Morgunblaðið - 06.02.1988, Page 18

Morgunblaðið - 06.02.1988, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988 Emanúel Swedenborg Um þessar mundir eru réttar þrjár aldir liðnar frá fæðingu eins mesta andlegs stór- mennis Norðurlanda. Er hér átt við hugsuðinn og dulsæismanninn Emanúel Swedenborg. Um hans daga stóð styrr um hann sem engan veginn er lokið. Enn á hann sína aðdáendur víðsvegar um heimsbyggðina en andstæð- inga þó miklu fleiri. Hann var fæddur í Stokkhólmi 29. janúar 1688. Andaðist í Lundúnum 84ra ára gamall. Emanúel Swedenborg var son- ur Jespers Svedbergs, sem var hirðprestur í Stokkhólmi og síðar kennari í guðfræði við háskólann í Uppsölum og loks lengi biskup í Skörum (Skara). Jesper Sved- berg var að öllu leyti hinn merkasti maður, allstrangur og siðavandur. Mun kirkjusaga Svíþjóðar geyma nafn hans um aldur og ævi. Ekki sízt fyrir það að við hann er kennd sálmabók, sem kom út 1695 og hélt velli í heila öld og aldarijórðungi betur, eða þar til Wallinssálmabókin var tekin upp í árslok 1819. Bók þessi var jafnan kölluð Sved- bergsálmabókin, enda var hún að heita mátti eingöngu hans verk. Jesper Svedberg var skáld gott, að þeirrar tíðar hætti, hvort heldur hann frumorti eða þýddi sálma. Emanúel Svedberg ólst upp á góðu heimili í Stokkhólmi, Upp- sölum og Skörum. Hann var talinn undrabam að gáfum, las og las og réð yfir óvenju. mikilli þekkingu þegar á bemskuárum. Trúaráhugi hans var vel vak- andi. En nokkuð þótti hann kynlegur í háttum og lék sér lítt eða ekki við önnur bæjarböm. Oft virtist hann annars hugar, er hann var ávarpaður og stund- um sýndist svo sem hann væri að tala við ósýnilegar vemr. Foreldra hans og aðra furðaði á þessu. Var drengurinn að leika sér við englaböm? Það taldi hann sjálfur og jafnvel foreldrar hans. Þessi reynsla minnir á annan andans höfðingja, J.H. Newman kardinála, sem lék sér aðeins við englaböm í bemsku sinni. Kem- ur það fram í hinum alkunna sálmi hans: Lýs milda ljós. New- man kveður (þýð. M.Joch.) „og ég fínn aftur andans Fögmdyr/ og engla þá sem bam ég þekkti fyrr.“ Að loknu stúdentsprófí hóf Emanúel Svedberg nám í fom- málunum, grísku, latínu og hebresku, en er fram í sótti hall- aðist hugur hans æ meira að raunvísindum og tók hann að nema af miklu kappi stærðfræði og margþætt náttúmvísindi og lauk prófí í þeim með glæsibrag. En áfram lét hann sig dulfræði hvers konar miklu skipta. Þó að hann hefði lokið há- skólaprófí í Svíþjóð, var þekking- arþorsta hans ekki svalað. — Á ámnum 1710—1714 dvaldi hann langdvölum í Engiandi, Hollandi, Frakklandi og Þýzkalandi og varð hálærður maður. Eftir að hann kom heim til ættjarðarinnar að lokinni þessari löngu útivist gaf hann út nátt- úmvísindarit, hið fyrsta sinnar tegundar í Svíþjóð, og vakti það nokkra athygli meðal mennta- manna. Karl konungur tólfti hafði mætur á þessum lærdómsgarpi og stofnaði nýtt vellaunað emb- ætti fyrir hann í námaráðinu sænska, enda hafði Svedberg sannað mikla tæknikunnáttu sína og glöggskyggni í stríðinu við Norðmenn. Svedberg fékk sæti í leyndarráði konungs og var boðinn sess í hinni virðulegu Sænsku Akademíu. — Víða kom hann við og mörg áhugamálin, enda vom gáfur hans frábærlega fjölþættar. Auk þess sem áður hefúr verið getið, var hann mjög söngvinn og lék vel á hljóðfæri. Þá var hann talinn gott latínu- skáld. Alla ævi las hann fímin öll, einkum um trúarbrögð og dul- fræðileg efni auk vísindarita, en biblíuna mest allra bóka og var hann svo vel að sér í henni, að hálærðir guðfræðingar máttu öfunda hann af. Svedberg skrifaði fjölda rita um margskonar vísindaleg efni og ber þar hæst bók hans í heil- alíffræði. Hann reit hana sem aðrar bækur sínar á latínu, tungu lærðra manna á þessum tímum. Um flest var hann á undan sínum tíma og spámaður, framsýnni en aðrir á vísindasviði og vakti at- hygli en um Ieið andúð. Hann var aðlaður árið 1719 og tók þá upp nafnið Swedenborg. Þessum sóma fylgdi sú skylda að taka sæti á sænska stéttaþinginu svo að enn hlóðust á hann aukin störf. Eins og áður er getið, var Swedenborg óvenjulegt bam og sá svo margt sem öðram var hulið. Mun þessi dulsýnigáfa aldrei hafa yfírgefíð hann. En á árinu 1737 verða straumhvörf í lífi hans. Oft kemst hann þá í leiðsluástand, fær vitranir í dul- sýnum og draumum og tekur meira mark á þeim en nokkm sinni fyrr. Hann öðlast sannfær- ingu um að efnisheimurinn sé endurskin annars