Morgunblaðið - 06.02.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.02.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988 Kaþólsk biskupaJkirkja: Sérstakur sögulegur viðburður eftir Sigurð H. Þorsteinsson Kaþólskur biskupsstóll á íslandi á upptök sín er Rúðólfur frændi Játvarðar Englandskonungs og prestur í Noregi vígist að skipan Brimarstóls sem trúboðsbiskup til íslands. Næstur er ísleifur sonur Gizurar hvíta svo vígður til landsins á hvíta- sunnudag, árið 1056. Um'það segir Bjöm Þorsteinsson, sagnfræðingur, í hinni nýju íslandssögu sinni: „Með vígsluför ísleifs var stofnað íslenskt biskupsdæmi og ísland tekið í hóp siðmenntaðra þjóða." En ísleifur var trúboðsbiskup, og þótt hann sæti á arfleifð sinni í Skálholti, varð Skálholt ekki bisk- upssetur í fullum skilningi þess orðs, fyrr en eftir að Gizur ísleifsson hafði verið vígður til biskups í Magdeburg 1082 og gengið frá samningi við Ólaf digra um að tek- ið væri í lög að biskupsstóll á íslandi skuli vera staðsettur í Skálholti. Aður hafði henn ekki verið bundinn neinum einum stað. Hann gaf einn- ig biskupsstólnum Skálholt og þær jarðir og góss er þar undir heyrði, það er lönd og lausa aura, eftir því sem Ari segir frá. Af þessu sjáum við að þrír fyrstu kaþólsku biskupamir á íslandi voru allir vígðir í Mið-Evrópu og ísleifur vígður til þjónustu á landinu eða nánar til tekið sem íslandsbiskup. Biskupar taka því ekki vígslur sem Skálholtsbiskupar fyrr en eftir stað- festinguna í sáttmálanum við Ólaf Noregskonung og gjöf Gizurar. En jafnframt höfðu biskupar frá hinum engilsaxneska hluta látið fs- NY HAGSTÆÐ KJOR... á nokkrum notuðum úrvals bflum!!! Við getum nú boðið nokkra notaða úrvals bíla á betra verði og greiðslukjörum en áður hefur þekkst. Dæmi: MAZDA 626,4ra dyra, 2 OL GLX, árg. ’85 Verð.......................................kr. 490.000 Útborgun 25%......... ...............kr. 122.500 Eftirstöðvar...............................kr. 367.500 Afsláttur...........................kr. 49.000 Eftirstöðvar sem greiðast með skuldabréfi á allt að 30 mánuðum með jöfnum afborgunum...kr. 318.500 Eftirfarandi bílar fást á sambærilegum kjörum: •">8ag:'ji m. v-ummev JwjB " ’ ' ~ jSÍSlfe 5 " ! MAZDA 626 GLX árg. ’85 MAZDA 626 GLX árg. ’85 MAZDA 323 station árg. '87 MAZDA 323 árg. ’87 MAZDA 323 árg. '87 |j^g|g Nissan Cabstar árg. ’83 KIAMASTER9mannaárg.’86 MAZDA 323 árg.’88 | LANCER árg. ’85 Subaru 1800 árg. ’85 MAZDA 323 árg. '82 MHaiÍKÍ^É MAZDA 929 Station árg. ’82 MAZDA 626 1.6L árg. ’85 Toyota GT Twincam árg. ’84 Fjöldi annarra bíla á staðnum. Opið laugardaga frá kl. 1—5 BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1,S. 68-1299. land sig máli skipta. Rúðólfur biskup á Bæ í Borgarfirði þó þeirra merk- astur. Auk þess að vera frændi Játvarðar hins góða, var hann Bene- diktsmunkur og sendur af erkibisk- upsdæminu í Bremen til að gegna starfi trúboðsbiskups á íslandi. Samkvæmt því er hann fyrsti kaþ- ólskur biskup er situr hér, en ekki ísleifur, sonur Gizurar hvíta. Rúðólfur sat í Bæ í Borgarfirði, 1030—1049, eða 19 ár. Var gerður að ábóta í Abingdon, er heim kom til Englands á ný. A Bæ stofnaði hann klaustur og skóla. Ennfremur hafði írskur biskup verið hér um miðja öldina. Segir Bjöm Þorsteins- son í sögu sinni að „á þeim tíma voru fyrstu íslendingamir nægjan- lega menntaðir til að móttaka kirkjulegar vigslur." Enn þann dag í dag ber íslensk tunga merki þessa, það er að bókar- mennt okkar kom fyrst frá Engil- söxum. Þaðan eru komnir bókstaf- imir Þ og Ð, sem ennþá skreyta mál okkar og eru sérkenni í því. En mikið vatn er til sjávar mnnið frá því að ísland var fyrst trúboðs- land og þar sátu trúboðsbiskupar. Áfram fóm allar biskupsvígslur fram erlendis og svo urðu siðaskipti á landinu. Eftir það vom þeir er á biskupsstólum sátu útnefndir „su- perintendentar" Danakonungs: Trúbóð kaþólskra á íslandi hefst svo að nýju um miðjan 