Morgunblaðið - 18.12.1987, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 18.12.1987, Qupperneq 41
41 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 Margföld myndgæði Reuter Sjónvarpsmyndin, sem japanska stúlkan er að virða fyrir sér, er send út með svokallaðri HDTV-tækni og er miklu skýrari en venjulegar sjónvarpssendingar, gefur raunar kvikmynd á breiðtjaldi ekkert eftir. Jap- anska ríkisútvarpið kynnti þessa tækni fyrr í mánuðinum en ráðgert er, að það hefji reglulegar útsendingar árið 1990. í Evrópubandalagsríkjunum hafa menn nokkrar áhyggjur af, að japanska kerfið verði almennt lagt til grundvallar í þessari tækni vegna þess, að það er fyrr á ferðinni en önnur. Evrópumenn telja auk þess, að þeirra HDTV-kerfi sé betra. Þýskaland: Saksóknari sakaður um að syngja nasistasöngva Koblenz, Reuter. VESTUR-ÞÝ SKUR fylkissak- sóknari, sem hefur verið ásakað- ur um að heilsa að sið nasista og syngja nasistasöngva fyrir framan starfsbræður sina, verð- ur sviptur embætti sinu og honum útvegað annað starf þangað til rannsókn hefur farið fram á máli hans. Horst Leisen, saksóknara í Rheiniand-Pfalz-fylki með aðsetur í Trier, hefur einnig verið bannað að fjaila um pólitísk afbrot eins og sakir standa, samkvæmt heimildum úr dómskerfinu. Hans Joachim Ullrich, yfirsaksónari fylkisins og stjómandi rannsóknarinnar, kvað upp þann úrskurð að yrði Leisen áfram í Triers-dómsumdæminu myndi það vera „skaðlegt fyrir ímynd saksóknaraembættisins". Dagblaðið Frankfurter Rund- schau skýrði frá því að byijað hefði verið að rannsaka mál Leisens þeg- ar starfsfélagar hefðu sagt frá því að hann hefði síðustu þijú ár verið vanur að heilsa með Hitlers-kveðju og syngja söngva frá nasistatíma- bilinu í samkvæmum. Leisen varð þekktur fyrir ötul- leika í málsókn sinni gegn grænfrið- ungum og öðrum vinstrisinnum, sem reyndu að stöðva manntalið í Vestur-Þýskalandi fyrr á þessu ári. Bandaríkin: Fyrrum ráðgjafi Reagans fundinn sekur um lygar Waahington, Reuter. MICHAEL Deaver náinn vinur Ronalds Reagan Bandaríkjafor- seta og fyrrum háttsettur ráð- gjafi innan Hvita hússins var á miðvikudag fundinn sekur um Sikiley: Mafían bítur frá sér þrátt fyrir ýmis áföll þijár af fimm ákærum um eið- svaraar lygar. Deaver á nú allt að fimmtán ára fangelsi yfir höfði sér. Deaver sem er 49 ára gamall sagði af sér í maí árið 1985 sem aðstoðarstarfsmannastjóri Hvíta hússins og sneri sér að rekstri eigin ráðgjafarfyrirtækis. Snemma á þessu ári var farið að rannsaka feril Deavers innan Hvíta hússins. Mál var höfðað á hendur honum í mars á þessu ári og var hann sakað- ur um að hafa borið ljúgvitni frammi fyrir rannsóknamefnd á vegum þingsins sem kannaði fyrir- greiðslupólitík háttsettra embættis- manna. Deaver er sakaður um að hafa gert sér tengsl sín við forset- ann að féþúfu. og konu hans dæmdir til lífstíðar. Það sem mestu réði um sakfell- ingu mafíósanna var vitnisburður Tommaso nokkurs Buscetta, sem er fyrrverandi liðsmaður glæpafé- lagsins. Hann er fyrsti Mafíumaður- inn, sem hefur rofið „omerta", þagnareið leynifélagsins, svo heitið geti og hefiir lögreglan nú mun meiri innsýn í þennan neðanjarðar- heim glæpanna en fyrr. Lögreglan er þó fyrst til þess að játa að upplýsingar þeirra eru úr sér gengnar, þvf aðallega var flallað um starfsemi Mafíunnar fram að 1983, en þá lauk baráttu innan samtakanna sem kostaði 600 manns lífið. Þeir segja að Greco og aðrir helstu glæpaforingjar þeir, sem dæmdir voru á miðvikudag, hafi tapað áhrifum og nú ráði óþekktur maður mestu í málum hennar. Sjálfur segist Deaver harma hvemig komið sé og að hann hafi verið fómarlamb drykkjusýki og eipn metorðagimdar. Hann hefur eigi að síður ákveðið að áfrýja dómnum. Deaver hefur verið náinn samstarfsmaður og ráðgjafi fbr- setahjónanna frá árinu 1966 er Reagan varð ríkisstjóri í Kalifomíu. Eftir að Reagan varð forseti léf Deaver sér annt um ímynd hans og stjómaði meðal annars gerð fræ- grar kvikmyndar í tileftii 40 ára afmælis innrásarinnar í Normandí. Þar mátti sjá forsetann fremstan í hópi leiðtoga bandamanna sem komu saman í Frakklandi til að minnast innrásarinnar í Normandí 