Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 3
fttorfltwftfaftifr /ÍÞRÓTTIR ÞRŒUUDAGUR 26. JANÚAR 1988 B 3 HREYSTI Það er ábyrgð foreldra og leiðbeinenda að tryggja, eins og hægt er, að upplifun bama á þátttöku í keppnisíþróttum sé jákvæð. að eru margar hliðar á íþróttum. Möguleikar hvers og eins til að ná persónulegum markmiðum og auka þroska í gegnum íþróttimar eru eins margir og mismunandi og mennimir. í dag ætla ég að drepa á keppni bama í íþróttum. Nokkur ágrein- ingur er meðal manna hvaða áherslu eigi að leggja á keppnisþátt íþrótta hjá bömum. Sumir segja, að megináherslu beri að leggja á þau at- riði, sem auka tækni og leikni, en sleppa að mestu keppnum, þar sem einn stend- ur efstur og annar verðurað þola tap. Það er nefnt, að sú spenna og álag, sem fyigi keppni, sé bömum óholl. Víst er, að margur ungur drengurinn hefur verið niðurdreginn eftir að hafa tapað fyrir jafnöldrum sínum 10—0, eða klúðrað dauðafærinu, sem hefði getað unnið leikinn. Aðrir telja, að keppnisformið búi bömin undir átök lífsins, það að takast á við mótlæti og sigr- ast á því og kunna að njóta ávaxta velgengni. Undirritaður telur tvímæla- laust, að keppni geti haft góð uppeldisleg áhrif og þroskað með bömum ýmis jákvæð per- sónuleikaeinkenni, en hún getur einnig gert hið gagnstæða. í þvf samhengi skal nefndur einn þáttur keppni, sem margir vita ekki af, en er mikilvægur. Hann er upplifun foreldra á ár- angri bama sinna í íþróttum. Því miður er það svo, að sumir foreldrar hafa svo mikinn metn- að fyrir hönd bama sinna um árangur i keppni að til vansa er. Flestir sem fylgjast með t.d. knattspymukeppni bama hafa séð foreidra, sem gjörsamlega sleppa sér á hliðarlínu, þegar böm þeirra em í keppni, kall- andi ókvæðisorð að dómara og viðhafandi athæfí, sem er gjör- samlega óþolandi af fullorðnu fólki við þessar aðstæður. Und- irritaður varð einu sinni vitni að því að faðir skammaði son sinn fyrir slaka frammistöðu strax að leik loknum fyrir fram- an félaga og þjálfara og var reyndar hinn versti yfir gengi „síns liðs“. Þessi viðbrögð eru sérstak- lega til þess fallin að eyðileggja þau jákvæðu áhrif, sem ég tel, að geti fylgt hóflegri keppni. Einnig eru þjálfarar, sem hvetja til hörku og óbeint til brota, menn sem ættu að halda sig frá því starfí, jafnvel þótt þeir hafi verið fengnir til starf- ans vegna þess áhuga, ósérhlífni og eljusemi, sem einkennir íþróttastarf hér á landi. Stundum virðast böm undir pressu frá foreldrum um að sækja æfíngar og ná árangri — vera best. Þess eru dæmi, að böm hafí verið að kvarta um verki eða óþægindi, sem foreldr- ar hafa ekki hlustað á og talið „minni háttar tognun“, „vaxtar- verki" o.þ.h. og hvatt til frekari æfinga. Það er ljóst, að 10 ára gömul böm hér á landi æfa sum hver fímleika 18 klst. á viku til þess að ná keppnisárangri. Fimleikar eru glæsileg íþrótt, en það þarf að meta hveiju skal fómað til að ná árangri. Þær ofúrmann- legu kröfur sem gerðar eru til mannslíkamans í fímleikum kvenna gera það að verkum, að þær sem léttastar eru og smæst- ar virðast nú eiga betri mögu- leika en hinar á að ná árangri, þó að það sé ekki algilt. Þetta hefur þýtt, að sífellt yngri stúlk- ur eru teknar til þjálfunar i fímleikum með það markmið að ná toppkeppnisárangri. Þetta hefur margvisleg neikvæð áhrif t.d. benda rannsóknir til þess að hið mikla æfíngaálag, sem er á þessum stúlkum, seinki kynþroska þeirra, það séu ekki aðeins þær, sem eru seinþroska frá náttúmnnar hendi sem sitji eftir á toppnum. Einnig getur æfíngaálagið haft slæm áhrif á bein- og bijóskkjama á vaxtar- skeiði. Sama má t.d. segja um langhlaup. Þó að stórþjóðir leyfi sér að eltast við ljóma gullsins tvímælalaust á kostnað kepp- endanna oft á tíðum, tel ég fráleitt, að við íslendingar látum glepjast af þeim viðhorfum. Eins og sjá má, eru margar hliðar á keppni í íþróttum og það er leiðbeinenda og foreldra að tryggja að upplifun bamanna í sigri eða tapi sé jákvæð. Þú gerir ekki betur en þitt besta, en þú átt alltaf að reyna skila þínu besta í hveiju verkefni, hvort sem er í starfi eða ieik. Grímur Sæmundsen Of langt genglð Hinarofurmannlegu kröfur, sem gerðareru til ungra