Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 12
12 B fltorannMatib /ÍÞRÓTTIR ÞRWJVDAGUR 26 JANÚAR 1988 Hyundai Excel Staðreyndir Vél 4 strokka, OHC, þverstæð Slagrúmmál 1.468 sm3 Afl hö/sn. mfn. 68 (SAE)/6.500 Tog kgm/sn. mfn. 11,3 (SAE)/3.500 Gírkassi 5 gíra beinsk. Drif Framdrif Fjöðrun Sjálfstæð, Mae Pherson að framan, gormar aftan Stýri Tannstöng Beygjuradfus 4,8 m Hemlar Diskar framan, skálar aftan, tvöfalt kerfi hjálparafl. Lengd 4.088 mm Breidd 1.604 mm Hæð 1.373 mm Hæð undir lægst 166 mm Þyngd 975 kg Eyðsla, meðalt. 7,3 ltr/100 km Hyundai tekur land á Islandi Austur í Kóreu spurðust þau tíðindi, að langt norður í heimi, þar sem eru ystu mörk manna- byggða og hið mikla Atlantshaf j endar í fímbulklaka, BILAR þar væri eitt eyland, fullt með undur og , „ furður. Þar væru Jósepsson kaldar °K dimmar skrifar vetumætur og bjartar sumamæt- ur. Þar væri fískur mikill og sauðfé gott og konur fegri en í Hollyvúdd. Þar ættu menn fleiri bfla en á öðru byggðu bóli á jarðríki, það er ís- land. Nú berast þessar fregnir í eyru staðarhaldara á höfuðbóli Hy- undai, þar sem smíðuð em skip stærri en í öðmm slippum og vagn- ar fríðari. Þau orð fylgja, að á Islandi sé eitt kompaní sem íscan nefnist og vill greiða götu bifreiða , þeirra er til Islands flytjast. Excel fer tll íslands Það er skemmst frá að segja, að þeim Kóreubúum leist vænlegt að senda flokk vagna til íslandsferðar og völdu til þess þá, er Excel heita og em af ítölsku Giugiarokyni, sem sjá má af yfírbragði þeirra og þekkj- ast þeir af ættingjum sínum í Evrópu sem heita Lancia og Fiat. Em þeir framdrifnir eins og kurteis- ast þykir hjá nútímamönnum. Þau em mest afrek þessara vagna, að þeir hafa lagt Norður-Ameríku af hjólum sér og seljast betur öðmm útlendum bflum í Kanada og Banda- ríkjunum. En nú bíður þeirra sú stóra þraut, að glíma við vetrarhraðann markað á íslandi þar sem sá einn lifír, sem verðleikana hefur. Vígdjarfír standa þeir og bjóða keppinautum birginn og njóta að- stöðu hjá Sveini Egilssyni hf. Á Reykjavíkurgötum Vér bflasíðumenn ókum einum úr þessum austræna bflaflokki um götumar og könnuðum lundarfar hans og bardagatækni. Hann reyndist sómagripur, en má þó á honum finna snögga bletti, ef að er gáð. Hann bregst ljúflega við í snúning- um og er léttur í meðforum, hljóð- látur og rúmgóður. Vélaraflið er í það knappasta til æsileikja, en dug- ir vel til brúks. Klæðning er í stíl eldri bfla sem nemur nokkrum árum, en er ekki verri fyrir þá sök, sætin em góð að sitja í og stjóm- tæki í góðu lagi og mælaborð einnig. Hann er fljótur að venjast og er hvers manns færi að eiga við. Dýrseldur er hann ekki, kostar frá 427 þúsund krónum, en þó rrtá hann eiga von á harðri keppni jap- anskra kollega sína á því sviði. Ekki lætur hann uppi, við þvflíkan stuttan akstur, veikleika í fjöðrun eða í aksturseiginleikum, en sýnir góðan styrk í gripi við veg og ber að þakka það góðum hlutföllum vigtar og góðum dekkjum. Svo er að sjá, sem vagnar þessir eigi erindi sem erfíði í þetta land, að því tilskildu að þeir reynist traustir í raunum hins íslenska vegakerfís, þar er ekki ástæða til annars, en