Morgunblaðið - 17.02.1988, Page 2

Morgunblaðið - 17.02.1988, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 Ávarp utanríkisnefnda Æðsta ráðs Sovétríkjanna: Ovenjulegt að fara þannig fram hjá utan- ríkisþj ónustunni - segir Eyjólfur Konráð Jónsson AVARP utanríkisnefnda Æðsta ráðs Sovétríkjanna sem sovéski sendiherranna á íslandi afhenti formanni utanrikismálanefndar Alþingis fyrir helgi, var rætt á fundi utanríkismálanef ndar á mánudag og dreift til allra þing- Dæmdur fyr- ir kynferð- isafbrot Hæstiréttur kvað í gær upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn manni sem sakadómur Hafnar- fjarðar hafði dæmt í 3'/2 árs fangelsi fyrir kynferðismök við 3«/2 árs stjúpdóttur sína. Meiri- hluti Hæstaréttar taldi sannað að maðurinn hefði gerst sekur um verknaðinn en taldi refsingu hæfilega ákveðna 2*/2 árs fang- elsi. Guðmundur Skaftason hæsta- réttardómari skilaði sératkvæði um málið og vildi sýkna ákærða. Hann hefði Staðfastlega neitað við alla rannsókn málsins að vera sekur um verknaðinn. Meirihluti Hæstaréttar átaldi í dómi sínum héraðsdómara fyrir drátt sem orðið hefði á rekstri málsins í héraði. Ekki verði séð að neitt hafí verið aðhafst í málinu frá 11. júní 1985 til 2. desember 1986. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómaramir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Hrafn Braga- son og Sigúrður Líndal prófessor. manna eftir það. Áður hafði formaður nefndarinnar skýrt forseta Sameinaðs þings, forsæt- isráðherra og utanríkisráðherra frá skjalinu. Eyjólfur Konráð Jónsson formað- ur utanríkismálanefndar ~ sagðist hafa lagt á það áherslu á fundi utanríkisnefndar að málið yrði at- hugað í nánu samráði við utanríkis- ráðuneytið og óskað eftir að það beitti sér fyrir sambandi við hin ríkin sem ávarpinu væri beint til. Hann sagði að málið hefði verið lítið rætt á fundinum. „Fundurinn með sendiherranum og afhending ávarpsins kom mér á óvart, því það er óvenjulegt að mínu mati og fleiri að fara þannig fram hjá utanríkis- þjónustunni,“ sagði Eyjólfur þegar leitað var álits hans á málinu. Morgunblaðið/Ól.K.Mag Snjórinn hverfur EPTIR snjókomuna á höfuðborgarsvæðinu s.l. sunnudagskvöld sat snjór á tijám og og gerði þau tilkomu- mikil að sjá. Ekki hreyfði vind á mánudaginn og hélst jólasvipur á trjánum þar til síðdegis í gær að snérist til sunnanáttar og byijaði að rigna og hvarf þá snjórinn af tijánum eins og dögg fyrir sólu. Forseta íslands boðið til Sovétríkjanna: Ekki hefur náðst sam- komulag um dagsetningar Tilboð Flugleiða óaðgengilegt - segir Kristján Thorlacius TILBOÐ sem Flugleiðir gerðu VR og BSRB um orlofsferðir til útlanda í gær er óaðgengilegt og töluvert hærra en tilboð Lion Air frá Lúxemburg, að sögn Kristjáns Thorlacius, formanns BSRB. Kristján vildi ekki nefna neinar tölur í þessu sambandi, því samn- ingaviðræður væru enn á viðkvæmu stigi. Ferðanefíidir BSRB og VR funduðu um málið í gærkvöldi, en ákvörðun um næstu skref í málinu iá ekki fyrir, að sögn Kristjáns. Svar við tilboði Lion Air verður að liggja fyrir í næstu viku. Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, þiggi boð um opinbera heimsókn til Sovétríkj- anna. Hins vegar hefur stjórnin ekki fallist á þá ósk sovéska sendiherrans i Reykjavík, að for- setinn fari til Moskvu sunnudag- inn 28. febrúar og vill að fundin verði önnur dagsetning. Var þetta samþykkt ágreiningslaust á fundi ríkisstjórnarinnar á fimmtudaginn i síðustu viku. Þrátt fyrir- þá niðurstöðu sagði sovéski sendiherrann, að ekki væri unnt að hnika dagsetning- um. Kom málið aftur fyrir ríkis- stjórnina í gær og var fyrri nið- urstaða hennar staðfest. Ráð- herrar Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins voru sammála um að halda fast við fyrri ákvörðim ríkisstjómarinnar en á hinn bóginn hefur Steingrímur Hermannsson, utanríkisráð- herra, látið í ljós þá skoðun, að forsetinn eigi að þiggja boðið núna og afhenti ritara ríkis- stjómarinnar bókun þess efnis eftir að stjómarfundi var slitið. Sovéski sendiherrann í Reykjavík, Igor N. Krassavin, sneri sér til Steingríms Hermannssonar, utanríkisráðherra, miðvikudaginn 10. febrúar og tilkynnti honum, að Sovétstjómin vildi bjóða forseta ís- lands í opinbera heimsókn til Sov- étríkjanna og gæti Míkahil Gorb- atsjov, aðalritari sovéska kommúni- staflokksins, hitt forsetann að máli í Moskvu mánudaginn 29. febrúar. Fór sendiherrann þess eindregið á leit, að skjót svör bæmst við þessu boði. Þegar utanríkisráðherra skýrði frá því á ríkisstjómarfundi á fímmtudag var það samhljóða nið- urstaða ríkisstjómarinnar, að þiggja bæri boðið en fresturinn væri of skammur og ætti að leita