Morgunblaðið - 06.02.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.02.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988 Verð orlofsferða hef- ur farið lækkandi - segir Helgi Magnússon forstjóri Ferðaskrifstofunnar Útsýnar FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn kynnir sumaráætlun sína á skrif- stofunni í Austurstræti og á söluskrifstofum og umboðs- mönnum um allt land á sunnu- daginn. Útsýn kynnir meðal annars nokkra nýja áfangastaði svo sem Kýpur og Suður-Eng- land og nú verður hægt að fara til Florida alit árið. Að sögn Helga Magnússonar for- stjóra Ferðaskrifstofunnar Útsýnar eru nú í boði fjölbreyttari ferðir en áður. Útsýn heldur tryggð við gamla áfangastaði, en tekur einnig upp ýmsar nýjungar. Fastir brott- farardagar ferðaskrifstofunnar verða samtals 90 á tímabilinu frá maí til október og iætur nærri að brottfarir Útsýnarfarþega verði annan hvem dag. Helgi sagði að leitast væri við að koma til móts við þarfir sem flestra, en þær væru mjög breyti- legar. Liður i þessu eru hinir svokölluðu Útsýnarvegir, en þá ferðast fólk með bílaleigubílum, en Útsýn skipuleggur leiðina og bendir á gististaði og áhugaverða áninga- staði. „Útsýn kynnti þessa nýjung í fyrra og vakti hún mikla athygli," sagði Helgi. „Þess vegna ákváðum við að feta okkur áfram með þenn- an ferðamáta. Útsýnarvegir eru nú á milli Portúgals og Spánar og milli Luxemborgar og Salzborgar. Sérferðir eru famar tii Mexikó, Dalias í Texas, ísrael, New York og Chieago svo eitthvað sé neftit og að sögn Helga hafa margir sýnt áhuga á hópferðinni á Ólympíleik- ana í Seoul í september. Heimsreisuklúbbur Útsýnar fer til Suður-Aftíku 4.-26. nóvember og meðal annars skoðaður Kmger villidýraþjóðgarðurinn. Ingólfur Guðbrandsson var á ferð Suður- Afríku nýlega þar sem hann lagði gmnnin að þessari ferð. Þá verða endurteknar heimsreisur til Kína, Suðurrílga Bandaríkjanna og Mexi- kó. Félagar í Frí-klúbbi Útsýnar fá afslátt á ferðum og gildir hann fyr- ir þá sem staðfesta pantanir fyrir 1. maí. Þeir fá einnig afslátt á þjón- ustu og í verslunum gegn framvísun Frí-klúbbsskírteinis. Sem dæmi um verð á Útsýnar- ferðum er hagstæðasta sólarlanda- ferðin 25 daga ferð til Spánar 10. apríl. Fyrir fjögurra manna fjöl- skyldu kostar ferðin 25.900 krónur á mann. Þriggja vikna ferð til Portúgal fyrir íjögurra manna fjölskyldu í maí kostar frá 33.600 krónum. Ferð í jafn langan tíma fyrir fjög- urra manna fjölskyldu til Svarta- skógar í júní kostar 30.200 krónur á mann og til Lignano á Ítalíu 38.500 krónur á mann. „Ferðir hafa hækkað um nálægt 25% á milli ára, eða mun minna en verðbólgan," sagði Helgi. „Það tek- ur fólk skemmri tíma að vinna fyrir þeim nú. Á undanfömum árum hefur verð orlofsferða farið lækk- andi og sú þróun heldur áfram. UTSYN ffróainfeeke lh*rr. M. Með miklum viðskiptum geta stórar ferðaskrifstofur náð niður verði á flugi og gistingu, en á síðasta ári flölgaði farþegum í hópferðum Út- sýnar um 75% frá árinu áður. Einnig hefur mikil samkeppni í ferðamannaþjónustu komið við- skiptavinum til góða.“ I tilefni af útkomu sumaráætlun- arinnar er eftit til getraunar sem felst í því að fínna hve margar myndir eru af Önnu Margréti Jóns- dóttur fegurðardrottningu í bækl- ingi Útsýnar. í verðlaun er sólarlandaferð að verðmæti 150.000 krónur. Samvinnuferðir-Landsýn 10 ára: Fjölskylduferðir í sum- arhús verða sífellt vinsælli - segirHelgi Jóhannsson forstjóri SUMARÁÆTLUN ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða-Landsýnar kemur út á sunnudaginn og verður þá opið á skrifstofunni í Austur- stræti. Annar bæklingur kemur út á vegum Samvinnuferða-Landsýn- ar