Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 50

Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 Frístandandi eldavél með blástursofni og venjulegum. Gerð EK 2034 Glæsileg vél með 4 hellum, 1 með termostati, 3 hraðsuðu- hellur. Höggvarin emalering. Emaleraðarhliðar. Sjálf- hreinsandi ofn, grill, blástur, yfir- og undirhiti, geymslu- skúffa. íslenskar leiðbeiningarfylgja. Blomberq Verð: Kr. 39.950,- Kr. 37.952,- stgr. Þvottavél gerð VM 818 Stillanlegur hiti 30-90°. Ullar- og gardínuval. Hraðþvottur, vindustopp. Vinding 400-800 snúningar. Stórt op. Mjög góð reynsla. íslenskur leið- arvísir. Blomberq Verð: Kr. 31.500,- Kr. 29.900,- stgr. Kæliskápur fyrir minni heimili. Gerð KS145/KS150 143 lítra kælir. Fæst einnig með 15 lítra fyrstihólfi. Mál: H85 x B50 x D54. Blomberq Verð: Kr. 15.900,- Kr. 14.900,-stgr. Frystiskápur fyrir minni heimili. GerðFS120 113 lítra djúpfrystir. 4 skúff- ur. Frystir 14 kg. á sólarhring, lítil rafmagnseyðsla. Mál: H85 x B50 x D54 Blomberq Verð: Kr. 27.900,- Kr. 26.500,- stgr, Einar Farestveit & Co .hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91J 16995 OG 622900 - NÆG BILASTÆÐI Tekur nýr heims- meistari við í kvöld? Skék Margeir Pótursson Anatoly Karpov stendur með pálmann í höndunum fyrir sfðustu skákina f heimsmeist- sraeinvfginu sem tefld verður í dag. Hann náði forystunni í í gærdag með þ ví að vinna næstsí- ðustu skák einvigisins i 57 leikjum. Þar með er staðan 12-11 Karpov í vO og honum nægir jafntefli í dag tíl að end- urheimta heimsmeistaratitil- inn, sem hann glataði í hendur Kasparovs árið 1985. Fari leik- ar hins vegar svo að Kasparov vinni síðustu skákina þá heldur hann titlinum á jöfnu, 12-12. Framhald biðskákarinnar í gær var svo dramatískt að það á vart sinn líka í meira en hundr- að ára sögu heimsmeistara- keppninnar í skák. Kasparov var með lakari stöðu og hugð- ist rétta úr kútnum með hróksfórn i tímahraki. Hún reyndist byggð á grófri yfir- sjón og Karpov hrakti fórnina á fremur einfaldan máta. Þegar 23. skákin fór í bið í fyrrakvöld var ljóst að Karpov stóð mun betur. Þegar hún var tefld áfram í gærdag kom í ljós að Karpov ætlaði sér að fara að engu óðslega, hann virtist fyrst og fremst hugsa um að treysta góð tök sín á stöðunni. Gegn þrautseigri vörn heimsmeistarans hefði verið allt annað en auðvelt verk fyrir hann að færa sér stöðu- yfírburðina í nyt og skákin hefði í þvf tilviki getað farið aftur í bið. Kappamir fóru rólega af stað og báðir lentu í miklu tímahraki. I 50. leik lét Kasparov síðan til skarar skríða, en hróksfóm hans reyndist byggð á hrikalegri yfír- sjón. Þegar tímahrakslátunum linnti stóð hann síðan uppi með gjörtapaða stöðu. Kasparov brosti síðan þurrlega þegar hann gafst upp í 57. leik og stóð upp frá borðinu, en áhorfendur í troðfullu leikhúsinu fögnuðu Karpov ákaft. Þetta var frábær skák hjá Karpov, líklega hans bezta frá því hann vann 28. einvígisskákina við Kasparov í fyrsta einvígi þeirra árið 1984. Hann hafði allan tímann betra tafl og sýndi ofur- mannlegan skilning sinn á eðli stöðubaráttu. Kasparov náði aldr- ei því frumkvæði eða sem hann þarf til að sýna sínar beztu hliðar og þegar hann loksins lét til skar- ar skríða innsiglaði hann örlög sín. Einvíginu er þó ekki lokið. Kasparov hefur allt frá því í ell- eftu skákinni gert þau mistök að gera sig ánægðan með jafntefli, jafnvel í hagstæðum stöðum. Nú er slíkur leikmáti fyrir bí og heimsmeistarinn á engra kosta völ nema þann að tefla stfft til vinnings. Nú er það hann sem hefur engu að tapa. Það má þvf búast við að 24. skákin f kvöld gefí sfðustu skák lítið eftir. Það er þó lítil ástæða til bjartsýni fyrir Kasparovs hönd. Hann hefur t.d. aðeins tæpan sól- arhring til að undirbúa sig, því ekki er um það að ræða að ská- kinni verði frestað. Það má einnig minna á að úrslit heimsmeistara- einvígis hafa aldrei ráðist í síðustu skák þess. Enski stórmeistarinn Raymond Keene, sem er vinur Kasparovs til margra ára, var mjög svartsýnn. „Möguleikar hans em núll. Það getur ekki nokkur maður náð sér á strik eft- ir svona áfall." Sovézki stórmeist- arinn Eduard Gufeld benti hins vegar á að staða Kasparovs nú væri ekkert lakari en Karpovs fyrir 23. skákina. „Fyrst Karpov tókst að nýta sitt síðasta tæki- færi, þvf ætti Kasparov ekki að geta það líka," sagði hann. 23. skákin tefldist á þessa leið eftir bið: Svart: Gary Kasparov • 41. Hgl! Biðleikur Karpovs, en hér í blaðinu í gær var einmitt stungið upp á þessum leik og hann talinn sá bezti. 