samkomulags við Sovétmenn um aðra dagsetningu. Þegar utanríkis- ráðherra kynnti þessa niðurstöðu fyrir sovéska sendiherranum sl. föstudag, var það svar hans, að þetta væri eini dagurinn, sem Gorb- atsjov hefði til að hitta forseta ís- lands, þannig að annað hvort yrði að taka boðinu núna eða ekki. Vildi utanríkisráðherra þá, að gengið yrði að kostum Sovétmanna en ráð- herrar Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- Tannlæknanemar harma teningakast Á FUNDI í Félagi íslenskra tannlæknanema í fyrradag var samþykkt yfirlýsing þar sem segir m.a. að félagið harmi þá aðferð að láta teningskast ráða niðurröðun nemenda f sæti. Fé- lagið mun reyna að fá reglugerð Háskólaráðs um þetta atriði breytt, en er hins vegar sam- þykkt þeirri ákvörðim ráðsins að takmarka fjölda nemenda við Ríkisstjórnin kemst ekki lengnr hjá efnahagsaðgerðum — segir Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra STEINGRÍMUR Hermannsson utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir að ríkisstjórnin komist ekki hjá þvi lengur að taka á efnahagsvand- anum og að þvf leyti sé hann sammála því sem Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður Fram- sóknarflokksins segir í viðtali við Alþýðublaðið um helgina. Þar segir Guðmundur að Framsókn- arflokkurinn geti ekki stutt rikis- stjómina lengur nema hún gripi til aðgerða sem jafni hallann á viðskiptum við útlönd og ef ekki verði búið að gripa til slikra að- gerða með sumrinu segist Guð- mundur verða að endurskoða stuðning sinn við stjórnina. í samtali við Morgunblaðið sagði Steingrímur að því væri ekki að neita að óróleiki væri mikill, ekki aðeins í Framsóknarflokknum held- ur einnig um allt land vegna efna- hagsástandsins. „Það eru frystihús að stöðvast og annar atvinnurekst- ur. Það er slæmt hve samningar dragast mjög og okkur fínnst það vera orðin mikil spuming hvé ríkis- stjómin getur beðið Iengi eftir samningum því það er mjög alvar- legt ástand að skapast í útflutnings- atvinnuvegunum. Að auki stefnir hér í viðskipta- halla upp á 10 milljarða, samkvæmt síðasta mati Þjóðhagsstofnunar. Þenslan er síðan enn vaxandi frek- ar en minnkandi, samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið. Við teljum þetta allt saman vera mál sem ríkisstjómin geti ekki leng- ur komist hjá að taka á, þannig að að þessu leyti er ég sammála Guð- mundi G. Þórarinssyni. Ég er hins- vegar ósammála svona yfírlýsing- um eins og hann gaf í Alþýðublað- inu,“ sagði Steingrímur Hermanns- son. sjö. Háskólaráð fjallar á fimmtudaginn um mál tann- læknanemans sem náði ekki að komast inn á annað ár eftir að teningskast var látið ráða úrslit- um. Orðrétt er samþykkt fundarins þannig: „Félag íslenskra tann- læknanema styður heilshugar þá ákvörðun Háskólaráðs að fjöldi nema á hverju námsári í Tann- læknadeild Háskóla íslands skuli miðast við töluna sjö. Ef fleiri en sjö nemendur eru á hveiju náms- ári skerðist æfingatími hvers nema og hætta er á verri námsárangri eða jafnvel að nemum seinki í námi. FÍT harmar hinsvegar þá aðferð að niðurröðun nema í sæti á fyrsta námsári sé ákveðin á jafn lág- kúrulegan hátt og með teninga- kasti eða öðru slíku. FÍT mun reyna að fá þessari furðulegu reglugerð breytt. Þessi reglugerð hefur verið í gildi síðan 1979 þegar Háskólaráð samþykkti hana með öllum greiddum atkvæð- um nema einu. Það er ekki fyrr en nú, niu árum seinna, sem á hana reynir og sjá menn þá fyrst hve óréttlát hún er. FÍT vonar að leiðindamál það sem nú er komið upp hljóti mál- efnalegar umræður og farsæla lausn í Háskólaráði Háskóla ís- lands." flokks töldu eðlilegt að halda fast í ákvörðun ríkisstjómarinnar og ræða um nýjar dagsetningar við Sovétmenn. Samkvæmt hugmyndum Sovét- manna er ætlunin að forseti Islands dveljist fimm daga í Sovétrikjunum. Ef forsetinn hefði hitt Gorbatsjov 29. febrúar hefði heimsóknin staðið sömu daga og efrit er til fundar forystumanna ríkja Atlantshafs- bandalagsins í höfuðstöðvum bandalagsins í Bmssel en hann sækja forsætisráðherrar og ut- anríkisráðherrar ríkjanna. Það er hefð og föst venja, að utanríkisráð- herra fylgi forseta íslands í opin- bemm heimsóknum, en íslenskur þjóðhöfðingi hefur aldrei sótt Sov- étríkin heim. Vegna fundarins í Bmssel mun sú hugmynd hafa kom- ið fram, að utanríkisráðherra yrði aðeins í fylgd forseta fyrstu sólar- hringa ferðar hennar eða annar ráðherra færi í hans stað, svo að unnt yrði að fara að óskum Sovét- stjómarinnar. Lagðist forsætisráð- herra gegn slíkum ráðagerðum. Sjá einnig viðtöl við Þorstein Pálsson og Steingrim Her- mannsson á miðopnu. í dag BLAO B

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.