Morgunblaðið - 06.02.1988, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.02.1988, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988 Sínfómutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Jón Leifs: Landsýn, forleikur op. 41. Sergej Rakh- manínov: Rapsódía (Paganini) op. 43. Johannes Brahms: Sin- fónía nr. 1 op. 68. Einleikari: Randall Hodgldnson. Stjórnandi: George Cleve. Forleikurinn Landsýn eftir Jón Leifs ber í sér eigindir. er minna á harðhenta víkinga, þolna í harðræð- um hvers konar, manna er lögðu æru sína að jöfnu við dauðann, orktu stórbrotin Ijóð og voru sögu- fróðir menn með afbrigðum. Þessir ósveigjanlegu menn námu’land þar sem fegurðin var í einni og sömu mynd, hijóstrug, hrikaleg, smágerð og blíðleg, eins og ástin og dauð- inn, ofín saman í harðrímað, viðkvæmt ljóð. Þannig yrkir Jón Leifs. Það var eins og að vera hrifinn úr samspili við ógnþrungna náttúr- una þegar Paganíni-rapsódían eftir S. Rakhmaninov var leikin og hásk- inn varð leikur, snjall og glæsilegur en án þess lífsháska sem horft er í þegar brimskaflana ber við himin- inn. Randall Hodgkinson er snjall píanóleikari og hljómsveitin undir stjóm George Cleve lék oft á tíðum mjög vel. Það verður fróðlegt að heyra þennan unga píanóleikara leika einan í Listasafni íslands, þó það hafí ekki farið leynt í konsertin- um að hann kann sig hið besta. Randall Hodgkinson George Cleve hefur áður starfað með hljómsveitinni og hann fær spilarana, nú sem áður, til að taka á honum stóra sínum, svo sem vel mátti heyra í píanókonsertinum og þá ekki síður í þeirri fyrstu eftir Brahms. Hraðinn var stundum ef til vill einum of mikill en samleikur sveitarinnar var víða mjög góður og þær einleiksstófur, sem sumar hveijar eru með viðkvæmustu tón- hendingu verksins, voru fallega mótaðar. Vonandi að George Cleve verði ráðinn til frekari starfa við hljómsveitina, því þar fer sannar- lega góður fagmaður. Félag járniðnaðarmanna: Listí stjórnar sjálfkjörinn RUNNINN er út framboðsfrestur varðandi skipan stjómar og trún- aðarmannaráðs Félags jámiðnað- armanna næsta starfsár. Aðeins einn listi barst, listi stjómar og trúnaðarmannaráðs, og er hann því sjálfkjörinn. Aðalfundur fé- lagsins verður haldinn síðar i þessum mánuði eins og lög félags- ins mæla fyrir um. Stjóm Félags jámiðnaðarmanna er þannig skipuð. Guðjón Jónsson, formaður, Öm Friðriksson, vara- formaður, Kristinn Karlsson, ritari, Óli Stefáns Runólfsson, vararitari, Guðmundur S. M. Jónasson, gjald- keri, Magnús Jónasson og Vignir Eyþórsson, meðstjómendur. Trúnaðarmannaráð er skipað eft- irtöldum fjórtán mönnum: Jóhannes Halldórsson, Guðmundur Magnús- son, Jóhannes Birgisson, Birgir Hjaltason, Lárus Jónatansson, Gylfí Ingvarsson, Gunnar Ólafsson, Har- aldur G. Samúelsson, Helgi Am- laugsson, Rögnvaldur J. Axelsson, Tage Olesen, Valgarður Friðjónsson, Hallbjöm Ágústsson og Óskar Ár- mannsson. Eftirfarandi sjö menn em til vara í trúnaðarmannaráði: Jón Sigurðs- son, Halldór Lúðvíksson, Olgeir Kristjánsson, Bragi Guðnason, Gunnar Þorleifsson, Einar Brynj- ólfsson og Tryggvi Benediktsson. SIMAR 21150-21370 Til sýnis og sölu eru að koma m.a.: SOLUSTJ LARUS Þ VAIDIMARS LOGM JOH ÞOROARSON HOl Ágæt íbúð við Furugerði 5 herb. á 1. hæð um 100 fm. 4 svefnherb. m. innb. skápum. Gott baö með þvaðstöðu. Sólsvalir. Í kj. m.a. geymsla og þvhús ágæt sameign. Úrvalsstaður með útsýni. Ákv. sala. Úrvalsíb. við Boðagranda 3ja herb. á 1. hæð, 76,5 fm