Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 10
10 B fHorgiwftUltofr /ÍÞRÓTT7R ÞRJÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 KNATTSPYRNA / SPÁNN flAfinn“ mátti hirða knöttinn tvisvar úr netinu hjá sér Real Madrid íyrst til að vinna sigur í Valladolid. Barcelona taparenn heima Real Madrid, án landsliðs- mannanna Emilio Butragueno og Rafael Gordillo, sem eru meiddir, skoruðu tvö mörk hjá „afa markvarðanna" á Spáni, hinum 39 ára Argentínumanni Carlos Fenoy hjá Valladolid. Þessi mörk dugði Real Madrid til sigurs, 2:0, í Valladolid, þar sem heimamenn töpuðu sínum fyrsta leik í vetur. Martin Vasquez skoraði fyrra mark Real með þrumuskoti á 38. mín. og Francisco Llorente bætti öðru marki við í seinni hálf- leik, eftir að hafa leikið á Fenoy - sendi knöttinn síðan í tómt markið. Barcelona mátti þola tap, o:l, fyrir Osasuna á heimavelli. Jos Sarabia skoraði markið, eftir vamarmistök Andoni Zubizarreta, markvarðar Barcelona, og Juan Goicoetxea. Jose Bakero skoraði tvö mörk fyrir Real Sociedad og Agustin Gajate bætti því þriðja, 3:0, við gegn Sport- ing. Atletico Madrid þurfti að beijast fyrir sigri, 2:1, gegn Cadiz. Bras- ilíumaðurinn Ricardo Alemao og Julio Salinas skoruðu mörk heima- manna, en Árgentínumaðurinn Luis Cabrera skoraði mark Cadiz. ■ Úrslit B/14 ■ Staðan B/14 Reuter Hugo Sanchoz, landsliðsmaður Mexikó, sem leikur með Real Madrid, er frægur fyrir mörk sín með hjólhestaspym- um. Honum tókst þó ekki að skora hjá elsta markverði Spánar. PORTUGAL Fáttgetur stöðvað Porto KNATTSPYRNA / BELGIA Anderlecht er úr leik Femando Gomes tryggði Porto sigur, 1:0, yfir Aca- demica í 1. deildarkeppninni í Portugal. Porto er nú með sjö stiga forskot á Benfica, sem varð að sætta sig við jafntefli, 0:0, gegn Varzim. Porto leikur gegn Benfica fyrir framan 120 þús. áhorfendur í Lissabon á sunnudaginn kemur. Ef félagið vinnur þar sigur þá er meistaratitllinn hjá Porto í -nær öraggri höfn. ARNÓR Guðjohnsen og félagar í Anderlecht töpuðu 1:2 fyrir Club Brugge á útivelli á sunnu- daginn, en belgíska 1. deildar- keppnin hófst að nýju um helgina eftir vetrarfrfið. Wint- erslag, lið Guðmundar Torfa- sonar, tapaði á útivelli, 1:4, fyrir Beerschot. Guðmundur var ekki með. etta var slæmur dagur hjá okkur. Nú verðum við að ein- beita okkur að því að ná UEFA- Frá Bjama Markússyni i Belgiu sæti,“ sagði þjálfari Anderlecht, George Leekens, við blaðamenn á eftir og er greinilega bú- inn að gefa upp alla von um að halda meistaratitlinum. Anderlecht var betra liðið þrátt fyr- ir tap í Brugge. Strax á 2. mín. leiksins átti Arnór gott skot rétt yfír mark andstæðingannaen gegn gangi leiksins skoraði Daninn Ken- neth Brylle á 19. mín. fyrir Bragge eftir að Jan Ceulemans hafði leikið á tvo vamarmenn og sent knöttinn til hans. Brylle þessi lék áður með Anderlecht. Anderlecht byijaði seinni hálfleik af miklum krafti og Amór átti skot í slá strax á fyrstu mínútunni, og eftir það var bjargað á línu. En á 3. mín. hálfleiksins skoraði svo Bragge aftur. Van Wijk skoraði þá með skalla eftir aukaspymu. Frekar ódýrt mark sem vöm Anderlecht hefði átt að koma í veg fyrir. A síðustu mínútu leiksins minnkaði Finninn Ukkonen muninn er hann KNATTSPYRNA / ÍTALÍA Maradona leikur frábær- lega og Napólí er enn efst skoraði úr vítaspymu. Einn vamar- manna Bragge sýndi glæsileg markmannstilþrif er hann varði knöttinn með höndum, er hann var á lrið í markið. í fyrri hálfleik átti Anderlecht einnig að fá vítaspymu, þegar vamarmaður varði knöttinn greinilega með hönd, en ekkert var dæmt. Liðið var því óheppið að tapa leiknum. Amór lék vel, hann var hægra megin — og lék mikið aftur. Þjálfarinn vildi greinilega að hann skilaði miklu vamarhlutverki, en það vora mikil mistök hjá honum því alltaf þegar Amór fór fram skapaðist hætta við mark Brugge. Efstu liðin, Antwerpen og Meche- len, léku á heimavelli þess1. síðar- nefnda, á laugardaginn og Mechelen 2:0. Lei Clijsters og Piet Den Boer gerðu mörkin. Það rigndi mikið meðan leikurinn fór fram, völlurinn var eitt drallusvað og er- fítt að leika knattspymu á honum. Antwerpen er