Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 11
itUrgnnÞIaíiið /ÍÞRÓTTIR ÞRIBJUDAGUR 26. JANÚAR 1988
B 11
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Liverpool nálgast
met Leeds
Hefur leikið 24 leiki í röð án taps.
Leeds lék 27 leiki án taps 1968-1969
Paul Oasco-
igne, hinn ungi
og efnilegi leik-
maður Newcastle,
sem margir telja
að verði næsti
milljón punda
knattspymumað-
ur Englands.
FYRSTI „vetrardagurinn" á
Englandi hrellti knattspyrnu-
menn heldur betur á laugar-
daginn. Aðeins tólf leikir voru
þá leiknir, en 36 frestað vegna
snjókomu. Margir knattspyrnu-
vellir voru ísilagðir eða sem
forarpyttur. Leikmenn Liver-
pool létu kuldann ekki á sig fá.
Þeir héldu sínu striki og lögðu
Charlton að velli, 2:0, á Sel-
hurst Park í London. Liverpool
hefur leikið 24 leiki í röð án
þess að tapa og nálgast félagið
nú met Leedsfrá 1968-1969.
Þá lék Leedsliðið 27 leiki í röð
án þessaðtapa.
Liverpool-liðið lék mjög vel og
var liðsheildin geysilega sterk.
Sagt er að leikur liðsins bjóði upp
á sömu gæði og þeyttur ijómi ofan
á tertu. Peter Be-
FráBob ardsley opnaði leik-
Hennessyí inn 4 30 mín. —
Englandi skoraði sitt fimmta
mark í fimm leikj-
um, eftir að besti leikmaður vallar-
ins, John Bames, hafði leikið eins
og Brasilíumaður á tvo vamarmenn
Charlton og sent knöttinn til Be-
ardsley. John Bames skoraði svo
annað mark Liverpool með góðu
skoti eftir mikinn sprett og einleik
Ray Houghton, sem sendi knöttinn
til Bames. Bob Bolder, fyrrum vara-
markvörður Liverpool, réði ekkert
við skot Bames.
Heppnin með United
Á sunnudaginn léku Arsenal og
Manchester United á Highbury í
London, þar sem Arsenal, sem átti
miklu meira í leiknum, mátti sætta
sig við tap, 1:2. 29.392 áhorfendur
sáu Bryan Robson leika sem aft-
asta vamarleikmann hjá United,'
sem lék vamarleik - geystust fram
í sókn þess á milli. Gordon Strachan
skoraði fyrst fyrir United á 12.
mín. Niall Quinn náði að jafna fyr-
ir Arsenal á 37. mín., en sigurmark
United kom á 67. mínútu eftir mik-
il mistök enska landsliðsmannsins
Tony Adams. Brian McClair náði
knettinum og skoraði sitt 18. mark
fyrir United
Eftir leikinn, sem var sjónvarpað
beint um Bretlandseyjar, sagði Ge-
orge Graham, framkvæmdastjóri
Arsenal, að hann hafí ekkert séð
athugavert við tvö mörk sem Niall
Quinn skoraði - mörk sem dómari
leiksins dæmdi af vegna mðnings.
„Bæði mörkin voru góð.“
Gascoigne skoraöi tvö
Miðvallarspilarinn efnilegi Paul
Gascoigne, 21 árs, tryggði New-
castle sigur, 2:0, yfir Tottenham.
Hann skoraði fyrst af sex m færi
á 29. mín., eftir sendingu frá Darr-
II
en Jackson og síðan sendi hann
knöttinn aftur fram hjá Tony Parks
á 56 mín.
Fyrirsagnir í ensku blöðunum á
laugardagsmorguninn voru að stutt
væri í að John Hollins yrði rekinn
frá Chelsea. Ekki batnaði staða
Hollins eftir að Chelsea hafði mátt
sætta sig við jafntefli, 0:0, á Stam-
ford Bridge í London.
Fréttamaður BBC, sem lýsti frá
leik Watford og Nottingham For-
Morgunblaðiö/Skapti Hallgrímsson
Bryan Robson, fyrirliði United og enska landsliðsins,
lék sem „sweeper" - aftasti maður í vöm, gegn Arsenal.
est, sagði að leikmenn félaganna
ættu að fá viðurkenningu fyrir að
leika knattspymu í svaðinu á Vic-
arage Road-vellinum, þar sem
jafntefli varð, 0:0.
Ékkl frestað lelk á
Maine Road f tíu ár
Völlur Manchester City á Maine
Road var betri heldur en heimavöll-
ur Watford. Völlurinn er upphitaður
og hefur ekki þurft að fresta leik
þar í tíu ár. Aston Villa kom í heim-
sókn til City og fögnuðu leikmenn
Villa sigri, 2:0. Þeir byrjuðu leikinn
með látum - voru snöggir og léku
vel útfærðar sóknarlotur. Tony
Daley, sem lék sinn fyrsta leik í
fjóra mánuði, skoraði fyrst á 13
mín. og síðan bætti Gary Thomp-
son, sem var frábær í loftinu, öðru
marki við. Leikmenn City sóttu
grimmt í seinm hálfleik og sendu
þeir knöttinn nær stöðugt inn í víta-
teig Aston Villa. Það var eins og
borðtennisvél væri í gangi fyrir utan
vítateiginn. Nigel Spink, markvörð-
ur Aston Villa, hafði mikið að gera
og varði vel.
