Morgunblaðið - 18.12.1987, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987
11
MANNLIF
Á MIÐÖLDUM
Békmenntir
Erlendur Jónsson
Bjarni Guðnason:
SÓLSTAFIR. Skáldsaga. 226 bls.
Svart á hvitu. Reykjavik, 1987.
Bjami Guðnason er að ýmsu
kunnur — öðru en skáldsagnaritun.
Sólstafir er því bók sem kemur á
óvart. Þó er ekki hægt að segja að
Bjami færi sig langt frá sérgrein
sinni. Hann er prófessor i bókmennt-
um og sem slikur handgenginn
miðöldunum. Sólstafir gerast i Evr-
ópu á miðöldum þegar klerkaveldi
drottnar öðm ofar og kirkjan og
trúin setja mark sitt á daglegt líf.
Trúin! — ætli við mundum ekki allt
eins kalla það hjátrú. Kristnin fól
ekki í sér kærleiksboðskap eins og
nú. Kirkjan táknaði fyrst og fremst
vald, ofurvald.
Bjami er ekki fyrsti fræðimaður-
inn sem klæðir fræði sin svona í
skáldskaparbúning. Ég minni á Eld-
vígsluna sem Jónas Kristjánsson
sendi frá sér fyrir nokkmm ámm.
Hér er þó um tvö gerólik skáldverk
að ræða.
Stundum er sagt að kennari kunni
of mikið og kemur mér það i hug
við lestur þessarar skáldsögu. 'Hún
er dálitið strembin aflestrar, því er
hreint ekki að neita. Ástæðuna tel
ég öðm fremur þá að höfundinum
hafí láðst að setja sig í spor venju-
legs lesanda sem á vitanlega erfiðara
með að hverfa fyrirvaralaust aftur
i rökkur löngu liðinna alda en pró-
fessor í miðaldafræðum.
Bjami Guðnason byggir sögu sína
ekki upp eins og hefðbundið sögu-
legt eða epískt skáldverk heldur
vinnur hann verkið upp líkar því sem
hann væri að setja saman nútima-
sögu, samtöl em til að mynda mörg
og hraði í frásögn.
Vissulega er margt jákvætt um
Sólstafí að segja. Samtölin em viða
hnyttin, skopskyn höfundar fer ekki
framhjá neinum, stíllinn er sem heild
liflegur, málið vandað og blæbrigða-
rikt, og að minum dómi hæfilega
fymt; stundum dálitið léttúðugt. Og
svipmót persóna skemmtilega ýkt.
Þessir góðu kostir njóta sín þó
varla sem skyldi. Gmnnurinn er ein-
hvern veginn ekki nógu stöðugur;
höfundurinn er of ákafur, fer svo
geyst að manni getur reynst erfítt
Nauðgað
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Már Kristjónsson: Konur og völd.
Reykjavíkursaga.
Útg. Skjaldborg 1987
Á kápusíðu segir að í sögunni sé
fjallað á hispurslausan hátt um Kerf-
ið, sem allir vita um, en enginn þekki
til hlítar. ..ástalífið sem frá sé greint
sé ekki í miklu samræmi við framtí-
ðardrauma saklausra stúlkna.
Stundum er alveg bráðnauðsyn-
legt að fá leiðsögn á borð við þessa.
Ef ég hefði til að mynda ekki lesið
þessi orð á kápunni, hefði ekki verið
vinnandi vegur fyrir mig að fá botn
í um hvað þessi bók snýst.
Ég veit þó ekki enn til hvers hún
er skrifuð né hveijir ættu að hafa
af henni gagn, og það er erfítt að
sjá hverjir ættu að hafa gaman af
henni. Sennilega höfundurinn þó.
Hér em allsráðandi einhvers konar
órar úr kolli höfundar. Gott og vel.
Allar bækur em það að einhveiju
leyti. Og geta verið ágætar fyrir sinn
hatt. En sem betur fer em bækur
oft ágætir órar og hafa í sér upp-
haf, samfellu, niðurlag. Eða þetta
er stokkað upp og allt úr lagi fært.
Það getur flest átt rétt á sér, svo
fremi menn kunni til verka. En því
er ekki fyrir að fara hér.
