Morgunblaðið - 06.02.1988, Síða 34

Morgunblaðið - 06.02.1988, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988 Guðmundur H. Garðarsson í utandagskrárumræðum um efnahags- og kjaramál: Atvinnuöryggi getur verið í hættu við núverandi aðstæður UMRÆÐUR utan dagskrár um efnahags- og kjaramál voru í sam- einuðu þingi á fimmtudag. Hér fara á eftir kaflar úr ræðum nok- kurra þingmanna i síðari hluta umræðnanna: Guðmundur G. Þórarinsson (F/ Rvk) sagðist vilja frábiðja sér að ríkisstjómin væri að stjóma fjárfest- ingum í Reykjavík. Hann gagnrýndi einnig gengis- " stefnuna sem hann sagði vera „gengishækkunarstefnu" en ekki fastgengisstefnu því innlendur kostnaður hækkaði stöðugt. Það al- varlega við þessa stefnu væri að það tjón sem hlytist yrði ekki bætt. Það myndi taka langan tíma að bæta upp tjón t.d. ferðamanna- og ullariðnað- arins ef þeir dyttu niður vegna gengisstefiiunnar. „Ég held því að ríkisstjómin standi frammi fyrir glettilegum efnahagsörðugleikum." Ein eða engin vísitala Júlíus Sólnes (B/Rn) sagði lán og lánskjör annaðhvort þurfa að fylgja einni eða engri vísitölu. Það gæti verið hagur Qármagnseigenda að hafa þetta með núverandi hætti en allir aðrir mjmdu fara á hausinn. Hann taldi það vera „ábyrgðarlaust hjal" að segja 9,5% raunvexti hér á landi vera sambærilega við vexti af erlendum skuldabréfalánum. Júlíus spurði næst hvemig stæði á því að laun hér á landi væm svo lág þrátt fyrir að við væmm með svo háar þjóðartekjur. Taldi hann það stafa af misskiptingu auðs. Hann sagði einnig að vegna þess “* hversu miklu háðari við væmm ut- anríkisviðskiptum en önnur ríki þá þyrftum við að búa til skattkerfí sem hentaði okkar aðstæðum en ekki apa eftir erlendar hagfiæðikenningar. Málmfríður Sigurðardóttir (Kvl/Ne) sagði verkafólk nú krefjast leiðréttingar á sínum kjörum og taldi matarskattinn eiga eftir að auka kröfur í komandi kjarasamningum. Hún sagði íslendinga hafa nóg til skiptanna. Við þyrftum nú að leggja áherslu á að lægstu laun dygðu fyr- ir framfærslu og að atvinnuvegimir gætu tryggt þau. Taldi hún koma til greina að tryggja slík laun með lagasetningu. Halldór Blöndal (S/Ne) sagði .það vera nauðsynlegt að þingmenn Kvennalistans skýrðu það út við tækifæri hvað átt væri við þegar talað væri um að unnt eða gerlegt værí að bæta kjör þeirra sem verst væm settir með lagasetningu. Arið 1978 hefði þetta verið gert, eins og sjávarútvegsráðherra minntist á fyrr í umræðunni. Halldór sagði það hafa verið djörfustu tilraun sem gerð hefði verið tii þess að kopa til móts við þá lægst. launuðu. Út af þessu hafi orðið mikil sprenging og væri hann viss um að sá þingmaður sem nú væri þingflokksformaður Kvennalist- ans hefði snúist öndverður við þessari lagasetningu og hrópað ekki síður en aðrir félagar í Alþýðubandalaginu að samningamir skyldu í gildi. Auð- '^vitað væri tal af þessu tagi gagns- laust með öllu ef þeir sem bæm hugmyndina fram væm ekki reiðu- búnir til þess að lýsa henni í einstök- um atriðum. Hvað kostar að útvarpa umræðuin? Halldór sagði það vera synd og skömm að allur sá mikli fjöldi sem hefði tekið þátt í skoðanakönnunum að undanfömu hefði ekki fengið tækifæri til þess að hlýða á þessar umræður. Þessi langa og ítarlega umræða vekti upp þá spumingu Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þeir Halldór Blöndal og Guðmundur H. Garðarsson, viku í ræðum sínum að atvinnu- ástandi í landinu. Guðmundur H. sagði m.a. að atvinnuöryggi gæti verið í hættu við núverandi ástand. hvort ekki væri rétt að athuga kostn- aðinn við að á einhverri rás ríkisút- varpsins yrði útvarpað öllum umræðum frá Alþingi þannig að fólk sem kysi þingmenn gæti fylgst náið með þeim málflutningi