Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 Matthías Á. Mathiesen um flugstöðina: Niðurskurður 1983 var óraunhæfur — stækkun nauðsynleg og eðlileg Hér fer á eftir í heild ræða sú sem Matthías Á. Mathiesen, samgöngnráðherra, flutti við umræðu á Alþingi í gær um fiug- stöðvarmálið: Allt frá upphafí framkvæmda við byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli hafa heyrst gagnrýnisraddir um stöðina. Eink- um hafa það verið óánægðir vinstri menn sem virðast syrgja það einna helst að með flugstöðinni verður í fyrsta skipti fullur aðskilnaður milli almennrar umferðar um flugvöllinn og starfsemi vamarliðsins. Aðstæð- umar fyrir opnun flugstöðvarinnar gáfu þeim tækifæri til að draga upp ranga mynd af sambýli vamarliðs- ins og þjóðarinnar. Eftir aðskilnað almennrar flugumferðar og starf- semi vamarliðsins verður ekki unnt að skírskota til þeirrar röngu mynd- ar lengur í áróðri svokallaðra „hemámsandstæðinga". Þessu fagna vitaskuld allir aðrir en þeir sem höfðu pólitíska hagsmuni af óbreyttu ástandi. Eftir að í ljós kom á síðastliðnu vori að kostnaður við flugstöðina var kominn fram úr upphaflegri áætlun var Ríkisendurskoðun falið að gera úttekt á byggingarkostnaði og öðrum þáttum í sambandi við framkvæmdina. Ein helsta niður- staða þeirrar könnunar er sú að það markmið hafi náðst að byggja flug- stöð sem uppfyllir allar eðlilegar starfrænar og útlitslegar kröfur. Þetta er mergur málsins og það tókst á aðeins 4 árum. Það er á hinn bóginn gagnrýnt f skýrslu Ríkisendurskoðunar hve mikill munur er á raunkostnaði og kostn- aðaráætlun 1981 og það er rót þeirrar umræðu sem nú á sér stað um málið. Umræðan snýst fyrst og fremst um framangreindan mismun en það hefur einnig verið vikið að öðrum þáttum eins og þeim, að flugstöðin sé alltof stór, of dýr og jafnvel að ekki hafi legið á að taka hana í notkun sL vor. Þá hefur komið fram gagnrýni á lántöku yfirstandandi árs sem voru 'umfram áætlanir í upphafí ársins. Það fer ekki hjá því að þessi atriði komi til umQöllunar við verklok svo viðamikils mannvirkis og eðlilegt að gerð sé úttekt á því hvemig stað- ið hefur verið að verki á öllum sviðum framkvæmda og ijármögn- unar. Upphaf framkvæmda við flugstöðina Ég mun hér á eftir lýsa framan- greindum þáttum eins og þeir koma mér fyrir sjónir og vík þá að sjálf- sögðu fyrst að upphafí málsins. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er byggð eftir teikningum og áætlun- um sem í öllum aðalatriðum voru til staðar þegar á árinu 1980 og unnið hafði verið að undirbúningi og áætlanagerð allt frá árinu 1968. Fyrir þrýsting ýmissa stjómarliða á árunum 1980—83 var fyrstu framkvæmdaáætlun breytt og fyr- irhuguð flugstöð minnkuð frá því sem ráðgert hafði verið. Kostnað- aráætlun upphaflegrar byggingar hljóðaði upp á 57 millj. Banda- ríkjadala en endurskoðuð kostnað- aráætlun dags. 13. mars 1981, var að fjárhæð 42 millj. Bandarflqadala. Hvort tveggja er miðað við verðlag í janúar 1981 og 15% verðbólgu á verktímanum sem var áætlaður 2V2 ár. Svo sem alkunna er var ekkert aðhafst í málinu á árunum 1981 til 1983 er ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar tók við völdum og Geir Hallgrímsson varð utanríkisráð- herra. Sú töf á framkvæmdum hafði vissulega verið til óþurftar af ýms- um ástæðum og réð henni pólitísk þröngsýni manna sem ekki aðeins vildu koma í veg fyrir smíði nýrrar flugstöðvar heldur héldu uppi um líkt leyti sérstakri krossför gegn Flugleiðum. En á þessum tíma áttu Flugleiðir í tímabundnum örðug- leikum vegna samdráttar í Atlants- hafsfluginu. Sem dæmi um þröngsýni þá sem orsakaði framangreinda töf má geta þess