Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987
13
Krossey, Hornafirði:
400 tonn af fiski
ónýt vegna amm-
óníaksmengimar
TJÓN vegna fiskbirgða, sem
eyðilögðust er ammóniakleiðsla
í frystigeymslu frystihúss Kaup-
félags Austur- Skaftfellinga á
Höfn, Krossey, rofnaði og
geymslan fylltist af ammóníaks-
lofti, er talið nema 15-16 mijjón-
um króna. Á fjórða hundrað
tonna af fiski, mest sUd, eyði-
lagðist. Eftir óhappið stöðvaðist
vinnsla í húsinu í fimm daga og
nemur rekstrartjón af þeim sök-
nm 7-8 miljjón krónum.
Óhapp þetta varð að morgni 18.
nóvember þegar bretti hrundi bak
við stæðu sem stóð upp við vegg í
frystigeymslunni. Rakst það á
ammóníaksleiðslu sem lá utan á
veggnum og rofnaðileiðslan. Ekkert
ammóníak var á leiðslunni þegar
óhappið varð, að því er segir í hér-
aðsfréttablaðinu Eystrahomi, og
var enginn starfsmaður í geymsl-
unni þegar efni var hleypt á leiðsl-
una. Því varð óhappsins ekki vart
fyrr en geymslan var orðin full af
eitruðum ammóníaksgufum. Á
flórða hundrað tonna af fiski eru
ónýt. Útskipun í Skaftafellið var
nýhafin er óhappið varð og náðist
með því móti að bjarga um 600
tonnum frá skemmdum. Unnið var
að því að tæma geymsluna fram á
miðnætti föstudagsins 20. nóvem-
ber en að því loknu var hafist handa
við viðgerð og hreinsun á geymsl-
unni svo að hægt væri að hleypa á
hana frosti á nýju. Af þessum sök-
um lá niðri vinnsla í húsinu í fímm
daga.
Birgðatapið, 15- 16 milljónir
eins og áður sagði, verður bætt af
tryggingafélagi, en tap vegna
rekstrarstöðvunarinnar ber fyrir-
tækið óbætt að sögn Elvars Einars-
sonar frystihússtjóra. Elvar sagði
að verðmæti daglegrar framleiðslu
í húsinu væri á bilipu 1,2- 1,4 millj-
ónir króna og nemur því tapið 6- 7
milljónum. Vinna hófst að nýju í
Krossey mánudaginn 23. nóvember
og eru Homfirðingar nú önnum
kafnir við að safna nýjum birgðum
í frystigeymsluna.
Sjóflutningar varnarliðsins:
Baltic losaði ekki
í Njarðvíkurhöfn
Keflavik.
BÆJARRÁÐ Keflavíkur hefur
sent Steingrími Hermannssyni
utanríkisráðherra mótmæli
vegna brots á samkomulagi sem
hefur verið um að sjóflutningar
varnarliðsins fari um Landshöfn
Keflavík-Njarðvík. Tilefnið er að
24. nóvember sl. sigldi flutninga-
skip Eimskipafélagsins Baltic
framhjá Njarðvíkurhöfn til
Reykjavíkur og losaði þar 93
gámaeiningar.
Guðfinnur Sigurvinsson forseti
bæjarstjómar sagði í samtali við
Morgunblaðið að þegar þessir flutn-
ingar hefðu verið ákveðnir hefði
þáverandi utanríkisráðherra Matt-
hías Á. Mathiesen gert samkomulag
við Eimskfp um að flutningamir
færu um Landshöfn Keflavík-
Njarðvík. „Við viljum ítreka með
þessu að samkomulagið verði hald-
ið, því þetta er mikið hagsmunamál
fyrir Suðumesjamenn," sagði Guð-
fínnur ennfremur.
Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri
Skipaafgreiðslu Suðumesja sagði
að Eimskip hefði gefíð þá skýringu
að skipið hefði verið á eftir áætlun
og því siglt beint til Reykjavíkur
þar sem viðkoma í Njarðvík hefði
tafið enn frekar áætlun þess. „Ég
tel þetta ekki rétt, skipið var hér
fyrir utan laust eftir miðnætti og
hefði það komið við í Njarðvík hefði
verið hægt að losa það á 4 tímum.
Baltic hefði því átt að geta verið
komið til Reykjavíkur um morgun-
inn og það hefði ekki seinkað
áætlun skipsins að koma við í
Njarðvíkurhöfn," sagði Jón Norð-
fjörð.
BB
Varðveisla Isa-
fjarðarkirkju
Undirskriftarlistar um varð-
veislu ísafjarðarkirkju liggja nú
frammi á nokkrum stöðum.
Undirskriftarlistar þessir verða
sendir sóknamefnd ísafjarðar-
kirkju, með þeim óskum að hún fái
að vera á sínum stað, vonandi end-
urbyggð með þeirri stækkun sem
hægt er (vísast til greinar er birtist
í Morgunblaðinu 18. nóvember
síðastliðinn). Samkvæmt myndum
af kirkjunni eftir brunann virðist
hún ekki verr farin en Iðnaðar-
mannahúsið í Reykjavík og allir
vita hvað viðgerð gekk fljótt og vel
fyrir sig. Einnig má minna á þegar
viðbyggingin undir orgelið var bætt
við kirkjuna, þá fóm nokkrir graf-
reitir þar undir, svo það er ekkert
nýtt að grafreitir sem undir kirkjur
fara séu greyptir inn í kirkju, t.d.
í Hólakirkju og víðar. Andlit staðar-
ins er kirkjan í garðinum og hvíta
fallega sjúkrahúsið. Þessar tvær
byggingar em mjög vel staðsettar
á eyrinni og hafa um langan aldur
þjónað þessum sérstæða kaupstað.
Þess vegna er það ósk okkar og
von að núverandi íbúar staðarins
og aðfluttum sem fráfluttum takist
að stilla hugi saman og styrkja
þetta málefni vel og vandlega. Is-
lendingar um allt land em famir
að kunna að meta verðmæti gam-
alla húsa. Eyrarkirkja er samein-
ingartákn staðarins og verður
vonandi áfram.
í Reykjavík liggja listamir
frammi í Sölutuminum Lækjargötu
2, versluninni Heijólfí, versluninni
Garðarsbúð, Húsgagnaversluninni
Viðju og Pennanum I Kringlunni, í
Eklen í Hveragerði, Samkaupum í
Njarðvík og hjá Sturlu Halldórssyni
hafnarverði á ísafírði.
Fjóla Sigmundsdóttir og
Garðar Pálsson
5.000,- á mánuði,
19.000,- útborgun með
Visa og Euro
2ja ára ábyrgð.
húsgagna-höllin
REYKJAVlK
MÐBLER
Mjúku,
mlleguog
þægílegu
Dallas áklæða settin eru komin aftur
í mörgum litum og öllum stærðum.
3+2+1 kr. 79.590,-
3+1+1 kr. 72.960,-
Hornsófar, 5 sæta kr. 72.960,-
Hornsófar, 6 sæta kr. 76.260,-