Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 Seölayeski Mikið úrval - vönduð vinna. Nafnagylling á meðan beðið er. oitsQ -PYNGJAN i£durvöruh\^-/' Hverfisgötu 52, 2. h. Sími 21458. Skápur: Breidd 100 cm, dýpt 41 cm, hæð 48 cm. Eigum margar aðrar gerðir af skápum undir tækin og tilheyrandi, til dæmis á kr. 3.200 skáp sem er 60 cm breið- ur, 39 cm djúpur og 98 cm hár. húsgagnaHðHin © REVKJAVlK CD CU> PIONEER KASSETTUTÆKI Lesandanum verð- ur að líða vel Rætt við Kristján Jóhann Jónsson rithöfund Með þessum tveimur skáldsögum mínum hef ég venð að leit- ast við að endumýja skáldsöguformið en líka vonað að þær væru jafn skemmtilegar aflestrar eins og gamla góða skáldsagan. Le- sandanum verður að líða vel, við sem framleiðum og seljum bækur verðum að bjóða vöru sem menn hafa ánægju af. Þetta sagði Kristján Jóhann Jónsson en hann hefur skrifað tvær skáld- sögur. Sú fyrri, Haustið er rautt, kom út fyrir sex árum og sú næsta, Undir húfu tollarans, er nýlega komin út. Kristján stund- aði nám í bókmenntum og íslensku við Háskóla íslands og hefur síðan sinnt ýmsum störfum, þó aðallega kennsiu. Kristján Jóhann Jónsson hef- ur búið í Noregi undanfarin ár og hann er spurður hvernig sé að sitja þar við skriftir. -Það er gott að búa í Noregi. Undanfarin ár hef ég unnið lítil- lega við að kenna ísienskum bömum þar norsku og íslensku en ritstörfin hafa þó verið aðal- verkefni mitt. En með því að kenna tvo eða þrjá daga. í viku hef ég það góðar tekjur að ég get hina dagana sinnt ritstörfum. Annars væri þetta ekki hægt og brauðstritið næði yfirhöndinni. Maður verður að fá góðan tíma til að sinna ritstörfum sé það á annað borð ætlunin. Ertu þá mjög skipulagður við verkið? Reyni að vera agaður -Ég reyni að vera mjög agað- ur! Það er alltaf verst að byija á verkinu, byrja á nýrri sögu, nýjum kafla, á nýju dagsverki. Mér hefur reynst best að beita mig þeim aga að setjast við og heQ'a vinnu. Ekki bíða eftir að einhver óskil- greindur andi komi yfír mig. Vissulega getur farið svo að þá sé ég að skrifa eitthvað sem síðan lendir í ruslinu. En það gerir ekki svo mikið til meðan verkinu í heild miðar áfram. Það er ekki svo frá- leitt þegar um 200 blaðsíðna handrit er að ræða að eitthvað þurfí að vinna oftar en einu sinni. Þessa sögu er ég búinn að taka í gegn ijórum eða fímm sinnum og er það meira en ég hef áður gert. En ég er óhræddur við það og reyni að vanda til verka við ritstörfin. Hvemig færðu hugmyndir? Benda kunningjarnir þér á eitt- hvað og ertu búinn að skipu- leggja söguna út i æsar þegar þú skrifar? -Vissulega koma ýmsir með ábendingar, spyrja í gamni eða alvöru hvort ég geti ekki skrifað um þetta eða hitt. Það gengur hins vegar ekki því rithöfundur verður að fá hugmyndimar sjálf- ur, annars skilur hann ekki þessar Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kristján Jóhann Jónsson hugmyndir. Eins og ég sagði er kannski mesta máiið að hefja verkið. Þá liggur fyrir eins konar beinagrind að söguþræði og hvaða persónur munu koma við sögu. Ég get síðan spunnið söguna áfram í stærstu dráttum, endur- skoða vissa kafla og breyti og bæti. Þurfa lesendur þínir að bíða aftur í sex ár eftir nýrri sögu? -Það er aldrei að vita. Ég vil að minnsta kosti ekki láta einn eða neinn reka á eftir mér, hvorki lesanda né útgefanda. Þegar ég skrifa sögu vil ég taka allan þann tíma sem þarf til að ljúka verkinu og þá skiptir ekki öllu máli hvort um er að ræða tvö, fjögur eða sex ár. Hins vegar get ég alveg upp- lýst að næsta hugmynd liggur fyrir og trúlega líða ekki sex ár þar til næsta saga verður tilbúin. Ég kýs hins vegar