Morgunblaðið - 18.12.1987, Side 16

Morgunblaðið - 18.12.1987, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 Nýr prófessor víð læknadeildina DR. EINARI Stefánssyni augn- lækni hefur verið veitt prófess- orsembættið i augnlæknisfræði við Háskóla íslands. Hann hefur verið langdvölum vestur í Bandaríkjunum við nám og störf. Hefur hann verið aðstoð- arprófessor við augndeild Duke-háskólans í borginni Dur- ham, en sá háskóli er heims- kunn menntastofnun. Einar er fæddur 1952, borinn og bamfæddur Reykvíkingur, son- ur Stefáns Péturssonar lögfræð- ings í Landsbankanum og konu hans, Bryndísar Einardóttur. Kona Dr. Einar Sigurðsson prófessor Einars er Bryndís Þórðardóttir kennari og félagsráðgjafi og eiga þau fjögur böm. Einar varð stúdent frá MR vorið 1972, hóf þá nám í læknadeild Háskóla íslands og lauk þaðan embættisprófí árið 1978. Meðfram læknisnáminu stundaði hann nám í stærðfræði og eðlisfræði við raunvísindadeildina í tvo vetur. Að loknum störfum hér heima á kandidatsári hvarf hann til frekara náms í Bandaríkjunum. Hann inn- ritaðist til náms í lífeðlisfræðideild Duke-háskólans í Durham og lagði stund á lífeðlisfræði augans næstu tvö árin, en að þeim loknum árið 1981 varði hann doktorsritgerð um lífeðlisfræði augans. Afram hélt hann námi við Duke-háskólann næsta ár. Hóf hann þá nám í augn- læknisfræði við augndeild háskól- ans. Því sémámi lauk hann árið 1984. Á næsta ári hóf Einar störf hjá heilbrigðisstofnun Bandaríkja- stjómar í Washington, en hélt aftur til starfa við Duke-háskólann. Hann hefur starfað við augndeild- ina þar síðan og var í ársbyijun 1987 gerður að aðstoðarprófessor við deildina. Á náms- og starfsferli sínum hefur Einar hlotið margvíslegavið- urkenningu. Hefur hann hlotið ijölmarga styrki til náms og vís- indarannsókna. Eftir hann liggur mikill fjöldi vísindalegra ritgerða á sviði augnlæknisfræðinnar, sem hann ýmist hefur unnið að sjálf- stætt eða í félagi við bandaríska augnlækna og vísindamenn, en meðal þeirra em margir hinna kunnustu augnlækna þar vestra. Framtíð Tívolís- ins ræðst í ársbyrjun „ÉG GET ekkert um það sagt nú hvort forráðamenn skemmti- garðsins Tívolí í Hveragerði óskar eftir greiðslustöðvun eða gjaldþrotaskiptum, en fyrirtækið á vissulega í erfiðleikum," sagði Ólafur Ragnarsson hrl., einn eig- enda fyrirtækisins. Tívolíinu var lokað fyrir nokkru að kröfu tollstjóra, þar sem fýrir- tækið hafði ekki staðið skil á söluskatti. Ólafur sagði að eigend- umir þyrftu að taka ákvörðun um framtíð fyrirtækisins og það yrði að öllum líkindum gert strax í byij- un næsta árs. Blönduós: Kveikt á jólatrénu frá Moss Blönduósi. ÞAÐ dylst engum að jólin nálg- ast óðfluga og fyrir okkur Blönduósinga er einn þáttur í jólaundirbúningum ómissandi, en það er þegar kveikt eru ljósin á jólatrénu. Jólatréð er gjöf frá Moss, vinabæ Blönduóss í Noregi, og var það að þessu sinni sett upp við nýju kirkj- una og voru ljósin tendruð sl. sunnudag að viðstöddu Qölmenni. Það var Aðalbjörg Ingvarsdóttir sem afhenti tréð fýrir hönd gef- enda, en Haukur Sigurðsson sveit- arstjóri veitti trénu mótttöku fyrir hönd Blönduósinga. Kirkjukórinn söng jólasálma undir stjóm Sigurð- ar Daníelssonar og jólasveinamir úr Langadalsfjalli komu í heimsókn. — Jón Sig. Jólakveðjur til Alaborgar JÓLAKVEÐJUR til íslendinga í Álaborg verða lesnar f íslend- ingaútvarpinu þar á Þorláks- messu sendanda að kostnaðar- lausu. Kveðjumar verða að hafa borist fyrir 20. desember. Kveðjumar skulu vera merktar: Jólakveðjur — Útvarp, c.o. Unnar Thordarson, Hemingvej 13 — 126, 9220 Aal- borg Ást, Danmark.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.