Morgunblaðið - 18.12.1987, Side 52

Morgunblaðið - 18.12.1987, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 Gjaldskrá raf- og hitaveitu: Hækkar um 4,78% Taxtar endurskoðaðir héðan í frá á þriggja mánaða fresti GJALDSKRÁR rafveitu og hita- veitu Akureyrar hækka frá og með 1. janúar næstkomandi um 4,78% og er hækkunin í samræmi við hækkun byggingarvísitölu. Stefna veitunefndar er að fylgja byggingarvísitölunni eftir allt til árains 1992 og verður gjaldskráin endurskoðuð héðan í frá á þriggja mánaða fresti í samræmi við breytingar á byggingarvísi- tölunni. Verðlagsbreytingum Gerð fiskihafnar- gijótgarðs: Tilboði Norður- verks hf. tekið SEX TILBOÐ bárust í gerð fiski- hafnargijótgarðs sem rísa á norðan núverandi togarabryggju Útgerðarfélags Akureyringa. Hafnarstjóm hefur samþykkt að taka lægsta tilboðinu, sem kom frá Norðurverki hf., upp á 10.334.210 kr. Það er 74,4% af kostnaðaráætlun, sem nemur 13.881.500 krónum. Áætlunin var unnin af Verkfræðistofu Norður- lands hf. Hallgrímur Skaptason á Akur- eyri átti næstlægsta tilboðið upp á 11.671.820 krónur, sem er 84,1% af kostnaðaráætlun. Fossverk sf. á Selfossi bauð í verkið 11.877.700 krónur, sem er_85,6% af upphaf- legri áætlun. Ýtan sf. á Ákur- eyri bauð í verkið 16.466.500 krón- ur, sem er 18,6% yfir kostnaðar-' áætlun. Rein sf. í Hafnarfírði bauð 17.238.800 krónur, sem er 24,2% yfir áætlun og Hagvirki hf. í Hafn- arfírði bauð í verkið 17.840.000 krónur, sem fór 28,5% yfír áætlun. Búist er við að framkvæmdir við gijótgarðinn hefjist upp úr áramót- um og er áætlað að framkvæmdum verði lokið að þremur árum liðnum. verði þá mætt með jöfnum hætti. Gjaldskráin var lækkuð um 20% síðastliðið sumar, en með því að miða hana við byggingarvísitölu, er talið að hægt verði að ná skuldum fyrirtækisins niður fyrir tvo milljarða króna að Qórum árum liðnum, eða árið 1992. Skuldir Hitaveitu Ákur- eyrar nema nú um það bil 2,2 milljörðum króna. Síðast hækkuðu hita- og rafveitu- taxtar á Akureyri þann 1. nóvember sl. Aðrar hitaveitur munu hafa tekið tíðari endurskoðanir á gjaldskrám sínum. Til dæmis hefur Hitaveita Akraness- og Borgarfjarðar ákveðið að endurskoða gjaldskrár sínar á mánaðarfresti. í hádegismat á dagheimilinu Flúðum . Morgunblaðið/GSV Dagvistargjöld hækka um 15%: Langur biðlisti eft- ir dagvistarplássi Dagvistargjöld á Akureyri hækka um 15% frá og með ára- mótum I samræmi við fjárhagsáætlun bæjarins 1988. Fyrir dagheimilisvist greiða einstæðir foreldrar 5.150 krónur, en aðrir greiða fyrir sömu vistun 7.600 krónm-. Fyrir fjórar stundir á leikskóla greiðist frá og með áramótum 3.250 krón- ur og fyrir fimm stundir verður mánaðargreiðslan 4.000 krónur. Gjald fyrir svoköUuð hádegisbörn verður 4.900 krón- ur. Alls bíða nú 342 böm eftir plássi á dagvistarstofnunum Akur- eyrarbæjar. Utan Glerár eru 173 böm á biðlista og á Brekkunni og á Eyrinni eru þau 169. Á dagvist- un Akureyrarbæjar hætta 132 böm á næsta ári, þar af 14 vegna þriggja ára reglu og hin vegna aldurs. Eftir áramótin verður nýtt dag- heimili, Sunnuból við Sunnuhlíð, opnað og getur það tekið við um það bil 25 bömum í vistun. Hvorki hefur þó fengist forstöðukona né fóstrur til að starfa við nýja heimil- ið. Þá áætlar Hvítasunnukirkjan að opna dagvistun norðan Höfða- hlíðar snemma á næsta ári. Félagsmálastofnun Akureyrar- bæjar mun sjá um innritun bama á dagheimili þeirra, en að öðm leyti mun kirkjan reka heimilið. Líklegt er talið að gjöld verði í samræmi við önnur dagvistargjöld á