Morgunblaðið - 06.02.1988, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 06.02.1988, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988 Rekstrarerfiðleikar Hraðfrystihússins hf. á Hofsósi Flytjum suður á mölina ef húsinu verður lokað Særún Bjðrnsdóttir. - segir starfsfólk Hraðfrystihússins AFAR illa horfir í atvinnumálum Hofsóss um næstu mánaðarmót ef uppsagnir nær alls starfsfólks Hraðfrystihússins hf. á Hofsósi koma til framkvæmda. Staða þess hefur ekki verið verri í tvo áratugi og rekstrargrundvöllur er ekki til staðar að sðgn Gísla Kristjánssonar, framkvæmdastjóra. Reksturinn hefur verið halla- laus síðastliðin ár og sýndi bráðabirgðauppgjör um miðjan ágúst jákvæða útkomu. En fall dollarans á haustmánuðum varð frystihús- inu þungt i skauti, auk þess sem ýmsar ástæður hafa verið taldar til; hækkað fiskverð eftir að það var gefið fijálst, aukinn fjár- magnskostnaður, hærri launakostnaður og hækkun lánskjaraví- sitðlu. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fóru nýlega tíl Hofsóss til að kanna ástandið í atvinnumálum staðarins og stöðu Hraðfrystihússins. Hraðfrystihúsið hf. var eign Kaupfélags Skagfírðinga en undir iok sjötta áratugarins var stofnað hlutafélag um rekstur þess. Hlut- hafar eru Hofsóshreppur, Hofs- hreppur og Fellshreppur auk einstaklinga innan hreppsins. Hraðfrystihúsið er hluthafí í Út- gerðarfélagi Skagfírðinga. Hlutur þess er um 30% og fær það um þriðjung aflans sem er landað á Sauðárkróki og ekið til Hofsóss. Aðrir hluthafar Útgerðarfélagsins eru Fiskiðjan og Skjöldur á Sauð- árkróki. Togarar félagsins eru þrír; Skapti, Hegranes og Dran- gey- Hraðfrystihúsið er langstærsti atvinnurekandi á Hofsósi og hreppunum í kring, Fellshreppi og Hofshreppi. Um 270 manns búa á Hofsósi og tæplega 150 í hrepp- unum. Um helmingur atvinnubærs fólks starfar í Hraðfrystihúsinu, eða rúmlega 60 manns. Af öðrum atvinnuveitendum má nefna hljóðkútaverksmiðjuna Stuðlaberg, saumastofu, biffeiða- verkstæði, vörubflaútgerð, hellu- steypu og útibú Búnaðarbanka og Kaupfélags Skagfírðinga. Öllu fastráðnu starfsfólki frysti- hússins með mánaðaruppsagnar- frest var sagt upp, rúmlega 50 manns. En verkstjórum, vélgæslu- mönnum, gæðastjórum og skrif- stofufólki með þriggja mánaða uppsagnarfrest var ekki sagt upp. Framleiðslan fiystihússins er seld á Bandaríkjamarkað af Ice- land Seafood Corp., en hún er að stærstum hluta þorskur. í byijun sSðasta árs keypti Hraðfiystihúsið beinamjölsverksmiðju sem var breytt í saltfiskverkunarhús og var kostnaður við það um 7 milljónir. Rekstur þess hófst á haustmánuð- um. Þá tók frystihúsið við rekstri hörpudiskvinnslunnar Skagaskelj- ar hf. um mitt ár. Orsökin lágt framleiðsluverðmæti Framkvæmdastjóri Hraðfrysti- hússins hf. er Gísli Kristjánsson. Hann sagði í samtali við blaða- mann að um mitt ár hefði tekið að halla undan fæti. Fyrrihluti síðasta árs hafí verið mjög góður í rekstri og frystingu, en í júní hafí fiskverð verið gefið fijálst, starfsemi fískmarkaða hafíst og það hafí sprengt upp verð hráefn- is. „Fall dollarans á haustmánuð- um varð okkur Iíka þungt í skauti, þá strax var það sýnt að erfiðleik- ar voru í frystingunni. Við biðum út það ár eftir því að stjómvöld gerðu einhveijar ráðstafanir en það var ekki,“ sagði Gáli. „Við höfum rekið húsið í fjóra mánuði með um 60% hráefniskostnaði sem er 10% yfír því sem við teljum að hann megi vera. Tapið liggur ekki fyrir, við erum að gera upp síðasta ár og ég get ekki sagt nákvæmlega til um það, hér er sjálfsagt um 15% tap að ræða á síðustu mánuðum. Staðan í janúar er svipuð og á seinni hluta síðasta árs. Arsvelta fyrirtækisins er um 150 milljónir." — Hvað veldur? „Ástæðan er fyrst og fremst lágt framleiðsluverðmæti, sem við fáum allt greitt í dollurum. Fjár- og ekki hefði komið til greina að stöðva rekstur frystihússins um áramót, þar sem það væri lang- stærsti vinnuveitandi staðarins. Hann sagði uppsagnimar leggj- ast ákaflega illa í starfsfólk, sérstaklega vegna þess að rekstur- inn hefði gengið vel í gegnum árin. „Við höfum haft mjög jafnt og gott hráefni og yfírleitt nóg fólk til að vinna. Við erum ekki að biðja um annað en skilyrði til reksturs. Gæði vörunnar hafa ver- ið mikil og góð nýting á