að vænta góðs af þeim, kanadískir bera þeim vel söguna. Ljósastaur sem gefur eftir au em sorglega mörg slysin, sem verða þegar bflar Ienda á ljósastaur- um og hljótast tíðum af mikil meiðsli, stundum bani. Þetta gerist enn, þrátt fyr- ir að miklar framfarir hafi orðið i smíði bfla, hvað snertir öryggi, undanfama ára- tugi. Nú er svo komið, að ekki er talið, að vemlega stór skref verði stigin í þá átt, nema neytendur verði reiðubúnir til að sætta sig við vemlegar breytingar á bflunum, einkum hvað varðar útlit og verð. Staurum breytt Þá er eðiilegt, að menn beini sjónum sínum að umhverfínu, þ.e. hlutum ög mannvirkj- um sem em nærri götum og vegum, og hætt er við, að bflar lendi á, ef útaf ber. Svíar hafa rannsakað þessí mál nokkuð og gert tilraunir með nýjungar. Þeir hafa líka ástæðu til, þar í landi bíða 60 manns bana og 300 slasast alvarlega hvert ár í árekstmm við margs konar staura og grindverk við vegi. Einn áfanginn 5 baráttunni við þessa hættu var þegar fyrirtækið ESV Konsult AB kynnti nýja gerð staura fyrir sljóm- málamönnum, fulltrúum umferðarörygg- ismála í Skandinaviu og embættismönn- um. Þessir nýju ljósastaurar em þannig gerðir, að þeir gefa eftir þegar ekið er á þá. Með því móti geta þeir bjargað lífí og heilsu vegfarenda. Árekstur á BO km hraða Þessi kynning fór þannig fram, að Saab 9000 var ekið á slíkan ljósastaur á 50 km hraða. Staurinn stóð sig með prýði, stöðv- aði bílinn og dró vemlega úr áhrifum árekstursins. Afleiðingar þessa áreksturs urðu svipuð og ef bíllinn hefði keyrt á harðan staur á 25 km hraða. í stað þess, að farþegar í bflnum, með spennt beltin, hefðu orðið fyrir stöðvunarátaki sem nem- ur 20 g (tuttuguföldu þyngdarafli), hefðu þeir orðið fyrir 2,5 g átaki og alls engin meiðsli hlotið af. Bfllinn skemmdist litið, aðeins boddyhlutar beygluðust, vél varð ekki fyrir tjóni og engir burðarbitar, jafnvel vatnskassinn var óskaddaður og bfllinn var ökufær á eftir. Tilraunin var endurtekin og ( það skiptið ók bfllinn (einnig Saab 9000) á rúmlega 80 km hraða. í það skiptið lagði vagninn staurinn að velli — eftir að sá síðamefndi hafði stöðvað bílinn. Lengri leið þurfti til að stöðva bflinn, sem þýðir, að átakið á farþegana hefði samt sem áður aðeins orðið 2,5 g. Aftur slapp vélin ósködduð, en í þetta skiptið lak vatnskassinn. Sænska Vega og umferðarrannsóknar- stofnunin hafði umsjón með þessari tilraun í samvinnu við Saab-Scania. Veiðileyfi í alK að 60.000á dag Morgunblaðið/SÁM Það er orðið dýrt í þeim kílóið. Walter Lenz með þann stóra. L ínur hafa nú skýrst verulega í verðlagsmálum stangveiðinnar. í flestum tilvikum hækka veiðileyfi í takt við verðbólgu og bygginga- vísitölu. Segja sumir að það þýði að verð- ið standi í stað. Ef það sannast að laun hafí hækkað að sama skapi og verð- hækkanir í þjóðfél- aginu hafí haldið sömu stefnu er svo sem í lagi að taka undir það. Þeim er þetta ritar finnst veiðileyfi hafa hækkað enn. í stöku á helst krónutalan nokkum veginn óbreytt og sumir líta svo á að þar sé um verðlækkanir að ræða. Það er auð- vitað rétt út frá þeim viðmiðunum sem nefndar hafa verið. Það breyt- ir því ekki sem svo