Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 2
2 B IWwrflttnMaMfr /IÞROTTtR ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 HANDBOLTI Sigurður Sveinsson til liðs við Valsmenn „Spennandi að mæta aftur í 1. deildarslaginn heima,“ segir Sigurður SIGURÐUR Sveinsson, lands- liðsmaður í handknattleik, hefur ákveðið að ganga til liðs við Valsmenn. Sigurður er þriðji íslendingurinn, sem leikið hefur í Þýskalandi, sem ákveður á skömmum tfma að snúa heim. Alfreð Gfslason og Páll Ólafsson hafa þegar ákveðið að koma heim og leika með KR næsta vetur. Sigurður kemur heim í vor eftir að keppnistímabilinu lýkur í Þýskalandi. Hann hefur leikið 6 ár í Bundesligunni, fyrst með Nettelstaedt í eitt ár og síðan í fimm ár með Lemgo. „Þetta hefur verið góður og lær- dómsríkur tfmi hér í Þýskalandi, en þetta er mjög einhæft líf. Ég er orðinn langþreyttur og vil fara að komast heim. Undirbúningur landsliðsins fyrir Ólympíuleikana skiptir einnig máli í þessu sam- bandi. Það er ljóst að ef ég yrði hér áfram myndi ég missa af 7 deildarleikjum næsta haust vegna Ólympfuleikanna," sagði Sigurð- ur. „Það leggst mjög vel í mig að íeika með Val. Liðið hefur góðum leikmönnum á að skipa og það verður spennandi að mæta aftur í 1. deildarslaginn heima.“ Sigurður sagði að það hafi aðeins tvö 1. deildarlið komið til greina að leika með, Valur og Fram. „Það sem réði úrslitum var að Valsmenn vantar vinstrihandar skyttu, en Framarar hafa ungan og efnilegan leikmann, Júlíus Gunnarsson, í þeirri stöðu.“ SigurAur Sveinsson. FRJALSAR IÞROTTIR Stefni að því aðfara yfir 2,22 metra áárinu - sagði Gunnlaugur Grettisson, sem stökk 2,15míBretlandi. Morgunblaðiö/Hafsteinn Óskarsson Gunnlaugur Qrettlsson. Myndin var tekin á skoska meistaramótinu innanhúss sem fram fór um fyrri helgi. GUNNLAUGUR Grettisson, ÍR, setti nýtt íslandsmet í hástökki á breska meistara- mótinu innanhúss í Cosford á laugardaginn. Hann stökk 2,15 metra og bætti metið sem hann setti skömmu fyrir jól um 3 sentímetra. Ahorfendur hjálpuðu mér við að setja metið," sagði Gunn- laugur í samtali við tíðindamann Morgunblaðsins eftir að íslands- ■HIBI met hans var orðið Bill staðreynd, en hús- Melville fyUir var í flug- skýlinu fræga, þar sem mótið fór fram. Cosford er mjög þekktur frjálsíþróttastaður. Staðurinn er skrifarfrá Bretlandi skammt fyrir utan Wolverhamp- ton á mið Englandi. Sigurvegari í hástökkinu varð Geoff Parson, Bretlandi,. sem stökk 2,27 m og annar Dalton Grant, sem stökk 2,25 m. Þrír keppenda fóru svo yfir 2,15 m, en Gunnlaugur náði einungis fimmta sæti, þar sem hinir tveir notuðu færri tilraunir en hann. Þórdís varð í öðru sæti í hástökk- skeppni kvennanna, sem fram fór á föstudagskvöldið. Stökk 1,85 metra og hlaut silfur, en sigurveg- ari varð norður-írska stúlkan Debbie McDowell, sem einnig sigraði á mótinu sem Þórdís tók þátt í í Skotlandi um fyrri helgi. Þriðja varð Janet Boyle, sem varð önnur í Skotlandi. Þess má geta að besti kvenhástökkvari Breta utanhúss, Diane Royal, varð að sætta sig við fimmta sætið. Gunnlaugur og Þórdís sögðust bæði stefna að því að keppa á móti í Finnlandi eftir þijár vikur. Þórdís sagðist vonast til að jafna sinn besta árangur þar, stökka 1,88 m, og ef það tækist vonast hún til að verða valin á Evrópu- meistaramótið innanhúss í Búdapest í mars. Sömu sögu er að segja um Gunnlaug. Hann von- aðist til að komast til Búdapest, og síðan