Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 39

Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 39 Indland: Union Carbide gert að greiða skaðabætur Bhopal, Reuter. DÓMARI á Indlandi gerði Union Carbide fyrirtœkinu í gær að borga fómarlömbum gaslekans fyrir þremur árum 270 miiyónir Bandaríkjadala í bráðabirgða- skaðabætur. Enn á eftir að skera úr um hver beri ábyrgð á mesta iðnaðarslysi veraldarsögunnar er 2.500 manns fórust og tvö hundruð þúsund slösuðust. Indverska stjómin hefur einnig kært bandaríska fjölþjóðafyrirtækið fyrir landspjöll sem hlutust af slys- inu og krefst hún 3.3 milljarða Bandaríkjadala í skaðabætur. Union Carbide fyrirtækið sem hefur aðsetur í Connecticut í Banda- ríkjunum heldur því fram að starfs- maður þess hafi fyrir skemmdar- verk orðið valdur að slysinu í verksmiðjunni í Bhopal þar sem skordýraeitur var framleitt. Tals- menn fyrirtækisins hafa mótmælt úrskurði dómarans og segja að það bijóti í bága við indversk og al- þjóðleg lög að dæma skaðabætur án undangenginna réttarhalda um sök ( málinu. Hagfræðingar svart- sýnir á efnahagslífið HAGFRÆÐINGAR úr öUiim heimshomum eru sammála um að Bandaríkin og aðrar þjóðir þurfi að gripa til skjótra aðgerða tíl að koma í veg fyrir alvarlega kreppu og frekara hrun á verð- bréfamörkuðum. Hagfræðingar frá rannsóknar- stofnunum í Bandarikjunum, Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu gerðu grein fyrir sameiginlegum niðurstöðum sínum um afieiðingar verðbréfahrunsins í október í skýrslu á vegum Alþjóðahagfræði- stofnunarinnar (Institute of Inter- national Economics) í Washington. Sögðu þeir að að Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir hefðu brugðist rétt við eftir verðfallið. Þó hefði ekki verið gengið nógu langt í aðgerðum og bentu hagfræðingamir á að al- þjóðlegar ráðstefnur gætu ekki bætt upp ófullnægjandi aðgerðir í efnahagsmálum heima fyrir. „Ef ekki koma til beinskeyttari aðgerðir til að höggva að rótum þess ójafnvægis sem nú ríkir í efna- hagsmálum verða næstu ár þau erfiðustu síðan á kreppuárunum uppúr 1930,“ segir í niðurstöðum hagfræðinganna. Ef ekki verður gripið til þeirra aðgerða sem hag- fræðingamir leggja til telja þeir að þriðja fallið á verðbréfamörkuðun- um sé óumflýjanlegt og að það verði meira en hrunin tvö í október. Hagfræðingamir telja að undir- rót kreppunnar sé bandaríski fjár- laga- og viðskiptahallinn, umframframleiðsla Japana og mik- ið atvinnuleysi í Evrópu. Auk þess telja þeir að skuldir og efnahagsleg stöðnun þróunarlandanna sé hluti vandans sem við er að glíma. Það sem hagfræðingamir telja brýnast, er að Bandaríkjamenn haldi aftur af eyðslu innanlands. Telja þeir að bandarísku flárlögin sem nýlega vom samþykkt séu skref afturábak. Forstjórar á móti reykingum London, Reuter. ÞRÍR af hveijum fjórum for- stjórum fyrirtækja i Bretlandi segjast reiðubúnir að banna reykingar starfsfólks við vinnu. 62% þeirra hafa reyndar þegar bannað reykingar að huta til í verksmiðjum og á skrifstofum. Þijú prósent aðspurðra sögðust hafa orðið vör við mótmæli eftir að banni við reykingum var komið á. Margir forstjóranna sögðust ein- ungis ráða starfsfólk sem ekki reykti. Iðnaðardómstóll hafnaði á dög- unum skaðabótakröfu reykinga- manns á hendur vinnuveitanda sínum. Maðurinn sagðist hafa orðið að hætta í vinnunni vegna reykingabannsins. JOLAHJOL Jólatilboð: Verðið á öllum okkar hjólum er eins og eftir fyrirhugaða tollalækk- un (án gengisbreyt- ■ ... Reidhjólaverslunin,— Sérverslun f meira en 60 ár ORNINNl Spilalastig 8 við Oðinslorg simar: 14661,26888 LEIÐARLJÓSIÐ Lítill, skrítinn verðlaunalampi á aðeins 593 krónur. Lausn á lýsingarvanda. Stundum þarfbirtu án þess að alltsé uppljómað með „uenju- legri“ lýsingu. LEIÐARLJÓSIÐ er tilvalinn í barnaherbergið, í forstofuna og í svefnherbergisganginn. Á nóttunni lýsir hann upp gangana i fyrirtœkinu. LEIÐARLJÓSIÐ endist von úr viti og eyðir sáralitlu rafmagni. LEIÐARLJÓSIÐ var valinn lampi ársins ’86 í Noregi og hlaut hin virtu vestur-þýsku IF 87 hönnunarverðlaun fyrir að leysa þessi lýsingarvandamál á stórkostlega hagkvœman og öruggan hátt. Hann er samþykktur af Rafmagnseftirliti ríkisins og fœst í öllum helstu raftœkjaverslunum landsins. BRÆÐURNIR ORMSSÖN HF Lágmúla 9 sími: 38820
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.