19. öld. Heyrir það þá undir hinn norræna biskupsstól í Alta. Varð meðal ann- ars einn þeirra presta er hér þjónuðu síðar biskup á þeim stóli, séra Bem- hard; franskur prestur. Biskup á þessum stóli var þá Djunkovsky, rússneskur að ætt. Meðal starfs- manna hans var íslendingur, Ólafur Gunnlaugsson að nafni, en bróðir hans var líklega fyrsti Islendingur- inn er stundaði prestsnám við skóla Propaganda Fide í Róm. Getið er nokkurra íslendinga á erlendri gmnd er kaþólskir urðu á þessum tímum, meðal þeirra Gröndal. Það er svo ekki fyrr en 25. júlí 1929, að biskupsvígsla fer loks fram í kaþólskri kirkju á íslandi. Er þá Marteinn Meulenberg vígður til biskups, en tekur þó ekki við slíku embætti, heldur embætti „Vicarius Apostolicus“, eða umboðsmaður yfir hinu kaþólska kirkjustarfi í landinu. Fékk hann sem biskupsvígður mað- ur titilinn sem biskup af Hólum. Þann titil fékk líka Jóhannes Gunn- arsson, er gegndi starfi þessu eftir hann. Er Jóhannes lét af störfum fyrir aldurssakir og tók upp prests- þjónustu í Bandaríkjunum, sat hér framkvæmdastjóri kirkjunnar um nokkum tíma, en þá tók við emb- ætti Henrik biskup Frehen. Varð nú ísland biskupsdæmi á ný, með biskupsstóli í Landakoti í Reylqavik- ur. Það er því ekki fyrr en nú, að Kristskirkja Sigurður H. Þorsteinsson. „Það er því ekkifyrr en nú, að annar Islands- biskup eftir siðaskipti sest á stól, að hann er vigður á Islandi. Er þetta önnur biskups- víg'sla móðurkirkjunn- ar sem fram fer hér á landi. Vert er að geta þess að þarna fer í raun fram fyrsta kaþólska biskupsvígslan þar sem biskup er vígður í full- stofnuðu biskupsdæmi yfir Islandi. Því er hér um sérstakan, söguleg- an viðburð að ræða.“ annar íslandsbiskup eftir siðaskipti sest á stól, að hann er vígður á Is- landi. Er þetta önnur biskupsvígsla móðurkirkjunnar sem fram fer hér á landi. Vert er að geta þess að þama fer í raun fram fyrsta ka- þólska biskupsvígslan þar sem biskup er vígður í fullstofnuðu bisk- upsdæmi yfir íslandi. Því er hér um sérstakan, sögulegan viðburð að ræða. Það er jesúítapresturinn Alfeð Jolson (dregið af Hjaltason), sem nú vígist til embættis sem kaþólskur biskup yfír íslandi, með sæti í Reykjavík. Hann á hér stóran frændgarð og hefir rækt frændsem- ina vel. Hann hefir í mörg undanfar- in ár komið til íslands og heimsótt þá meðal annars, nokkur hundmð frænda sinna vítt og breitt um landið. Afi hans, Guðmundur Hjalta- son, fæddur 1872, flutti frá íslandi til Noregs á sínum tíma. Alfreð er því íslendingur að uppruna, nánar tiltekið ættaður úr ísafjarðardjúpi. Fyrir um það bil 21 ári mun fyrét hafa verið nefndur sá möguleiki að hann yrði biskup yfir íslandi. Þetta biskupsval var tilkynnt í málgagni Vatikansins, L’osserva Tore Romano, þann 4. janúar, svo- hljóðandi: „The Holy Father has appointed Bishop of Reykjavík (Ice- land)! Rev. Alfred Jolson, S.J., Professor and Dean at Nhelling College" (U.S.A.).“ Að öðru leyti um ættir og upp- runa hans vísa ég til greinar hér í Morgunblaðinu eftir Torfa Ólafsson, 20. janúar og í Dagblaðinu Vísi þann 17. janúar nú í ár. Þann 6. febrúar á þessu herrans ári verður í fyrsta sinn í íslenskri sögu vígður hér á landi biskup til starfa sem kaþólskur biskup yfír íslandi. Vil ég nota þetta tækifæri til að bjóða hann velkominn til starfa. Maðurinn er af íslensku — norsku — írsku bergi brotinn. Hann er því samætta öllum íslendingum, sem af landnámsmönnum eru komn- ir. Hann er auk þessa reglubróðir Jóns Sveinssonar, meðlimur einnar best menntuðu reglu kirkjunnar. Verðugur fulltrúi hinnar alþjóðlegu og um leið þjóðlegu móðurkirkju í landi voru, sem á svo ríkan þátt í menntalífi og bókmenntum lands- manna að fomu og nýju, að án hennar er ekki hægt að gera 3ér grein fyrir þeim að fullu. A messudegi Jóhannesar Bosco, Laugarhóli, Strandasýslu, 1988. Höfundur erfréttaritari Morgun- blaðsins í Bjamarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.