heims — and- legs heims. Hann er í Lundúnum um þessar mundir. Kristur birtist honum og býður honum að reka erindi sitt meðal manna, vera verkfæri sitt hér á jörð. Sweden- borg er í vanda. Hann er bundinn mörgum áríðandi veraldlegum störfum og mikils af honum vænst. Það tekur Swedenborg nokkur ár að ákveða sig og hlýða kallinu. En að því kom að hann gerir málin upp við sig. Hann afsalar sér að fullu og öllu emb- ættisstörfum og þessa heims umsvifum, en helgar sig upp frá því eingöngu sínum hjartans málum. — Það má geta nærri að sænsku stjóminni þótti skarð fyrir skildi að missa starfskrafta hans, en hún sýndi þá rausn að veita honum heiðurslaun til ævi- loka. Um svipað leyti hefst hann handa sem trúarlegur rithöfund- ur, en varpar visindalegum skrifum fyrir róða. Og á þeim véttvangi haslaði hann sér völl ailt til æviloka. Hann gaf út margar bækur trúarlegs efnis. Þær helztu era: Arcana Coelestia (Himneskir leyndardómar), sem prentuð var í Lundúnum 1749 og skrifuð á latínu sein önnur trúarrit hans. Yfírskilvitleg boð- un knúði hann til að birta þetta höfuðrit. Önnur helztu rit hans á þessu sviði em: Kærleikur Guðs og vizka, Himinn og helvíti, að ógleymdu hinu síðasta frá 1771: Vera Christiana relegio (Sönn kristin trú). — Kenningar Swedenborgs fengu daufar und- irtektir í Svíþjóð og jafnvel fjandsamlegar og mætti hann þar rógi og illu umtali. Hann fékk aðrar og betri móttökur, einkum í Englandi og Hollandi og því gaf Swedenborg út bækur sínar þar, í Lundúnum og Amst- erdam. Bækur Swedenborgs hafa haft djúpstæð áhrif á stórhug- suði ýmissa þjóða. Má þar nefna skáldið Goethe, heimspekinginn Immanúel Kant, stjómmála- manninn Abraham Lincoln, skáldið August Strindberg, svo að einhveijir séu nefndir. Allir hafa þeir að einhveiju leyti til- einkað sér lífsviðhorf hans. Einstakir merkir íslendingar telja sig standa í mikilli þakkar- skuld við Swedenborg. Má þar minna á Einar Jónsson mynd- höggvara, eins og fram kemur í æviminningum hans. — Einn íslenzkur menntamaður varð til þess að þýða rit eftir Sweden- borg. Það var Jón A. Hjaltalín skólastjóri. Bækur Swedenborgs um dul- ræn og trúarleg efni hafa verið þýddar á öll helztu menningar- mál. Og eitt er víst að gott er að kynnast skoðunum hans og vitmnum, hvort sem menn sam- þýðast þeim eða hafna. Oft var honum mótmælt af efagimi og var svar hans venju- lega þetta: „Lesið sjálfír það sem ég hef skrifað, og þá mun svarið verða yður ljóst.“ Maðurinn var göfugur og vandur að lífemi og brýndi aðra til siðgæðis og trúarlegrar al- vöm. Hann taldi sig stöðugt í baráttu við mykraöfl tilverunnar og hvatti menn til þátttöku í henni. — Fyrir dulskyggni sína taldi hann sig öðlast innsýn í leyndardóma himins, andaheims og helvítis öðmm mönnum frem- ur, og gat lýst því sem ekkert annað auga leit, góðu og illu, Guði og Satan, og framliðna menn umgekkst hann. Hann var gæddur spádómsgáfu og sá fyrir marga óorðna hluti. Dulskyggni hans var alkunn og sönnuð, eins og þegar hann sá í sýn, staddur í Lundúnum, Stokkhólmsbbrg standa í ljósum logum. Sú vitmn er vel vottfest. — Kenningar Swedenborgs fengu daufa áheym heima í Svíþjóð, enda ekki við því að búast að sænsk rétttrúnaðar- kirkja tæki kenningum hans opnum örmum, þar eð þær vom á öndverðum meiði við mörg mikilvæg trúaratriði kirkjunnar, eins og þrenningu guðdómsins, friðþægingu og meyjarfæðingu. Betur var þeim tekið í Englandi og víðar. Hann stofnaði engan söfnuð um sig í lifanda llfí, en aðdáend- ur hans í Englandi og fleiri löndum urðu til þess röskum áratug eftir dauða hans. — Og enn lifa Swedenborgssöfnuðir góðu lífí, einkum þó í Englandi og í Ameríku. Hvað er það sem hann leggur mesta áherzluá í boðun sinni og kemur að hvað eftir annað: I fyrsta lagi: Guð er einn, ein per- sóna, en þríeinn I eðli. í öðm lagi: Biblían er guðdómlegt verk, sem ber að túlka andlega. í þriðja lagi: Maðurinn verður hólpinn fyrir trú og vandað líferni, verð- ur að velja milli góðra og illra anda, og loks: Maðurinn rís upp strax eftir dauðann í andlegum líkama. Swedenborg var greftraður í Lundúnum, þar sem hann andað- ist, en árið 1908 var duft hans sent til Svíþjóðar og er geymt í dómkirkjunni í Uppsölum. S.G. s- Swedenborg varfjölfræðingur, m.a. hafði hann áhuga áflugi og lofiaflsfræði, teiknaði t.d.flugvél meðfostum vængjum og knúna áfram með e.k. hreyfli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.