nettó. Sólsvalir. Vönduð innr. Ágæt sam- eign. Geymsla og vélaþvhús í kj. Ákv. sala. Sérhæð við Hólmgarð 3ja herb. neðri hæð, 80,5 fm nettó i tvíbhúsi. Sér inng. Sér hiti. Nýtt eldhús. Nýtt bað. Langtímalán um kr. 750 þús. fylgja. Ákv. sala. Með frábæru útsýni við Æsufell 2ja herb. íb., 55,3 fm nettó á 7. hæð í lyftuh. Mikil og góð sameign. Laus 1. júní nk. Frábært útsýni yfir borgina og nágr. í gamla, góða Vesturbænum 3ja herb. íb. 79,9 fm á 3. hæð i þribhúsi viö Öldugötu. Nýtt eldhús. Nýtt bað. Nýir gluggar. Nýtt þak. Rúmg. risherb. m. kvisti fylgir. Skuld- laus. Eignin er öll sem ný. Laus strax. Einkasala. Hagkæm skipti Til kaups óskast 4ra herb. hæð með bílsk., helst i Hliöum eða nágr. Skipti mögul. á góðu steinh. á úrvalsstað i Garðabæ með 4ra-5 herb. ib. auk kj. og bílsk. sem nú er lítil sérib. Stórt og glæsil. endaraðhús i smíðum á útsýnisst. rótt við Gullinbrú. Teikn. með nánari uppl. fyrir- liggjandi á skrifstofunni. Opið í dag, laugardag, frákl. 11-16 ALMENNA FASTEIGNASALAM LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 423. þáttur Eins og sagt var í næstsíðasta þætti, hefur umsjónarmaður ekki fíindið mjög að málfari fjöl- miðla undanfarið. Hann er þeirrar trúar að betra sé að gera slíkt með nokkrum hvfldum. Hól fyrir það, sem vel er gert, má þá líka oft fylgja, því að sífelld- ar aðfínnslur verða mönnum ekki til uppörvunar. Vegna þess, sem síðar kemur fram í þættinum, þykir umsjón- armanni rétt að nefna: 1) Hann sér öll dagblöðin nær daglega, en les ekki nema lítið brot af þeim, eins og nærri má geta. 2) Hann hlustar oft á fréttir á Rás eitt, sjaldan á Rás tvö. 3) Hann hlustar sárasjaldan á aðrar útvarpsstöðvar. 4) Hann horfír og hlustar að staðaldri á fréttir bæði í Sjón- varpinu og á Stöð tvö. 5) Hann notar ógjama orðið ljósvakamiðíU um útvarp og sjónvarp. Honum fínnst það heldur tilgerðarlegt og há- stemmt. Hversdagslega nefnir hann þessi fyrirbæri vörpin, rétt eins og hann segir blöðin. 6) Þegar hann vitnar í mál- villur í blöðum og vörpum, skirrist hann við að nefna nöfn og fer þar að gamalli ráðspeki. ★ Margir fréttamenn í útvarpi og sjónvarpi tala gott mál, að mati umsjónarmanns. Á það bæði við um framburð og orða- val. Vera má að vísu að þeir ráði ekki alltaf orðavali frétt- anna sem þeir segja. Hinir bestu þeirra hafa ekki farið með nein- ar málvillur, svo að hann hafí heyrt. Aftur er skirrst við að nefna nöfn, svo að hinir góð- mæltu mega gjalda fyrir glap- yrðingana, þegar talað er um alla í hóp. Ríkisútvarpið hefur sett sér hátt takmark um íslenskt mál, og er það allt skilmerkilega tí- undað fyrr í þessum þáttum. Mikið hefur undanfarið verið rætt um nauðsyn þess að vemda mál okkar og þjóðemi, og vafa- laust vilja það flestir. Þá hefur einn málhagasti íslendingur, sem nú er uppi, Helgi Hálf- danarson, haldið uppi sleitulaus- um áróðri vegna sóma móðurmáls síns. Má ég nota hér tækifærið og biðja kunningja hans og fermingarbróður, Hrólf Sveinsson, að leggja honum meira lið. Hann er ekki síður málsnjall, og ég þykist vita að skammt sé á milli þeirra að öðm leyti. Það munar um mannsliðið, drengir! En þótt svo sé, sem nú er lýst, hef ég ekki í annan tíma staðið oftar upp úr stólnum mínum til að skrifa hjá mér málvillur úr vörpunum en verið hefur núna í janúar, á því herr- ans ári 1988. Fara hér á eftir fáein dæmi af mörgum úr ann- arri hvorri sjónvarpsstöðinni eða ríkisútvarpinu: 1) Menn fengu styrk ... „til gerð kvikmyndahandrits". Vit- leysan er hér auðkennd í letri, og fyrr má nú vera. Oft hefur ranglega verið með eignarfallið farið, en að endingu þess sé sleppt í svona einföldu sambandi er meira en mig. hefði órað fyr- ir, og er þetta því miður ekki einsdæmi á síðustu og verstu tímum. Þó sjá þeir, sem horfa á Stöð tvö, daglega fyrir sér hið fagra og svipmikla eignarfall stöðvar. 