Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 13
HtoqpmMaMb /IÞROTTIR ÞRWJUDAGUR 26. JANÚAR 1988
B 13
SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM
Óþekktur
Kanada-
maður
sigraði
írisa-
stórsvigi
KANDAMAÐURINN Felix
Belczyk kom sá og sigraði í
risastórsvigi í Leukerbad í
Sviss í gær. Þetta var jafnframt
fyrsti sigur Kandamanna í
heimsbikarnum íþessari grein
skíðaíþrótta.
Belczyk, sem startaði númer 32,
var 49/100 hlutum úr sekúndu
á undan Pirmin Zurbriggen sem
varð annar. Heinz Holzer frá Ítalíu
varð þriðji, en hann hafði rásnúmer
19 og Markus Wasmeier þriðji.
Mjög slæmt veður og skyggni var
á mótstað og varð að fresta keppni
í klukkustund. Skyggnið lagaðist
er líða tók á keppni og kom það
sér vel fyrir Belczyk, sem aldrei
hafði sigrað í heimsbikamum.
„Ég vonaðist til að verða einn af
þremur efstu í bruni, en ég er ekki
óánægur með að það hafi tekist í
risastórsvigi. Þessi sigur færir mér
mikilvæg stig og mun ég því starta
mun framar á Ólympíuleikunum í
Calgapr," sagði Belczyk.
„Veðrið réði úrslitum hér í dag það
er engin spuming. Keppendur sem
störtuðu síðar fengu mun betra
skyggni og gátu því tekið meiri
áhættu," sagði Zurbriggen.
ítalinn Alberto Tomba, sem enn
hefur forystu í heismbikamum sam-
anlagt, var dæmdur úr leik þar sem
hann hafði sleppt hliði. Tomba hef-
ur 206 stig og hefur nú 20 stiga
forskot á Zurbriggen.
Urslit/B15
■
Vreni Schnelder frá Sviss sigraði í svigi kvenna í Badgastein í Austurríki á sunnudaginn.
Svissnesku stúlkumar
héldu sigurförinni áfram
SIGURFOR svissneskra kvenna
í heimsbikarkeppni í alpagrein-
um hélt áfram um helgina.
Vreni Schneider vann í svig-
keppni í Badgastein í Austurríki
á sunnudag mefi samanlagðan
tíma 1:19,11 mín. og Beatrice
Gafnervann íbruni íBadga-
stein á laugardag á 1 mín.
43,80 sek.
Christa Kinshofer frá Vestur-
Þýskalandi varð önnur í
svigkeppninni og Corinne Schmid-
hauser, Sviss, þriðja. Þetta var 13.
Anna
Bjamadóttir
skrifar
frá Sviss
sigur Schneiders í
heimsbikarkeppni
en hinn fyrsti á
þessu ári. „Loksins
tókst mér það,“
sagði hún himinlifandi í sjónvarps-
viðtali að keppninni lokinni. Hún
varð önnur í Saas Fee fyrir viku
en var fyrst í báðum umferðum
keppninnar að þessu sinni. „Sigur-
inn er sérstaklega mikilvægur af
því að nú fer óðum að styttast í
Ólympíuleikana," sagði hún.
Gafner hefur einu sinni áður unnið
í brunkeppni. Það var í Mellau fyr-
ir rúmu ári við svipaðar aðstæður
og voru í Badgastein. Brautin var
stutt og „þungfær". Gafner rennur
vel við slíkar kringumstæður og
útbúnaður hefur mikið að segja.
Hún notaði sömu Kastle-skíðin á
laugardag og í Mellau. Brigitte
Oertli frá Sviss varð önnur í Badga-
stein og Veronika Wallinger frá
Austurriki þriðja. Michela Figini og
Maria Walliser lentu í 4. og 6. sæti.
Skíðakonumar skömmuðust út í
aðstandendur keppninnar að henni
lokinni og sögðu að aðbúnaður hefði
verið fyrir neðan allar hellur. Gafn-
er fékk til dæmis ekki að vita að
hún hefði sigrað fyrr en seint og
um síðir af því að hvorki upplýs-
ingatafla né hátalarakerfi voru í
markinu. En þær gleymdu sinni
keppni fljótt eftir að bein sjón-
varpsútsending á bráðskemmtilegri
brunkeppni karla í Leukerbad hófst
og röð venjulegra sigurvegara fór
fullkomlega úr skorðum.
