Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 9
3aorflnnfttaiii& /ÍÞRÓTTIR ÞRJÐJUDAGUR 26. JAtfÚAR 1988 B 9 Morgunblaöiö/Júlíus >n og Hannes Leifsson eru til vamar. [ réði i/íkinga Markverðimir lóru á kostum Jens G Einarsson, markvörður Fram, varði 14 skot. Það dugði ekki gegn Valsmönnum LEIKUR Vals og Fram var spennandi og skemmtilegur á að horfa, en góð markvarsla þriggja markvarða stóð upp úr. Flestir aðrir leikmenn gerðu sig seka um alltof mörg mistök, varnirnar voru oft illa á verði og misheppnaðar sendingar voru tíðar, einkum hjá Frömurum. Valsmenn skoruðu fyrsta mark- ið, en Framarar voru mun ákveðnari fyrstu 25 mínúturnar, náðu mest þriggja marka forystu, en fátið og fumið Steinþór var mikið í sókninni Guðbjartsson og Jón jafnaði fyrir skrífar Val, 10:10. Eftirþað höfðu þeir undirtök- in, en þegar sex mínútur voru eftir varði Guðmundur vitakast frá Júlíusi og Hannes jafnaði fyrir Fram í næstu sókn, 20:20. Valdi- mar kom Valsmönnum aftur yfír með marki úr vítakasti, Einar varði glæsilega frá Atla og Jakob inn- siglaði sigurinn með tveimur mörkum eftir hraðaupphlaup áður en Atli náði að minnka muninn. fyrir sínu, en Valsmenn geta betur. Jens G. Einarsson lék í marki Fram í seinni hálfleik, var mjög góður og nær lokaði markinu. Guðmundur A. Jónsson stóð sig einnig vel í fyrri hálfleik og varði víti í þeim seinni. Atli skoraði mörg glæsileg mörk, Hermann var góður í hominu og Birgir gætti Júlíusar vel, en allt- of mörg sóknarmistök urðu liðinu að falli. Liðið er enn í fallsæti, en með agaðri sóknarleik verður það þar ekki lengi. Valdimar Qrímsson skoraði sex mörk fyrir Valsmenn. Einar Þorvarðarson var besti maður Vals og varði vel, þegar mikið lá við, m.a. tvö vítaköst frá Agli. Valdimar og Jakob stóðu einnig Valur - Fram 23:21 íslandsmótið f handknattleik, 1. deild, íþróttahús Vals að Hlíðarenda, sunnu- daginn 24. janúar 1988. Gangnr leiksins: 1:0, 1:1, 1:2, 2:2, 2:5, 4:5, 4:6, 5:6, 5:7, 7:7, 8:8, 9:9, 10:10, 11:11, 14:11, 14:12, 14:13, 16:13, 17:14, 17:16, 18:17, 19:18, 20:18, 20:20, 23:20, 23:21. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 6/1, Jakob Sigurðsson 5, Jón Kristjánsson 4, Júlíus Jónasson 4/3, Geir Sveinsson 2, Einar Naaby 1, Gísli Óskarsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 15/2. Utan vallar: Samtals 10 mínútur. Mörk Fram: Atli Hilmarsson 7, Her- mann Bjömsson 4, Birgir Sigurðsson 4, Hannes Leifsson 2, Egill Jóhannes- son 2, Sigurður Rúnarsson 2. Varin skot: Jens G. Einarsson 14. Guðmundur A. Jónsson 8/1. Utan vallar: Samtals 10 mínútur. Áhorfendur: 770. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli P. Ólsen dæmdu ágætlega, en gerðu mistök sem aðrir. Morgunblaðið/Einar Falur Fyrirliðinn fékk reisupassann! GUÐMUNDUR Guðmundsson, fyrlrliði Vikings, fékk aö sjá reisupassann í leik gegn ÍR. Dómarar leiksins, Sigurður Baldursson og Björn Jóhanns- son, vísuðu honum af leikvelli rétt fyrir leikhlé. Hér á myndinni fyrir ofan sést Árni Indriðason, _ þjálfari Víkings, taka Guðmund frá Sigurði dóm- ara. Á myndinni t.v. sést Guðmundur í hópi m„* áhorfenda, horfa á félaga sína leika í seinni hálf- leik. IVIaumt hjá FH gegn botnliðinu Sigurður Pálsson og Sigurpáll Alasteins- son skoruðu nítján af 23 mörkum Þórs „ÞETTA var mjög lélegt hjá okkur á allan hátt. Það vantaði alla einbeitingu í strákana og þeir vanmátu Þórsara greini- lega. Þá fannst mér dómgæsl- an hörmuleg og dómararnir voru hreinlega hlutdrægír. Við getum spilað miklu betur en þetta og erum ákveðnir að gera það það sem eftir er móts,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálf- ari FH, og var í miklu uppnámi, eftir að lið hans sigraði Þór á Akureyri, 25:23. Leikurinn fór rólega af stað en Þórsarar komu þó mjög ákveðnir til leiks. Þeir spiluðu vöm- ina mjög stíft í fyrri hálfleik og ■HBI komst bitlaus sókn Frá FH-inga litið áfram, Reyni þar til undir lok hálf- Bríkssyni leiksins. Þá náði FH ureyn þriggja marka for- skoti. Framan af síðari hálfleik héldu FH-ingar forskoti sínu og virtist allt stefna í auðveldan sigur þeirra, en Þórsarar voru ekki á því að gef- ast upp og þegar tvær mínútur voru eftir hafði þeim tekist að minnka muninn niður í eitt mark og leikurinn var í jámum. En FH- ingar voru sterkari á endasprettin- um. Sóknarleikur Þórs var frekar bit- laus en vömin og markvarslan góð. í sókninni stóðu þeir Sigurður Páls- son og Sigurpáll Aðalsteinsson upp úr — báðir mjög lunknir leikmenn og skoruðu falleg mörk. FH-ingar réðu ekkert við þá. Þá var Axel mjög góður í markinu, varði eins og herforingi og stjómaði vöminni vel. Stórskyttan Héðinn Gilsson mátti sín lítils gegn sterkri Þórs-vöm og Axeli markverði, en Guðión Áma- son blómstraði. Þorgils Ottar stóð fyrir sínu að vanda og Pétur Peters- en gerði lagleg mörk í seinni hálf- leik. GuAJón Árnason Þór - FH 23:25 íslandsmótið i handknattleik, 1. deild, íþróttahöllin á Akureyri, sunnudaginn 24. janúar 1988. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 1:3, 4:4, 7:7, 8:11, 9:11, 10:15, 12:17, 15:20, 19:21, 22:23, 23:25. Mörk Þórs: Sigurður Pálsson 10/4, Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 9/1, Gunnar M. Gunnarsson 1, Ámi Stet- ánsson 1, Kristján Kristjánsson 1 og Ingólfur Samúelsson 1. Varin skot: Axel Stefánsson, 15/2. Utan vallart-Samtals i 10 minútur. Mörk FH: GuCijón Ámason 10, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Pétur Petersen 4, Gunnar Beinteinsson 2, Óskar Ár- mannsson 2 og Héðinn Gilsson 2. Varin skot: Magnús Ámason 7, Berg- sveinn Bergsveinsson 6. Utan vallar: Samtals í 6 minútur. Áhorfendur: 248. Dómarar: Stefán Amaldsson og Ólaf- ur Haraldsson og hafa þeir oft dæmt betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.