en það er Ferðahandbókin Vel á minnst sem viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar fá í hendur er þeir staðfesta ferðapöntun. Hand- bókin hefur að geyma nákvæmar upplýsingar og ábendingar varðandi allt sem gera þarf áður en lagt er af stað i ferðalagið. Helstu sumarieyfísstaðir Sam- vinnuferða-Landsýnar eru Mallorka og Ítalía og sumarhúsin S Holiandi, Engiandi og Danmörku. Helgi Jó- hannson forstjóri sagði í samtaii við Morgunblaðiö að vinsældir flöl- skylduferða í sumarhús væru sífelit að aukast. Helstu nýjungamar sem Sam- vinnuferðir-Landsýn bjóða upp á eru ferðir tii Cala d’Or á austur- strönd Mallorka, Benidorm á Spáni og Torquay á Suður-Englandi. í feröunum til Englands verður gist á herragarðinum The Manor House Hotel sem Magnús Steinþórsson hefur nýlega keypt. Áfram verður farið til Rhodos en ekki í beinu leiguflugi eins og áður. Þess f stað verður flogið til Amsterdam. Þar fara farþegar í breiðþotu frá Air Holland og fljúga með henni til Rhodos. Á heimleið- inni er innifalin gisting í eina nótt á góðu hóteii í Amsterdam. Einnig gefst farþegum kostur á að dvelja þar í iengrí tíma. Mallorka hefur alltaf verið lang vinsælasti staðurinn hjá viðskipta- vinum Samvinnuferða-Landsýn. í fyrra var gert ráð fyrir að þangað færu um 2800 manns, en vegna ijölda bókana var bætt við öðrum eins sætafjölda þangað. Samvinnuferðir-Landsýn eiga 10 ára afmæli á þessu ári og af því tilefni verða alls kyns uppákomur. Helgi nefndi sérstaklega að dregið verður úr nöfnum þeirra sem bóka far með ferðaskrifstofunni. Dregið verður um tíu íjölskylduferðir á 10 krónur. Þann 10. mars verða dreg- in út 5 bókunamúmer úr ölium staðfestum bókunum og um önnur 5 þann 10. maí. Þeir heppnu fá sfðan tilkynningu um verulega lækkaðan ferðakostnað. Samvinnuferðir-Landsýn hafa ákveðið að hrinda af stað þjón- ustuátaki á árinu og liður í því er útkoma handbókarinnar Vel á minnst. Sem dæmi um verð á algengum ferðum neftidi Helgi að fímm manna fjölskylda greiddi 28.000 krónur á mann fyrir þriggja vikna dvöl á Benidorm á Spáni á dýrasta tímanum. Þriggja vikna dvöl í sum- arhúsum f Hollandi kostar frá 27.500 krónum og á Mallorka frá 32.000 krónum. Taldi Helgi að ferðir hefðu hækk- að um 19—25% frá því á síðasta ári, en ef tekið væri mið af verð- bólgu og launahækkunum væri hagstæðara að fara í orlofsferðir nú. Aldrei áður boðið upp á svo fjölbreytt úrval - segir Knútur Óskarsson framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar Úrvals ÚRVALSFERÐIR í allar áttir heitir ferðabæklingur Úrvals sem kemur út í dag og af því tilefni verður skrifstofan opin í dag og á morgun frá kl. 13—17. í bæklingnum kynnir Úrval með- al annars ýmsar nýjungar svo sem vikulegar hópferðir tíl Kyp- > ur og dvöl I sumarhúsum -í,- Danmörku. Knútur Óskareson framkvæmda- stjóri Úrvals sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að mik- il áhersia væri lögð á ferðir til Mallorka, en í sumar heflast aftur ferðir þangað eftir tveggja ára hlé. Úrval býður nú upp á gistingu á nýjum stöðum á austuretrönd eyjar- innar, 8a Coma, Cala millor og Cala Bona. Einníg verður í fyreta sinn boðið upp á beint flug til Billund á Jót- landi og í tengsium við það dvöl f húsum á sumarleyfísstaðnum Sol og Strand við Ebeltoft á austur- strönd Jótlands. Knútur sagði að þetta væri alveg nýr staður byggð- ur upp fyrir ferðamenn og þar væri meðal annare golfvöliur, báta- bryggja og margt fleira. Skipulagðar ferðir verða í hverri viku til Kýpur, en þaðan er stutt til annarra staða svo sem Grikk- lands ísraels og Egyptalands. Meðal vinsælla ferða sem Úrval hefur boðið upp á eru ferðir til Daun Eifel og Svartaskógar auk ferða um Luxemborg. Áfram verður boðið upp á ferðir til Suður-Eng- lands og sagði Knútur að þær væru vinsæiar fjölskylduferðir. „Úrval hefur aldrei boðið upp á jafn^ölbreytt úrval af ferðum sem nú,“ sagði Knútur.