Morgunblaðið - 06.02.1988, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 06.02.1988, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Isíðasta þætti, 30. febrúar, skrifaði ég um bökur og enn skrifa ég um bökur, enda eru möguleikar í böku- gerð óþrjótandi. Um daginn voru bökum- ar í þættinum með ávöxtum og berjum, en sætar bökur eru stundum með súkkul- aði og osti. Nú skulum við hafa ósætar bökur með fiski, kjöti og grænmeti, en grænmetisbökur met ég mest. Þær bökur sem voru í síðasta þætti, voru allar opnar, þ.e.a.s. ekki með loki yfir, en bökur eru ýmist opnar, með loki eða eins konar neti úr deiginu. Bökur hafa verið bakaðar í aldaraðir, og halda margar þjóðir enn mikið upp á þær. Bretar eru mikið gefnir fyrir bökur og eru meistarar í þeirri iðn. Bresk nýrna- baka er heimsfræg. Eitt sinn heyrði ég námsmann, sem stundað hafði nám í Bretlandi, segja um breska matargerð, að hún væri bara pies and puddings, og það var engin hrifning í röddinni. Þessi námsmaður bjó í heimavist meðan hann stundaði nám, og er líklegt að fæðið í þeim skóla hafi ekki gefið alveg rétta mynd af breskum mat, sem að mínu mati er bæði fjölbreyttur og góður. Marg- ar mínar uppáhaldsuppskriftir eru einmitt breskar. íþættinum 17.janúar, „Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi", gat ég þess að ég vildi fegin eiga uppskrift af kartö- flugeri. Einn lesenda þáttarins, Ema Erlingsdóttir, var svo vinsamleg að senda mér uppskrift af þessu geri, og þakka ég henni kærlega fyrir. Ég birti þá upp- skrift næst þegar ég verð með uppskriftir af brauði. Fleiri bökur Baka með silungi, þorsklifur o.fl. Bakan: 250 g hveiti, V4 tsk. salt, 1 tsk. papríkuduft, 1 dl fínt rifínn óðalsostur, 200 g smjör eða smjörlíki, 3—4 msk. kalt vatn. 1. Setjið hveiti, salt, papríkuduft og rifínn ost í skál. 2. Skerið smjörið smátt og myljið sam- an við. Hellið vatni út í og hnoðið deig. 3. Setjið deigið í kæliskáp og látið bíða í 60 mínútur. Fyllingin: 200 g ferskur silungur, 50 g þorsklifur, 100 g soðin þorskhrogn, 2 harðsoðin egg, 1 dl hrísgijón, 3 dl gott físksoð, safí úr V2 lítilli sítrónu, 1 tsk. salt, Ú8 tsk. pipar, V8 tsk. múskat, 1 egg, */2 dós sýrður tjómi, V2 salatlaukur (hvítur laukur). 4. Setjið hrísgijón og físksoð í pott. Sjóðið við hægan hita í 10 mínútur. Slökkvið þá undir pottinum og látið standa í honum lokuðum í aðrar 10 mínútur. 5. Flakið silunginn, roðdragið hann og skerið fískholdið í þunnar sneiðar. 6. Leggið silungssneiðamar á fat. Blandið saman salti, pipar og múskati. 7. Kreistið safann úr sítrónunni. Hellið sítrónusafa yfír silungssneiðamar, stráið á þær kryddblöndunni og látið bíða í 10—15 mínútur. Bakstur bökunnar: 8. Takið deigið úr kæliskápnum. Fletjið það út og setjið á botninn og upp með börmunum á bökumótið, 22—25 sm í þver- mál. 9. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180oC, setjið bökuna í ofnirin og bakið í 10 mínútur. 10. Takið bökuna úr ofninum, setjið helming hrísgrjónanna á botn hennar. 11. Takið himnuna af hrognunum og skerið smátt. Setjið síðan hrogn, silung og smátt skoma lifur á hrísgijónin. 13. Saxið eggin og stráið yfír. 14. Þeytið eggið, setjið sýrðan ijóma út í. Setjið síðari helming hrísgijóna út í. Hellið þessu yfír bökuna. 15. Minnkið hitann á ofninum í 180°C, blástursofn í 160°C. Setjið bökuna í ofninn og bakið í 25—35 mínútur. 16. Skerið salatlauk í sneiðar og raðið á miðju bökunnar þegar búið er að baka hana. Sprotakálsbaka (broccoli) Bakan: 150 g heilhveiti, 50 g hveiti, V4 tsk. salt, V2 tsk. papríkuduft, 100 g smjör eða smjörlíki, 3 msk. kalt vatn. 1. Setjið hveiti, heilhveiti, salt og papríkuduft í skál. 2. Skerið smjörið smátt og myljið sam- an við mjölið. Vætið í með vatninu og hnoðið deig. 4. Þrýstið 3/4 hlutum deigsins á botninn og upp með börmunum á bökumóti, 22 sm í þvermál. . 5. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170°C, setjið bökuna í miðjan ofninn og bakið í 10 mínútur. Fyllingin: 250 g sprotakál, 2 dl saltvatn, 2 egg + 1 eggjahvíta, Vs tsk. múskat, 1 peli kaffíijómi, 2 msk. ijómaostur án bragðefna. 