Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 68

Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 Frá Klettsvík í Vestmannaeyjum þar sem laTÍnn hefur náð Noregsvexti. Morgunbiaðið/Sigurgcir jðnaason Sjókvíaeldi: Miklu betri vöxtur en áður hefur þekkst hér við land - segir Páll Gústafsson framkvæmdastjóri fSNO um eldið í Vestmannaeyjum Stefnt að framleiðslu á sandhverfu í Kelduhverfi „ÞETTA hefur verið á tilrauna- stigi þjá okkur en nú erum við loksins að ijúka undirbúningi und- ir eðlilegan rekstur," sagði Páll Gústafsson framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtíekisins ÍSNO hf. ÍSNO hf. er sú fiskeldisstöð sem mesta reynslu hefur af sjókvíaeldi hér við land og hefur síðustu árin framleitt meirihluta þess lax sem á markað hefur farið frá íslenska fiskeldinu. Fyrirtækið stefnir nú að framleiðslu á sandhverfu í Kelduhverfi. ÍSNO er með matfískeldi í Lónum í Kelduhverfí og framleiðir þar 120 tonn á ári. í Vestmannaeyjum er fyrirtækið að byggja upp aðstöðu til sjókvíaeldis. Framleiðslan í ár verður um 100—120 tonn í ár, 250 tonn á næsta ári og 400 tonn á árinu 1989, ef allt gengur að óskum. Samfara þessu eru reknar tvær seiðastöðvar, önnur í Lónum en hin á Öxnalæk í Ölfusi. Fimmti rekstrarþátturinn er hafbeit í Kelduhverfínu. Sú starfsemi hefur verið á tilraunastigi í 7 ár án þess að farið hafí verið út í hafbeit í stærri stfl. Úrganginum dælt á land í Lónum Páil lýsir starfseminni í Lónum og Vestmannaeyjum nánar þannig: „Lónin eru merkilegur staður og fæstir gerðum við okkur grein fyrir því í upphafí hvað náttúran er flók- in. Rennslið í gegn um Lónin er 19 rúmmetrar á sekúndu. Mikið af vatn- inu kemur undan hrauni, 10—11 gráðu heitt, þannig að Lónin eru að mörgu leyti heppileg til sjókvíaeldis. Það hefur sýnt sig að eldið gengur upp, þó ekki hafi það gerst áfalla- laust. Við höfum lent í óhöppum vegna veðurhæðar og frosts sem við voru ekki viðbúnir í upphafí en höfum lært af reynslunni og m.a. endur- baett kvíamar mikið. Við höfum takmarkað svigrúm í Lónunum. Þetta er lokaður fjörður og erum við hræddir við botnmengun út frá kvíunum. Við höfum leyst þau mál með því að dæla óhreinindunum á land og haldið þannig jafnvægi. Úrgangurinn hefur verið notaður sem áburður á sandana. Ekki er ætlunin að auka sjókvfaeldið þama enda hefur höfuðmarkmið okkar með starfseminni í Lónunum verið að byggja þar upp hafbeit." Hafbeit í stórum stíl undirbúin „Áriega hefur verið sleppt 20 þús- und seiðum og mismunandi stofnar notaðir við það og mismunandi að- ferðir. Nú teljum við okkur vera komna með eigin stofn í hafbeitina, kynslóð af stofni sem búin er að fara tvisvar sinnum í hafíð og skila sér til baka. Upphaflega er þessi stofn kominn úr Laxá í Aðaldal, en einnig höfum við prófað aðra stofna, svo sem KollaQarðarstofninn. Endur- heimtur í hafbeitinni hafa verið á bilinu 4—7% og meðalþunginn mun meiri en sunnanlands og vestan, eða 4,3 kg. Út úr þessum hafbeitartil- raunum undanfarin 7 ár hefur komið ákveðið mynstur sem við ætlum að gera tilraunir með á næstu þremur árum með því að sleppa þrefalt fleiri seiðum en áður, eða 60 þúsund seið- um. Einkum prófum við mismunandi sleppiaðferðir þar sem við höfum grun um að seiðin séu fæða fyrir margar tegundir, svo sem sel og fugl, og mikil afföll verði strax eftir sleppingu. Þá þurfum við að endur- bæta endurheimtutæknina, sem reynst hefur erfið, með því að byggja upg gildrur. Ég tel að þessar endurheimtur eigi að vera nægilegar til að byggja upp arðsama hafbeit. Hins vegar heftir eftirspum eftir seiðum verið svo mik- il og verðið hátt að hagkvæmara hefur verið að selja seiðin en sleppa þeim í hafbeit. Það er hins vegar ekki valkostur til lengri tíma litið." Of mikil áhersla á erfðamengiin „Við höfum verið að rækta upp eldisstofn með ákveðnum aðgerðum og teljum okkur nú vera búnir að koma upp íslenskum stofni sem hent- ar ágætlega í matfiskeldi. Kynþroskinn er seinna á ferðinni en í öðrum íslenskum fiski og vöxturinn ágætur. Árið 1984 fengum við heimild til innflutnings á 15 lítrum af hrognum frá Noregi. Þeim var haldið í einangr- un í ár í Hafnarfírði áður en við fluttum þau í Lónin. Þessi fískur