Morgunblaðið - 17.02.1988, Page 4

Morgunblaðið - 17.02.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 Framsóknarflokkurinn: Agreiningur um breytmg- ar á búvörulögunum GUÐMUNDUR G. Þórarinsson þingmaður tilkynnti á þingflokks- fundi Framsóknarflokksins á mánudag að hann hygðist leggja fram breytingartillögu við búvöru- lögin á AJþingi um að undanskilja egg og kjúklinga verðlagsákvæð- um búvörulaganna. Þetta gengur þvert á stefnu Framsóknarflokks- ' ins og segist Steingrímur Her- mannsson formaður flokksins telja það ákaflega slæmt ef stjómar- þingmenn færa að bera fram frumvörp um viðkvæm mál á borð við þetta. í samtali við Morgunblaðið I gær sagði Guðmundur G. Þórarinsson að hann væri nú að yfirfara lögin og athuga með hvaða hætti væri hægt að bera fram breytingartillögu við þau þannig að kjúklinga- og eggja- framleiðsla falli ekki undir verðlagn- ingu og kvótafyrirkomulag. „Það er ekki einfalt að sjá hvemig á að gera þetta en ég vonast til að það verði hægt núna um helgina," sagði Guð- mundur. Hann sagðist eingöngu vera að halda fram eigin skoðunum á þessum málum. „Ég tel að við séum á villigöt- um að setja þessa framleiðslu í kvóta- kerfi. Þetta á að mínu mati ekki sam- leið með hefðbundnum landbúnaði því kjúklingaræktin er orðin iðnaður. Þetta er verksmiðjuframleiðsla og fóðrið, sem notað er, er allt innflutt. Ég sé ekki hvar menn enda ef þetta verður sett undir kvóta. Verður þá verktakastarfsemi eða innflutningur næst?“ sagði Guðmundur G. Þórar- insson. Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins sagðist telja það ákaflega slæmt ef stjómar- þingmenn bæru fram eigin frumvörp í svo viðkvæmum málum sem þetta væri. „Menn hafa sæst á það á reyna að koma landbúnaðinum út úr þess- um offramleiðsluerfiðleikum á skipu- legan máta á grundvelli þessara laga og þama em kjúklinga- og eggja- bændur eingöngu að sækja sinn rétt sem þeir eiga samkvæmt lögunum og geta eingöngu sótt ef þeir em sammála um það. Og það hafa þeir verið. Ég vona að svona miðstýring vari sem styst en ég held ekki að það sé betra að komast út úr henni eftir lögmálum fmmskógarins þar sem hver étur undan öðrum," sagði Steingrímur. Guðmundur viðurkenndi að senni- lega væm ekki margir innan flokks- ins sér sammála um þetta enda færi' hann ekki fram á það. „Ég held að það sé einmitt galdurinn að menn hafi sínar skoðanir um hvað sé best og lifi í samræmi við það,“ sagði hann. Steingrimur sagði aðspurður að það væri vissulega óþægilegt fyrir ríkisstjómina ef einstakir þingmenn hennar fæm eigin leiðir, eins og nokkuð hefði borið á Þannig vildi þó oft verða þegar ríkisstjómir hefðu mikinn meirihluta því þá fyndist mönnum þeir vera fijálsari. I/EÐURHORFUR í DAG, 17.2.88 YFIRLIT I gnr: Yfir Austurlandi var 1.023 mb hæð 6 hreyfingu austur en á vestanverðu Grænlandshafi var vaxandi 978 mb lægð á leið norð-austur. Milli Færeyja og Noregs var minnkandi 997 mb lægö sem þokaðist austur. Veður fer hlýnandi (blli, en kólnar nokkuð víða vestanlands. SPÁ: í dag, miðvikudag, verður suð-vestlæg átt á landinu, víða kaidi eða stinningskaldi. Él veða um sunnan- og vestanvert landið, en léttskýjað norð-austanlands. Hlti nálægt frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAQ: Suð-vestanátt og hiti víða nálægt frost- marki. Snjó- eða slydduéi um vestanvert landið en bjart veöur austanlands. HORFUR Á FÖSTUDAG: Sunnan- og suð-vestanátt og aftur heldur hlýnandi í bili. Rigning eða slydda um sunnan- og vestanvert landlð, en úrkomulítið norö-austanlands. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * « * * * * * Snjókoma * * # ■J 0 Hftastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, » Súld CX5 Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma Akursyrí Rsykjsvfk hrtl +« +2 veður lóttakýjað Bsrgen 2 altkýjaó Helslnkl 1 þokumóða JanMayen +2 þokumóða Kaupmannah. 