Morgunblaðið - 18.12.1987, Side 33

Morgunblaðið - 18.12.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 33 A GAGNVEGUM FJALLIBREYTT að vill verða þegar lesið er um skemmtilegt mannlíf að viðkomanda langar mest til að vera með í leik. Ég man hvað áhuginn var mikill að kynnast Krítveijum við lestur um „Frelsið eða dauð- ann“ eftir Kazantzakis eða að koma Jtil Kolumbíu eftir kynni af fólki Marquez. Ég er svo heppinn að forsjónin skyldi skáka mér á þann landshluta, að mér gafst færi á að kynnast umhverfi æsku Stefáns Jónssonar á Djúpavogi, m.a.s. er ég málkunnugur Stebba Aðalsteins á Svalbarði. Ég reyndi að treina mér bókina „Að breyta §alli“ sem mest. Daginn eftir að ég fékkhana fórum við félagar í rjúpnaleiðangur vestur á Snæfellsnes og gistum á eyðibýli. Það um- hverfi átti vel við anda bókarinnar því höfundur er mikill veiðimaður. Yfir bókinni var svo legið fram á nætur og af og til rekn- ir upp slíkir hlemmihlátrar að hurðin gjökti á hjörunum. En þótt bókin sé bráðskemmti- leg að kalla frá upphafi til enda, vegna orðfæris einnegin, er grunntónn hennar graf- alvarlegur og er þyngstur á metunum. Það er dauður maður úr öllum æðum sem ekki hefði viljað miklu kosta til að kynnast Maríu, frændkonunni á Húsavík, og Bensun- um í bókasafninu. Eða hinni orðfáu ömmu Hólmfríði, og þeim mun meir sem hún var fátalaðri. Á tímum áhyggju af íslenzkri tungu má til með að birta lýsingu Stefáns á kennslu Benedikts Bjömssonar, skólastjóra Barna- skóla Húsavíkur. Þar segir svo: „Hann kenndi með þeim hætti, að allt sem hann sagði varð merkilegt og þess virði að muna það. Síðustu misserin hef ég verið að leita að litla málfræðikverinu, sem hann kenndi okkur, en nátturúlega þarf það að vera týnt. Það var eftir hann sjálfan og geym- ir hráefnið í það, sem ég kann í málfræði, og ef ekki beinlínis alla lyklana, þá að minnsta kosti smurolíuna, sem þarf til að liðka ýmsar ryðgaðar skrár íslenskunnar. Þetta kver lás- um við undir tímana, og hann útskýrði efni þess ljósum orðum og svo skemmtilega, að engu var hægt að gleyma og allt, sem snerti eðli málsins og merkingu orðanna, varð dá- samlega auðskilið. Einu sinni skýrði hann fyrir okkur myndir og hætti sagna tvær kennslustundir í röð. Það var þegar elskan mín hún Vilborg, teiknikennarinn okkar, hrapaði ofan um strompinn á snjóhúsinu og rataði ekki út úr því, svo að hún komst ekki í tímann til okkar. Eftir þessa tvo fyrirlestra Benedikts kunni ég það, sem ég hef látið mér nægja að vita ævilangt um skynsamlega notkun sagnorða. Seinna talaði hann við okkur heila kennslustund um notkun lýsing- arorða. Það var ekki neitt stig- fall- veik- eða sterkbeygingarstagl, heldur eldskýr, lif- andi og yndisleg ræða um það, hvemig á að gengistryggja lýsingarorðin með réttri notkun, þannig að þau haldi gildi sínu og gefi hugmyndinni réttan lit og rétta lykt og rétt bragð og óbjagaða lögun og rétt hita- stig frá tungunni yfir í hlustina og frá blaðsíðunni eftir sjóntauginni inn í heilann. Við hlustuðum á dæmin sem hann tók, upp- numin og agndofa á víxl og þorðum ekki að hlæja né gráta af ótta við að missa af ein- hverju merkilegu." Það mætti viða bera niður í bókinni og finna skemmtilega frásögn og áhrifamikla í senn. Það er raunar óþarft. Af slíku úir og grúir. Eina vil ég nefna, sem gekk mér hjarta nær. Það var á Þorláksmessudag, þegar norð- angarrann lægði loksins og menn reru út á fjörð að skjóta til jólanna, þar á meðal Aðal- steinn.