Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987
33
Valtýr Sigurðsson
skipaður borgarfógeti
VALTÝR Signrðsson héraðs-
dómari hefur verið skipaður
dómari við borgarfógetaemb-
ættíð í Reykjavík. Tekur skipun
hans gildi frá og með 1. janúar
1988.
Valtýr Sigurðsson útskrifaðist
frá lagadeild Háskóla íslands árið
1971 og hóf þá starf sem fulltrúi
við embætti sýslumanns Gull-
bringusýslu og bæjarfógetans í
Keflavík, Njarðvík og Grindavík.
1974 var hann skipaður aðalfull-
trúi við sama embætti og undan-
farin ár hefur gengt starfi
hérðasdómara við það embætti.
Aðrir sem um embætti borgar-
fógeta sóttu voru: Gréta Baldurs-
dóttir, dóamarfulltrúi við
borgarfógetaembættið í
Reykjavík, Jón Finnbjömsson,
aðstoðarmaður hæstaréttardóm-
ara, Ólafur Sigurgeirsson, aðal-
fulltrúi við borgarfógetaembættið
og Sveinn Sigurkarlsson, aðalfull-
trúi sýslumannsins í Gullbringu-
sýslu og bæjarfógetans í Keflavík,
Njarðvík og Grindavík. Einn um-
sækjandi óskaði nafnleyndar.
Valtýr Sigurðsson
Heimildarmynd um Geysisslysið 1950
frumsýnd í sjónvarpi:
Forráðamenn Loftleiða
vildu ekki að myndin
yrði sýnd almenningi
—sýning myndarinnar bönnuð þar til nú
HEIMILDARMYND um Geysis-
slysið á Vatnajökli 1950 verður
sýnd í Ríkissjónvarpinu 29. des-
ember, en meginuppistaða
hennar er kvikmynd sem Eðvarð
Sigurgeirsson tók af björgunar-
leiðangri Akureyringa á Vatna-
jökul, og hefur verið bannað að
sýna þar til nú.
Jón Magnússon um auglýsingu 16 lækna gegn bjórnum:
Reynt að drepa sjálfstæða hugsun
með „ofurvaldi sérfræðinganna4 ‘
„MÉR FINNAST þetta vera hinar
furðulegustu auglýsingar,“ sagði
Jón Magnússon, fyrsti flutnings-
maður bjórfrumvarpsins, þegar
Morgunblaðið spurði hann álits
á auglýsingu sem birtist gegn
frumvarpinu í dagblöðum i gær
og 16 læknar skrifa undir. „Það
er nánast örþrifaráð þegar á að
rugla fólk í ríminu með því að
reyna að tefla fram mönnum sem
gefa í skyn að þeir hafi meira
vit á hlutunum en Jón og Gunna.“
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
reynt er í almennum þjóðfélagsmál-
um að drepa niður sjálfstæða
hugsun fólksins með því sem er
Vopnafjörður:
Tilraunaframleiðsla
á þorski í Tanga
60-70 manns sagt upp vegna breytinga
ásamt trillunum sem hafa aflað vel
að undanfömu.
Tangi hefur nýlega hafið til-
raunaframleiðslu á þorski sem
seldur er á Bretlandsmárkað á hag-
stæðu verði. Við framleiðsluna er
notuð lítil Marks & Spencer skurð-
arvél með þremur hnífum, og eru
hnakkastykki snyrt, sporðar og
þunnildi skorin af. Aðeins úrvals
trillufiskur er notaður í þessa fram-
leiðslu.
ENDURBÆTUR eru fyrirhugað-
ar hjá frystihúsinu Tanga hf. á
Vopnafirði á næstunni og hefur
um 60-70 starfsmönnum verið
sagt upp störfum þar til fram-
kvæmdum lýkur, en áætlað er
að þær taki þrjár til fjórar vik-
ur. Ennfremur hefur fyrirtækið
nýlega hafið tilraunaframleiðslu
á þorski á Bretlandsmarkað og
í hana fer aðeins úrvals fiskur
úr smábátum.
Breytingar verða gerðar á pökk-
unarsal og vélasal Tanga á meðan
skuttogarinn Brettingur verður í
slipp í Póllandi, en auk hans landa
Lýtingur, Eyvindur Vopni og nokkr-
ir smábátar hjá Tanga. Trollbátur-
inn Eyvindur Vopni hefur haldið
uppi vinnu í fyrirtækinu í haust
Smygl í Vetti SU 3:
Reyndist vera
kókain og hass
KOMIÐ hefur í ljós að fíkniefn-
in, sem fundust um borð í Vetti
SU 3 við komu skipsins til lands-
ins á mánudag, voru kókaín og
hass, en ekki amfetamín og hass.