að einn helsti andstæðing- ur framkvæmda við flugstöðina, Ólafur Ragnar Grímsson, taldi á árinu 1982 í séráliti nefndar um flugstöðvarmálið, að framtíðar- þróun farþegafjölda um Keflavíkur- flugvöll yrði með þeim hætti að nægilegt væri að miða bygginguna við 300 þúsund farþega á ári sem „algert hámark á þessum áratug", eins og hann sjálfur komst að orði, en nær væri þó að áætla að far- þegafjöldinn yrði aðeins um 200 þúsund farþegar á ári hveiju. I þessu sama séráliti taldi Ólafur Ragnar útilokað annað en að það tæki um 10—16 ár að reisa flugstöð eins og þá sem nú hefur risið á 4 árum. í ljósi raunverulegrar þróunar farþegafjöldans um flugvöllinn eru þessi orð hjákátleg. Aðeins fimm árum síðar er farþegafjöldinn orð- inn um 750 þúsund farþegar á ári og eru þó þijú ár eftir af áratugn- um. Það ber að skoða þann niður- skurð sem var ákveðinn á flugstöð- inni í tíð ríkisstjómarinnar 1980—83 í Ijósi slíks þrýstings frá Alþýðubandalaginu. Meðal atriða í niðurskurðinum voru þessi: — Reykskynjamar voru felldir niður. __ — Ýmsum viðvömnarkerfum var sleppt. — Þijár landgöngubrýr vora felldar niður, landgangar minnkaðir og viðbótarlandgangi sleppt. — Snjóbræðsla var felld niður. Að auki vora framkvæmdir utan- húss minnkaðar og ákveðið að ljúka ekki frágangi á vissum svæðum. Breytingar á upp- haflegri áætlun Það kom hins vegar snemma í ljós þegar framkvæmdir hófust á grandvelli samkomulags stjómar- flokkanna frá 1983 um byggingu flugstöðvar að þessi niðurskurður var óraunhæfur. Vegna framangreinds vora tekn- ar ákvarðanir á áranum 1983—85 um viðbætur sem voru nauðsynleg- ar til þess að flugstöðm kæmi að tilætluðum notum. Einnig miðuðu viðbætumar að því að unnt yrði að auka tekjur af flugstöðinni og styrkja þannig rekstrarlegar undir- stöður byggingamnar en afrakstr- inum af henni var frá upphafi ætlað að standa undir þeim lánum sem tekin voru til framkvæmdanna. Samkvæmt skýrslu Ríkisendur- skoðunar er óumdeilanlegt að ákvarðanir um þessar viðbætur vora teknar af þar til bæram stjóm- völdum. Samkvæmt lögum nr. 45/1984 um byggingu flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli var utanríkis- ráðherra falið að fara með yfirstjóm byggingar flugstöðvarinnar og tengdra mannvirkja. í skýrslu Ríkisendurskoðunar um byggingu flugstöðvarinnar kemur fram að í upphafí hafi verið talið að þessar viðbætur rúmuðust innan áætlunar m.a. vegna hagstæðra tilboða og gengisþróunar á þessum tíma. í skýrslunni segir ennfremur að allar umræddar viðbætur „séu til staðar" og hvað kostnað snerti hafí flest atriðin byggst á útboðum og sé hann því eðlilegur. Meðal atriða sem hér um ræðir er eftirtalið: — Stækkun landgangs og land- gangshúss. — Stækkun kjallara. — Landgöngubiýr. — Snjóbræðslukerfí. — Ræsibúnaður fyrir flugvélar. — Skyggni. — Hússtjómarkerfí. Auk þess ákváðu Flugleiðir að flytja flugvélaeldhús sitt úr stöðinni og því fylgdi gífurlegur kostnaður vegna endurhönnunar. Eg var ekki utanríkisráðherra á þessum tíma en það er skoðun mín að viðbætumar hafi verið nauðsyn- legar og átt sér eðlilegar skýringar. Á þessum tíma lágu fyrir nýjar töl- ur um þróun farþegafjölda sem sýndu allt aðra mynd en þá sem var höfð til hliðsjónar þegar ákveð- ið var að minnka flugstöðina frá upphaflegri áætlun á árinu 1981. Til dæmis um þetta er sú staðreynd að á byggingartíma flugstöðvarinn- ar hefur farþegum fjölgað úr 450 þúsund á árinu 1983 í um 750 þús- und á þessu ári en það er aukning upp á hvorki meira né minna en 65%. Ég hygg að óhætt muni að full- yrða, miðað við þróun umferðar á undanfömum áram um Keflavíkur- flugvöll, að þess verði ekki langt að bíða að talað