á Svalbarði á Koppnum sínum. Undir kvöldið fór að drífa. Éinn var ókominn í svarta myrkri, Aðalsteinn í Svalbarði. Og sonur hann Stefán lét sér sæma að verða órólegur, líka vegna þess að byssa föður hans væri ekki í sem bestu standi. Þar kom þó þeir heyrðu áratökin frammi á víkinni. Síðan segir frá fundi þeirra feðga með þeim hætti sem enginn er í færum um nema sá sem skilur og ann því fólki sem hann skrifar um. Og mitt í þessum aðventuauðnum lesan- dans setur að honum einn af stórhlátrunum: Sögumaður var svo heltekinn af myrkfælni á æskuárunum að hann hljóp ekki ofan mal- arkambinn með nafna sínum að taka á móti Koppnum, þegar hann sveif upp undir fjöru- borðið. „Eg beið uppi til vonar og vara: Ef Alli hefði nú drepið sig á byssunni og kæmi þama róandi afturgenginn.“ Hvemig höfund- ur losnaði við myrkhræðsluna er líka að finna í bókinni, en það er önnur og lengri saga. Stefán skrifar um fólki í byggðarlagi æsku sinnar af mikilli nærfærni. Hann lifir með því hin illvígu kreppuár og segir marga hetju- sögu frá þeirri baráttu. En Stefán veit að þar þarf enga andskotans byltingu til að bæta kjör bágstaddra. Öðm nær. Ofurlítið af skynsemi og rétt hjartalag er allt sem þarf. Þetta segir hann í bókinni, og um bylt- inguna með bemm orðum. Oddviti hreppsfélagsins átti ekki sjö dag- ana sæla á þessum ámm. Um mótgöngumenn föður síns fer hann svo mjúkum höndum að með ólíkindum er af svo skapheitum manni. Og þó — milli línanna stendur að hann hafi ekki alveg fyrirgefið þeim. En höfuðpersónur sögu þessarar hafa þó enn ekki verið nefndar: Faðir höfundar og móðir. Stefán segir á einum stað að minning föður síns sé sér sérlega kær, og er mikið sagt þar sem höfundi er ekki eiginlegt að opna sálarkompu sína upp á gátt. Eins er myndin af móður hans einstaklega hugþekk, og minnisstæð er sagan af siglingunni miklu. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta fjölskrúðuga ritverk með aragrúa af bráð- skemmtilegu fólki — fyrst og fremst þakkar- gjald sonar. Yfir sviði bernskunnar stendur Búlandst- indur, foldgnár og formfagur. Raunar bauð faðirinn syni .sínum á pataldur við að klífa þann tind til að breyta honum, og þeim báð- um. Það mistókst með soninn, sem var ógott hráefni í hetju. í bókinni klífur höfundinn mannlífsfjall æsku sinnar — og breytir því. Hann sviptir burt skýjaslæðum og drunga, og þótt ein- staka nibbur séu ekki alveg að skapi hans getur hann héðan í frá glaður við útsýnið unað. Sverrir Hermannsson Hæstiréttur: Lögbann á A/S Freia staðfest HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest lögbann, sem Freyja hf. fékk lagt við notkun orðsins Freia til auðkenningar á vörum sinum. Komst meirihluti Hæstaréttar að þeirri niðurstöðu að ekki yrði á það fallist með áfrýjanda, norska fyrirtækinu A/S Freia, að hann hafi öðlast vörumerkja- rétt hér á landi fyrir vörumerki sitt „Freia". Var A/S Freia því gert að sæta lögbanni og að greiða Freyju hf. 200 þúsund krónur í málskostnað. