Morgunblaðið - 18.12.1987, Side 10

Morgunblaðið - 18.12.1987, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 Islandssýmng í stærsta fjallasafni í heimi Gullið tækifæri, segir Raguar Borg aðalræðismaður Ítalíu STÆRSTA fjallasafn í heimi hefur ákveðið að halda íslands- Morgunblaðið/Brynja Tomer Aldo Audisio framkvæmdastjóri fjallasafnsins í Tóríno. Morgunblaðið/Bryiya Tomer Fjallasafnið er staðsett í einni af hœðunum ofan við borgina og er útsýnið mjög fagurt þaðan. Þegar vel viðrar sjást Alparnir sem girða borgina af á þijá vegu. sýningu í byijun ársins 1989. Sýningin verður fyrst sett upp í Tórino, í fjallasafninu Museo nazionale della montagna og síðan á öðrum stöðmn á Ítalíu í nágrenni við Alpana. „Það hafði lengi staðið til að setja upp sýningu um ísland, en af ýmsum ástæðum var ekki tek- in ákvörðun um það fyrr en nú,“ sagði Aldo Audisio framkvæmda- stjóri safnsins í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði enn- fremur að síðastliðið vor hefði hann haft samband við íslensk yfirvöld í gegnum íslenska sendi- ráðið í Kaupmannahöfn, og utanríkisráðuneytið hefði lýst sig hlynnt sýningunni fyrir skömmu. Fjallasafnið í Tóríno var stofn- að árið 1874 af ítalska alpaklúbb- num í húsi sem áður var klaustur Cappuccini-munka. Kirkja er við hlið safnsins og einnig húsakynni nokkurra munka. Safnið er hið stærsta sinnar tegundar í heimin- um og er staðsett í hæðunum umhverfis borgina. Sýningin um ísland verður haldin í níu sölum, og er ætlunin að hafa þar þjóð- lega muni og íslensk listaverk til sýnis, auk ljósmynda, landabréfa og kynningartexta. Ennfremur verða sýndar kvikmyndir frá ís- landi í sérstökum sal, þar sem myndband verður í gangi á dag- inn. Aldo Audisio útilokar ekki þann möguleika að kvikmynda- menn á vegum safnsins komi til landsins til að gera sérstaka mynd um land og þjóð fyrir þessa sýn- ingu, en safiiið á afar stórt safn kvikm^mda og ljósmynda sem eru mikilvægar heimildir. Vegleg 200 blaðsíðna bók verð- ur gefin út í tengslum við sýning- una og verður hún að mestu leyti skrifuð af íslendingum, sem eru allir sérfræðingar á sínu sviði. Þar verður meðal annars skrifað um jarðfræði íslands, sögu landsins og menningu, þjóðlega siði, húsa- kynni, flóru Islands, fjalllendi, tengsl íslands og Ítalíu í gegnum aldimar og ýmislegt fleira. Einnig verða nýjar og gamlar ljósmyndir í bókinni. „Þetta er einstakt tækifæri til að kynna íslenska menningu í einu ríkasta héraði Ítalíu," sagði Ragn- ar Borg aðalsræðismaður Ítalíu á íslandi, er hann var inntur álits á sýningunni í fjaliasafninu í Tóríno. „Um leið er þetta einstakt tæki- færi til að koma hluta af menning- arsögu íslands yfír á ítalska tungu, en það hefur ekki verið gert fyrr. Prá Piemonte-héraðinu höfum við í marga áratugi keypt mjög þekktar vörutegundir, og má þar meðal annars nefna Fiat-bflana, Martini-vermút, Olivetti-skrif- stofuvélar og margs konar önnur tæki og vélar. Menn frá þessu héraði koma hingað í auknum mæli bæði í viðskiptaerindum og sem ferðamenn. Þama er gullið tækifæri til þess að vekja athygli á íslandi sem forvitnilegu ferða- mannalandi, einkanlega með tilliti til þess að samgöngur við Norð- ur-Italíu verða á næsta ári mun greiðari en verið hefur hingað til,“ sagði Ragnar Borg. Samningaviðræður standa nú yfír milli fjallasafnsins og Amar- flugs, um væntanlegt samstarf, en starfsmenn safnsins munu koma til landsins í janúar til að ganga frá samstarfi við íslenska aðila. íslensk kona, Brynja To- mer, vinnur hjá safninu að uppsetningu þessarar sýningar, en hún er búsett í Tóríno. „Við höldum eina alþjóðlega sýningu á hverju ári, sem mikið er lagt í, en að auki em haldnar Qórar til fímm minni sýningar á ári.