sem þar færi fram. Það hefði verið athyglisvert í þess- um umræðum að ýmsir þingmenn hefðu annarsvegar talað um að út- flutningsatvinnuvegimir væm í mikilli hættu og sumir segðu að byggingariðnaðurinn úti á landi væri að stöðvast. Samt sem áður hefði ekki komið fram hjá þessum sömu mönnum ótti við að atvinnuleysi væri framundan né heldur hitt að kjaraskerðing væri e.t.v. nauðsynleg til þess að við gætum haldið fyrir- tækjunum gangandi. Kannski sýndi ekkert atriði jafn vel og þetta hversu vel hefði tekist til við stjóm landsins að undanfömu, að ekki skuli koma upp þessi þanki þrátt fyrir öll stóm orðin. Þetta væri mjög athyglisvert. Halldór vék síðar f ræðu sinni að gengismálum. Hann sagði að i hans 1iuga snérist baráttan ekki lengur um það hvort ríkisstjómin vikunni fyrr eða síðar myndi kjósa að láta gengið síga. Spumingin væri farin að verða miklu alvarlegri. Ef þessi tilraun sem nú væri gerð til að þess að fylgja stöðugleika í gengismálum færi út um þúfur þá væri ekki langt í það að við hrösuðum líka út úr því vígi að geta sagt að við hefðum sjálf- stæðan gjaldmiðil. „Við verðum að sjálfsögðu að taka upp þann þjóðem- ismetnað og það stolt að beijast nú fyrir því til þrautar að við getum verið menn, ekki aðeins fyrir okkar tungu, ekki aðeins fyrir okkar sögu, heldur að við getum líka verið menn fyrir okkar eigin gjaldmiðil og við höfum þrek til þess að standa svo að stjóm okkar efnahagsmála, að við getum stjómað landinu með íslenskri krónu," sagði Halldór Blöndal. Hann væri mjög ánægður með það hvemig ríkisstjómin hefði haldið á kjara- og gengismálum og hefði þá trú að aðrir stjómmálaflokk- ar hefðu ekki staðið betur að því. Allt kallar þetta á fjárfestingn Varðandi hina háu vexti sagði Halldór það auðvitað vera rétt að allar hinar miklu kröfur um fjárfest- ingu um allt land frá opinbemm aðilum, frá þingmönnum ef litið væri á breytingartillögur við fjár- lagafmmvarpið, frá stuðningsmönn- um ríkisstjómarinnar þegar þeir hefðu legið í ráðhermnum úm aukið framkvæmdafjármagn í sín kjör- dæmi, frá einstökum sveitarstjómar- mönnum, frá Stúdentaráði, frá verkalýðsfélögum, kölluðu á þenslu. Meira_ að segja kaup ríkisins á eign- um SÍS kölluðu á nýja fjárfestingu á þenslusvæðinu í Reykjavík. Sömu mennimir sem kæmu í pontuna og segðu vexti vera of háa væm ekki feimnir við að beijast fyrir þessu. „Svo spyijum við okkur: Hvemig stendur á því að við íslendingar get- um ekki staðið undir þessari fyárfest- ingu, þessari lánsfjárþörf?" sagði Halldór. Hreggviður Jónsson (B/Rn) sagði gengi ekki byggjast á því sem ríkisstjómin tæki ákvörðun um held- ur aðstæðum innanlands. Nú hefði verið upplýst að viðskiptahalli á síðasta ári hefði verið um 6 milljarð- ar. Hreggviður sagði það nú liggja ljóst fyrir að gjaldeyrir hefði verið á útsölu og að við gætum ekki haldið áfram að eyða honum eins og við hefðum gert. Það yrði að ná jafn- vægi í viðskiptum við útlönd. Guðmundur H. Garðarsson (S/ Rvk) sagði að það sem sér hefði fundist vanta inn í umræðuna hjá ýmsum þingmönnum væri að þeir hefðu ekki gert sér nægilega grein fyrir aðalatriðum málsins heldur margir hveijir dvalist við aukaatrið- in. Þeir hefðu forðast það eins og heitan eldinn að ræða það meginat- riði hvemig hægt væri að tryggja að óðaverðbólga myndi ekki dynja jrfir þjóðina á ný. Guðmundur sagði að það væri nauðsynlegt að menn gerðu sér grein fyrir því að baráttuviðleitni stjómar- stuðningsmanna og ríkisstjómarinn- ar beindist að því að vemda og veija fólkið í landinu fyrir því að lenda í óðaverðbólguástandi á næstu ámm. Það væri viðurkennt af öllum að slíkt ástand kæmi engfum verr en lág- launafólki í verkalýðshrejrfingunni og öryrkjum og