Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 7
PtBimMaMt /ÍÞRÓTTIR ÞRTÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 B 7 FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR II HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD ENGLAND TENNIS / OPNA ASTRALSKA MEISTARAMOTIÐ Graf og Wilander sigruðu örugg- lega í einliðaleik Reuter náði að komast yfir 6:5. Það dugði þó ekki til því Graf setti þá í hæsta gír og vann örugglega. Þetta var fyrsta mótið af þeim „fjóru stóru“ (Grand-Slam) á ár- inu og var mikið rætt um það að að Graf yrði nú fyrsta konan síðan 1970 til að vinna þau öll.á sama árinu. Margaret Court náði þeim árangri 1970 og var meðal áhorf- enda á laugardaginn. Þau „fjögur stóru“ eru opna ástralska, opna franska, Wimbledon, og opna bandáríska mótið. Graf neitaði að ræða þennan möguleika frekar — „í dag hef ég aðeins sigrað á einu mótinu. Ég veit svo sem að ég er eina konan sem gæti náð því að vinna þau Öll fjögur, en það er langt í land enn,“ sagði hún og var varkár í tali. Metkast Vésteins ógilt? GisliFelix lokaði markinu Trewor Steven skoraði fyrir Ever- ton í gær. Enn jafnt hjá Everton EVERTON og Sheffield Wed- nesday skildu jöfn, 1:1, í þriðja sinn í 3. umferð ensku bikar- keppninnar í gærkvöldi. Liðin verða því að mætast aftur á Hillsborough á miðvikud. Trevor Steven skoraði fyrst fyrir Everton á 58. mínútu. Lee Chapman janfnaði síðan á 86. mínútu. Leikurinn var síðan fram- lengdur, en hvorugu Frá ' liðinu tókst að Bob Hennessy skora. 37 þúsund ÍEnglandi áhorfendur mættu á Goodison Park, þar af voru 15 þúsund á bandi Sheffi- eld og fögnuðu þeir vel í leikslok. Leikurinn á miðvikudag fer fram á heimavelli Sheffíled, Hillsborough. Það lið sem sigrar leikur gegn Midd- lesbrough í 4. umferð á laugardag. Manchester City sigraði Hudders- field 3:0 á útivelli og mætir því Balckbum í 4. umferð á laugardag- inn. Andy Hinchcliffe, David Whide og Imre Varadi skoruðu fyrir City. SVÍINN Mats Wilander fagn- aði sigri í þriðja skipti um helgina á opna ástralska meistaramótinu ítennis. Hann sigraði heimamanninn Pat Cash í úrslitaleik á sunnu- daginn, 6:3,6:7 (7:3), 3:6,6:1, 8:6. Vestur-þýska stúlkan Steffi Graf bar sigurorð af Chris Evert frá Bandaríkjun- um í úrslitaleiknum í einliða- leik kvenna á laugardag — 6:1,7:6. Urslitaleikurinn í karlaflokki tók hvorki meira né minna en fjóra og hálfa klukkustund og þótti frábærlega leikinn. Sólin skein og veður var gott er kapp- amir hófu baráttuna en rigning tafði viðureign þeirra um 20 mínútur í öðru settinu. Sömu sögu var að segja frá úrslitaleik kven- fólksins á laugardaginn. Rigning tafði þann leik einnig. Frábærlelkur Eins og áður sagði var úrslitaleik- ur Wilander og Cash frábær og mikil skemmtun fyrir hina 15.000 áhorfendur sem með honum fylgdust. Wilander byijaði vel, vann fyrsta settið, en tapaði síðan tveimur næstu. Síðan vann hann 6:1 og síðasta settið 8:6. Þegar staðan var 6:6 varðist hann frá- bærlega, Cash smassaði hvað eftir annað en Wilander náði alltaf að koma boltanum til baka yfír netið og það var svo heimamaðurinn sem gerði loks mistök. Wilander náði því uppgjöfinni — og nældi í síðasta í síðasta stigið og 105.000 dollara. Það er jafnvirði rúmlega 3,8 milljónir króna. „Þessi sigur er mér gífurlega mik- SVO gæti farið að íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar í kringlukasti, sem hann setti í sumar í Svíþjóð (67,20 m), verði dæmt ógilt. Fijálsíþróttasambandi íslands barst fyrir nokkru bréf frá tækninefnd (laganefnd) sænska frjálsíþróttasambandsins þar sem skýrt er frá því að kastsvæðið í Klagshamn, þar sem Vésteinn setti metið, hafí verið tekið út og athug- að hvort aðstæður væru löglegar. í fréttatilkynningu, sem FRI sendi frá sér í gær, segir: „Það kemur fram í bréfínu að þeir þrír kast- hringir sem eru á svæðinu eru allir löglegir en hins vegar sé kastsvæð- ið sjálft að hluta ólögiegt, það fari eftir því hvaða kasthringur er not- aður. Samkvæmt reglum má kastsvæðið ekki halla frá kasthring meira en sem nemur 1:1000, þ.e. svæðið má ekki vera meira en 6-7,5 cm lægra en