Það er meira en hugsanlegt að
einhveijir mér glöggari geti lesið út
Bjarni Guðnason
að fylgja honum eftir í hraða frá-
sagnarinnar.
Okkur íslendingum ættu miðald-
imar að vera öðmm fremur hug-
stæðar. Á miðöldum byggðist landið.
Og á miðöldum urðu til allar okkar
»fornbókmenntir«.
Á meginlandi Evrópu féll lífið í
annars konar farveg. Þar vom ekki
færðar í letur bókmenntir í líkingu
við íslendingasögur; en þeim mun
meira byggt; stórkirkjur og kastal-
ar. Og þar var sprottinn upp vísir
að borgum með tilheyrandi borgar-
lífí. Persónumar í Sólstöfum geta
bmgðið sér á krá svo dæmi sé tek-
ið. Frá Evrópu þágum við riddara-
sögumar. Einhvers staðar segir þar
frá Blánkiflúr, sem var drottning
Flóres konungs í Frakklandi, minnir
mig. í Sólstöfum er júngfrú sem
heitir Blánkifíúr og leikur þar ærið
hlutverk. Þar er og sveinninn Pétur,
sem ratar í marga raun. Og þar er
biskup og rannsóknardómari: per-
sónur sem miðaldamaðurinn hafði
veður af svo ekki sé meira sagt! Og
þar er lika sölumaður helgigripa, og '
græðir vel.
Þó Sólstafír sé vel skrifuð saga
er hún sem heild of framandi til að
maður geti notið hennar, að minnsta
kosti við fyrsta lestur. Með rólegri
stn og ýtarlegri leiðsögn höfundar
hefði lesandanum veist auðveldara
að átta sig f þeirri Qarlægu veröld
sem þar er bmgðið fyrir sjónir og
skilið betur persónur sögunnar, orð
þeirra og athafnir. Og þekking höf-
undar hefði komist betur til skila.
á pappír
Már Kristjónsson
úr þessu sögu kannski bara ádeilu
um kerfið. Mér fannst þessi saga
aðallega leiðindaþmgl, trúarsukk og
uppáferðir. Ekki þannig að hneyksli
vegna efnisins, heldur hvemig það
er meðhöndlað.
Það er eins og mig minni, að ég
hafí orðið að lesa bók eftir þennan
höfund fyrir nokkmm ámm. Haldi
hann áfram framleiðslu mun ég biðj-
ast undan þeim leiðindum.
JÓLAMYND
Fyrsta jólamynd Regnbogans 1987
AÐ TJALDABAKI
„The Fourth protocol“
EF „FJÓRÐA SAMKOMULAGIÐ" ER BROTIÐ ER EKKI UM NEINA AÐVÖRUN AÐ
RÆÐA? AÐEINS SPRENGING..." - Æsispennandi njósnamynd, byggð á sögu eftir
spennusagnahöfundinn fræga FREDERIC FORSYTH (DAGUR SJAKALANS), með
úrvalsleikurum í óskahlutverkum: MICHAEL CAINE - PIERCE BROSMAN.
Leikstjóri JOHN MACKENZIE (Long Good Friday).
Sýnd kl. 3 - 6.30 - 9 og 11.15.
„Það er ekki langt síðan skáktölv-
ur voru taldar einföld leikföng
sem gætu aldrei veitt skákmönn-
um verðuga keppni. Ör tækni-
þróun og framfarir í forritun hafa
svo sannarlega breytt því.
Nútíma skáktölvur eru viður-
kenndar í heimi skáklistarinnar
og eru ekki aðeins notaðar til að
kynna nýliðum undirstöðuatriði;
þær eru ekki síður mikilvægar við
áframhaldandi þjálfun viður-
kenndra skákmanna."
VERÐ FRÁ 3.600 kr. (stgr.)
Styrkleiki; frá 1400 - 2100 ELO stig
Stigstillingar frá 8-32
Minni: 5 k - 32 k
Innbyggð klukka
OQEEIMn
Knrcu iu
Ármúla 23, sími 91-687870
Laugavegi 91, sími 91-627870
essemm/siA 17.03