öldruðum. Óðaverð- bólga þýddi í stuttu máli lakari lífskjör, eignaskerðingu og hran at- vinnuvega. Guðmundur H. sagði það vera óvefengjanlega staðreynd að ísland væri fyrirmyndarþjóðfélag og íslend- ingar gott fólk. Þetta væri góð þjóð sem legði áherslu á að tryggja al- menna afkomu og almenna velferð. Elli- og örorkulífeyrismál væra t.d. í flestu til fyrirmyndar. „Eru ein- hveijir þingmenn að biðja um það að með óábyrgri stefnu í efnahags- málum að verði öll þessi uppbygging brennd upp f báli óðaverðbólgu?" spurði Guðmundur. En fyrirmjmdarríkið {sland kostaði mikið fé. Við hefðum þróað og byggt upp mjög dýrt tryggingakerfi, skóla- kerfi og heilbrigðiskerfi. Enginn þingmaður væri á móti því að fjár- magn til þessara þarfa væri tryggt. Þingmenn hefðu einnig tekið afstöðu til þess í gegnum lánsfláráætlun að halda áfram að byggja upp þetta kröfuharða en fámenna þjóðfélag með nútímahætti. í fyrsta lagi hefð- um við tekið afstöðu til þess í gegnum vegaáætlun að byggja hér upp sam- göngukerfi í stóra og harðbýlu landi. Það þyrfti mikið §ármagn til þess að fjármagna atvinnutæki í sjávarút- vegi, fiskiðnaði, almennum iðnaði, nýtísku verslun, flugsamgöngum, hótelum o.fl. Þessi jákvæða upp- bygging stæðist ekki nema á íslandi ríkti jafnvægi og íslenskir stjóm7 málamenn héldu sínu jafnvægi og tryggðu að þetta jrrði ekki allt rifíð niður með óabyrgri stefnu í stjóm- málum eða af óábjrgum aðilum vinnumarkaðarins, sem kjmnu að vera til staðar. Atvinnuöryg'gið í hættu Stjómarflokkamir legðu áherslu á að byggja, tryggja og efla það kerfi sem við hefðum byggt upp í velferð- arríki okkar. En þeir leggðu ekki hvað síst áherslu það að tiyggja að íslenskt atvinnulíf byggi við góðar og öraggar aðstæður. Ekki mætti mikið út af bregða svo að færi illa. Guðmundur H. sagði síðan að meg- inkröfur stjómarandstæðinga væra að þeir krefðust hærri ríkisútgjalda, meiri fjárfestingar og aukinnar neyslu á öllum sviðum. En þeir segðu ekki fólkinu hvað þessi yfirboð þeirra mjmdu kosta fólkið í landinu, bæði launamenn og fyrirtækin. Verið væri að kalla jrfir þjóðina óðaverðbólgu og atvinnuleysi. Það sem menn yrðu að gera sér grein fyrir og meta réttilega væri að viðurkenna að við byggjum nú við brejrttar og verri aðstæður en fyrir 1-2 áram. Núverandi ríkisstjóm væri að vinna að því að halda jafn- vægi í þjóðarbúskapnum til að mæta þessari neikvæðu þróun sem stafaði fyrst og fremst af ytri aðstæðum sem væra okkur gersamlega óviðráðan- legar. Ríkisstjómin vildi viðhalda því velferðarríki sem íslendingar legðu áherslu á. Hún legði áherslu á að viðhalda fullri framleiðslu og tryggja atvinnuöryggið. Því miður virtist það fara gersamlega fram hjá mörgum að atvinnuöryggið gæti verið í mik- iHi hættu við þær aðstæður sem við byggjum við í dag, sérstaklega í út- flutningsatvinnuvegunum. Röskun á framleiðslustarfseminni myndi kalla á atvinnuleysi og lakari lífskjör og tefla í hættu afkomu ellilífejrisþega og annarra sem ættu allt sitt undir því að tekjuöflun ríkisins yrði ekki trafluð í innbyrðis átökum og verk- föllum. í lok ræðu sinnar sagði Guðmund- ur H. að það sem skipti máli í stjómmálum eins og öllu öðra væri að menn væra heiðarlegir og segðu þjóðinni sannleikann um stöðu mála hveiju sinni. Að neita staðreyndum og reyna að blekkja fólk um raun- veralega erfiða stöðu atvinnulífs og efnahagslífs væra ákveðin svik við fólkið í landinu. Hann sagðist ekki trúa þvf að það væri tilgangur stjóm- arandstæðinga f þeirri umræðu sem hér hefði farið fram. Bankaráðin eru sá að- ili sem ákveður vexti - því ekki þeirra að gagnrýna vaxtaá- kvarðanir, segir viðskiptaráðherra JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra, gagnrýndi Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) harðlega í utan'dagskrárumræðum í sameinuðu þingi á fimmtudag. Hann sagði þaó' vera næsta kyndugt að hlusta á formann bankaráðs eins stærsta ríkisbankans kvarta yfir háum vöxtum því hann hefði ákveðið þá sjálfur. Einnig færi það þingmanninum illa að gagnrýna launamisrétti í landinu þvi hann hefði nýlega sem bankaráðs- formaður hækkað kaupið hjá þeim sem hæst hefðu launin í opinbera kerfinu. „Ég get ekki látið hjá líða að segja eitthvað um þessa enda- lausu hræsni sem hér veður uppi í þingsölum," sagði Jón Sigurðsson. Viðskiptaráðherra sagði í umræð- um utan dagskrár um efnhags- og kjaramál vilja minna á að það væri ekki eins og ákvörðunarvaldið varð- andi vexti væri í höndum einhverra „óvalinna manna". Bankaráð ríkis- bankanna væra t.d. í rejmd sá aðili sem ákvarðaði vextina samkvæmt lögum. „Það er þess vegna næsta kjmdugt að hlusta hér á formann bankaráðs eins stærsta ríkisbankans, Búnaðarbankans, beija sér yfir háum vöxtum. Hann hefur ákveðið þá sjálf- ur,“ sagði viðskiptaráðherra. Ráðherrann sagði það sama gilda varðandi gagnrýni Stefáns Valgeirs- sonar á launamisrétti. „Hann hefur líka talað af miklum skilningi á kjör- um hinna lægst launuðu. Ég er honum sammála um að við þurfum að bæta kjör þess fólks. Hann hefur sýnt að hann er svo mikill jafnréttis- maður að hann hefur enn betri skilning á lqöram hinna hæst laun- uðu, því hann hefur sem formaður í bankaráðinu hækkað kaupið hjá þeim sem hæst hafa launin í opin- bera kerfinu. Þannig er víðsýnið fyrir norðan. Þannig er skilningurinn á kjöram fólksins í landinu. Ég get ekki hjá liðið að segja eitthvað um þessa endalausu hræsni sem hér veð- ur uppi í þingsölum," sagði Jón Sigurðsson. Ahríf skattbreytinga á kjör heimilanna í UMRÆÐUM utan dagskrár um efnahags- og kjaramál á fimmtu- dag lagði Jón Baldvin Hannibals- son, fjármálaráðherra, fram nokkur dæmi um heildaráhrif þeirra skattabreytinga sem gerð- ar voru um áramótin á kjör heimilanna. Sagði hann að í því „moldviðri“ sem þyrlað hefði verið upp í kringum einn hluta þessarar kerfisbreytingar, sölu- skatt á matvæli, hefði skort mjög á heildaryfirsýn um þessar breytingar og heildaráhrif á af- komu heimilanna. Hann sagði þessar tölur vera miðaðar við að matvæli hefðu hækkað um 10% í janúar. Af töflunni kemur fram (í ann- arri línu), að meðaltekjur fjölskyldu Telyur í Matar- Önnur Beinir %af janúar útgjöld útgjöld skattar Samtals tekjum I Hjón með 2 börn Heimilistekjur undir meðallagi 80.000 + 1.700 -1.300 -7.400 -7.000 8,8 Meðaltekjur 135.000 + 1.900 -2.500 -4.400 -5.000 3,7 II Einstætt foreldrí með 2 börn Meðaltekjur III Einstaklingur 73.000 + 1.200 -1.200 -5.800 -5.800 7,9 Meðaltekjur 71.400 +700 -1.400 -1.300 -2.000 2,8 1 töflunni merkir plúsmerki hækkun útgjalda, en mínusmerki lækkun útgjalda vegna viðkom- andi þáttar. með 2 böm era í janúar áætlaðar 135 þúsund á mánuði, áætluð hækkun matvöruútgjalda er um 1.700 kr. á mánuði, lækkun ann- arra útgjalda um 2.500 kr. og lækkun beinna skatta um 4.400 kr. á mánuði. Þannig fæst niðurstaða í samtöludálki um að útgjöld meðal- fjölskyldunnar lækki um 7.400 kr. á mánuði. „Réttara er auðvitað að tala um að ráðstöfunartekjur fjöl- skyldunnar hækki sem þessu nemur," sagði íjármálaráðherra. „Fjölmargar spumingar geta auðvitað vaknað um útreikninga af þessu tagi. Niðurstöðumar eru hins vegar svo afdráttarlausar, að ekki skiptir meginmáli þótt forsendum sé breytt nokkuð," sagði Jón Bald- vin. „Jafnvel þótt reiknað væri með 50% skekkju á hveijum einstökum lið í þessum dæmum yrði heildamið- urstaðan í öllum tilvikum jákvæð."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.