Morgunblaðið - 06.02.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.02.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988 41 Leikbrúður notaðar í baráttu gegn ofbeldi gagnvart börnum: Brúðurnar eiga greiða leið að hjörtum . bamanna Hallveig' Thorlacius með eina brúðuna. Þessi heitir Stefán og hefur orðið fyrir slæmri meðferð, eins og sjá má. Ofbeldi gegn börnum og vamarstarf gegn því hefur verið ofarlega á baugi i þjóðf élagsumræðunni undanfarið, bæði hér á landi og erlendis. Norðurlönd hafa með sér samstarf um þessi mál og i september á síðasta ári var haldin i Ósló samnorræn ráðstef na um illa meðferð á börnum. Á setningardegi ráðstefnunnar, 24. september, var sýnt brúðuleikrit um þetta málefni og vakti sýningin mikla athygli ráðstefnugesta. Stjóraandi leikbrúðusýningarinnar er Hallveig Thorlacius. Hún er nú aftur stödd i Noregi, í boði Barnavemdarráðs Hördefyikis i Björgvin, til þess að kynna sýninguna fyrir aðaifundi ráðsins. Morgunblaðið hitti Hallveigu að máli áður en hún fór utan og spurði hana um þessa sýningu. Við hittum þar einnig fyrir Huldu Guðmundsdóttur, félagsráðgjafa og fulltrúa ísiands i samstarfsnefnd Norðurlanda um ofbeldi gegn böraum, en hún hefur aðstoðað við uppsetningu sýningarinnar. Við beinum máli okkar fyrst til Hallveigar og spyijum hana um aðdraganda þessarar sýningar. „Ef við relqum þetta allt aftur til upphafsins, þá má byrja þegar ég hóf fyrst að fást við brúðuleik- hús. Það var fyrir fimmtán árum, með Leikbrúðulandi og síðustu fimm árin hef ég verið í fullu starfí við brúðuleikhús, bæði Leikbrúðu- land og með leikhúsi sem heitir Sögusvuntan og ferðast með leik- sýningar í skóla og dagheimili." Hallveig rekur síðan aðdraganda sýningarinnar um ofbeldi gegn bömum: „Ég komst í samband við bandaríska konu sem heitir Barbara Aiello og rekur fyrirtæki sem sér- hæfír sig í að gera brúður og semja leikverk fyrir þær. Hún byijaði á verki um mikið fötluð böm og það reyndist svo vel, að hún hélt áfram og gerði fleiri verk, nú er þetta orðið stórt fyrirtæki og einbeitir sér að málum, sem em viðkvæm og liggja oft í þagnargildi, em eins konar tabú. Það hefur nefnilega komið í ljós að brúðumar em ein- staklega heppileg tæki til að opna hug bamanna og fá þau til þess að tjá sig um vandamál sín.“ Byrjaði á sýningu um fötluð börn „Fyrsta sýningin sem ég fékk frá Barböm Aiello var um fötluð böm,“ heldur Hallveig áfram, „við Helga Stephensen settum hana upp á al- þjóðaári fatlaðra og ferðuðumst síðan með hana í tvö og hálft ár og sýndum í skólum landsins. Þessi sýning, um ofbeldi gegn börnum, er sú nýjasta frá Aiello og hefur ekki énn verið sýnd hér á Islandi, hefur reyndar ekki verið þýdd á íslensku ennþá. En hún Hulda er að vinna að því að fá verkið þýtt og að fá aðra nauðsynlega fyrir- greiðslu til að hægt verði að sýna það hér,“ segir Hallveig og beinir máli sínu að Huldu Guðmundsdótt- ur. „ Við höfum notið góðrar aðstoðar og mikils skilnings við allan undir- búning," segir Hulda. „Þegar sýningin var sett upp í haust og sýnd á ráðstefnunni í Ósló nutum við styrks frá menntamálaráðu- neytinu og dómsmálaráðunejrtinu og Rauði kross íslands Ijármagnaði brúðukaupin. Björg Ólafsson, norskur hjúkmnarfraBðingur, starf- andi hér, þýddi á norsku. Til Noregsferðarinnar núna fáum við styrk frá Bamavemdamefnd Björgvinjar og frá íslendingafélag- inu þar og Flugleiðir greiða fargjald Hallveigar. Við emm svo að vona, að rffl næstu daga fáum við jákvæð svör um fyrirgreiðslu, til að sýna verkið hér heima". „Er eins manns verk að sýna þetta“? „Nei, dóttir mín, Helga Arnalds, er með mér,“ svarar Hallveig, „hún er við nám í brúðuleikhúsfræðum erlendis og kemur sérstaklega til að taka þátt í sýningunni í Björg- vin. Það þarf tvo til að sýna verkið og ferðast með það.