Tveir skipveijar voru í gær úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald vegna
innflutnings efnanna.
Tollverðir og starfsmenn fíkni-
efnalögreglunnar leituðu um borð í
skipinu, sem var að koma frá Eng-
landi. Þá fundust tæp 20 grömm
af hvítu dufti, sem í fyrstu var ta-
lið amfetamín. Nú hefur hins vegar
komið í ljós að efnið var kókaín,
en auk þess fundust tæp 600
grömm af hassi. Hvert gramm af
hassi er selt á um 1000 krónur hér
á landi, eri grammið af kókaíni á
um 8-10 þúsund krónur. Verðmæti
smyglsins um borð í Vetti er því
um 7-800 þúsund krónur.
Annar skipverjinn var úskurðað-
ur í 10 daga gæsluvarðhald, en hinn
í 5 daga.
kallað ofurvald sérfræðinganna,“
sagði Jón Magnússon. „Það er ákaf-
lega hættulegt ef menn játast undir
það, að það séu einhveijir fáir út-
valdir sem séu marktækir í
sambandi við umræður um áfengis-
mál eins og auglýsingaherferð
Stórstúku íslands ber með sér.“
Geir H. Haarde, sem er með-
flutningsmaður að frumvarpinu,
sagði að sér finndist óviðeigandi að
bendla læknadeild Háskólans við
deilur um þetta málefni. „Mér er
vel kunnugt um að það eru skiptar
skoðanir um bjórinn í læknastétt
eing og meðal annarra hópa manna.
Ég held að það færi betur á því að
þessir virðulegu læknar og prófess-
orar snéru sér að því að finna
lækningu við þessum sjúkdómi,
áfengissýkinni, í stað þess að reyna
að koma í veg fyrir að þau 90%
þjóðarinnar, sem ekki misnota
áfengi, fái aðgang að léttustu teg-
und áfengis.
Ég sé ekki betur en þessir pró-
fessorar, sem margir hveijir eru
ekki sérfræðingar í áfengisvörnum,
vilji frekar halda fólki við sterkustu
drykkina."
Ingi Bjöm Albertsson, meðflutn-
ingsmaður, sagði lækna- og heil-
brigðissamtök um allt land vera að
semja svona ályktanir um þessar
mundir en það væm líka skiptar
skoðanir um málið í þessum stétt-
um. „Mér fínnst að svona samtök-
um nánast beri að álykta á þennan
veg og sé ekkert óeðlilegt við það,“
sagði Ingi Bjöm.
Guðrún Helgadóttir, sem einnig
er meðflutningsmaður að fmm-
varpinu, sagðist ekkert hafa um
þessa auglýsingu að segja.
Sigrún Stefánsdóttir, umsjónar-
maður myndarinnar, sagði í samtali
við Morgunblaðið að myndin varp-
aði nýju ljósi á það sem gerðist,
kvikmynd .Eðvarðs Sigurgeirssonar
kæmi þama í fyrsta sinn fyrir sjón-
ir almennings. „Eðvarð fékk leyfí
til að fara með björgunarleiðangrin-
um og taka myndina með því
skilyrði af hálfu Loftleiða að hún
yrði ekki sýnd almenningi." sagði
Sigrún. „Það þótti ekki góð auglýs-
ing fyrir fyrirtækið, sérstaklega þar
sem þetta var snemma í sögu þess,
en nú hefur banni Flugleiða við
sýningu myndarinnar verið aflétt."
í sjónvarpsmyndinni ræðir Sigr-
ún einnig við áhöfn Geysis og
þáttakendur í björgunarleiðangrin-
um, meðal annars lýsir flugmaður
vélarinnar tildrögum slyssins. Einn-
ig verður sýnt úr mynd sem tekin
var þegar náð var í bandaríska
skíðaflugvél af Vatnajökli sem
tengdist Geysisslysinu. Skíðavélin
kom frá Grænlandi og var ætlunin
að bjarga áhöfn Geysis. Tókst að
lenda henni á Vatnajökli, en ekki
að koma henni á loft aftur, þannig
að vélin var skilin eftir og komst
síðan í eigu Loftleiða eftir að henni
var náð af jöklinum.
Skrifað í skýin
- þriðjabindi
KOMIÐ er út þriðja og siðasta
bindið af minningaþáttum Jó-
hannesar R. Snorrasonar flug-
stjóra, Skrifað í skýin. Bókin er
gefin út af Snæljósi sf. og prent-
uð í Odda.