sagðist hann hafa sett stefnuna á Seoul: „Ég stefni að því að stökkva yfír 2,22 metra utanhúss í sumar og komast á Ólympíuleikana í Seoul," sagði hann. HANDKNATTLEIKUR / ÞÝSKALAND „Fáránlegt og kemur mér mjög á óvart“ - segir Alfreð Gíslason um fram- komu forseta Essen við Jóhann Inga „ÞETTA er fáránlegt og kemur mér mjög á óvart. Jóhann Ingi er frábær þjálfari og það er ekki honum að kenna að við erum ekki í toppbaráttunni heldur fyrst og f remst stjórn félagsins. Tveir lykilmenn fóru frá okkur í fyrra og ekkert var gert í að fá nýja menn í þeirra stað. Auk þess höfum við átt við mikil meiðsli að stríða, að- eins leikið einn leik með sterkasta liðið og ég er sá eini í upphaflega byrjunarliðinu, sem hef leikið alla leikina," sagði Alfreð Gíslason, lands- liðsmaður hjá Tusem Essen, við Morgunblaðið í gær, þegar Ijóst var að Jóhann Ingi Gunn- arsson hætti sem þjálfari liðsins. lfreð sagði að velgengni und- anfarin ár hefði greinilega villt forseta Tusem Essen sýn á yfir- standandi keppnistímabili. „Við erum ekki með eins sterkt lið og áður, en samt í 6. sæti, sem er gott miðað við aðstæður. Forsetinn sættir sig hins vegar ekki við annað en toppinn og skellir skuldinni á þjálfarann. Ég styð Jóhann Inga heilshugar, hann hefur staðið sig mjög vel, en enginn þjálfari nær árangri, nema mannskapur sé fyrir hendi,“ sagði Alfreð. Alfreð sagðist hafa heyrt að Hade Schmith, sem nú þjálfaði lið í 3. deild, en hefði áður verið með Dort- mund og Essen á undan Ivanescu, tæki við liðinu. „Það er ágætis ná- ungi, en hann er þekktur sem úthaldsþjálfari og ég veit ekki hvort aðferðir hans henti okkur,“ bætti Alfreð við. SPURT ER / Finnst þér að breyta þurfi reglum um innanhússknattspyrnu? Ásgeir Elíasson „Ég held að það sé nauð- synlegt, enda flestir leik- imir hundleiðinlegir, þó að inn á milli komi ágætir leik- ir. Það þarf að minnsta kosti að setja einhveijar reglur til dæmis að boltinn megi ekki fara aftur fyrir miðju eða tímatakmörk á hveija sókn.“ Ellert B. Schram „Það er verið að gera til- raun á vegum FIFA með að að setja alþjóðareglur þar sem notaður er mark- maður. Þá verður hver leikur lengri og lið leika ekki heilar umferðir heldur einn og einn leik. Þetta hefur verið leiðinlegt, en þó betra en í fyrra." Andri Marteinss „Það er ekki spuming. Það þarf að fá markmann og stærri velli. Sumir leikir taka 20 mínútur, en samt eru ekki skomð nema þijú mörk. Þetta er þó aðeins skárra en í fyrra, en þó er leiðinlegt að spila svona og Iíka að horfa á þessa leiki." Árni Njálsson „Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að reglunum þurfi að breyta. Það má stækka völlinn og markið og bæta við markmanni. Svo verður að lengja leikinn. Það er einnig mikilvægt að knatt- spyrnan fái að vera sem eðlilegust og líkust því sem hún er utanhúss." Gudmundur Steinsson „Það mætti breyta reglun- um þó ekki væri til annars en að fá fjör í leikinn. Mér finnst nauðsynlegt að fá markmann og stækka völl- inn. Mér finnst þó '.sárra að horfa á þetta núna held- ur en í fyrra og það er greinilega meira um að lið pressi á andstæðinginn." Sedov „Það er ekki mitt að ákveða hvemig reglumar eiga að vera. Það er algjörlega í höndum KSÍ. En í Sovét- ríkjunum leikum við mjög svipað, nema með mark- mann og fimm útileik- menn, á sama svæði. Það er allt öðruvísi knattspyma og ég held skemmtilegri."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.