kasthringurinn 60-75 m frá hringnum. Kastsvæði framan við einn hringinn er fullkomnlega löglegt, framan við annan hringinn að mestu löglegt en að hluta til ólögiegt, og framan við þriðja hringinn að mestu leiti ólöglegt. ils virði því það et langt síðan allir þeir bestu hafa barist jafn mikið til þess að sigra á stórmóti og nú,“ sagði Wilander eftir sigur- inn. Graf sterk Steffi Graf vann öruggan sigur á hinni reyndu Chris Evert. Fyrra settið vann hún 6:1 og hafði síðan yfír 5:1 í því síðara, en Evert Mats Wilander fagnar inni- lega eftir að hafa slegið síðasta högg sitt í úrslita- leiknum á sunnudaginn. Þetta var hans þriðji sigur í einliðaleik á mótinu. Steffi Graf sést svo hér að neðan með hinn glæsilega bikar sém fylgir sigri í kvenna- flokki. Fögnuður Vésteinn Hafstelnsson. Vésteinn kastaði úr öðrum hringn- um, þar sem kastsvæðið er að mestu löglegt en að hluta hallar of mikið frá hringnum. í bréfí tækninefndar sænska frjálsíþróttasambandsins er sagt að árangur þeirra sem kastað hafa úr þriðja hringnum sé örugg- lega ólöglegur en árangur Vésteins og fleiri sem köstuðu úr öðrum hringnum „ætti" (ought to be) að vera skráður ólöglegur. Stjóm FRÍ þykir sem hér sé ekki kveðið nægilega sterkt að orði þannig að hægt sé að taka met Vésteins af skrá. Var því ákveðið að fara þess á leit við Svíana að þeir skæru úr um það óaðyggjandi hvort hér væri um ólöglegan árang- ur að ræða eða ekki. Fyrr mun laganefnd FRÍ ekki taka afstöðu til þess sem er utan hennar lög- sögu.“ - varði þrjú vítaköst þegar KR sigraði Breiðblik 22:19 KR-INGAR unnu langþráðan sigur í gær er þeir mættu Breiðbiiki í Laugardalshöllinni. KR-ingar með Gísla Felix Bjarnason sem besta mann, unnu sanngjarnan sigur, 22:19. Gísli bókstaflega lokaði mark- inu í síðari hálfleik og þrátt fyrir fjölmörg mistök félaga hans náðu Blikamir ekki að ógna for- skoti KR-inga. Gísli varði m.a. þrjú víta- köst, með því að standa á línu og á þessum kafla náðu KR-ingar fímm marka forskoti og sigurinn öruggur, 22:19. Leikurinn var jafn framan af, en Breiðablik hafði þó undirtökin. KR-ingar lifnuðu þó við undir lok fyrri hálfleiks og leiddu í leikhléi, 12:11. KR-ingar byijuðu vel í síðari hálf- leik, en Blikamir vora þó ekki langt undan. Um miðjan síðari hálfleiks KR-UBK 22 : 19 Laugardalshöll, íslandsmótið - 1. deild, mánudaginn 25. janúar 1988. Gangnr leiksins: 2:2, 4:4, 4:6, 8:8, 9:10, 12:11, 14:12, 14:14, 17:16, 20:16, 22:17, 22:19. Mörk KR: Stefán Kristjánssón 7/2, Þor- steinn Guðjónsson 5, Konráð Olavsson 5, Guðmundur Pálmason 3, Guðmundur AJ- bertsson 1 og Sigurður Sveinsson 1. Utan vallar: 12 minútur. Varin skot: Gísli Felix Bjarnason 18/3. Mörk UBK: Kristján Halldórsson 5, Hans Guðmundsson 5/3, Aðalsteinn Jónsson 2, Þórður Davíðsson 2, Jón Þórir Jónsson 2/1, Bjöm Jónsson 1, Andrés Magnússon 1 og Magnús Magnússon 1/1. Utan vallar: 4 minútur. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 7/1, Þórir Siggeirsson 2. Áhorfendur: 300. Dóm&rar*. Þorgeir Pálsson og Guðmundur Kolbeinsson og dæmdu þokkalega. var eins marks munur, 17:16 og þá fór Gísli í gang. Hann varði tvö vítaköst með mínútu millibili og það þriðja skömmu síðar. Þá vora KR- ingar komnir á bragðið. og náðu fjögurra marka forsl^^ Þegar rúmar þijár numíur vora til leikslok var munurinn fimm mörk, 22:17 og stefndi allt í öraggan KR-sigur. En þá var sem taugamar gæfu sig hjá leikmönnum KR og á síðustu tveimur mínútunum fékk Breiðblik sex dauðafæri. Blikunum tókst þó aðeins að nýta tvö þeirra og sigur KR 'höfn. Gísli Felix var yfirburðamaður í liði KR, varði mjög vel. Þeir Konráð Olavsson og Þorsteinn Guðjónsson léku einnig vel og Stefán Kristjáns- son átti góða kafla. Hjá Breiðbliki var það Kristján Halldórsson sem stóð upp úr. Hans Guðmundsson átti ágætan leik og sama má segja um Þórð Davíðsson. Þrátt fyrir tapið er ekki hægt að segja annað en að Breiðblik hafí fengið tækifæri. Liðið fékk 11 víta- köst, en KR aðeins 3. Þá vora KR-ingar utan vallar í 12 mínútur, en Blikar aðeins í 4 mínútur. ■ Úrslit/B15 ■ Staðan/B15 Logi Eiðsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.