Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 16
!- i ■ mam KNATTSPYRNA Held valdi 27 manna hóp fyrir fjóra OL-landsleiki Pétur Pétursson Fyrsta æfingin verður á laugardaginn undir stjórn Guðna Kjartanssonar SIEGFRIED Held, landsliðs- þjálfari f knattspyrnu, valdi um helgina 27 leikmenn til að taka þátt í undirbúningnum fyrir Olympíulandsleikina gegn Hol- lendingum og Austur-Þjóðverj- um í á útivelli apríl og ítölum og Portugölum heima í maí. Fyrsta æfingin verður á laugar- daginn undir stjórn Guðna 2. DEILD Öll félög- inmeð grasvöll ■ ■ Oll félögin í 2. deildarkeppn- inni hafa yfír grasvöllum að ráða og verða því nær allir leikir í deildinni leiknir á grasi. Þetta er í fyrsta skipti sem öll félögin í 2. deild hafa yfír gras- völlum að ráða. Félögin sem leika í deildinni, eru: Fylkir, sem leikur á nýum grasvelli í Arbæ, Vestmannaeyj- ar, Víðir, Siglufjörður, Breiða- blik, Þróttur R., ÍR, Selfoss, Tindastóll og FH. Reykjavíkurfélögin Þróttur og ÍR leika sína leiki í Laugardaln- um. Eins og sést á þessari upptaln- ingu, þá eru aðeins tvö félög frá Norðurlandi í deildinni. Siglu- fjörður og Tindastóll frá Sauðárkróki. Kjartanssonar. yrirhugað er að undirbúa liðið sem best fyrir leikina og því hefjast æfingar nú. Þá er verið að reyna að koma liðinu í 10 - 12 daga keppnisferð til ríkja við Persaflóa í byijun febrúar. Njáll Eiðsson gaf ekki kost á sér, en eftirtaldir leikmenn voru valdir: Hlynur Birgisson, Halldór Áskels- son og Siguróli Kristjánsson úr Þór, Loftur Ólafsson, Rúnar Krist- insson, Ágúst Már Jónsson, Þor- steinn Guðjónsson og Páll Ólafsson frá KR, Kristinn Jónsson, Guð- mundur Steinsson, Kristján Jóns- son, Ormarr Örlygsson, Viðar Þorkelsson, Pétur Amþórsson, Þor- steinn Þorsteinsson og Birkir Kristinsson úr Fram, Ingvar Guð- mundsson, Jón Grétar Jónsson og Valur Valsson úr Val, Skagamenn- imir Heimir Guðmundsson og Ólafur Þórðarson, Þorvaldur Örl- ygfsson, KA, Sveinbjöm Hákonar- son, Stjömunni, Guðmundur Hreiðarsson, Víkingi, Guðmundur Torfason, Winterslag, Guðni Bergs- son, Múnchen 1860, og Friðrik Friðriksson, B1909. Pétur Pétursson fertil Feyenoord - KRIeikurgegn Hibernian og Mot- herwell um páskana PÉTUR Pétursson, landslið- smiðherji í KR, ætlar að æfa meö Feyenoord f Hollandi allan marsmánuð. Björn Rafnsson og Willum Þ. Þórsson, félagar hans í KR, hafa mikinn áhuga á að fara með honum og gera það, fái þeir sig lausa úr starfi. Pétur gerði sem kunnugt er garðinn frægan með Feyenoord og nýtur enn mikilla vinsælda hjá mörgum stuðn- ingsmanna félagsins. Að sögn Péturs hefur einn þeirra boðið honum að vera meðan hann æfír með liðinu. Pétur sagði að þama gæfíst kærkomið tæki- færi til að æfa á grasi og stefndi hann að því að vera í að minnsta kosti mánuð í Hollandi. Senni- legt er að Bjöm eða Willum eða báðir fari með honum. Frá Hollandi fer Pétur beint til Skotiands, þar sem KR verður í æfínga- og keppnisferð um páskana. Ian Ross, þjálfari liðs- ins, hefur skipulagt þá ferð og hefur þegar fengið vilyrði um leiki gegn skosku úrvalsdeildar- liðunum Hibemian og Mother- well og er að reyna að fá fleiri leiki. Morgunblaðið/Einar Falur Guðmundur Stelnsson, fyrirliði Fram og íslenska olympíulandsliðsins í knattspymu, sést hér hampa fslandsmeistara- bikamum í innanhússknattspymu - sem Framarar tryggðu sér á sunnudaginn. Mark Duffield til liðs við Skagamenn MARK Duffield, knattspyrnu- maðurinn fjölhæfi frá Siglu- . firði, hefur ákveðið að ganga til liðs við Skagamenn og leika með þeim næsta keppn- istímabil. „Koma Marks er mikill liðsstyrkur fyrir okkur," sagði Sigurður Lárusson, þjálfari Skagamanna í viðtali við Morgunblaðið í gær. Sigurður sagði að Mark væri mjög sterkur leikmaður, sem gapti leikið allar stöður á vellinum. Mark, sem hefur leikið með Sigl- firðingum og Víði, mætir á Akranes í apríl. „Ég er með mjög góðan hóp leik- manna og það er mikill hugur í mönnum hér. Við erum byrjaðir að æfa á fullum krafti og að sjálf- sögðu á Langasandi, sem er eins góður og gervigrasvöllur," sagði Sigurður. Mark Duffleld KNATTSPYRNA / 2. DEILD Stefán Stein- seníFylki - Árbæjarliðið á von á bandarískum markverði STEFÁN Steinsen hefur skipt í Fylki, en hann lék með KR á síðasta keppnistímabili og þar áður með Víkingi í öllum flokk- um. ylkismenn heija undirbúning- inn fyrir keppnina í 2. deild í kvöld og eru allir bestu menn liðs- ins með frá byijun. Anton Jakobs- son og Sigurður Sveinbjömsson komu heim frá námi í Bandaríkjun- um um jólin og fara ekki aftur og Sighvatur Bjamason, sem varð að hætta í fyrra vegna atvinnu sinnar, verður nú með. Þá er von á banda- rískum markverði til félagsins, en sá lék með Antoni og Sigurði í háskólaliði ytra. Fylkismennimir fyrrverandi, Hilm- ar Sighvatsson og Öm Valdimars- son, voru sterklega orðaðir við félagið, en hafa ákveðið að vera kyrrir, þar sem þeir em. Hilmar verður áfram hjá Val og Öm með Selfyssingum, en hann hefur verið með Fram Undanfarin ár. GETRAUNIR: 2X2 111 XXX 121 LOTTO: 1 2 3 13 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.