Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 6
6 B fttorgtmftlaMfr /IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 KNATTSPYRNA INNANHÚSS / ÍSLANDSMÓTIÐ Fram Islands- meistari annað árið íröð FRAMARAR tryggðu sér ís- landsmeistaratitilinn í innan- hússknattspyrnu á sunnudag, annað árið í röð, með sigri yfir Víkingum í úrslitaleik, 5:3. Pót- ur Arnþórsson fór á kostum í úrslitaleiknum og skoraði fjög- uraf fimm mörkum Fram. Síðustu leikir mótsins voru spennandi, en Framarar þurftu að hafa mikið fyrir sæti sínu í úr- slitaleiknum. Það var hinsvegar hlutskipti tveggja Logi B. liða úr 1. deild, utan- Eiðsson húss, að falla í 2. skrifar deild. Það voru sjálf- ir íslandsmeistar- amir, Valur,. og Leiftur frá Olafsfírði. Þau féllu í 2. deild ásamt ÍBV og ÍR. muninn fyrir Víking að nýju, en Pétur Amþórsson skoraði síðasta mark Fram, tveimur mínútum fyrir leikslok, með góðu skoti af löngu færi. Framarar léku nokkuð öðruvísi en önnur lið. Þeir léku framar í vöm- inni og það gafst þeim mjög vel. Fyrir vikið urðu leikir þeirra frá- brugðnir öðrum leikjum og skemmtilegri. Guðmundur Steins- son lék mjög vel og var laginn við að skora úr mjög þröngum fæmm og Pétur Amþórsson fór á kostum í úrslitaleiknum og var einstaklega útsjónarsamur. Víkingamir léku vel, en vantaði herslumuninn til að ná að sigra. Nýliðamir, Hlynur Stefánsson, frá ÍBV og Stefán Halldórsson frá íslandsmeistarar Fram Morgunblaöiö/Einar Falur Framarar eftir sigurinn á Víking í úrslitaleiknum. Aftari röð frá vinstri: Ásgeir Elíasson, þjálfari, Kristinn R. Jónsson, Kristján Jónsson, Ormarr Örlygsson, Steinn Guðjónsson og Jónas Guðjónsson. Fremri röð frá vinstri: Einar Ásbjöm Ólafsson, Pétur Amþórsson, Guðmundur Steinsson, fyrirliði, og Amljótur Davíðsson. Framarar áttu í mesta basli í 8-liða úrslitum. Þeir mættu Þrótti og sigr- uðu, 14:13 eftir framlengdan leik. Tvímælalaust skemmtilegasti leikur mótsins og gífurlega spennandi lokamínútur. Það var Amljótur Davíðsson sem skoraði tvö síðustu mörk Fram og hann átti eftir að reynast mikilvægur í næsta leik. Þá mætti Fram ÍA í undanúrslitum. Leikurinn var mjög jafn, en Fram- arar sigruðu 4:3 og aftur var það Amljótur sem skoraði sigurmarkið, skömmu fyrir .leikslok. Víkingar áttu í minni vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslita- leiknum. Þeir sigruðu KA, 7:5 og unnu svo öruggan sigur yfír Fylki, 9:5 í undanúrslitum. Pótur meðfjögur Víkingar byijuðu vel í úrslitaleikn- um og Hlynur Stefánsson náði forystunni strax á fyrstu mínútu. Framarar jöfnuðu fljótlega með marki frá Pétri Amþórssyni og Guðmundur Steinsson bætti öðru marki við rétt fyrir leikhlé. Hlynur jafnaði fyrir Víkinga í upp- hafí síðari hálfleiks, en Pétur Amþórsson náði tveggja marka for- ystu fyrir Fram með tveimur góðum mörkum. Bjöm Bartmarz minnkaði Hveragerði, stóðu sig mjög vel og Morgunblaöiö/Einar Falur Pétur Amþórsson lék mjög vel í úrslitaleiknum gegn Víkingum og skoraði fíögur mörk. Hér er hann með knöttinn. Atli Einarsson fylgist með. Gunnar Öm Gunnarsson var traust- ur á línunni. Spennandi