Morgunblaðið - 06.02.1988, Side 46

Morgunblaðið - 06.02.1988, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988 NORRÆNT TÆKNIÁR1988 Umsjón: Sigurður H. Richter LííTræðistofnun Há- skólans — Opið hús í tilefni af Norrænu tækniári 1988 verður Liffræðistofnun Háskól- ans með „Opið hús“ i húsakynnum sinum að Grensásvegi 12 (aðal- bygging og bakhús), Grensásvegi 11 (fyrir ofan Málarann) og i Sigtúni 1 (efri hæð, Örverurannsóknir) sunnudaginn 7. febrúar klukkan 13—17. Líffræðistofnun Háskólans var stofnsett árið 1974 og er rann- sóknavettvangur prófessora og dósenta í líffræðigreinum við Há- skóla íslands. Auk kennara starfa við stofnunina sérfræðingar, að- stoðarmenn og annað starfslið við margvíslegar rannsóknir, bæði grunnrannsóknir og þjónusturann- sóknir. Hlutverk Liffræðistofnunar Há- skólans er að afla grundvallar-. þekkingar á hinum ýmsu sviðum liffræði, miðla þekkingu, kynna fræðilegar nýjungar og efla rann- sóknir og kennslu í líffræði á íslandi. Þessi markmið og skyldur er reynt að uppfýlla eftir kostum, en óhentugt húsnæði og naumt rann- sóknafé valda því, að erfítt er að ná þeim. Þrátt fyrir það eru stund- aðar á Líffræðistofnun ákaflega fjölbreytilegar rannsóknir á flestum sviðum líffræðinnar. Þannig fást sérfræðingar stofn- unarinnar við jafn ólík viðfangsefni sem örverur og fugla og starfa á jafn ólíkum sviðum sem plöntuvist- fræði og djúpsjávarrannsóknir. Líffræðistofnunin er byggð upp af sjálfstæðum rannsóknastofum sem fást við eftirtalin fræðasvið: Erfðafræði, þróunar- og stofn- erfðafræði, vistfræði, grasafræði, frumulíffræði, dýra- og vatna- liffræði, örverufræði, sjávarlíffræði og lífeðlisfræði. Of langt mál yrði að gera grein fyrir öllum rann- sóknaverkefnum innan Líffræði- stofnunar, en meðal helstu rannsóknaverkefna má nefna eftir- farandi: Á rannsóknastofu í erfðafræði fara fram rannsóknir á skipulagi og starfsemi tRNA gena og erfðum bakteríunnar E.coli. Á þróunar- og stofnerfðafræði- stofu er m.a. fengist við rannsóknir á svipfarsbreytileika brekkubobba (Cepaea hortensis) á svæðinu und- ir Eyjafjöilum og í Mýrdal og metin verkun umhverfisþátta á svipfar bobbanna. Á rannsóknastofu i vistfræði er m.a. fengist við rannsóknir á vist- fræði fjöru og strandsvæða. Auk þess eru stundaðar rannsóknir á kynblöndun silfurmáfs og hvítmáfs. Á grasafræðistofu er unnið að rannsóknum á kynjahlutfalli sér- býla plantna. Af öðrum rannsókn- um í grasafræði, sem stundaðar hafa verið undanfarin ár, má nefna athuganir á útbreiðslu íslenskra háplantna og rannsóknir á fléttu- flóni íslands. Á rannsóknastofu í frumulíffræði er m.a. unnið að rannsóknum á áhrifum mjólkurfítu og annarra efna á veirur, með tilliti til þess að gera þær óvirkar. Á rannsóknastofum í vatna- líffræði og dýrafræði er áhersla lögð á rannsóknir á vatnasvæði Laxár og Mývatns. Kannaðar eru stofn- breytingar og átuskilyrði í Mývatni og framleiðsla og lífsferlar botndýra í Laxá. Ennfremur er fomlíffræði Mývatns könnuð. Umfangsmiklar rannsóknir á sjófuglum og botndýr- um fara einnig fram innan rann- sóknastofu í dýrafræði. Á