enn í fyrsta sæti með 32 stig en Mechelen kemur næst með 30 stig. Anderlecht hefur 24 stig. Skoraði sitt níunda mark í deildinni um helgina EFTIR16 umferðir í ítölsku 1. deildinni er Napólí enn efst með 27 stig eftir sigurinn gegn Cesena. AC Mfianó er í 2. sœti með 24 stig eftir 1:0 sigurinn gegn Pisa. Alls hafa verið skor- uð 286 mörk það sem af er keppnistfmabilinu, þar af hafa erlendir leikmenn skorað 95 mörk. Maradona er marka- hæsti leikmaðurinn, með nfu mörk, en hann skoraði sfðara mark Napoli í leiknum gegn Cesena á sunnudaginn. Diego Maradona leikur mjög vel um þessar mundir og er það ótrúlegt að honum skuli hafa tekist að skora níu mörk, þar sem vamar- ■■■■ menn mótheijanna Brynja gæta hans alltaf Tomer sérstaklega vel og reyna allt sem þeir geta til að halda honum eins langt frá markinu og hægt er. En Maradona er einstakur og afar snöggur leikmaður, senni- skrifarfrá Italíu lega besti leikmaður í héimi um þessar mundir. Sigur Napólí á Cesena, 2:0, var mjög öraggur. Careca, hinn stór- snjalli brasilíski leikmaður Napólí skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Maradona skoraði síðara markið á 41. mínútu. Yfír 70.000 manns fylgdust með leiknum og var fjöldi áhorfenda því mestur á þess- um leik. Ian Rush heldur hins vegar áfram að valda aðdáendum Juve vonbrigð- um, þrátt fyrir góða frammistöðu síðastliðinn miðvikudag í ítölsku bikarkeppninni. Roma, sem er í 3. sæti, lék á móti Ascoli og vann 3:0. Tvö markanna vora skorað úr vítaspymum. Hið fyrra skoraði Giannini á 32. mínútu og hið síðara skoraði hann á 58. mínútu. Þriðja mark Roma var hins vegar skorað örfáum sekúndum áður en flautað var til ieiksloka, en það var Desideri sem skoraði þá stórskemmtilegt mark. „Pescara og Inter gerðu jafntefli, 1:1. Sliskovic skoraði fyrra markið fyrir Pescara á 34. mínútu, en fjór- um mínútum síðar jafnaði Passa- rella stöðuna. Leikurinn í Tórínó, þar sem samnefnt heimalið lék við Avellino var að flestra mati í dau- fasta lagi. Leiknum lauk 0:0 og vora mjög margir áhorfendur á vellinum, þar sem sól skein glatt í fímm stiga hita. Flestir þeirra fóra þó vonsviknir heim, þar sem Polst- er, sterkasti maður Tórínó, hafði lofað aðdáendum sínum 3:2 sigri í Qölmiðlum daginn fyrir leikinn ... Empoli og Sampdoria gerðu jafn- tefli í Flórens, 2:2. Cucchi skoraði fyrsta markið fyrir Empoli á 14. mínútu og á 43. mínútu breytti Ekström stöðunni í 2:0. Flestir héldu að þar með væri mesti ljóm- inn farinn af Sampdoria, sem hefur staðið sig betur á þessu tímabili en nokkur þorði að vona. í seinni hálf- leik skoraði Vialli hins vegar tvennu fyrir liðið. Fyrra markið á 55. mínútu og seinna markið tveimur mínútum síðar. Leikurinn var afar skemmtilegur, því Empoli lék vel í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik sýndi Sampdoria fram á að það er eitt af bestu liðum 1. deildarinnar með íjörugum og kraftmiklum leik. Como og Juventus gerðu jafntefli, 1-1. Buso skoraði mark Juve á 31. mínútu og Albiero jafnaði á 75. mínútu. í Verona lék samnefnt heimalið við Fiorentina og lauk leiknum með sigri heimamanna, einu marki gegn engu. Það var Pacione sem skoraði eina markið í leiknum á 22. mínútu. AC Míjanó átti í mestu vandræðum með Pisa í leik liðanna sem fór fram í Mílanó. Leiknum lauk 1:0 fyrir heimamenn og það var Colombo sem skoraði sigurmarkið á 27. mínútu. Mílanó heldur þannig stöðu sinni í 2. sæti í 1. deildinni, en Napoli er enn á toppnum og má búast við því að Napoli vinni aftur í ár. ■ Úrslit/B14. ■ Staðan/B14. SKOTLAND Nicholas skoraði Charlie Nicholas opnaði marka- reikning sinn hjá Aberdeen gegn Motherwell. Markið dugði ekki, því að leikmenn Motherwell unnu óvæntan sigur, 2:1. Nicholas var mjög óheppinn í leiknum, því að hann fékk mörg góð tækifæri til að bæta mörkum við. Danski landsliðsmaðurinn Jan Bartram, sem lék sinn fyrsta léik með Glasgow Rangers, skoraði mark með góðu skoti af 18 m færi. Crawford Baptie jafnaði, 1:1, fyrir Falkirk. John Brown og Ian Dur- rant, sem skoraði úr vítaspymu, tryggðu Rangers sigur, 3:1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.