verði um stækkun flugstöðvarinnar. Um útlit og gerð stöðvarinnar geta menn vissulega haft mismunandi skoðanir. En ekki verður um það deilt að með tilkomu hennar hefiir orðið mikil brejrting til hins betra. Það er ekki svo lítil landkynning að flug- stöðin skuli nú vera talin ein sú besta í Evrópu. Slíkt mun vitaskuld hafa góð áhrif á ferðamanna- strauminn til landsins. Þetta era alit atriði sem skipta máli og menn verða að hafa í huga Mismunur raunkostn- aðar og áætlunar Eins og ég gat um í upphafi hefur gagnrýnin á flugstöðina eink- um beinst að þeim mismun sem er á kostnaðaráætlun eins og hún var eftir að byggingin hafði verið skor- in niður og endanlegum kostnaði þeirrar flugstöðvar sem nú er risin. Það era einkum þijár skýringar á þessum mismun. í fyrsta lagi er það staðfest í skýrslu Ríkisendurskoðunar að framangreindar viðbætur auk ófyr- irsjáanlegar magnaukningar í framkvæmdum skýri muninn að mestu leyti. Viðbætumar einar era að fjárhæð rúmar 600 milljónir króna. í öðru lagi varð gengisþróun afar óhagstæð framkvæmdinni á síðustu tveimur áram öndvert við það sem menn höfðu gert ráð fyrir. Sam- kvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar er gengistapið á framlagi Banda- ríkjamanna um 236 milljónir króna. Hér er um að ræða misgengi á þró- un gengis Bandaríkjadals annars vegar og byggingarvísitölu hins vegar. I þriðja lagi varð verðbólgan hér innanlands meiri á síðari hluta byggingartímans en talið var þegar Matthías Á. Mathiesen framkvæmdir hófust árið 1983. Rétt er að ræða aðeins nánar þennan síðastanefnda þátt til að skýra hve verðbólgan getur skekkt alla útreikninga og áætlanir um kostnað við svo stórar framkvæmd- ir. Eins og ég gat um var upphafleg áætlun byggingarkostnaðar frá 1981 42 milljónir Bandaríkjadala en það var á verðlagi ársins 1983 1.174 milljónir króna með áætluð- um verðhækkunum sem námu 238 milljónum króna. Hækkun kostnað- ar vegna verðbólgu hér innanlands reyndist hins vegar 1.162 milljónir króna en samtals er bókfærður kostnaður orðinn 2.483 milljónir króna miðað við upphaflegu áætl- unina en það þýðir að upphafleg kostnaðaráætlun jafngildi um 68 milljónum Bandaríkjadala á núver- andi gengi. Fjárlagagerð ársins 1987 Þá vil ég víkja að ijármálum byggingarinnar á jrfirstandandi ári en um mitt ár kom fram sú fjárvönt- un sem er upphaf þeirrar umræðu sem nú fer fram. Við fjárlagagerð ársins 1987 gerði byggingamefndin utanríkisr- áðuenjrtinu og ijárlaga- og hag- sýslustofnun gerin fyrir áætlaðri lántökuþörf vegna byggingarinnar á árinu 1987 að ijárhæð 520 millj- ónir króna. Það er sú fjárhæð sem samþykkt var í lánsfjárlögum. Þeg- ar kom fram á árið 1987 kom í ljós að þessi fjárhæð dugði engan veg- inn til að ljúka framkvæmdinni og að mistök höfðu átt sér stað af hálfu byggingamefndar við undir- búning fjárlaga. Skýringar sem fram hafa komið á þessu, m.a. í skýrslu Ríkisendur- skoðunar, era að miklar magn- brejrtingar komu fram sem stöfuðu af vanáætlun í útboðum og einnig hefur Ríkisendurskoðun bent á önn- ur mistök við hönnun innréttinga og hönnunarstjóm. Þá áttu sér einnig stað mistök í fjárhagsáætlun ársins varðandi framlag Banda- ríkjamanna, sem var oftnetið. Til viðbótar kom ýmis ófyrirséður kostnaður og gengistap. Ég vil taka það fram að um leið og utanríkisráðunejrtinu var kunn- ugt um þá umframfjárþörf, sem skapast hafði af framangreindum ástæðum, var leitað eftir heimild fyrir bráðabirgðalántöku eins og fram kemur í bréfi ráðunejrtisins til íjármálaráðuneytisins hinn 29. apríl sl. Fyrsttaldi byggingamefnd- in að umframljárþörfin væri um 480 milljónir króna en síðar kom í ljós að fjárhæðin