rannsóknastofu í örverufræði fara m.a. fram rannsóknir á hita- kærum örverum í hverum og laugum, en hugsanlegt er að nýta slíkra örverur í líftækni. Á rannsóknastofu í lífeðlisfræði er m.a. unnið að rannsóknum á efnaskyni vatnafíska. Og að lokum má nefna rannsóknir á breytilegu svipfari bleilq'u í Þingvallavatni. Umfangsmiklar þjónusturann- sóknir fara fram í Líffræðistofnun. Lífríki Hvalfjarðar hefur verið at- hugað vegna Jámblendisverksmiðj- unnar og ýmis svæði hafa verið könnuð vegna fyrirhugaðra vega- framkvæmda. Þannig var lífríki í Dýrafírði innanverðum kannað ný- lega fyrir Vegagerð ríkisins vegna fyrir hugaðrar brúargerðar. Líffræðistofnun hefur einnig séð um umfangsmiklar vistfræðirann- sóknir í Þjórsárverum fyrir Lands- virkjun, vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda. Rannsókn- unum er einkum ætlað að segja fyrir um líkleg áhrif miðlunarlóns á gróður og jarðveg. Líffræðistofnun Háskólans býður fólki að kynna sér starfsemi hennar í opnu húsi. Ýmislegt forvitnilegt er þar að sjá, svo sem búr með lif- andi sjávardýrum og bleikjur af ýmsum gerðum. Boðið verður upp á kaffí og sýnt myndband, þar sem starfsemi stofnunarinnar er kynnt. Að Grensásvegi 12 f Reykjavík eru Líffræðistofnun Háskólans og Rannsóknastofa Háskólans í lífeðlisfræði til húsa. Rannsóknastofa Háskólans í lífeðl- isfræði — Opið hús í tilefni af Norrænu tækniári 1988 verður Rannsóknastofa Há- skólans í lífeðlisfræði með „Opið hús“ í húsakynnum sínum að Grensásvegi 12 f Reykjavík, sunnudaginn 7. febrúar klukkan 13—17. Rannsóknastofa í lífeðlisfræði hóf starfsemi sína árið 1964. í fyrstu' var einungis um kennslu læknanema að ræða, í litlu þröngu kjallaraherbergi í aðalbyggingu Háskólans. En á þeim rúmlega tutt- ugu árum sem liðin eru hefur starfsemi stofunnar vaxið stöðugt enda þörfín mikil. Nafn greinarinn- ar, lífeðlisfræði, hefur vafíst fyrir mörgum, en í stuttu máli sagt fjall- ar hún um starfsemi líffæra og líffærakerfa líkamans, bæði manna og dýra. Rannsóknastofa í lífeðlisfræði sér nú um kennslu í lífeðlisfræði við læknadeild, námsbraut í sjúkra- þjálfun, líffræðiskor, tannlækna- deild og félagsvísindadeild. Auk þessa hefur hún tekið að sér kennslu í lífeðlisfræði við Nýja hjúkrunarskólann og Tækniskóla íslands. Nemendafjöldi er um 300 á ári og starfsmenn 16. Fastir kenn- arar eru 6: prófessor, 2 dósentar og 3 lektorar ásamt 11 stundakenn- urum. Kennaramir sjá um fyrir- lestra, halda umræðufundi með nemendum, auk verklegrar kennslu þar sem nemendur fá að kynnast fjölbreytilegum þáttum lífeðlis- fræðinnar í raun, þ.e. sett er á svið ýmislegt sem býr þá betur undir framtíðarstarf þeirra. Auk kennsl- unnar fer fram töluverð rannsókn- arstarfsemi, eins og vera ber hjá háskóla sem vill standa undir nafni. Rannsóknir á mönnum Samanburðarrannsóknir á 'Is- lendingum og Vestur-íslendingum er ein viðamesta starfsemin um þessar mundir. Vesturfarir Íslend- inga sköpuðu einstakt tækifæri til þess að rannsaka áhrif aldalangrar búsetu í ólíku umhverfí á erfða- fræðilega sambærilega hópa. Þessar rannsóknir hafa verið unnar í