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og vildu þeir að lögbannið yrði stað- fest að því leyti að A/S Freia væri óheimilt að auglýsa eða kynna merkið Freia í hljóðvarpi eða öðrum hljóðmiðlum, þar sem nöfnin séu svo hljómlík að hætta kunni að vera á ruglingi af þeim sökum. Lögbannið var lagt á í fógeta- rétti Reykjavíkur í apríl 1985 að kröfu Freyju hf. í dómi Hæstarétt- ar kemur fram, að árið 1967 reis ágreiningur milli fyrirtækjanna tveggja, sem bæði framleiða sæl- gæti, um það hvort nota mætti norska orðið Freia í vörumerki er fyrirtækið lét skrá hér á landi. Því máli lauk með dómi sjó- og verslun- ardóms árið 1969 með því að notkun orðsins var dæmd óheimil vegna hættu á ruglingi. Viðskipta- samband fyrirtækjanna hélst þó óbreytt til ársloka 1984, að A/S Freia sleit því. Á þessu tímabili leitaði A/S Freia eftir leyfi Freyju hf. til að fá að skrásetja vörumerki sitt hér á landi. Sú málaleitan var hvorki samþykkt af Freyju hf. né taldi Hæstiréttur verða á það fal- list að norska fyrirtækið hafi öðlast vörumerkjarétt hér á landi. Var því hinn áfrýjaði dómur staðfestur af hæstaréttardómurunum Magnúsi Thoroddsen, Guðrúnu Erlendsdótt- ur og Magnúsi Þ. Torfasyni. Tveir hæstaréttardómarar, Guð- mundur Skaftason og Hrafn Bragason, skiluðu sératkvæði. í þvi kemur fram, að ekki hafi verið sérstaklega samið milli málsaðila um afleiðingar þess að vörumerlqa- rétti að Freyja hf. dreifði hér vöru norska fyrirtækisins auðkenndri með merkinu Freia. Því yrði að fallast á það með A/S Freia að merki fyrirtækisins hafí náð hér markaðsfestu. Þá töldu þeir að hér væri ekki nema að hluta til um einkamálefni málsaðila að ræða, heldur varðaði málið einnig hags- muni kaupenda á hinum fijálsa markaði. Um það megin deiluefni málsað- ila hvort ruglingshætta stafí af notkun Freia-merkisins hér á landi töldu Guðmundur og Hrafn. að fyrst bæri að líta á að merkið hefði þeg- ar náð markaðsfestu. Þá hafi Freyja hf. selt um langan tíma vörur með merkinu, sem bendi til þess að fyrirtækið hafi ekki talið ruglingshættuna skaðlega. Sjón- myndir merkjanna séu frábrugðnar og ending norska orðsins óíslensku- leg. Hins vegar séu merkin það hljómlík að hætta kunni að vera á ruglingi af þeim sökum. Að þessu athuguðu ætti að láta rétt hins yngra merkis víkja fyrir rétti hins skráða merkis að því er taki til munnlegrar kynningar þeirra. Allir dómaramir fimm fundu að því, að við meðferð málsins var lagður fram fjöldi slqala á erlend- um tungumálum, án þýðingar á íslensku. Þá hafi einnig borið við að bókanir eftir vitnum hafí verið skráðar á ensku í þingbók. Hæsti- réttur taldi, að þótt þess verði ekki krafist að sérhveiju skjali á erlendu máli fylgi íslensk þýðing, verði að krefjast þess að skjölum þeim, eða hluta skjala er málsaðilar byggja munnlegan málflutning sinn á, fylgi þýðing löggilts skjalaþýðanda. „Það er ekki langt síðan skáktölv- ur voru taldar einföld leikföng sem gætu aldrei veitt skákmönn- um verðuga keppni. Ör tækni- próun og framfarir í forritun hafa svo sannarlega breytt því. Nútíma skáktölvur eru viður- kenndar í heimi skáklistarinnar og eru ekki aðeins notaðar til að kynna nýliðum .undirstöðuatriði; þæreru ekki síður mikilvægarvið áframhaldandi þjálfun viður- kenndra skákmanna." VERÐ FRÁ 3.600 kr. (stgr.) Styrkleiki; frá 1400 - 2100 ELO stig Stigstillingar frá 8-32 Minni; 5 k - 32 k Innbyggð klukka DQCCINn isnrcu uJ Ármúla 23, sími 91-687870 Laugavegi 91, s/mi 91-627870 essemm/slA 17.03

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.