riólakeppni Riðlakeppnin var spennandi og það lið sem kom án efa mest á óvart var HSÞ b. sem lék í riðli með Val, Víking og Þrótti. Flestir höfðu búist við að HSÞ félli, enda í erfið- um riðli. Svo fór eki og með sigri yfír Val, 5:4, J skemmtilegum leik, tókst HSÞ að halda sæti sínu í deild- ini, á kostnað Valsmanna. Selfyssingar, sem léku til úrslita í fyrra, voru ekki langt frá falli. Þeir sigmðu ÍBV í hreinum úrslitaleik um fall, 6:5. f átta liða úrslitum voru einnig spennandi leikir. Fram sigraði Þrótt 14:13, en flest mörk voru skoruð í þeim leik, 27. Víkingur sigraði KA, 7:5 og KR sigraði ÍA, 9:6. Það var mjög skemmtilegur leikur þar sem Olafur Þórðarson fór á kostum. I síðasta leik 8-liða úrslitunum sigr- aði Fylkir KS, 2:1. Um helgina var einnig leikið í 4. deild karla. Það voru Hvöt, Sindri, Hafnir og Árvakur sem tryggðu sér sæti í 3. deild á næsta ari. ■ Úrsllt/B14. Tvöfalt , hjá Asgeiri íslandsmeistara- tign og 12 réttir íGetraunum! ÆT Asgeir Elíasson, þjálfari fyrstu deildar liðs Fram í knattspymu, hafði ríka ástæðu til að fagna um helgina. Hann og félagar hans, þeir Eyjólfur Bergþórsson, _ Eggert Steingrímsson og Ágúst Guð- mundsson voru einir með tólf rétta í getraununum á laugar- daginn og fengu rúmlega 800.000 krónur í vinning,_ og á sunnudaginn stjómaði Ásgeir liði sínu til sigurs í íslandsmót- inu í knattspymu innanhúss og varði því titilinn frá fyrra ári. Morgunblaðiö/Einar Falur Ingólfsson Valsstúlkuraar aftlr slgurinn á Stjömunnl á föstudagskvöldiö. Aftari röö frá vlnstri: Brynja QuAJónsdóttlr, llösstjórl, Quörún Snmundsdóttlr, Bryndls Valsdóttlr, Inglbjörg Jónsdóttlr, Arasy Magnúsdöttlr og Margrát Óskarsdóttlr. Frsmri röö frá vlnstri: Kristín Briem, Ragn- hlldur Vfklngsdóttlr, fyririlðl, Ragnhlldur Skúladóttlr, Sólrún Ástvaldsdóttlr og Margrót Bragadóttlr. Valsstúlkur hömpuðu ís- landsbikamum VALUR varð íslandsmeistari innanhúss í kvennaflokki, eins og greint var f ró í blaðinu á laugardaginn. Úrslitaleikur- inn fór fram seint 6 föstu- dagskvöldið og sigruðu Valsstúlkurnar Stjörnuna 7:6 í úrslitaviðureigninni. Valur lagði ÍA 6:4 í undanúr- slitunum og Stjaman sigraði KR, 6:5. Mikil spenna var í báðum leikjunum, og voru þeir báðir framlengdir. í úrslitaleiknum var það Guðrún Sæmundsdóttir sem skoraði fyrsta mark leiksins, fyrir Val, en Ragna Lóa Stefánsdóttir jafnaði úr vítaspymu. Ingibjörg Jóns- dóttir kom Val síðan yfír, 2:1, en Ragna Lóa jafnaði aftur. Þannig var staðan í leikhléi. Örugg Valsforysta Bryndís Valsdóttir kom Val í 3:2 og Ingibjörg Jónsdóttir gerði Qórða mark liðsins áður en Laufey Sigurðardóttir minnkaði muninn fyrir Stjömuna. Þá komu tvö Valsmörk — Ingibjörg skoraði sitt þriðja mark og Bryndís sitt ann- að; staðan þá orðin 6:3, en Laufey gerði síðan annað mark sitt og minnkaði muninn í 6:4. Ragn- heiður Víkingsdóttir, fyrirliði Vals, skoraði sjöunda mark liðs síns, en Laufey gerði tvö sfðustu mörk leiksins fyrir Stjömuna. Sigur Valsstúlknanna var sann- gjam, þær voru alltaf á undan að skora og léku betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.