samstarfí við Mannfræðistofnun HÍ, Hjartavernd og vestur-íslenska og bandaríska vísindamenn. Niður- stöður styrkja mjög þær hugmyndir að ýmsir þættir í umhverfinu, s.s. Iíkamlegt álag, mataræði og félags- leg aðstaða geti haft afgerandi áhrif á heilsu manna. Eins og mörgum er í fersku minni vann Guðlaugur Friðþórsson frá Vestmannaeyjum einstakt afrek er hann bjargaði lífí sínu úr sjávar- háska með' því að synda svo klukkutímum skipti í 5 stiga heitum sjó og ganga síðan til byggða í 2 stiga frosti. Guðlaugur var fús til þess að gangast undir rannsóknir á þessu óvenjulega kuldaþoli sínu. Þær rannsóknir voru unnar í sam- vinnu við læknaskóla Lundúnaspít- ala. Nú eru í undirbúningi frekari rannsóknir á þessu sviði og með fleiri þátttakendum í samstarfí við lækna á Landspítalanum. Ýmsar rannsóknir benda til þess að reglubundin líkamsþjálfun geti haft áhrif á fjölmarga þætti í líkam- anum, þar á meðal blóðfitur, sem geta skipt miklu máli varðandi líkumar á því að menn fái hjarta- og æðasjúkdóma. Fjölmargir ein- staklingar, bæði íþróttamenn og kyrrsetumenn, hafa verið rannsak- aðir með tilliti til þessara þátta. Æðarannsóknir Umfangsmiklar athuganir hafa farið fram á æðum í mönnum og dýrum. Rannsóknastofan hefur einkum athugað áhrif umhverfis- hita til að fínna hversu vel starf- hæfar æðamar eru þegar líkamshlutar eins og t.d. útlimir kólna. Einnig hafa verið athugaðir þeir þættir sem stjóma starfsemi æðanna við eðlilegar aðstæður og hefur áhuginn einkum beinst að æðum (naflastreng manna og dýra. Eins og flestir vita þá lokast þessar æðar við fæðingu, en lítið er vitað hvað veldur. Niðurstöður sýna, að engar taugar eru f naflastreng og er honum því sennilega einungis stjómað af hormónum og skyldum efnum. Illkynja háhiti Eitt af nýjustu rannsóknaverk- efnum stofunnar eru athuganir á fyrirbæri sem kallast illkynja há- hiti. Þetta kemur fram hjá einstakl- ingum sem hafa eins konar ofnæmi gagnvart ákveðnum svæfingarlyfj- um og er verkefnið unnið í sam- vinnu við svæfingarlækna á sjúkrahúsum landsins. Leitað er að þessum einstaklingum til að athuga þá og skrá. Einnig hefur verið unn- ið í samstarfí við fjölmarga evr- ópska vísindamenn, til að reyna að fínna orsakir sjúkdómsins. Rannsóknir á f iskum Einn stór þáttur í starfseminni eru rannsóknir á fískum, en þær hafa aukist mjög með auknum áhuga á fískeldi. Lyktarskyn físks- ins hefur verið athugað, t.d. hvemig hann notar það til að rata heim til uppeldisstöðva sinna. Áhrif ljóss og hita á sjógöngubúning, kynþroska og vöxt seiða hafa verið rannsökuð, en þessir þættir hafa mikil áhrif á vöxt og alkomu laxfíska í eldi. Einnig hafa tilraunir verið gerðar til að koma í veg fyrir ótímabæran kynþroska í seiðuin til að fá fram geldfísk og einkynja laxastofna, en slíkir stofnar draga mjög úr því framleiðslutjóni sem kynþroskinn veldur. Rannsóknastofa Háskólans í lífeðlisfræði býður fólki að koma og kynna sér starfsemi hennar í opnu húsi. Starfsmenn stofnunar- innar munu vera á staðnum, svara fyrirspumum og segja frá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.