Morgunblaðið - 18.12.1987, Side 4

Morgunblaðið - 18.12.1987, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 4 Hæstiréttur: Magnús Þ. Torfason lætur af störfum FORSETI íslands hefur veitt Magnúsi Þ. Torfasyni, hæsta- réttardómara, lausn frá störfum að eigin ósk frá 1. janúar 1988 að telja. Magnús sagði í gær að hann hvorki gæti né vildi segja til um hvaða verkefni biðu hans nú. „Fyrst um sinn ætla ég að sétj- ast í þennan helga stein, en ég finn mér þó örugglega eitthvað að sýsla við,“ sagði hann. „Það fylgir því auðvitað viss söknuður að kveðja Hæstarétt eftir langa dvöl þar, en ég hef verið þar meira og minna í 31 ár, því á meðan ég var prófessor við Háskólann var ég varadómari við réttinn. Ég óttast þó ekki iðjuleysi þó ég hverfí þaðan nú.“ Magnús Þ. Torfason fæddist þann 5. maí 1922 á Halldórs- stöðum í Laxárdal. Hann lauk prófí frá lagadeild Háskóla Is- lands árið 1949. Að loknu prófi varð hann fulltrúi í viðskipta- ráðuneytinu og fulltrúi hjá borgardómaranum í Reykjavík árið 1951. Hann var við fram- haldsnám í Kaupmannahöfn veturinn 1954-1955 og var skip- aður prófessor við lagadeildina árið 1955. Magnús var settur hæstaréttardómari tímabundið árið 1960 og skipaður dómari við réttinn árið 1970. Frá árinu 1972 hefur hann verið próf- dómari við lagadeild Háskóla íslands og frá árinu 1973 hefur hann verið prófdómari við pró- Magnús Þ. Torfason fraun héraðsdómslögmanna. Hann var í flögur ár forseti Hæstaréttar, árin 1976, 1977, 1985 og 1986. Eiginkona hans er Sigríður Þórðardóttir og eiga þau sjö böm. VEÐURHORFUR í DAG, 18.12. 87 YFIRLIT á hádegi í gær: Austan og norð-austanátt á landinu, all- hvass eða hvass á norðanverðum Vestfjörðum og við suðurströnd- ina, en annars staðar hægari. Sunnan- og aústanlands var rígning, en súld víða norðanlands. Á norðanverðum Vestfjörðum ver snjó- koma. SPÁ: Austan- og norð-austanátt — vfða allhvöss eða hvöss um vestanvert iandíð, en mun hægari í Öðrum landshlutum. Sunnan- og austantands verður víða súld eða rigning, en slydda eða snjó- koma vestanlands, annars staðar úrkomulítið. Hiti 4—6 stig sunnan- og austanlands, en um frostmark vestan til á landinu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUQARDAG OG SUNNUDAG: Norö-austanátt og snjókoma eða slydda á Vestfjörðum, en austan- eða suð-austan- átt og víða ringing í öðrum landshlutum, einkum þó um sunnanvert landiö. Hiti 4—6 stig syðst á landinu, 1 -3 stig noröanlands en frost norðantil á Vestfjörðum. 1 o Hitastig: 10 gráður á Celsíus ÍAKN: PÉUÍOdN, ^ Vindörin sý o Heiðskírt a Á Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * # ý Skúrir — Poka = Þokumóða ’ , ’ Súld OQ Mistur —Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * Þrumuveður m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hlti v*Aur Akureyrl 1 >1*10080 Raykjavfk t tkýjaá Bargen 1 Mttakýjað Halsinkl +8 akýjað Jan Mayen +17 snjóél Kaupmannah. 2 ikýjaft Narssarsauaq +9 skýjaft Nuuk +10 skafrennlngur Osló +11 léttskýjaft Stokkhólmur +6 hélfakýjað Þórsþöfn 8 rlgning Algarve 18 léttskýjaft Amsterdam 11 þokumftða Aþena 17 akýjaft Barcekma 17 rykmlstur Berlfn 2 rigning Chicago +7 skýjaft Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 11 rfgnlng Glasgow 8 rtgnlng Hamborg 2 súld Las Palmas 27 hal&skfrt London 13 rlgning LosAngeles 10 skúr Lúxemborg 10 rignlng Madrfd 12 þokumftða Malaga 20 Mttskýjað MaHorca 19 akýjaft Montreal +10 léttekýjaft NewYork vantar Parft 13 rignlng Róm 17 þokumftða Vfn 0 rigning Washington 3 skýjað Wlnnlpeg +1« Skýjaft Valencfa 20 akýjaft