12.597 áhorfendur sáu Middles-
borugh leggja Cryatal Palace að
velli, 2:1. Tony Mówbray og Brian
Laws, vítaspymua, skoruðu fyrir
„Boro“, en Ian Wright skoraði mark
Palace.
Leikmenn Reading, sem komu beint
úr vetrafríi á Marbella á Spáni,
unnu sætan sigur, 1:0, yfir Shrews-
bury. Stewart Evans skoraði mark
þeirra, sem var fyrsta mark Read-
ing á heimavelli frá þvi í lok
október. Vamarmaðurinn Richard
Green, hjá Shrewsbury, var rekinn
af leikvelli.
Wigan vann góðan sigur, 1:0, yfir
Gillingham á útivelli í 3. deild. David
Hamilton skoraði mark liðsins.
Andy Ainscow, sóknarleikmaður-
Wigan, var borinn fótbrotinn af
leikvelli.
Sunderiand er efst í 3. deild, með
58 stig. Notts County hefur 54,
Wigan 52 og Walsall 51.
Aðeins 1.699 áhorfendur mættu til
að sjá Carlisle, sem er í 21. sæti í
4. deild og Exeter, sem er í 20.
sæti. Hvað fengu þessir áhorfendur
fyrir peningana sína? Jú, marka-
laust jafntefli.
Bob Collins skoraði fyrir Stockport,
en Ian Juryeff náði að jafna, 1:1,
fyrir Leyton Orient.
Wayne Állison skoraði fyrir Halifax
gegn Swansea á 19 mín. Aðeins
60 sek. seinna skoraði Colin Pascoe
fyrir heimamenn, 1:1.
Wolves er efst í 4. deild með 51
stig. Leyton Orient er með 48 og
Colchester er með 47 stig.
íp/émR
FOLK
M HINIR óstöðvandi er sagt,
þegar Liverpool ber á góma. Lið-
ið er í sérflokki og varamennim-
ir einnig. „Ég hugsa aðeins um
næsta leik og læt
FráBob ykkur vita, ef við
Hennessy sigrum í deild-
iEnglandi inni,“ segir Kenny
Dalglish gjarnan
við fréttamenn eftir leiki, en
hann fékk áminningu á laugar-
daginn, þar sem hann sat á
bekknum og mótmælti dómi.
28.095 áhorfendur vora á Sel-
hurst Park á laugardaginn, sem
er mesti fjöldi á vellinum í sjö ár
og svo margir hafa ekki fyrr komið
til að sjá Charlton spila á heima-
velli.
■ ARSENAL keypti Lee Dixon,
varnarmann hjá Stoke, fyrir
400.000 pund á laugardaginn.
Mörg félög höfðu áhuga, en Arse-
nal tryggði sér leikmanninn í
kyrrþey.
■ ALEX Ferguson, stjóri
Manchester United, hefur sagt að
stokka þurfi upp spilin hjá liðinu,
en hann kaupi enga menn fyrr en
að loknu tímabilinu. í News of the
World um helgina er hins vegar
greint frá því að Ferguson vilji fá
Norðmanninn Claus Eftvaag, sem
leikur með Start í 2. deild í Nor-
egi. Sá er 17 ára og er í norska
U-18 liðinu, en sagt er að Fergu-
son sé tilbúinn að greiða 150.000
pund fyrir strák, sem er ekki mikið
í Englandi, en met í Noregi. En
fleiri hafa tekið eftir hæfileikum
pilts. Um 30 lið hafa sýnt áhuga
og má þar nefna Liverpool, Bay-
era MUnchen, HSV, Eindhoven
og PSG.
mPAUL Gascoigneer nýi kóngur-
inn á St James’ Park og telja
margir að hann verði næsti milljón
punda leikmaðurinn. Gascoigne
skorar grimmt og hefur tekið við
af Kevin Keegan og Chris
Waddle sem hetja Newcastle.
Gascoigne burstaði einmitt skóna
fyrir fyrmefnda leikmenn, þegar
hann var yngri.
■ CHELSEA lék sinn 12 deild-
arleik í röð án sigurs og í fimm
þessara leikja hefur liðið ekki skor-
að.
■ PORTSMOUTH hefur ekki
tapað síðustu sex deildarleikjum og
er Alan Ball ánægður með sína
menn. „Ég held að við björgum
okkur frá falli,“ sagði hann eftir
leikinn á laugardaginn.
HOLLAND
Ajax sigradi
S
njókoma var í Hollandi í gær
1 og varð að fresta ljórum leilq'-
um í 1. deildarkeppninni þar. Ajax
vann sigur, 4:0, yfír Sparta frá
Rotterdam, með mörkum frá John
Bosman 2, Denis Bergkamp og
Amold Scholten.
ÚrslH B/14
Staöan B/14
Urslit B/14
Staöan B/14
orugqur stuðninqur við íbróttamenn
DONJOY varmahlífar eru léttar og liprar og
hindra ekki eðlilegarhreyfingar. Þærveita
góðan stuðning jafnframt því að halda hita
á liðamótum. Þannig
geta DONJOY varma-
hlífardregið úr hættu
á meiðslum.
n
SlMI: 91-621460