að fara ekki nánar út í þá sálma S bili. Gott að skrifa í Noregi se- girðu en er það ekkert slæmt að skrifa íslenska sögu í þess- ari fjarlægð? -Ekki held ég það nú en vissulega getur komíð fyrir að fjarlægðin skapi vissa erfiðleika þó að ég hafí ekki orðið fyrir því. En maður saknar ís- lands og kunningjanna og verður stundum leiður á að tala stöðugt norsku. Ég vona líka að menntun mín í íslensku verði tii þess að ég verði ekki fyrir neinum áhrifum af málinu. Fyrri bók Kristjáns, Haustið er rautt, fékk allgóða dóma og varð hún meðal annars tílefni mikilla skrifa um bókmennta- gagnrýni. Kristján er spurður hvað honum finnist um gagn- rýni og bókaumfjöllun: Öll umfjöllun af hinu góða -Öll umfjöllun um bækur er af hinu góða að mínu viti en ég held þó að hinir svokölluðu ritdómar um bækur sem birtast í blöðunum þessar vikumar séu komnir út í öfgar. Gagnrýnendum er ætlað að lesa ókjör af bókum á fáum vikum og leggja dóm á þær. Mér fínnst ótrúlegt að það geti verið vandlega gert þegar þeir þurfa að standa þannig við færibandið og framleiða þetta efni. Það væri miklu nær að velja úr, láta gagn- rýnendur um að skrifa um þær bækur sem þeim fínnst þess verð- ar og láta hinar eiga sig. Verða þá ekki einhverjir móðgaðir sem fá ekki umfjöil- un? -Vissulega má það vera en ég held að rithöfundar myndu alveg vilja taka þessari áhættu. Þessi skyldugagmýni þar sem ritdóm- arar hreyta einhveiju úr sér á mettíma getur varla verið vel ígrunduð. Hvað geturðu sagt almennt um söguna Undir húfu toilar- ans án þess að segja of mikið? -Nú, þetta er eins konar hetju- saga, aðalpersónur eru tvær en í kringum þær kemur fram íjöldi annarra persóna og allt gerist þetta í samtímanum. Margar þessara persóna eru ekki alltaf í þeim hlutverkum sem hæfa þeim best. Ég vona að menn kunni vel við það form að ég læt suma þræðina eftir óhnýtta. Þá vona ég líka að með ákveðnu stflbragði í sögunni hafi-mér tekist að koma einhveij- um lesendum á óvart. Neysla áfengis á vinnustöð- um vandamál í bjórlöndum segir í ályktun umdæmisstúku IOGT í SAMBANDI við bjórfrumvarp það sem nú liggur fyrir Alþingi vill haustþing umdæmisstúkunn- ar nr. 1 rifja upp það sem á eftir fylgir: 1. Þess eru engin dæmi að áfeng- isböli hafí verið hnekkt með hóf- semdarfélögum eða með því að auðvelda fólki aðgang að hinum veikari áfengistegundum enda þótt það hafí oft verið reynt. 2. í öllum bjórlöndum er neysla áfengis á vinnustöðum og í vinnu- tíma vandamál sem fylgir því að kostur er áfengra drykkja sem menn telja meinlitla og varast því ekki. 3. Af umræðu í fjölmiðlum hér á landi er ljóst að ýmsir telja áfengan bjór svo saklausan að þeir munu naumast eða alls ekki líta á hann sem áfengi, heldur nánast sem meinlausan drykk til svölunar og hressingar. 4. Erfítt er að meta hvers konar áfengisneysla er hættulegust en dagleg neysla er algeng þar sem léttari tegunda er neytt og dagleg neysla veldur margs konar heilsu- spjöllum og býður þeim áfengissýki. 5. Flutningsmenn frumvarpsins telja sjálfír að áfengisneysla í heild hljóti. að aukast þegar bjórinn bæt- ist við það sem fyrir er. Heilbrigðis- stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem Island er aðili að, telur fullvíst að tjón og heilsuspjöll af völdum áfengis standi í beinu sambandi við heildameyslu þess. 6. Ef svo færi að bjórinn yrði leyfður og í fyrstu seldur í útsölum áfengisverslunarinnar yrði þess skammt að bíða að háværar raddir krefðust þess að hann yrði fáanleg- ur á sérhveijum verslunarstað þar sem einhver vildi selja hann. (Fréttatilkynning)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.