Sjávarafurðadeild SÍS: Flytur út 650 tonn af laxi að verðmæti 180 milljónir kr. SJÁVARAFURÐADEILD SÍS áætlar að flytja út 650 tonn af laxi á næsta ári, að nettóverð- mæti um 180 milljónir kr. Á þessu ári er verðmæti útflutts lax á vegum deildarinnar um 50 milljónir kr., og er deildin stærsti útflutjandi á laxi frá landinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sjávaraf- urðadeOdinni. Sjávarafurðadeildin flytur um 45 tonn af ferskum laxi með flugi til Frakklands í þessari viku. Áður hefur deildin selt 93 tonn af fersk- um laxi í Frakklands, en þar hefur aðalmarkaðssvæði deildarinnár verið fyrir lax síðan útflutningur hófst í maí síðastliðnum. Laxinn fer á markað í Bou- logne, sem er aðaldreifíngarstöð fyrir lax í Frakklandi. Laxinn sem fór í þessari viku er seldur óslægð- ur og er hann frá tveimur stöðvum, íslandslaxi hf. við Grindavík og INNLENT Snælaxi hf. í Grundarfírði. Sam- kvæmt frétt sjávarafurðadeildar er markaðsverðið 271 króna fob að meðaltali. Ferskur óslægður lax er þannig 6—7 sinnum verðmæt- ari en ferskur þorskur í gámum. Horfið verði frá vöru- gjaldi á kökur MEIRIHLUTI fjárhags- og við- skiptanefndar efri deildar hefur lagt fram breytingartUlögu við frumvarp til laga um vörugjald þess efnis að horfið verði frá álagningu vörugjalds á kökur. Fyrir þessari breytingu gefur meirihluti nefndarinnar upp tvær meginástæður. í fyrsta lagi að álagning vörugjalds á innlenda kökuframleiðslu myndi valda erfið- leikum í innheimtu þar sem t.d. brauðvörur eru undanþegnar gjald- inu og kæmu því_ upp margvísleg tafsöm álitamál. í öðru lagi taldi meirihluti neftidarinnar sýnt að eftir- lit með framkvæmdinni yrði mjög erfítt þar sem gjaldendur eru mjög margir. Jólabókasalan meiri en í fyrra BÓKASALAN hefur verið heldur meiri það sem af er jólavertíðar en í fyrra, að sögn Eyjólfs Sig- urðssonar, formanns félags bókaútgefenda. Bókaverslanir hófu greiðslukortatimabOið fyrr en venjulega, eða 10. desember, og gæti það hafa haft áhrif í þá átt að salan færðist framar í mánuðinn. Um 30-40% jólabóka eru greiddar með kreditkortum. „Það er spuming hvort greiðslukor- tauppákoman hefur flýtt sölunni svo einhveiju nemi,“ sagði Eyjólfur Sigurðsson. „Ef ekki, þá er ljóst að um vaxandi bókasölu er að ræða frá því í fyrra. Ég held að þessi breyting hafi ekki eins mikil áhrif og margir halda, ég hef það á til- fínningunni að um aukna sölu sé að ræða, en það kemur ekki í ljós fyrr en eftir 18. desember." Sala bóka í desember hefur verið um 75-80% af heildarbókasöiu árs- ins, að sögn Eyjólfs, og þar af hafa um 60% selst síðustu dagan fyrir jól. Aðalsöludagurinn undanfarin ár hefur verið síðasti laugardagur fyrir jól, en um 700 þúsund bækur seldust allt árið í fyrra. Fjórtán sækja um sterf hitaveitustj óra Jóhannes Zoéga lætur af störfum JÓHANNES Zoöga hitaveitu- stjóri lætur af störfum 1. janúar næstkomandi fyrir aldurs sakir. Umsóknarfrestur um starfið er útrunninn og hafa fjórtán sótt um starfið. Jóhannes hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur 1. apríl 1962 en hafði áður starfað sem fostjóri Land- smiðjunnar í 10 ár og hjá Hamri hf. Umsækjendur um starf hita- veitustjóra eru: Jón Steinar Guðmundsson, Gunnar Axel Sverrisson, Jón Leví Hilmarsson, Einar Tjörvi Elíasson, Garðar Sverrisson, Sigurður Bjarki Magn- ússon, Karl Ragnars, Ami Gunnarsson, Axel Bjömsson, ólaf- ur G. Flóvenz, Gísli Júlíusson, Wilhlem Valberg Steindórsson, Jónas Elíasson og Gunnar Krist- insson. Jóhannes Zoega

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.