„Auk fyrr- greindra ferða gefst mönnum kostur á að fara í ýmsar sérferðir til dæmis til Perú og Barbados og Indlands og Himalaya. Þá er boðið upp á skemmtilegar þriggja vikna ferðir til ítalfu. Flogið er til Rómar og dvalið þar í flórar nætur. Þaðan er ekið til Sorrento og dvalið þar, en þaðan er hægt að fara í ýmsar ferðir, svo sem til Napólí, Kaprí, Pompei og að Vesuvíusi." Úrval er með tvenns konar verð, en þeir sem greiða ferðir fyrir 18. ■ aprfl fá ferðimar á hagstæðari kjör- um. Sem dæmi um algengt verð nefridi Knútur þriggja vikna ferð fyrir fjögurra manna fjölskyldu til Mallorka. Ef farið er f júnf eða júlf kostar ferðinn 39.750 krónur á mann á dýrasta staðnum, en 27.100 krónur á ódýrasta staðnum. Ferð til Kýpur í tvær vikur í júlí eða ágúst kostar 37.900 krónur ámanr. ef dvalið er í íbúð með 2 svefn- herbergjum. Hver meðlimur flög- urra manna fjölskyldu greiðir 28.350 krónur fyrir þriggja vikna dvöl í sumarhúsi f Danmörku í byij- un ágúst. Knútur sagði að lögð væri áherela á fólk gæti valið um margs- konar verð. Aðeins væri boðið upp á góða gistingu en miklu skipti hvort húsið væri alveg niðri við strönd eða einni götu ofar. Taldi hann að ferðir hefðu hækkað um 25-30% frá því í fyrra. Morgunblaðiö/BAR Valdimar Harðarson arkitekt, formaður dómnefndar, f ræðu- stól á Kjarvalsstöðum í gær. Húsgagna- og innrétt- ingaframleiðendur: Verðlaun fyrir hönn- unhúsgagna FÉLAG húsgagna- og innrétt- ingaframleiðenda afhenti f gær á Kjarvalsstöðum verðlaun í sam- keppni um hönnun húsgagna. Þorsteinn Geirharðsson, arki- tekt, fékk 1. verðlaun, 250 þúsund krónur, fyrír póstkassa. Tillögur í samkeppninni verða til sýnis á Kjarvalsstöðum til 14. febrúar nk. á sýningunni Hús- gögn og hönnun '88 sem Fríðrík Sophusson, iðnaðarráðherra, opnaði formlega við verðlauna- afhendinguna í gær. Þar eru sýndar nýjungar í hönnun og framleiðslu íslenskra húsgagna. Páimar Kristmundsson, sem að- stoðaði Þoretein við hönnun póst- kassans, tók við verðlaununum fyrir hönd Þoreteins sem stundar fram- haldsnám í iðnhönnun í Mflanó á ítalfu. Frumgerð póstkassans, sem hlaut 1. verðlaun, smfðuðu Hús- gagnaiðjan á Hvolsvelli og Háborg hf. önnur til íjórðu verðlaun, 50 þúsund krónur, hlutu Pétur B. Lút- hereson fyrir stól í húsgagnasam- stæðu, Gunnlaugur H. Friðbjama- son fyrir borð og stól og Ingimar Þór Gunnarsson fyrir stól. Bakarar vilja flytja inn egg: Telja sig geta sparað milljón LANDSSAMBAND bakara- meistara hefur sótt um innflutn- ingsleyfi til landbúnaðarráðu- neytisins fyrir innflutningi á allt að 25 tonnum af eggjum á mán- uði, í þijá mánuði til reynslu. í frétt frá bökurum segir að inn- lend kökuframleiðsla standi í harðri samkeppni við innfluttar kökur, sem m.a. innihalda landbúnaðarvör- ur sem erlendu erlendu framleið- endumir fá á heimsmarkaðsverði. Ef innlendu bakaríin eiga að stand- ast þessa samkeppni, verður að tryggja þeim hráefni á samkeppnis- færu verði. Mikiil verðmunur er nú á eggjaverði hér á landi og á heims- markaðsverði á eggjum og bendir margt til þess, að sá mismunur geti orðið til frambúðar. Má ætla að greinin geti sparað sem nemur einni milijón króna á mánuði-með því að kaupa egg erlendis frá, segir í fréttinni frá bökurum. Morgunblaðið reyndi að ná í Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, til að spyija hann um þetta mál, en tókst ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.