Urslit/B15
SKIÐI / ALPAGREINAR KARLA
Leyniáburður færði
ítölum þrefldan sigur
Margir óþekktir skíðamenn ífremstu röð
ÞRÍR ítalir, Michael Mair,
Giorgio Piantanida og Werner
Perathoner, fetuðu í fótspor
Albertos Tomba á laugardag
og sigruðu í brunkeppni karla
íheimsbikarnum íalpagreinum
í Leukerbad í Sviss. Nýfallinn
snjór þakti brautina svo afi hún
var „seinfarin" í upphafi keppni
en varð æ sleipari þegar á leið.
Keppendur með há rásnúmer
höffiu því heppnina með sér.
Úrslit í brunkeppni á sömu
braut á sunnudag voru venju-
legri. Þá voru tveir Svisslend-
ingar og ítali í þremur efstu
sætunum.
Oþekktir skíðakappar, eins og
Fahner frá Sviss (4.), Plé frá
Frakklandi (6.), Eriksson frá
Svíþjóð (8.) og Skaardal frá Noregi
(13.), gátu fagnað
góðum árangri á
laugardag en menn
á við Marc Girar-
delli, Peter Miiller
og Pirmin Zurbriggen urðu að sætta
sig við 30., 35. og 39. sæti. Þeir
hristu höfuðið yfir úrslitunum og
Anna
Bjamadóttir
skrifar
frá Sviss
Reuter
Mlchael Malr frá Ítalíu sigraði
nokkuð óvænt í bruni karla á laugar-
daginn. Hér er hann á fullri ferð í
brautinni.
sögðu keppnina best gleymda.
Brautin var hálli og harðari á
sunnudag. Daniel Mahrer og Franz
Heinzer lentu í fyrsta og öðru sæti
en ítalinn Igor Cigolia varð þriðji.
Eriksson stóð sig aftur mjög vel
og varð 6. en Mair varð 8., Zur-
briggen 13. og Girardelli 18. Hann
datt illa rétt fyrir innan markið og
skarst á olnboga.
Austurríkismönnum gekk illa báða
dagana. Wimsberger stóð sig best
á laugardag og lenti í 68. sæti en
Huber varð 22. á sunnudag.
Óvenjuleg úrslit í keppninni á laug-
ardag beindu athygli að skíðabún-
aði keppendanna. ítalimir þrír vom
allir á Rossignol-skíðum með nýjum
leyniáburði sem aðstoðarmenn
þeirra hafa blandað. Aðrir keppend-
ur sem nota frönsku skíðin stóðu
sig yfirleitt vel. En líkamsbygging
Mairs og tækni höfðu einnig sitt
að segja. Hann er 94 kg, oft kallað-
ur „risabamið", og rennur tiltölu-
lega léttar brautir mjög vel. Hann
fór brautina í Leukerbad, sem var
3.810 metrar, á 2 mfn. 19,08 sek.
á laugardag en Mahrer fór hana á
2:17,53 á sunnudag.
SKIÐASTOKK
Weissflog sigraði
Jens Weissflog, Austur-Þýskalandi, sigraði í stökki af 90 metra palli
í Engelberg í Sviss á sunnudaginn. Hann stökk 114,5 m og 115,5
metra og hlaut 215 stig. Finninn fljúgandi, Matti Nykaenen, varð
annar er hann stökk 112,5 m og 118 metr sem reyndist lengsta stökk
keppninnar. Hann fékk samtals 214,5 stig og gat munurinn varla
orðið minni.
Nykanen hefur ömgga forystu í heimsbikamum samanlagt með 220
stig. Pavel Ploc frá Tékkóslóvakíu er annar með 163 stig og Weiss-
flog þriðja með 111 stig.
SVIGHANSKAR
fyrir keppendur, sérstaklega hannaðir fyrir gorma-
stangir.
Svighjálmar- Skíðagleraugu.
Ursllt/B15
Hverfisgötu 105. Sími 23444