margir eru sammála um, að veiðileyfí em allt of dýr. Allt, allt of dýr. Þeim sem þetta ritar hefur sýnst að viðhorf stangveiðimanna sjálfra hafí tekið tvær megin stefnur og skal aðeins um þær rætt hér. Fyrst er að nefna þann hóp veiði- manna sem er búinn að fá sig fullsaddan. Einn í þeim hópi sem grh. ræddi við nýlega veiðir ár hvert í þeirri nafntoguðu á Laxá á Ásum, 4—5 daga sumar hvert, én sem kunnugt er er krónutalan fyrir veiðileyfin hvergi hærri en í Laxá. Hins vegar hafa margir lagt sig í líma við að útskúra, að veiðin í henni sé svo mikil á hverja dag- stöng að meðaltali, að hún sé í raun langsamlega ódýrust. Ætli þetta fari ekki eftir því hvort menn flýta sér með aflann til matvælakaup- anda og komi sléttir eða jafnvel með gróða út úr veiðitúr. Sumir hugsa ekki um slíkt og þótt þeir fái kannski mest fyrir aurana sína í aflabrögðum í Laxá, þá er hún þó langdýrust. Nú liggur fyrir að verðið á dýrasta tímanum, sem er býsna dijúgur hluti sumarsins í Laxá, kostar litlar 60.000 krónur á dag, og umræddur viðmælandi blaðsins sagði svo frá að sér hefði blöskrað svo verðið að hann gaf afsvar. Sagðist í fyrsta lagi mundu vera til viðræðna um slíka upphæð í júní eða júlí þegar vitað væri um laxagöngur. Og jafnvel þótt hann missti sín leyfi og ítök til einhverra sem vildu greiða svo hátt verð, þá gréti hann það ekki. Núna væri nóg komið. Til samanburðar sagði þessi viðmælandi grh., að fyrir sömu daga hafí hann greitt í fyrra urn 40.000 krónur. Hann sagðist einnig vita til þess að fleiri væru að íhuga að gera slíkt hið sama í sambandi við Laxá í Ásum. Svo virðist sem óánægjan sé nú stórum að magnast og enn verður að spyija, hvar endar þetta allt saman? Þessi sami viðmælandi sagðist reikna með því að minna yrði sótt um veiðileyfí en áður að þessu sinni, að minnsta kosti framan af, nú væri þetta orðið svo dýrt að menn myndu að minnsta kosti halda að sér höndum þar til sumarið gengur í garð og i ljós kemur hveijar horf- umar raunvemlega eru, enda munu færri treysta á spár kunnáttumanna eftir að þær brugðust að nokkru í fyrra. Nú hefur úthlutun veiðileyfa staðið sem hæst hjá stærsta stangveiðifé- lagi landsins, Stangveiðifélagi Reykjavíkur. Grh. hefur það fyrir satt, að þvert á spá fyrri viðmæl- anda hafí mikið verið sótt eftir þeim svæðum SVFR sem bitastæðust megi teljast. Til dæmis bauð félag- ið til reynslu viku í Miðfjarðará á „dýrum tíma“, 10.—17. júlí. Var vikunni skipt í tvö holl, 3 og 4 daga, en veitt er alls á 10 stangir. Um- sóknimar í þetta urðu fjölmargar og miklu fleiri en hægt var að sinna. Annað dæmi er perlan Svartá. Þar seljast stangimar þijár saman og em pakkamir til úthlutunar um 90 talsins. Umsóknimar vom aftur á móti hátt á fjórða hundrað. Alkunna er hversu margir sækja í Elliðaám- ar, þar komast ævinlega færri að en vilja. Svo em aftur önnur svæði sem hafa ekki þetta mikla Qölda- fylgi og em að seljast hægt og rólega jafnvel fram eftir sumri. Þegar illa árar seljast sum aldrei einu sinni í botn. Svona eins og gengur. Veiðivörur . e PO r f) EIÐISTORGI VEIÐI Guðmundur Guðjónsson skritar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.