2) „Hann núði honum því um nasir." Þetta er eins og bam- ungi sé að tala. Hvenær skyldum við fá: Hann róði á sjó og snúði á hina, meðan grasið gróði í landi? 3) Verið er að lýsa málverki eða einhveiju þvflíku, og frétta- maðurinn endar málsgreinina með þessari reisn: „... allavega ekki útlitslega séð.“ Ég veit að menn sjá vel eða illa, en hvemig sjá þeir „útlitslega"? 4) „Þeir munu þá væntanlega hellast úr lestinni." Reynið að sjá þessa mynd fyrir ykkur, þeg- ar fréttamaðurinn fer að „hella“ úr lestinni. Fyrir kom áður fyrr, og gerist kannski enn, að hestar urðu svo haltir, að þeir gátu ekki fylgt lestinni. Þá heltust þeir úr henni, og enginn „hellti" þeim eitt eða neitt. En hvemig væri að málhaltir fréttamenn heltust úr lestinni, eða á kannski að „hella“ þeim á ein- hvem afvikinn stað? 5) „Ástralir skammast sín ekki fyrir forfeðra sína.“ Nei, nei, auðvitað ekki. En hver var sá ^forfeðri" sem fyrstur kom til Ástralíu? Eða eiga Ástralir e.t.v. feður eins og aðrir menn og þar með forfeður sem þeir skammast sín ekki fyrir? ★ Kannski halda ungir og mál- haltir fréttamenn að fara megi eftir því sem sjálfír ráðherramir segja, ég veit það ekki. Einn ráðherra ræddi fyrir skemmstu við fréttamann Sjónvarpsins og vildi lækka vexti og gera eitt- hvað til að bæta svokallað efnahagsástand með aðgerðum í svokölluðum peningamálum. En þetta varð að mati hans og málfari að gera „bæði skatta- lega og aðgerðalega". Hvemíg skyldi skattalegur maður líta út eða skattalegt athæfí vera? Hvemig ætli menn geri verkin sín skattalega? Og hvemig gera menn eitthvað „aðgerðalega", eða öllu heldur, hvemig komast menn hjá því? ★ Skal nú venda kvæði í kross og gefa Tómasi Sæmundssyni (1807—1841) orðið í inngangi Fjölnis 1835: „Eigi nokkurt rit að vera fag- urt, verður fyrst og fremst málið að vera svo hreint og óblandað eins og orðið getur, bæði að orðum og orðaskipun, og þar sem nýjar hugmyndir koma fram og þörf er á nýjum orðum, ríður á að þau séu auðskilin og málinu sem eðlilegust. Það er ljósara en um þurfi að tala, hvað það er áríðandi að hafðar séu gætur á málunum, hvort sem þau em skrifuð eða töluð. Með þeim hefur mannlegt fijálsræði afrekað meira en nokkrum öðr- um hlut... Engin þjóð verður fyrri til en hún talar mál út af fyrir sig, og deyi málin, deyja líka þjóðimar eða verða að ann- arri þjóð ...“ Morgunblaðið/Þorkell Látbragðsleikur Perlunnar Þessi mynd var tekin í kennslustund hjá leiklistar- hópnum Perlunni í Bjarkarási fyrir skömmu. Að sögn Péturs Johnsonar blaðafulltrúa Perl- unnar eru 11 manns í hópnum á aldrinum 18 ára til 40. Kenn- ari þeirra er Sigríður Eyþórs- dóttir og hefur verið undanfarin sex ár. Hópurinn hefur leikið víða á ráðstefnum og farið út á land með sýning- ar. Á myndinni eru, í efri röð f.v.: Pétur Johnson, Hildur Davíðsdóttir, Sigfús Svan- bergsson, Hildur Oskarsdóttir, Sigriður Eyþórsdóttir, kennari, Ingijörg Ámadóttir og Ingveld- ur Olöf Ragnarsdóttir. í neðri röð eru Gunnar Gunnbjörnsson, Guðný Ólafsdóttir, Birgitta Harðardóttir og Jóhanna Guð- mundsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.