sem vantaði var allmiklu hærri eða um 869 milljónir krnoa. Opnunardagnr flug- ' stöðvarinnar Þá vil ég víkja að fullyrðingum sem fram hafa komið þess eftiis að verkinu hafí verið hraðað og það unnið á einhvem hátt út frá pólitísk- um sjónarmiðum. Upphaflega var ætlunin að verkinu yrði lokið á fjór- um áram og flugstöðin yrði tekin í notkun í apríl 1987. Gerður var samningur við Bandaríkjamenn í ágúst 1983 um að flugstöðin yrði tilbúin í apríl 1987. Greiðsla á fram- lagi Bandaríkjamanna var við það miðuð svo og allir verksamningar sem síðar vora gerðir. Þegar framangreindar viðbætur höfðu verið ákveðnar leitaði bygg- ingamefndin eftir áliti Almennu verkfræðistofunnar á því hvort verktími sá sem ætlaður var fyrir innréttingar yrði fullnægjandi án veralegrar aukavinnu og þar með hvort tímasetningar skv. samningn- um við Bandaríkjamenn stæðust. í svari verkfræðistofunnar frá október 1985 kemur skýrt fram að verktíminn yrði nægilegur og þar er einnig lýst þeirri áætlun sem unnið var eftir á lokastigum verks- ins og miðaðist við opnun flugstöðv- arinnar í apríl í vor. Ég tók við embætti utanríkisráðherra 26. jan- úar 1986 og í júlí það ár óskaði ég eftir áliti byggingamefndar um stöðu framkvæmda með tilliti til þessarar áætlunar um opnun og í svari nefndarinnar í september er staðfest að áætlanir um verklok um standast. Allar fullyrðingar um tengsl milli kjördags og opnunar- dags flugstöðvarinnar era því ómerkilegur pólitískur áróður. Margar ástæður hvöttu menn áfram til að skila verkinu á tilskild- um tíma. Ástandi gömlu flugstöðv- arinnar hafði t.d. verið lýst sem „lífshættulegu" í skýrslu slökkvi- liðsstjórans á Keflavíkurflugvelli frá árinu 1982. Ég hef áður vikið að þróun um- ferðar um flugvöllinn en gamla flugstöðin hefði aldrei annað þeirri umferð sem var um nýju flugstöðina í sumar. Þá varð opnun flugstöðvar- innar til þess að tekjur fóra að koma inn af flugstöðinni en heildar- telqur af henni á næsta ári era samtals áætlaðar 625 milljónir króna. Með opnun byggingarinnar var jafnframt komið í veg fyrir að vaxtakostnaður hlæðist upp á ónot- að mannvirki en slíkt er því miður alltof oft raunin um opinberar fram- kvæmdir á íslandi. Þá má heldur ekki gleyma þeim kostnaði sem hlotist hefði af því að breyta öllum verksamningum vegna byggingar- innar sem vora miðaðir við framan- greinda tímasetningu. Það var því til mikils að vinna að koma þessar arðbæra fram- kvæmd í gagnið sem fyrst. Sérstaða flug- stöðvajrinnar I skýrslu Ríkisendurskoðunar um byggingu flugstöðvarinnar kemur fram að nauðsjmlegt sé að vanda betur til áætlanagerðar og annars undirbúnings við slikar stórfram- kvæmdir í framtíðinni. Um leið og ég tek undir nauðsyn þess verð ég þó að segja að mér virðist sem ekki hafí gætt nægilegrar sanngimi í umfjöllun ýmissa aðila um málið að undanfömu. Hér er um að ræða framkvæmd þar sem unnið var eftir sérstakri samþykkt ríkisstjómar og á grand- velli sérstakra laga sem sett vora um bygginguna og gerði ráð fyrri sérstakri fjármögnun hennar. í Ijósi framangreinds tel ég það miður að í kringum málið hefur verið þyrlað upp pólitísku moldviðri þar sem tilgangurinn virðist vera sá að sverta alla þá sem að verkinu hafa staðið. Að hluta til er hér um að ræða aðgerðir andstæðinga byggingarinnar; úrtölumanna sem sjá ofsjónum yfír byggingu flug- stöðvarinnar sem þó horfir til heilla fyrir þjóðina. Flugstöðin er í dag talin af er- Iendum sérfræðingum í hópi bestu flughafna í Evrópu og Ríkisendur- skoðun hefur staðfest að flugstöðin uppfylli allar eðlilegar starfrænar og útiitslegar kröfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.