Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 41 10. ársþing íþróttaráðs LH á Húsavík: Hestamenn samþykkja að leggja ráðið niður Kemur til framkvæmda að undangenginni stofnun sér- sambands hestamanna innan ÍSÍ HESTAMENN stigu afdrifaríkt skref í væntanlegri inngöngu í ÍSÍ þegar samþykkt var að íþróttaráð Landsambands hestamannafé- laga yrði lagt niður að lokinni stofnun sérsambands hesta- manna. Gerðist þetta á ársþingi íþróttaráðs LH, sem haldið var á Húsavík um helgina. Auk þing- fulltrúa voru mætdr á fundinn Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri ISÍ og Valgarð Halldórsson, starfsmaður ÍSÍ, og kynntu þeir uppbyggingu samtak- anna og hvaða áhrif innganga hestamanna hefði fyrir starfsemi þeirra. Þingið, sem var hið tíunda í röð- inni, verður því að öllum líkindum það síðasta sem haldið hefur verið í nafni íþróttaráðs LH. Næsta þing sem haldið verður í Mosfellsbæ að ári verður fyrsta ársþing væntanlegs sérsamabands. Það kom fram í máli Sigurðar Magnússonar að á borðinu hjá honum væru erindi frá sjö hér- aðs- og ungmennasamböndum, þar sem gerð er grein fyrir væntanlegri inngöngu íþróttadeilda í samböndin. Sagði Sigurður að nú vantaði aðeins herslumuninn á að hægt væri að stofna sérsamband hestamanna og hvatti hann þær íþróttadeildir sem ekki hefðu nú þegar gengið frá um- sóknum um aðild að viðeigandi héraðs- og ungmennasamböndum að gera það hið fyrsta. Þá kom fram í máli Sigurðar að áður en að stofnun kæmi myndi framkvæmdastjóm ÍSÍ taka málin til frekari umfjöllunar og einnig yrði að ganga frá lagasetn- ingu og ýmsum tækniatriðum fyrir hið nýja sérsamband. Taldi Sigurður ekki ólfklegt að hægt yrði að boða til formlegrar stofnunar á fyrri hluta næsta árs. Fáar tillögur lágu fyrir þinginu að þessu sinni og enginn þeirra mjög stefnumarkandi nema sú sem áður er getið. Af því sem samþykkt var má nefna tillögu frá íþróttadeild Léttis á Akureyri, þar sem lagt var til að tekið yrði upp 250 metra skeið á íþróttamótum, en þó með þeim fyrirvara að þetta verði til reynslu á næsta keppnistímabili og það síðan Leiðrétting í Morgunblaðinu í gær var rangt farið með nafn útibússtjóra Al- þýðubankans á Blönduósi. Það var í frétt þess efnis að Alþýðubankinn á Blönduósi hefði gefíð sjúkrabfl Skagstrendinga. Rétt er nafnið Öm Bjömsson. Beðist er velvirðingar á þessu. lagt fyrir þingheim að ári. íþrótta- deild Harðar lagði til að stjóm íþróttaráðs beitti sér fyrir breyting- um á reglum um fótabúnað hrossa í gæðingakeppni til samræmis við það sem gildir í íþróttakeppni. Var þar átt við 10 millimetra skeifur án plasts, sem lejrfðar em í íþrótta- keppni en ekki í gæðingakeppni. Var þessi tillaga samþykkt samhljóða. Einnig var samþykkt tillaga, þar sem farið var nákvæmlega í saumana á því hvemig fótabúnað væri leyfílegt að nota í íþróttakeppni. Frá íþrótta- deild Fáks kom fram tillaga um lágmarksstig til þátttöku { Islands- mótum. Að síðustu var svo valinn staður fyrir næsta íslandsmót, en þar lágu fyrir tvö boð um mótsstaði, annað frá íþróttadeild Sörla í Hafn- arfirði og hitt frá íþróttadeild Harðar í Mosfellsbæ, og var boði Harðar tekið. Það vakti nokkra athygli að Ey- firðingar mættu þama fylktu liði, en þeir hafa lýst því yfir að þeir myndu starfa innan ISÍ að undangenginni úrsögn úr LH sem allt bendir til að muni gerast eftir stofnun sérsam- bandsins. Stungu þeir upp á Jónasi Vigfússyni frá íþróttadeild Funa í stjómarkjöri og hlaut hann kosningu. Kemur hann inn í stjómina fyrir Ragnar Tómasson sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Pétur Jökull Hákonarson formaður, Lisbeth Sæ- mundsson og Þorsteinn Hólm Stef- ánsson vom endurkosin, en auk