Akureyri. „Þessi heimili leysa engan veginn þá miklu þörf sem er á dagvistarrými í bænum þó biðlistinn komi til með að styttast eitthvað fyrst um sinn. Það bætist alltaf við hann á móti,“ sagði Hulda Harðardóttir forstöðukona í Síðuseli í samtali við Morgun- blaðið. Tónlistarskólinn: Jólatónleikar strengja- deildar og blásarasveita Jólatónleikar strengjadeildar Tónlistarskólans á Akureyri fara fram í kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20.30 í Akureyrar- kirlgu. Allar strengjasveitir Tónlistar- skólans leika á tónleikunum, en þær eru þijár talsins. Fluttur verður konsert í G-dúr fyrír lágf- iðlu og hljómsveit eftir Telemann. Einleikari með hljómsveitinni verður Brynhildur Sigurðardóttir lágfiðlunemandi. Konsert í d-moll fyrir tvær fiðlur eftir J.S. Bach verður leikin. Einleikarar verða Matthías Stefánsson fiðlunemandi og Þrúður Gunnarsdóttir fiðlu- nemandi. Auk þessa verka verður fjöldi annarra verka á efnis- skránni. Stjómendur sveitanna eru: Guðrún Þórarinsdóttir, Magna Guðmundsdóttir og Mic- hael J. Clarke. Aðgangur er ókeypis. Jólatónleikar Blásarasveita Tónlistarskólans á Akureyri verða í Akureyrarkirkju sunnudaginn 20. desember og hefjast kl. 14.00. Fjórar blásarasveitir leika á tón- leikunum undir stjóm Atla Guðlaugssonar, Norman H. Denn- is og Roar Kvam. Á efnisskránni verða jólalög ásamt annarri tón- list, sem sveitimar hafa æft að undanfömu. Aðgangur er einnig ókeypis. Mikið hefur verið um uppsagnir fóstra á undanfömum vikum og mánuðum, en nú stendur yfír starfsmat á vegum Akureyrarbæj- ar og Starfsmannafélagsins á störfum fóstra. Hulda sagði að fóstrur biðu átekta eftir því hvað út úr starfsmatinu kæmi. Sigurður J. Sigurðsson bæjar- fulltrúi sagði að verið væri að kanna störf fóstranna og hvort einhveijar smugur leyndust þar til að færa þeim launaleiðréttingar í þá átt sem þær vonuðust sjálfar til. „Fóstrur eru mjög stórhuga í kröfum sínum og í þeirra hugum er þessi barátta ekki aðeins spurn- ing um einn til tvo launaflokka eða svo, heldur miklu meira en það. Hinsvegar treysti ég mér ekki til að segja um hvort þær hafa rök fýrir sínum kröfum," sagði Sigurður. Vöruhús járn og glervörudeild Akureyri BETRA VÖFFLUJÁRN FRÁ úirirt=t=f=ici allt sem þarf til að gleðja heila fjölskyldu. V-þýsk gæðavara sem endist og endist.... Piltur og stúlka Leikstjóri: Borgar Garðarson Lcikmynd: Öm Ingi Gíslason Lýsing: Ingvar Bjömsson Tónlist: Jón Hlöðver Áskelsson Frumsýning nnnan dag jólakl. 17.00 2. sýning sunudaginn 27. des. kl. 20.30 3. sýning þriðjudaginn 29. des. kl. 20.30 4. sýning miðvikudaginn 30. des. kl. 20.30 5. sýning fimmtudaginn 7. janúarkl. 20.30 6. sýning föstudaginn 8. janúar kl. 20.30 7. sýning laugardaginn 9. janúarkl. 18.00 8. sýning sunnudaginn 10. janúarkl. 15.00 Ath. brcyttan sýningartíma. Forsala aðgöngumiða hafin. Gjafakortift gleðor - tllvalin jólogjöf. 1f Æ MIÐASALA mmm 96-24073 LöKFéLAG AKUR6YRAR Heitar vöfflur og stóraukið úrval af smurðu brauði. Kíktuviðí kaffitímanum. „GAUKURAKUREYRAR“ 1. flokks matur á teríuverði EKTA PIZZUR OpiÓ um helgar frákl. 11.30-03.00 Virka daga Jrákl. 11.30-01.00 v/Ráðhústorg Allir íZebra Diskótek é 2 hæðum Ath! 18 ára aldurstakmark. Veltlngastaöur. Hafnarstrætl ÍOO. simi 25500 TILBOÐ BAUTANS í DESEMBER INNKAUPADISKURINN (kaldir kjötréttir og fiskréttur) ásamt súpu og salatbar. Kr. 450,- ÍKAFFINU Búðarápsdiskurinn (snitta, kökusneiö og kaffi) Kr. 180,- Hafnarstræti 92 - Sími 21818.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.