6. iúní árið 1944. I yfirlýsingu frá Reagan sem gefin var út eftir að dómur var upp kveðinn í máli Deavers segir meðal annars: „Okkur Nancy þykir miður að heyra úrskurð kviðdómsins". Reuter Roh Tae Woo veifar sigri hrósandi til stuðningsmanna sem söfnuðust saman fyrir framan höfuðstöðvar stjórn- arflokksins. Suður-Kórea: Japanir fagna kosn- ingu Roh Tae Woos 438 helstu liðsmenn dæmdir í fangelsi Palermo^ Reuten YFIRVÖLD á Ítalíu hafa nú unn- ið mesta sigur sinn gegn Mafí- unni, hinum illræmdu glæpasamtökum, því að á mið- vikudag voru 438 liðsmenn hennar dæmdir í fangelsi, þar af 19 til lífstíðar. Af þessum 19 eru sjö meðlimir „ráðsins“, sem fer með æðsta vald í málefnum Mafíunnar. Lögregla og dómarar segja þó að enn sé langt í land með að takist að kveða óþjóðalýð- inn niður, því nýrrar forystu sé skammt að leita. Þetta stóð heima, þvi Mafían lét til skarar skríða nokkrum klukkustundum eftir að dómur féll og lét drepa einn þeirra, sem sýknaðir voru. ítölsk blöð fjölluðu ýtarlega um „afhöfðun" Mafíunnar, en þegar til kom var það Antonio Ciulla, sem gerður var höfðinu styttri. Hann fékk í sig níu skot, sem þrír eða fjórir leigumorðingjar veittu honum þegar hann ætlaði að fagna sýknu sinni. í kjölfar morðsins veltu menn því fyrir sér hvort þama væri hafin ný „Mafíustyijöld" um hver skyldi taka við, en aðrir bentu á að Ciulla væri af fjölskyldu, sem hefði verið að missa áhrif að undanfömu og hefði því fáum staðið hætta af honum. Réttarhöldin eru mesta áfall Mafíunnar til þessa. Meðal þeirra, sem hnepptir voru í lífstíðarfang- elsi, var æðsti yfirmaður Mafíunnar (Capo de tutti capi), Michele Greco, sem hefur auknefnið Páfinn, en einnig voru morðingjar lögreglufor- ingjans Carlo Alberto Dalia Chiesa Seoul, Reuter. JAPÖNSK stjómvöld fögn- uðu í gær niðurstöðum forsetakosninganna í Suður- Kóreu. I yfirlýsingu frá Noburu Takeshita forsætis- ráðherra Japans Japans segir meðal annars: „Ég er viss um að íbúar Suður- Kóreu munu beita hyggind- um og hugrekki og tryggja að forsetinn komist friðsam- lega til valda í febrúar.“ Talsmaður Japansstjórnar sagði að stjórnin vonaði að í kjölfar kosninganna fylgdi bætt sambúð ríkjanna. Kim Dae Jung og Kim Young Sam sem töpuðu í kosningun- um í fyrradag sökuðu stjóm- völd um að hafa falsað niðurstöður kosninganna. Kim Young Sam lýsti niðurstöðuna ómark og hvatti landslýð „til að rísa upp pg binda endi á herstjóm Chun Doo Hwans (fráfarandi forseta) og Roh Tae Woos.“ Útvarp stjómvalda i Suður-Kóreu sagði frá því í gær að um það bil tvö þúsund mót- mælendum hefði lent saman við lögreglu í borginni Kwangju. Þýsku ríkin skipt- ast á listaverkum ÞÝSKU ríkin tvö skiptast nú á listaverkum og er ætlunin að öll listaverk sem flutt voru á brott milli landanna í heimsstyijöld- inni síðari verði flutt aftur á sinn upprunalega stað. Vestur-þýsk listasöfn eiga að skila 140 mál- verkum til Austur-Þýskalands og Austur-þjóðveijar eiga að senda 290 málverk til Vestur-Þýska- lands. Málverkin sem skipst verður á eru metin á um 200 milljónir þýskra marka. Ríkin tvö ákváðu í nóvember á síðasta ári að skiptast á gögnum úr skjalasöfnum. Nú verður skipst á málverkum, teikningum og þiykkimyndum, en höggmyndum og vísindasöfnum sem flutt voru til í öiyggisskyni verður skilað aftur á sinn upprunalega stað síðar. Verk eftir Anselm Feuerbach og .Lovis Corinth eru talin skara fram úr þeim verkum sem send verða til Vestur-Þýskalands. Nokkur mjög verðmæt verk, þar á meðal tré- skurðarverk eftir Albrecht Dúrer og málverk eftir Lukas Cranach eldri, Edvard Munch og Max Lieb- erman, verður skilað til safna og listhúsa í Austur-Þýskalandi. Vestur-þýskir gagnrýnendur hafa haldið þvf fram að næstum öll þau verk sem skila eigi til Aust- ur-Þýskalands hafi verið lagfærð fyrir mikla flármuni, en sum verk- anna sem flytja eigi vestur hafi reynst í mjög slæmu ástandi þegar þau hafi verið rannsökuð í Þýska- landi. German Features. Til vinstri má sjá málverk Edvards Munch, „Portrait of Dr. Linde,“ sem málað var 1904, en það verður sent frá MOnchen til Austur-Þýskalands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.