sakir, að neyðarlög, sem verið hafí í gildi f fimm ár, verði numin úr gildi, og að ýmsar opin- berar stofnanir og samtök verði lögð niður. Jafnframt vilja skæruyliðar fá að halda vopnum sfnum og lands- svæðum. Margar af kröfum skæruliða em óaðgengilegar fyrir stjóm sandinista, að sögn stjómarerindreka. Vilja full- trúar stjómarinnar í friðarviðræðun- um að þær verði einskorðaðar við vopnahlé. Herfduáeína iVMSj PHIUPS Tvær sjónvarpsstöðvar eru barnaleikur fyrir Philips HQ-VR 6542 myndbandstækið tæki sem svarar kröfum nútímans. • Þráðlaus fjarstýnng • Sjálvirkur stöðva leitan • 16 stöðva forval • Upptökuminni i 14 daga fyrir 4 skráningar • Skyndiupptaka óháð upptökuminni Myndleitari í báðar áttir Frysting á ramma Og ótal fteiri möguleikar sem aðeins Philips kann tökm a . Verðið kemur þér á óvart. Opiðídag: Sætúni 8 kl. 10-13 Kringlunnikl. 10-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.