Morgunblaðið - 06.02.1988, Síða 17

Morgunblaðið - 06.02.1988, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988 17 vegar - samkvæmt lögum - ákveðið hærri álagningu árið eftir, allt að 7,5%. Þau geta líka lækkað prósent- una. Það sést ekki fyrr en á næsta ári, hvort eitthvert sveitarfélag nýt- ir þetta svigrúm. I staðgreiðslu eru útsvarstekjur sveitarfélaga verðtryggðar. Á móti kemur að sveitarfélög, sem vóru með hæstu útsvarsprósentumar í fyrra, óttast að ná ekki hliðstæðum tekjum nú, í staðgreiðslu, og í fyrra. Þetta á við um sveitarfélög, sem vóm í fyrra með hærri útsvarspró- sentu en 10,2%. Þessi sveitarfélög, sum hver, telja sig þurfa að nýta aðra tekjustofna betur, eins og fast- eignaskatta, til að ná endum saman. Þetta á að hluta til við um norð- lenzku kaupstaðina, og e.t.v. fleiri. Þannig hækkar Akureyri, svo dæmi sé tekið fasteignaskatta á íbúðar- húsnæði úr 0.55% 1987 í 0.625% 1988. Flestir kaupstaðir Norðan- lands vóm raunar með hámarksá- lagningu fasteignaskatta þegar á liðnu ári. Ef við tökum dæmi frá Austfjörðum þá var Seyðisfjörður í fyrra með 0.55% íbúðarskatt en fer í 0.625% í ár. Neskaupstaður var með þetta hámark þegar í fyrra. Fasteignaskattar 1988 verða því eitthvað mismunandi eftir sveitarfé- lögum, meðal annars vegna mismunandi fasteignamats sam- bærilegra einga, því matið miðast við gangverð fasteinga, sem er hæst hér á höfuðborgarsvæðinu. Skattkerfisbreytíng Skattkerfisbreytingin, sem orðin er, kemur bæði fram í staðgreiðslu og breyttri innheimtu. í fyrsta lagi verða útsvörin verðtryggður tekju: stofn, fylgja tekjum á tekjuári. í annan stað fer innheitan úr höndum sveitarfélaga. Innheimtan er nú á vegum launagreiðenda og ríkisins, undir yfírumsjón ríkisskattstjóra. Þetta er mikil breyting. Hvort þró- unin verður sú að upp verði settar gjaldheimtur, eins og fyrir eru á höfuðborgarsvæðinu og Suðumesj- um, í öðrum landshlutum, verður reynslan að leiða í ljós. Innheimta annara sveitargjalda en útsvara, svo sem aðstöðugalds og fasteigna- skatts, er utan höfuðborgarsvæðis og Suðumesja í höndum sveitarfé- laganna sjálfra, svo og innheimta á eftirstöðvum eldri útsvara,. í staðgreiðslu verður í fyrsta skipti í sögunni sama útsvarspró- senta í öllum sveitarfélögum, með heimild fyrir sveitarstjómir til að ákveða hækkun eða lækkun árið eftir. Mörg sveitarfélög em hinsvegr kvíðandi um hvort þau nái saman endum með þessu nýja fyrirkomu- lagi, en reynslan verður úr að skera. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga Síðustu ijögur árin hafa tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verið skertar, meira og minna. Sú skerð- ing hefur sáð tortryggni hjá sveitar- stjómarmönnum í garð ríkisins og valdið ómældri óánægju. Áður en þessi skerðing kom til nam framlag ríkissjóðs til sjóðsins rúmlega 3% af heildartekjum ríkisins. Sveitarfélögin hafa gert þá til- lögu, fyrir tveimur ámm, til félags- málaráðherra, að framlög ríkisins í sjóðinn verði til frambúðar lög- bundin 3,2% af rekstrartekjum ríkisins, eins og þau vóm áður en til skerðingarinnar kom. Ef þetta gengur eftir skiptir ekki máli fyrir