í fréttatilkynningu frá útgefanda
segir m.a.: „Þessi síðasta bók höf-
undar spannar tímabilið allt frá
árum sjóflugsins og þar til hann lét
af störfum í stjómklefanum, aldurs
vegna, haustið 1980. Hafði hann
þá flogið Boeing-þotum Flugfélags
Islands hf. og Flugleiða hf. frá þeim
degi er hann flaug hingað til lands
fyrstu íslensku þotunni sumarið
1967.“
Jóhannes R. Snorrason
Lagastofnun Háskóla Islands:
Óheimilt er að draga
meðlög frá námslánum
LAGASTOFNUN Háskóla íslands telur stjórn Lánasjóðs íslenskra
námsmanna hafa skort heimild til þess að setja það ákvæði í
úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna, að meðlags-
greiðslur dragist frá námsláni. Bendir stofnunin á að meðlög séu
samkvæmt 23. barnalaga og dómi Hæstaréttar eign barns, sem
samkvæmt skattalögum teljist ekki til tekna foreldris.
Aðdragandi þessa máls er sá, fordæmi Hæstaréttar fyrir því að
að við gerð síðustu úthlutunar-
reglna í vor, var sett það ákvæði
inn í reglumar, að meðlagsgreiðsl-
ur til lánþega sjóðsins skyldu
teljast til tekna og dragast sem
slíkar frá námslánum. Regla þessi
var samþykkt í stjórn sjóðsins með
atkvæðum ríkisstjómarfulltrúanna
gegn atkvæðum námsmanna.
Gagnrýni kom á þessa reglu á
fundum Stúdentaráðs síðastliðið
sumar og samdi Valborg Snævarr,
einn fulltrúa Vöku, félags lýðræð-
issinnaðra stúdenta greinargerð
um málið, þar sem hún taldi þessa
reglu bijóta í bága við ákvæði
bamalaga og skattalaga. Lægi
meðlag teldist eign bams en ekki
foreldris.
Greinargerð Valborgar var lögð
fyrir sjóðsstjóm, en fulltrúar ríkis-
stjómarinnar höfnuðu henni og
neituðu að leggja málið fyrir lög-
fræðing sjóðsins. Leitaði Stúd-
enta-ráð þá álits Lagastofnunar
H.í. að tillögu Valborgar.
í áliti lagastofnunar segir m.a.
að hvorki í lögum 72/1982'!um
námslán og námsstyrki, né reglu-
gerð nr. 578/1982 séu leiðbeining-
ar um það, hvaða fjárafli teljist til
tekna námsmanns og hafi áhrif á
ákvörðun lánsfjárhæðar til skerð-
ingar. „Úrlausn þess, hvort það sé
í samræmi við íslenskar réttarregl-
ur að telja meðlög greidd bami til
tekna einstæðs foreldris veltur að
okkar áliti að því, hvort stjóm
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
sé samkvæmt gildandi lögum
heimilt að setja ákvæði í þá veru
í úthlutunarreglumar."
Síðan segir í dómnum: „Sam-
kvæmt fortakslausu ákvæði 23.
gr. bamalaga nr. 9/1981, og dómi
Hæstaréttar frá 23. júní 1954,
sbr. Hrd. 1954:433 á bamið sjálft
réttinn til meðlags. Samkvæmt
2.tl. A.liðar 7.gr. laga nr. 75/1981
um tekjuskatt og eignarskatt telj-
ast bamsmeðlög ekki til tekna
foreldris að því leyti sem meðlagið
takmarkast af fjárhæð bamalífe-
yris samkvæmt 14.gr. laga nr.
67/1971 um almannatryggingar.
Þegar litið er til framangreindra
ákvæða bama- og skattalaga og
að því gættu að bamsmeðlag
gegnir samkvæmt eðli sínu því
hlutverki að standa straum af út-
lögðum kostnaði við uppeldi bams,
er það álit okkar, að umrætt skerð-
ingarákvæði úthlutunarreglna
stjómar Lánasjóðs íslenskra náms-
manna eigi sér hvorki beina stoð
í lögum nr. 72/1982 né fái sam-
rýmst því viðmiðunarsjónarmiði
3.gr. laganna að taka beri eðlilegt
tillit til fjölskyldustærðar, fram-
færslukostnaðar og tekna náms-
manns. Samkvæmt þessu teljum
við, að stjóm Lánasjóðs íslenskra
námsmanna skorti að óbreyttum
lögum heimild til þess að setja slíkt
skerðingarákvæði í úthlutunar-
reglur sjóðsins.
Það vom Sigurður Líndal pró-
fessor og Þorgeir Örlygsson,
dósent sem sömdu álitsgerðina
fyrir hönd lagastofnunar.