“ Börnín spyrja brúöumar Við spyrjum nú um verkið sjálft, hveraig er það og hvemig fer sýningin fram? „Þessi sýning getur verið með mismunandi móti,“ svarar Hallveig. „Það em til átta mismunandi hand- rit, sem má nota til að taka fyrir ólík vandamál, sem eiga það þó öll sameiginlegt, að varða ofbeldi gegn bömum. Við sýnum nú þijá þætti um líkamlegt ofbeldi, vanrækslu og kynferðislega misnotkun bama. Sýningin fer þannig fram, að tekið er fyrir ákveðið vandamál, sem brúðumar leika og bömin spyija brúðumar og ræða við þær. Það kom í ljós, bæði í Bandaríkjunum og í sýningunni okkar um fötluðu bömin, að bömin spurðu okkur stjómendur brúðanna aldrei, þau beindu alltaf spumingum sfnum til brúðanna. í þessum samtölum bam- anna við brúðumar opna þau sig, þagnarmúrar rofna. Þess vegna er mjög mikilvægt, að alltaf séu við- staddir sérfræðingar, sem geta bmgðist við þeim vandamálum, sem koma í ljós. Þama fer fram eins konar greining á vandanum, frammi fyrir brúðunum. Einmitt af þessum sökum, er sérstaklega mik- ilvægt að tryggja áframhaldandi meðferð málsins, ef það reynist vera alvarlegt. Það má alls ekki gerast, að bamið sitji uppi með að hafa sýnt það traust til brúðanna, að opna hug sinn og síðan gerist ekkert meir, þá er verr af stað far- ið en heima setið,“ sagði Hulda og bætti við: „Þetta verðum við að tiyggja, áður en hægt er að fara af stað með sýninguna fyrir böm, það er ekki nóg að taka fyrsta skrefíð, sem brúðusýningin er, seinni skrefín verða að fylgja á eft- ir, ef þeirra er þörf.“ Við spyijum, hvort það sé ekki í mikið færst fyrir Hallveigu og dóttur hennar, Helgu, ef þær fara með þessa sýningu t.d. í alla skóla landsins, er hægt að sýna stórum hópum í einu og er verkið fyrir alla aldurshópa? „Æskilegt væri, að þrír eða fjór- ir aðilar æfðu verkið, ef það verður sýnt hér, það léttir mjög álagið þegar fleiri geta skipt vinnunni með sér,“ svarar Hallveig. „Þetta verk er ekki heppilegt að sýna í stómm hópi, átta til tíu krakkar er góð hópstærð. Það er ekki heldur gott að sýna verkið eldri en tólf ára að jafnaði. Á þeim aldri ná bömin síður eða ekki að lifa sig svo inn í vem- leika brúðanna, að sýningin komi að tilætluðu gagni." En hvaða gildi hefur sýning sem þessi? Hulda svarar því: „í þessari sýn- ingu er sérstök áhersla lögð á fræðslugildi og um leið forvamar- gildi, einkanlega að því er varðar bömin sjálf. Margt af þessu ætti þó að hafa mikið gildi fyrir full- orðna og alla sem á einhvem hátt tengjast vandamálum af þessu tagi. Um leið og þetta verk er kennslu- tæki fyrir bömin er því líka ætlað að vekja okkur, sem eldri emm, til umhugsunar og ábyrgðar gagnvart þeim vanda, sem um ræðir. Það hjálpar okkur að beina ljósi að hin- um dimmari skotum mannlífsins í þeim tilgangi, að veita birtunni þangað, leysa fómarlömb ofbeldis undan þjáningum þeirra." Listin opnar sann- leikanum leið „Formið brúðuleikhús," heldur Hulda áfram, „er listrænt form og um leið áþreifanlegur vemleiki í augum bamsins. Þetta sýnir okkur ljóslega nauðsyn listarinnar í mannlífínu. Vísindin uppgötva og leiða í ljós dásamlega og stórkost- lega möguleika. Siðfræðin hjálpar okkur að nýta þá til góðs. Heim- spekin dustar rykið af gömlum sannleika svo hann verður aftur nýr. En það er listin sem opnar honum leið að hjarta mannsins. Hún ristir dýpra en útskýringar, rök og fortölur," sagði Hulda Guðmunds- dóttir og við látum það verða lokaorð þessa spjalls, eftir Hall- veigu beið fundur með hjúkmnar- fræðingum á heilsugæslustöðvum. Þar ætlaði hún að kynna brúðuleik- sýninguna áður en hún fer til Noregs, að sýna fyrir Bamavemd- arráð, Kennaraháskólann og Fóstmskólann í Björgvin. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Hulda Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og fulltrúi íslands í samstarfs- nefnd Norðurlanda um ofbeldi gegn böraum, og Hallveig Thorlacius, stjóraandi ieikbrúðusýningarinnar um ofbeldi gegn böraum. Yooodelehíúúú Zurich er nœsti alþjóðaflugvöllur við yfir 40 skíðastaði í Sviss, Austurrfki og Lichtenstein. ■ Við fljúgum þangað á laugardögum. arnarflug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.