þeirra em í stjóm Hulda Sigurðar- dóttir, Guðmundur Sveinsson og Hafliði Gíslason. P 1 Aðventukvöld kirkju heymarlausra AÐVENTUKVÖLD í kirkju heyrnarlausra verður fimmtu- dagskvöldið 3. desember og hefst kl. 20.00 í Hallgrímskirkju. Táknmálskórinn syngur aðventu- sálma og yngstu bömin úr Heym- leysingjaskólanum leika helgileik. Sigríður Kolbeinsdóttir, sem er elst meðal heymarlausra, segir hvemig jólin vom þegar hún var lítil stúlka og Halldóra Jónsdóttir túlkar fyrir heyrandi. Vilhjálmur G. Vilhjálmsson segir frá aðventukertum og merkingum þeirra og Geirlaug Helgadóttir túlk- ar fyrir heyrandi. Júlía Guðný Hreinsdóttir táknar ljóðið „Jól“ eftir Stefán frá Hvíta- dal og Gunnar Salvarsson les fyrir heyrandi. í lok aðventukvöldsins verða kaffíveitingar í félagi heymar- lausra. Verið öll velkomin til aðventukvöldsins. (Fréttatílkynníng) Ók á brott frá slas- aðri konu ÖKUMAÐUR, sem ók bifreið sinni aftan á aðra með þeim af- leiðingum að sú stórskemmdist og kona slasaðist, ók á brott og hefur ekkert til hans spurst siðan. Atburður þessi varð um kl. 16.50 á föstudag, 27. nóvember, á gatna- mótum Langholtsvegar og Klepps- vegar. Kona ók bifreið sinni af gerðinni Daihatsu eftir Langholts- vegi. Þar sem Langholtsvegur liggur að Kleppsvegi er stöðvunar- skylda og þar stöðvaði konan bifreið sína. Skipti þá engum togum að annarri bifreið var ekið mjög harka- lega aftan á hennar. Við árekstur- inn kastaðist konan fram í rúðu og skarst á höfði. Bifreið hennar er talin ónýt. Þegar konan áttaði sig á því hvað hefði komið fyrir kom í ljós að sá sem ók aftan á hana var á bak og burt. Talið er að hann hafí ekið grárri bifreið og telur lög- reglan að hún hljóti að vera mikið skemmd eftir áreksturinn. Slysarannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík biður ökumann þennan um að gefa sig fram. Þá þiggur lögreglan einnig með þökk- um allar upplýsingar um málið. INNLENT Karpov á peð yfir í hróksendatafli Skák Margeir Pétursson Það dró til tíðinda í gærkvöldi f æsispennandi heimsmeistara- einvígi Kasparovs og Karpovs. Nítjánda skákin fór í bið eftir 40 leiki og er ekki útséð tun það hvort áskorandinn, Anatoly Karpov, nái forystunni. Hann hefur peð yfir og hagstæða stöðu f hróksendatafli, en það verður þó mjög erfitt fyrir hann að brjóta varnir Kasparovs á bak aftur þegar skákin verður tefld áfram f dag f Sevilla. Staðan í einvfginu er 9—9 og ræðst það því af sfðustu sex skákunum hvor verður heimsmeistari f skák' næstu þijú árin. Kasparov hefur enn ekki náð sér á strik síðan -í elleftu skákinni. Hann varðist í gær með hinu trausta Tartakover afbrigði, en Karpov tókst samt, með nýrri leikja- röð að gabba heimsmeistarann út í óhagstæða stöðu. Staða Kasp- Burtfararprófstónleikar Gunnars Guðbjörnssonar GUNNAR Guðbjömsson, tenór, lýkur‘8. stigs prófi sínu með tón- leikum föstudaginn 4. desember kl. 20.30 í sal Nýja tónlistarskól- ans f Armúla 44. Við píanóið verður Guðbjörg Siguijónsdótt- ir. Gunnar hóf nám í Tónlistarskóla Garðabæjar, en kennarí hans þar var Snæbjörg Snæbjamardóttir. Undanfarin ár hefur kennari hans verið Sigurður Demetz í Nýja tón- listarskólanum. Viðfangsefni Gunnars á tónleikunum á föstu- dagskvöldið eru eftir Bononcini, Mozart, Schubert, Strauss, Gunnar Reyni Sveinsson, Poulenc, Lalo og Boito. Aðgangur að tónleikunum er _____________ ókeypis og öllum opinn. Gunnar Guðbjömsson arovs varð mjög þröng og hann brá á það ráð að fóma peði. Fómin var greinilega djúphugsuð, en Karpov tókst þó að komast út í endatafl án þess að þurfa að gefa peðið til baka. Endataflið leit mjög vel út fyrir áskorandann í fyrstu, en hann á eftir að yfirstíga gífurlega mikla tæknilega örðugleika í framhaldinu ef hann á að geta fært sér um- frampeðið í nyt. Hróksendatöfl eru líklega allra erfíðustu endatöfl sem hægt er að fá upp, sterkustu skák- menn misstíga sig oft illilega í þeim. Það er ljóst að mikið er eftir af þessari skák, sem er ein þeirra merkilegustu í einvíginu. Nú reynir loks verulega á þolrifín í aðstoðar- sveitum meistaranna við biðstöðu- rannsóknir. 