“ segir Aldo Audisio. „Við reynum að eiga eins mikið sam- starf við ft)úa viðkomandi landa og unnt er, til að sýningamar verði eins vel úr garði gerðar og kostur er. Einnig er slflct sam- starf dýrmætt því íbúar landsins gefa jú réttari mynd af landinu en þær bækur sem við höfum aðgang að. Ég er ánægður með að nú loksins skuli ísland verða kynnt í safni okkar, og hlakka mikið til að kynnast þessu for- vitnilega landi sem á landabréfum virðist svo eitt og einmana (miéju Atlantshafínu." Langholtskirkja: Jólasöngvar í kvöld ÁRLEGIR Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju verða í kirkj- unni í kvöld, 18. desember, og hefjast kl. 23.00. Flutt verður jóla- og aðventutón- list og með kómum syngja einsöng Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Krist- inn Sigmundsson. Einleikarar verða Bemhard Wilkinson á flautu og Monika Abendroth á hörpu. Gústaf Jóhannesson verður organisti og Jón Sigurðsson leikur á kontra- bassa. Að tónleikunum loknum verður gestum boðið upp á kakó og pipar- kökur í safnaðarheimilinu. í fréttatilkynningu segir að undrist fólk þessa tímasetningu þá sé hugmyndin sú að gefa þeim sem em í síðbúnum verslunarleiðangri síðasta föstudag fyrir jól og eins þeim sem vinna fram eftir kost á að komast í jólaskap. Jólasöngvunum verður sjónvarp- að beint á Stöð 2 og útvarpað á Ljósvakanum. FASTEIGN ER FRAMTÍt? Veitingastaður Til sölu mjög góður veitingastaður í 460 fm eigin hús- næði á góðum stað. 72 sæti í sal. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. Frá afhendingu gjafa tíl Krabbameinsfélagsins, f.v.: Óskar Kjartansson gullsmiður, Gunnlaugur Snæd- al formaður Krabbameinsfélags íslands, Davíð Scheving Thorsteinsson forstjóri Sólar hf. og Almar Grímsson varaformaður Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsfélagið fær gjafir NÝVERIÐ voru stofnuð samtök krabbameinssjúklinga sem m.a. vilja koma á fót endurhæfingu fyrir krabbameinssjúklinga, þar sem tillit er tekið til líkamlegra, andlegra og félagslegra þarfa sjúklingsins. Á fundi sem þessi nýju samtök héldu nýverið í safnaðarheimili Langholtssóknar gerðu hjúkruna- rfræðingar Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins könnun, sem leiddi í ljós mikla þörf fyrir þessar úrbætur. Heimahlynning Krabbameins- félagsins hefur undanfarið unnið markvisst að því að gera krabba- meinssjúklingum kleift að vera heima svo lengi sem unnt er með aukinni þjónustu inná heimilin. óskar Kjartansson gullsmiður er einn af brautriðjendum um stofnun samtaka krabbameinssjúklinga. Hann og fjölskylda hans afhenti Krabbameinsfélaginu kr. 100.000 til stuðnings þessu málefni. Sól hf. ákvað að fundarlaunin, kr. 100.000, sem greiða átti fyrir miiljónustu dósina af Sólgosi, rynnu til Krabbameinsfélagsins til þessa máiefnis, þar sem enginn finnandi gaf sig fram fyrir tilskyldan tíma. í Orðum Davíðs Scheving Thor- steinssonar við afhendingu „fundar- Iaunanna" kom fram að hann vonaðist til að þetta framlag gæti orðið fordæmi til frekari stuðnings.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.