keppnisstúlkna í ' fimleikum. geta veriö skaðlegar heilsu þeirra. PAII Ólafsson, sem hér sést f baráttu við Sigurð Sveinsson, sinn gamla félaga úr Þrótti, í viðureign Lemgo og Diis- seldorf, lék frábærlega um helgina og skoraði tíu mörk gegn Milbertshofen. HANDKNATTLEIKUR Páll Olafsson með snilldarleik Skoraði tíu mörk og Wunderlich féll í skuggann þegar Dusseldorfvann sigur, 22:20, í Milbertshofen Páll Ólafsson, landsliðsmaður í handknattleik, fór á kostum í Milbertshofen, þar sem Diiss- eldorf vann góðan sigur, 22:20. Páll lék sinn besta leik með Dússeldorf til þessa og féll sjálfur snillingurinn Erhard Wunderlicht, sem skoraði sjö mörk, algjörlega í skuggann. 'óhannilnga junnarssyni í V-Þýsaiandi Páll skoraði 10 mörk í leiknum, í öllum regnbogans litum - úr iraðupphlaupum, af línu, með lang- kotum, úr homum, með gegnum- brotum og úr vítaköstum. Mil- bertshofen byijaði leikinn mjög vel og komst í, 8:1, og var fír, 14:8, í leikhléi. „Þetta er pott- iétt. Við vinnum hér öruggan igur,“ sagði forseti Milbertshofen, em er á botni deildarinnar, í leik- iléi. Leikmenn Diisseldorf voru ekki :ammála honum. Þeir komu ikveðnir til leiks í seinni hálfleik >g náðu að jafna, 18:18. Páll fór á costum og sigurinn varð Diisseld- >rf, 22:20. „Við tókum loks við >kkur eftir hlé, sóknar- og vamar- eikur smullu saman og ég fór að litta rammann!" sagði Páll í sam- ;ali við Morgunblaðið. Dússeldorf er í öðm sæti í 1. deild- arkeppninni, með 21 stig eftir fjórtán umferðir. Gummersbach, sem vann sigur, 20:16, yfír Schwab- ing, er í efsta sæti með 23 stig. Kristján Arason skoraði tvö mörk í leiknum og hafði sig lítið í frammi. Hann og Rúdiger Neitzel vom báð- ir teknir úr umferð strax frá fyrstu mínútu og vom í strangri gæslu allan tímann. Páll Ólafsson sagði lið Dússeldorf vissulega eiga nokkra möguleika á að ná Gummersbach og jafnvel sigra í deildinni, þó ekki væri rétt að tala um það strax. Það væm margir leikir eftir. „Við eigum erfíða útileiki eftir en hins vegar er dagskráin á heimavelli frekar létt.“ Dússeldorf fær Gummersbach í heimsókn 14. febrúar og verður það þýðingarmikill leikur, ef að líkum lætur. S Nokkur spor saumuð ívör Alfreðs Essen mátti þola tap, 20:22, í Núm- berg. Leikmenn Númberg, sem vom jrfír, 14:10, í leikhléi - skor- uðu fyrsta markið í seinni hálfleikn- um. Þeir vom mjög ákveðnir og fóm vel út á móti þeim Alfreð Gísla- syni og Jochen Fraatz. Börðu oft vel á þeim félögum og varð t.d. að sauma nokkur spor í vör Alfreðs, sem fékk eitt sinn þunkt högg. Essen náði að minnka muninn í, 20:19, rétt fyrir leikslok. Þá fékk Essen vítakast, sem Fraatz misnot- aði. Númberg skorar, 21:19, úr hraðupphlaupi og síðan skorar Al- freð, 21:20, úr vítaksati. Síðustu sek. leiksins léku leikmenn Essen maður gegn manni. Það gekk ekki upp og sigurinn varð Númbergs, 22:20. Fraatz skoraði 8 mörk fyrir Essen og Alferð 6/2. Reiner Cordes, fyrr- um leikmaður Essen, skoraði 8 mörk fyrir Númberg. Sigurður Sveinsson og félagar hans hjá Lemgo unnu óvæntan sigur, 15:14, yfír Grosswallstadt, eftir að hafa haft yfír, 8:3, í leikhléi. Af þessum þremur mörkum sem Gross- wallstadt skoraði í fyrri hálfleik voru tvö mörk skoruð úr vítaköst- um. Þessi sigur kom á óvart. Grosswallstadt er eitt.besta sóknar- liðið 4. deildinni, en vöm Lemgo hefur verið gloppótt. Oft eins og vængjahurð. Sigurður Sveinsson skoraði fimm mörk fyrir Lemgo. „Mér gekk ágætlega, þetta er í þokkalegu lagi, þó mér fínnist held- ur lítið að skora fimm mörk, “ sagði Sigurður í samtali við Morgunblað- ið. „En þetta var ömggur sigur hjá okkur, við vorum 2-3 mörk yfir mest allan seinni hálfleikinn," sagði Sigurður Sveinsson. KNATTSPYRNA Óskar Ingimundarson til Bayer Uerdingen Oskar Ingimundarson, þjálfari nýliða Leifturs í 1. deildinni í knatt- spymu, fer til Vestur-Þýskalands um miðjan febrúar til að fylgjast með þjálfun Bayer Uerdingen. Óskar verður í hálfan mánuð hjá Atla Eðvaldssyni og félögum, en um páskana fer hann með lið sitt í æfínga- búðir til Englands. Þangað fór liðið í fyrra og þótti svo vel til takast að aftur verður farið á sama stað. Óskar Ingimundarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.