varð söluvara í vor og var meirihíuta hans slátrað. Hann er í fyrsta skipti kynþroska núna. Ekki er enn vitað hvort við fáum að selja hrognin hér innanlands en ef leyfí fæst ekki eig- um við tryggan markað f Noregi. Fiskur af þessum stofni er að öllu leyti mun betri til eldis. Ætlunin er að blanda þessum stofíii við þann íslenska. Ég hef ekki neinar áhyggjur af erfðamengun. Sá fískur sem hugsanlega sleppur úr kvfum á ekki neina möguleika úti f náttúrunni. Hann og forfeður hans hafa alið allan sinn aldur í vernduðu umhverfí og á ekki neina möguleika á að bjarga sér. Að auki verða flest óhöppin að vetrarlagi og drepst fisk- urinn þá fljótlega vegna kulda í sjónum. Okkur finnst of mikil áhersla lögð á þessa erfðamengun, og alger- lega án tileftiis. Undanfarin ár og áratugi hefur stofnum eftirlitslaust verið blandað á milli vatnasvæða. Aðalgallinn við umræðuna er að of lítið er vitað um það sem menn kalla erfðamengun." Fullkomnar aðstæður í Vestmannaeyjum „Við byijuðum með kvíaeldi í Klettsvík f Vestmannaeyjum í ágúst á síðasta ári. Þá settum við út 56 þúsund 50—60 gramma seiði. Þau eru nú orðin 3 kg eftir 14 mánuði og reiknum við með að slátra þeim í byijun næsta árs. í vor settum við út tæp 100 þúsund seiði og er sá fískur að nálgast kílóið. Við þekktum ekki aðstæður og lentum í ákveðnum byijunarörðugleikum sem tekist hef- ur að yfírstfga. Reynslan af Vestmannaeyjum er góð það sem af er. Engin þau vanda- mál hafa komið upp sem ekki hefur verið hægt að yfirstíga. Ætlunin er að auka framleiðsluna upp í 400 tonn á þessum stað, en aðstaéður eru ekki til að framleiða öllu meira þama. Við höfum fengið mjög góðan vöxt í kvfunum, miklu betri en við höfum þekkt áður hér við land og alveg sambærilegan við það sem er í Nor- egi og Skotlandi til dæmis. Kjörhiti er á sjónum á þessu svæði og eru Vestmannaeyjar ef til vill eini staður- inn sem er ftillkominn á landinu þar sem hægt að koma við hefðbundnum sjókvfum. En á það verður að líta að tækninni fer ört fram og það getur vel verið að komin verði tækni til að nota á stöðum sem nú er talið ómögulegt." Spenntur fyrir strandeldinu Páll sagðist vera bjartsýnn á Páll Gústaf sson með 40 punda hrygnu sem alin var í Lónum í Keldu- hverfi. Morgunblaði#/RAX Unnið við lógun laxa hjá ÍSNO í Kelduhverfi. framtíð fískeldisins hér á landi. Þrátt fyrir að hans fyrirtæki hafí mest stundað sjókvfaeldi kvaðst hann allt- af hafa verið spenntur fyrir strand- eldishugmyndinni. ÍSNO er aðili að undirbúningsfélagi sem hefur undir- búið stóra strandeldisstöð á Reykja- nesi, nálægt Sjóefnavinnslunni. „Við höfum trú á þessu dæmi en höfum ekki enn getað sannfært flársterka erlenda aðila um ágæti hennar enn sem komið er. Norðmenn hafa verið að velta strandeldinu mikið fyrir sér en mér virðist sem þeir séu að fjar- lægjast þessa hugmynd aftur. Því veldur fyrst og fremst verðið á laxin- um. Verðlagið hefur verið hátt flest undanfarin ár en menn telja að það muni lækka á næstu árum og fari ef til vill niður fyrir það sem nauðsyn- legt er til að geta staðið undir hinum míkla stofnkostnaði sem þarf að leggja út í við fískeldisstöð á landi." Sandh verfueldi í Kelduhverfi? „Við erum nú einkum að spá f aðrar tegundir en lax. Til dæmis höfum við mikinn áhuga á að gera tilraunir með eldi á sandhverfu í Kelduhverfinu og nota til þess hitann sem þar er.“ Norska fiskeldisfyrirtækið A/S Mowi á tæpan helming í ÍSNO á móti íslendingum en norska stórfyr- irtækið Norsk Hydro á Mowi. Norsk Hydro á þijú önnur fískeldisfyrirtæki í Irlandi, Skotlandi og á Spáni. Fyrir- tækið á Spáni er með sandhverfueldi og sagðist Páll vera f viðræðum við Norsk Hydro um samstarf um sand- hverfuna. Einnig væri hann í sambandi við físksjúkdómayfírvöld þvf ekki væri hægt að gera þetta án þess að fá leyfí til að flytja inn lif- andi físk. Fiskeldisstöðvamar sem Norsk Hydro á hafa með sér mikið sam- starf og tekur ÍSNO fullan þátt í því og nýtur upplýsinga og tilrauna til jafns við hinar stöðvamar þrátt fyrir að fslendingar eigi meirihluta f félag- inu. Páll sagði að þetta samstarf væri mikils virði og kæmi sér vel fyrir ÍSNO. - HBj.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.