100 g óðalsostur, 1 eggjarauða. 6. Skerið leggina af Jíálinu, afhýðið þá og skerið í sneiðar. 7. Hitið saltvatn, setjið sneiðarnar og blómleggina í vatnið og sjóðið við hægan hita í 7 mínútur. Hellið þá vatninu frá. 8. Takið bökuna úr ofninum, setjið kálið á hana. 9. Þeytið egg, eggjahvítu og múskat saman, hrærið ijómaost út í. Setjið kaffí- ijómann saman við. Hellið þessu á bökuna. Rífið óðalsostinn og stráið yfir. 10. Mótið lengjur úr því deigi sem þið tókuð frá, leggið lengjumar yfír bökuna, þannig að það myndist eins konar net. Þiý’stið vel á brúnir bökunnar. 11. Penslið lengjumar og brún bökunn- ar með eggjarauðunni. 12. Setjið aftur í ofninn og bakið við hægan hita í 30 mínútur. Meðlæti: Franskar kartöflur. Hænsnabaka Bakan: 200 g hveiti, 200 g smjör eða smjörlíki, V4 tsk. hjartarsalt, 1 dl súrmjólk. 1. Látið smjörið vera kalt, skerið það síðan niður með ostaskera. 2. Blandið lauslega saman hveiti og smjöri, setjið súrmjólkina saman við og hnoðið deig. Smjörið á ekki að jafnast vel um hveitið, heldur vera í kekkjum í því. 3. Geymið deigið í kæliskáp í nokkrar klukkustundir, jafnvel til næsta dags. Fyllingin: 1 unghæna, 1 lítri vatn, 1 tsk. salt, 1 stór laukur, 6 svört piparkom, 1 chilipipar, ferskur eða þurrkaður, 1 meðalstór gulrót, 1 sellerístöngull (má sleppa). 4. Skiptið hænunni í sundur, takið bringuna í tvennt, takið leggina frá, bijó- tið síðan bringubeinið. Hægt er að nota uggaskæri til að hluta hænuna í sundur. 5. Setjið vatn, salt, piparkom, chilipip- ar, laukinn í bitum, gulrótina og sellerí- stöngulinn í pott. Látið sjóða. 6. Setjið hænuna í bitum út í pottinn og sjóðið við hægan hita í 2 klst. Sjóðið innyflin með. 7. Takið hænuna úr soðinu, takið af beinum, síið soðið. Hellið soðinu aftur í pottinn, fleytið af því fituna og fleygið. Sjóðið síðan soðið á fullum straum þar til það er 1 peli. Með í fyllinguna: 200 g ferskir sveppir, 2—3 msk. smjör, nýmalaður pipar, V4 tsk. kam', V2 tsk. oregano, 1 msk. sítrónusafi, 1 dós Campbell’s sveppasúpa, 2 msk. ijómaostur án bragðefna. 8. Þerrið sveppina vel, þvoið ekki. Ske- rið síðan í sneiðar. 9. Bræðið smjörið, setjið kam út í. Sjóðið síðan sveppina í 7—10 mínútur í smjörinu. Hafíð hægan hita. 10. Setjið pipar, oregano og sítrónusafa út í. 11. Setjið dósasúpuna út í, síðan ijóma- ostinn og hrærið vel saman. 12. Setjið kjúklingasoðið út í, setjið kjúklingana í bitum út í. 13. Setjið kjúklingakássuna á stort eld- fast fat. Það þarf að vera brík á fatinu. 14. Fletjið deigið út. Leggið ofan á fa- tið og þrýstið ofan á bríkina. Búið til lauf úr því deigi, sem skerst utan af, raðið laufímum ofan á bökuna. 15. Setjið 1—2 tsk. af vatni út í eggja- rauðuna og penslið bökuna. 16. Hitið bakaraofn í 190°C, blásturs- ofn í 170°C, setjið bökuna í miðjan ofninn og bakið í 35—40 mínútur. Berið hrásalat með. Baka með túnfiski og rækjum 30 g smjör eða smjörlíki, 80 g hveiti, 1 peli kaffiijómi, ferskt dill eða 1 tsk. þurrkað, 1 dós túnfiskur, 200 g, 100 g rækjur, 2 msk. sítrónusafí. 1. Bræðið smjörið í potti, setjið hveiti út í og búið til uppbakaðan jafning, þyn- nið með kaffiijómanum. 2. Setjið dill út í. 3. Síið túnfískinn, takið hann örlítið í sundur og setjið í sósuna ásamt rækjun- um. Setjið sítrónusafa út ú 4. Smyijið bökumót eða annað eldfast fat. Hellið sósunni með fískinum í mótið. Ofan á 150 g heilhveiti, 50 g haframjöl, 50 g salthnetur (peanuts), 100 g smjör, nýmalaður pipar, steinselja og nokkrar rækjur. 5. Setjið hveiti og haframjöl í skál. Malið hnetumar fínt og setjið saman við. Malið pipar saman við. 6. Skerið smjörið smátt og myljið út í. Þetta á að verða komótt deig. 7. Stráið þessu yfír það sem er í mótinu. 8. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170°C. Setjið í miðjan ofninn og bakið í 25—30 mínútur. 9. Setjið steinseljugrein og nokkrar rækjur á miðju fatsins 0g berið fram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.