41. - h5 42. Ha5 Áætlunin sem nefnd var hér í gær, 42. Bel, á ekki við eftir síðasta leik svarts. Henni yrði svarað með 42. — Hfl! 43. Bg3 — Hxgl+ 44. Hxgl — h4 og bisk- upinn á g3 er lentur í dálitlum vandræðum. 42. - De7 43. Hbl!T Þessi leikur kemur talsvert á óvart, því hrókurinn er mjög góð- ur vamarmaður á gl og dálæti Karpovs á slíkum staðsetningum er vel þekkt. Raunin verður líka sú að hann leikur _ hróknum til baka eftir fáa leiki. Ég hafði búist við að Karpov myndi nú fara með biskupinn yfír á kóngsvæng og leika 43. Bel, því 43. — Hfl er ekki lengur mögulegt. 43. - h4 44. Ha6 - H8f7 45. Hc6 - Df8 46. Hgl! - Be7 47. He6 - Kh7 48. Bel. Auðvitað ekki 48. Hxe5?? - Bd6 49. He6 - H7f3! o.s.frv. 48. - Hfl 49. Bd2 - Bc5 Kasparov vill ekki leyfa Karpov að losna úr timahrakinu með þrá- leikjum og hyggst breyta stöð- unni. Þetta bendir til þess að hann hafi ekki talið að hægt væri að halda taflinu með óvirkri vöm. 50. Hc6 50. - H7f3?? 51. gxf3 - Hxf3 52. Hc7+ - Kh8 53. Bh6! Vinningsleikurinn, sem Ka- sparov hefur auðsjáanlega yfír- sést er hann fómaði hróknum. Leikurinn er tiltölulega einfaldur, flestir sæmilegir meistarar hefðu átt að taka eftir honum. Það er eins og Kasparov hafí annaðhvort verið búinn að missa þolinmæðina eða farið á taugum og óskhyggja ráðið ferðinni þegar hann fómaði. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að reikna með að hvítur víki drottningunni ekki undan í stöðunni, heldur setji á drottningu andstæðingsins. Þar sem þetta er mögulegt eru úrslit- in ráðin. 53. - Hxd3 54. Bxf8 - Hxli3+ 55. Kg2 - Hg3+ 56. Kh2 - Hxgl 57. Bxc5 Síðasta von Kasparovs var 57. Kxgl?? - d3+ 58. Kfl - h3 og svartur bjargar sér. 57. — d3 og Kasparov gafst upp, því hvítur leikur auðvitað 58. Be3 - Hel 59. d6. Yfirlýsingar sem engan veginn standast Athugasemd frá Gunnari Oskarssyni aðstoðarf ramkvæmdastj óra Fjárfestingarfélagsins SÚ HÆKKUN sem orðið hefur á fasteignaverði undanfarið er fyrst og fremst tilkomin annars vegar vegna þess að síðasta ríkisstjóm jók vemlega flármagn til húsnæðis- kaupa á stórlega niðurgreiddum kjörum, sem gerði það að verkum að menn tóku lán, hvort sem þeir þurftu á því að halda eða ekki, og hins vegar vegna þess hringlanda- hátts og óvissu sem ríkt hefur í húsnæðislánakerfinu. Stjómmála- menn verða að fara að gera sér grein fyrir því fyrirfram hvort þeir geti staðið undir þeim skuldbinding- um, sem lög um húsnæðismál hafa í för með sér, og setja lög sem standast til lengri tíma. Það er frá- leitt að gefa sér að 2% fjármögnun á húsnæðisioforðum hafi valdið þeirri þenslu, sem átt hefur sér stað á fasteignamarkaði, eins og kom fram í ræðu Jóhönnu Sigurðardótt- Borgarnesi. STÖÐ 2 næst núna í Borgarnesi. Endurvarpsstöð var sett upp við bæinn og hófust útsendingar í gær, fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum mark- aðsdeildar Stöðvar 2 verður dag- skráin send rugluö inn í kapalkerfið sem nær um hluta bæjarins, þannig að hver og einn áskrifandi þarf að ur í gær. Þar að auki hefur slík Qármögnun ætíð verið til staðar, en í öðru formi. Þær hugmyndir sem komið hafa fram um að setja bann við fjár- mögnun lánsloforða er með öllu fráleit og þjóna engum tilgangi, þar sem íbúðarkaupendur geta eftir sem áður fengið lán út á væntanleg húsnæðislán, með öðrum tiygging- um, sem einfaldlega gerir lánið dýrara þegar upp er staðið, þar sem ávísun á lánsloforð húsnæðisstofn- unar hefur verið talin mjög góð trygging. kaupa sér myndlykil. Þeir sem tengdir eru við kapalkerfíð geta þó sparað sér kaup á Ioftnetum. Þeir sem ekki eru tengdir við kapalkerf- ið geta náð Stöð 2 með gömlu loftnetunum, en ekki með fullum myndgæðum. Gætu þeir þurft að kaupa sér nýtt. - TKÞ Stöð 2 næst í Borgarnesi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.