19. einvfgisskákin Hvftt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Drottningarbragð I. Rf3 - d5, 2. d4 - Rf6, 3. c4 — e6, 4. Rc3 — Be7, 5. Bg5 — 0-0, 6. e3 - h6, 7. Bh4 - b6 Þeir félagar hafa báðir lagt traust sitt á Tartakover afbrigðið þegar mikið hefur verið í húfí. 8. Be2 - Bb7, 9. Bxf6 - Bxf6, 10. cxd5 - exd5, 11. 0-0 Eðlilegasti leikurinn í stöðunni, en fyrr í einvígjum Kasparovs og Karpovs hefur hér jafnan verið leik- ið 11. b4I? Heimsmeistarinn lék þeim leik t.d. f átjándu skákinni á mánudaginn. Það er athyglisvert að báðir keppendur hafa leikið 11. 0-0 löngu áður en innbyrðis einvígi þeirra hófust. Karpov beitti leiknum gegn Spassky f einvígi þeirra 1974 og Kasparov notaði hann gegn Torre f Moskvu 1981. II. - Rd7 Kasparov lék þessu að bragði, en Viktor Korchnoi, sem nú er staddur á Spáni, gagnrýndi leikinn og sagði hann ónákvæman. 11. — c5 kann að vera betra. 12. b4 - c5, 13. bxc5 - bxc5, 14. Db3! Þetta er sterkara en 14. Hbl — Bc6 og komin er upp sama staðan og í 18. skákinni. Byrjun Karpov hefur því heppnast vel. 14. — cxd4, 15. Rxd4 — Bxd4, 16. exd4 - Rb6, 17. a4 Hvítur er kominn með mjög hættulegt frumkvasði á drottning- arvæng og Kasparov ákveður nú að fóma peði til að létta á stöðunni. 17. - Hb8, 18. a5 - Rc4, 19. Bxc4 — bxc4, 20. Dxc4 — Dd6! Eftir langa þvingaða leikjaröð er komið upp mjög athyglisvert enda- tafl. Ef uppskipti á einu hrókapari yrðu í stöðunni væri svarta staðan gjörsamlega vonlaus, en með alla hrókana á borðinu eru vamarmögu- leikar hans þokkalegir, því báðir hvítu hrókamir em bundnir við að valda frípeðið. Peðastaðan á kóngs- væng gefur hvíti heldur ekki vonir um að komast í gegn þar. Fram til þess að skákin fer í bið gerast engir stórir hlutir. Karpov liggur ekkert á, umframpeðið hieypur ekki í burtu og því skiljan- legt að hann vilji kryfja þettá merkilega endatafl til mergjar með aðstoðarmönnum sfnum f nótt. 29. Hfal - Kf8, 30. Kf2 - Ke7, 31. Ke3 - Ke6, 32. Ha5 - Hd6, 33. Hla2 - Hc6, 34. h4 - Hd6, 35. Kf4 - Hb6, 86. H2a3 - Hc6, 37. He6+ - Kf6, 38. Hf5+ - Ke6, 39. Hfa5 - Hb6, 40. He5+ - Kf6 Þetta er hugmynd Kasparovs með peðsfóminni. Hann vinnur nú tíma vegna hótunarinnar 21. — Ba6. Leikurinn felur einnig í sér lúmska gildru: 22. a6? — Bxg2, 23. Kxg2 - Dg6+, 24. Khl - Hfc8 og hvítur vinnur manninn til baka og stendur betur. 21. Dc5 - Dxc5,22. dxc5 - Hbc8 Alls ekki 22. Hbc8?, 23. Hfbl - Hxc5, 24. Re4 og leppun svarta biskupsins á b7 verður svarti óbæri- leg. Karjxiv fínnur nú einu raun- hæfu leiðina til að tefla til vinnings. Ef hann léki t.d. 24. Hfbl — Hxc5, 25. Hxb7 — Hxc3, 26. Hxa7 heldur svartur auðveldlega jafntefli með 26. - Hfc8, 27. g3 - Hcl+, 28. Hxcl — Hxcl+, 29. Kg2 — Hal, því hrókur hans er á réttum stað á bak við hvíta frípeðið. 23. a6 - Ba8, 24. Rb5 - Hxc5, 25. Rxa7 - Be4, 26. f3 - Ha8, 27. fxe4 - Hxa7,28. Ha4 - Hc6 í þessari stöðu fór skákin f bið og Karpov, sem hefur hvítt, lék. biðleik. Það verður ekki séð í fljótu bragði að hvítur geti komist neitt áleiðis, en hróksendatöfl leyna mik- ið á sér og bjóða oft upp á meiri möguleika en þá sem blasa við aug- um. Þrátt fyrir þrönga stöðu Kasparovs og mikla óvissuþætti spái ég þvi að biðskákin endi með jafntefli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.