henni. Þetta er ekki okkar vandamál ein- göngu, heldur spuming um styrkleika húsanna. Fyrirtækin em að ganga á eigið fé sem er "J ■ x ■/. ' * , ‘ W Verkstjóramir Ásgeir Jónsson og Hólmgeir Einarsson. magnskostnaður hefur rokið upp, hefbuhdin afurðalán duga ekki lengur fyrir vinnulaunum og hrá- efni eins og þau eiga að gera. Þá er farið að taka skammtíma- lán, sem em orðin stór hluti rekstrafjár. Fyrirtækið treystir sér ekki til að standa undir launa- kostnaði lengur en til mánaðar- móta febrúar - mars. Launakostn- aður verður tiltölulega hár vegna lágs framleiðsluverðmætis, auk þess sem umbúðaverð hefur hækkað. Hráefni, vinnulaun og umbúðir em nú orðin um og yfír 90% kostnaðar og þá er eftir allur annar rekstur." — Hefði verið skynsamlegra að fresta kaupum á saltfískverkunar- húsi og skelfiskvinnslunni? „Það tel ég ekki. Þessi fyrir- tæki vom keypt seinnihluta sumars. Rekstur Saltfiskverkun- arinnar er rétt að he§ast en gengur heldur skár. Þar var þó öllum sagt upp.“ — Hvaða vonir hafíð þið um framhaldið? „Við trúðum ekki öðm en að stjómvöld myndu gera einhveijar ráðstafanir vegna rekstursins á nýju ári. Ekkert hefur gérst, við sitjum f súpunni og getum afar lítið aðhafst. Ég er ekkert of bjart- sýnn á að lán frá Byggðastofnun fáist." Aðspurður sagðist' Gísli ekki telja að of mikið væri framleitt að brenna upp. Á bak við okkur standa þijú fátæk sveitafélög og þeirra tekjur duga ekki nærri til að ná okkur upp úr þessum vanda." — Hvað er til ráða? „Við þurfum að fá langtímalán til að laga aðstöðu okkar en þau duga ekki til ef rekstrargmndvöll- ur er ekki fyrir hendi. Ástandið vægast sagt slæmt í frystihúsinu hittum við fyrir þá Hólmgeir Einarsson og Ásgeir Jónsson verkstjóra. Þeir sögðu góðærið í fyrra hafa farið á vit- lausa staði, „útflutingsverðmætin koma úr fiskvinnslunni og þangað eiga þau að fara. Þau skila sér hvorki til vinnslunnar né starfs- fólksins." Aðspurðir sögðust þeir fljótlega hafa tekið eftir er halla fór undan fæti. Uppgjör um miðjan ágúst hafí verið jákvætt, en í september hafí verðlækkun orðið vegna falis dollarans. Þá strax hafí farið að bera á verðlækkuninni á veðsetn- ingum. — Kom þetta ykkur á óvart? „Já og þó sérstaklega þeim sem fylgjast ekki með stöðunni dag frá degi, því reksturinn hefur gengið mjög vel. Okkur fínnst ekkert sanngjamt að vinna að arðbær- ustu atvinnugrein þjóðarinnar og bera síðan minnst úr býtum. En Gísli Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins. Auðbjörg Guðnadóttir. það er ekkert til skiptanna, þegar ftystihúsin em búin að fá á sig fískverðs- og launahækkanir og fá á mót lækkun dollara." — Hvemig hefur staðan verið á þessu ári? „Janúarmánuður hefur verið einn besti janúarmánuður sem við höfum unnið, okkur sýnist fram- leiðsluverðmæti okkar vera um 11 milljónir fyrir mánuðinn, sem er mjög gott. En þetta gerir ekkert meira en að borga laun og hrá- efni.“ — Hvað gerist ef uppsagnimar koma til framkvæmda? „Við þomm ekki að hugsa til þess ef þarf að loka húsinu, þá komum við bara suður á mölina. Önnur smáatvinna og þjónusta byggir svo mikið á frystihúsinu. Ástandið er vægast sagt slæmt, sennilega standa þau hús best að vígi sem ekki hófu starfsemi eftir áramót. Við eram ekki bjartsýnir, þetta verður að laga. Lítið vit í fjárfest- ingum Hraðfrystihússins Auðbjörg Guðnadóttir og Sær- ún Bjömsdóttir em meðal þeirra sem sagt var upp. Þeim leist illa á ástandið ef svo færi fram sem horfði. „Við vonum að rekstrinum verði bjargað fyrir hom. Ef málin leysast ekki þýðir ekkert annað en að koma sér héðan burt,“ sögðu þær. — Kemurþettaykkuráóvart? „Nei, við áttum alveg eins von á þessu. Fómm að taka eftir slæmu ástandi í desember. Þá viss- um að farið væri að halla undan fæti." — Hafa launagreiðslur dregist? „Aðeins einu sinni, það var í sömu viku og uppsagnimar komu til. Frystihúsinu verður að halda gangandi, því hér starfa til dæmis margar fjölskyldur sem eiga allt sitt undir vinnunni hér. En okkur fínnst lítið vit í að kaupa eignir hingað og þangað. Hér er verið að fara út í of stóra hluti jafnvel þó að þetta eigi eftir að koma okkur til góða síðar meir.“ Texti: Urður Gunnarsdóttir Myndir: Börkur Amarson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.