sveitarfélögin, hvern veg ríkið breytir sínum tekjustofnum. ----sf. Heitt grænmeti í aðalrétt Heimilgshorn Bergljót Ingólfsdóttir Ef við lifum eftir þeirri for- skrift að hafa grænmeti á borðum daglega getur verið ágætt að breyta aðeins út af vananum, hafa í staðinn fyrir hrásalatið heitan grænmetisrétt sem er þá uppistaða máltíðarinnar. Grænmetí í karrí 2 púrrur 1 blómkálshöfuð, meðalstórt 2 rófur, meðalstórar 2 gulrætur 4 kartöflur, meðalstórar 2 matsk. olía 1—2 matsk. karrý 2Vz dl vatn salt IV2 dl sýrður tjómi Grænmetið hreinsað, púrran skorin í sneiðar, blómkálið tekið sundur í greinar, rófur, gulrætur og afhýddar kartöflur skomar í sneiðar. Olían hituð á pönnu, grænmetið sett út á og látið mýkj- ast, karrí stráð yfír á meðan. Vatni hellt á pönnuna, lok sett á og grænmetið látið sjóða við mjög vægan straum þar til það hefur meymað, í ca. 15—20 mín. Það þarf að fylgjast með að vatnið gufi ekki upp. Grænmetið að lok- um bragðbætt að smekk og sýrðum ijóma hrært saman við. Borið fram með góðu brauði og smjöri. Ætlað fyrir 4. Heitt grænmetissalat 3 púrrnr 1 sellerírót 3 gulrætur 2 matsk. smjör eða smjörlíki V2 tsk. salt V4 tsk. pipar 1 matsk. edik V2 matsk. sykur Grænmetið hreinsað, púrran skorin í þunnar sneiðar, sellerí og gulrætur í litla bita. Smjörið hitað á pönnu, grænmetið sett út á og látið meyma við mjög vægan straum. Bragðbætt með ediki, pip- ar, salti og sykri (má sleppa). Borið fram með brauði og smjöri, en getur einnig verið meðlæti með öðmm mat. Ætlað fyrir 4. Rúmenskur grænmetísréttur 2 kartöflur 2 gúlrætur 1 sellerístöngull 1 dl brytjuð sellerírót lítið blómkálshöfuð 1 laukur 1 rauð paprika 1 gul paprika 2 tómatar Grænmetið hreinsað, kartöfl- Grænmeti í karrí. umar skomar í bita, gulrætumar skomar í sneiðar eða lengjur, sell- erístöngull í sneiðar, rótin í teninga. Blómkálið tekið sundur í greinar, laukurínn skorinn í sneiðar, paprika í sneiðar eða lengjur og tómatar í báta. Græn- metinu blandað saman og sett í smurt ofnfast fat eða skál. Saman er soðið: 2V2 dl soð (súputen. og vatn) V2 dl olífuolía 3 marin hvítlauksrif 2 tsk. salt V2 tsk. þurrkað timian V2 tsk. þurrkað estragon 1 lítið lárviðarlauf Leginum er hellt yfír græn- metið í fatinu, álpappír settur yfír og bakað í 30—40 min. við 175oC. Grænmetið má ekki verða mauk- soðið heldur dálitið hart undir tönn. Borið fram með góðu brauði og smjöri. Getur einnig verið meðlæti með öðmm mat. Ætlað fyrir 6. Ennþá einu sinni nýr og byltingarkenndur HONDA CIVIC með breytingum, sem gera HONDA CIVIC tvímaelalaust fremstan I flokki minni bíla. Allar gerðir koma nú með vól úr lóttmálmi og 16-VEIMTLA, ýmíst með einum eða tveímur kambásum, sem þýðir meiri orku og minni eyðslu. Ný frábser fjöðrun, sem á sár enga hliðstæðu í sambærlegum bílum og óvenju mlkll lengd á milli hjóla gefur bílnum mjög góða aksturseiginleika og aukin þægindi í akstri. Með þessu hefur HONDA sannað enn einu sinni, að þeir framleiða „litla bílinn“ með þægíndi og rými stóru drekanna en aðalsmerki HONDA I fyrirrúmi: SPARNEYTNI, GÆÐi OG ENDINGU. BÍLASÝNING í DAG KL. 13-17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.