3 þokumóða Narssarstuaq +4 snjókoma Nuuk +6 anjókoma Osló 2 súld Stokkhólmur 2 þokumðða Þórshöfn 3 skúr Algarve 11 rignlng Amsterdam e skýjað Aþena 7 •kýi*ö Barcelona ii mlstur Beríin 6 mlstur Chlcago +7 skýjað Feneyjar 9 heiðsklrt Frankfurt 4 mlstur Qlasgow 7 akúr Hamborg e mlstur LasPalmas 17 skýjað London 8 Wttskýjað Los Angeles 10 þoka Lúxemborg 6 mlstur Madrid 7 nlairóUA BiSKyjao Malaga 0 rignlng Malloroa 16 skýjað Montreal +3 alskýjað NewYork vantar Paris 9 þokumóða Róm 14 halðskfrt Vin 6 miatur Washington 3 alskýjað Wlnnlpeg +10 alskýjað Valencla 12 þokumóða Morgunblaðið/Bjami Starfsfólk Tinnu hf. sat og spilaði bingó þegar ljósmyndari Morgun- blaðsins leit inn í saumastofuna í gær, því vinna liggur þar nú niðri vegna verkefnaskorts. Saumastofan Tinna verkefnalaus Saumastofan Tinna hf. í Kópa- vogi er nú verkefnalaus og lagð- ist öll vinna þar niður á mánu- dag. Um 40 manns vinna hjá fyr- irtækinu, en starfsfólki hefur ekki verið sagt upp. Að sögn Unnar S. Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Tinnu, eru helstu orsakir verkefnaleysisins þær að ekki hafa náðst samningar við Sovétmenn um kaup á ullarvör- um. Því gæti Álafoss hf. ekki látið nein verkefni frá sér þrátt fyrir að Tinna sé eitt af örfáum fyrirtækjum sem Álafoss hf. hefur sagst ætla að hafa í viðskiptum á þessu ári. „Það hefur verið sama og ekkert að gera hjá okkur síðan í nóvem- ber,“ sagði Unnur, „og ef þessir samningar takast ekki hlýtur það að leiða af sér fjöldauppsagnir í þessari atvinnugrein.“ Unnur sagði að Álafossverksmiðjumar á Akur- eyri hefðu gripið til þess ráðs að senda starfsfólk heim tvo daga vik- unnar og hún sagðist hafa heyrt að aðrar saumastofur hygðust grípa til sama ráðs á næstunni. „Línumar verða að fara að skýrast á næstu dögum eða vikum, því fyrirtækið ber ekki svona stöðvun til lengdar," sagði Unnur. Alafoss hf .vill taka erlent rekstrarlán JÓN Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur nú til athugunar hvernig best sé að ieysa rekstrar- vandamál Álafoss hf. Lands- bankinn hefur fyrir hönd fyrir- tækisins sótt um að taka erlent rekstrarlán og mun upphæð þess vera rúmar 200 milljónir króna. Lántökubeiðni þessi var lögð fyr- ir ríkissljómarfund í gær. í samtali við Morgunblaðið sagði Jón Sig- urðsson að þótt búið væri að endur- skipuleggja fjárhag fyrirtækisins og auka eigið fé þess með auknu hlutaflárframlagi rlkisins og Sam- bandsins, þá hefði komið ( ljós að enn væri við talsverða rekstrarörð- ugleika að etja. Ekki væri búið að fullfjármagna reksturinn og fyrir- tækið hefði enn ekki náð samkomu- lagi við viðskiptabanka þeirra tveggja fyrirtækja sem mynduðu það, gamla Álafoss og ullariðnar- fyrirtæki Sambandsins. Jón sagði að staða fyrirtækisins væri vissulega slæm í bili, aðallega vegna óvissu um sölu afurða til Sovétríkjanna og verð á þeim vörum sem þangað hafa verið seldar. Kjami málsins væri því undir hvetju þessi framleiðsla risi. Hann sagði að þetta mál hefði verið til athugun- ar undanfarið og þar á meðal um- sókn Álafoss um taka erlent lán til að brúa bilið í rekstrinum. Jón sagð- ist einnig hafa rætt við bankastjóra Landsbankans og væri nú að at- huga hvemig best væri að leysa málið í samráði við þá og sljóm fyrirtækisins. Hafísinn: Siglingaleiðir að mestu greiðfærar SIGLINGALEIÐIR virtust vera að mestu greiðfærar úti fyrir öllu Norðurlandi siðdegis í gær, nema fyrir Horn. Samkvæmt upplýsingum sem hafísrann- sóknadeild Veðurstofu íslands barst í gærmorgun var þá ófært við Hælavíkurbjarg, leiðin vestan við Rauðanúp á Melrakkasléttu gat verið hættuleg skipum og einnig var talið að leiðin suð- vestur af Straumnesi gæti verið ófær í myrkri. Gert er ráð_£yrir batnandi ástandi þvi spáð er suð- vestanátt i dag og vestanátt þeg- ar liður á daginn. í fyrrinótt var íshrafl og allstórir jakar á reki við Rauðanúp á Mel- rakkasléttu og áfram í vesturátt Og virtist þetta geta verið hættulegt skipum. Hofsjökull var á siglingu við Skaga um klukkan átta (gærmorg- un. Þar voru þá dreifðir ísjakar á siglingaleið og (sspangir og þéttan ís að sjá 10 sjómdur norður af Skallarifi. Eldvík, sem var á siglingu frá Rit að Hælavíkurbjargi ( gærmorg- un, tilkynnti staka og smáa jaka vst á norðanverðu ísafjarðardjúpi. Ishrafl og gisnar spangir voru þá á siglingaleið fyrir Straumnes. Var þá ófært við Hælavíkurbjarg, en þaðan lá ísspöng ( norðvestur sem séð varð. Hafrannsóknaskipið Ámi Frið- riksson fór í gær frá Kálfsham- arsvík á Ströndum að Siglunesi og þaðan í átt til Grímseyjar. Sam- kvæmt upplýsingum frá skipinu var íslaust ( Húnaflóa og úti fyrir Skagafirði og í átt til Grfmseyjar. Grímseyjarsund var einnig íslaust. En frá öðm skipi sáust í gærmorg- un ísjakar og smáspangir til norð- vestur frá Grímsey. Hofsjökull, sem staddur var um 2 sjómílur suðvestur af Straum- nesi, tilkynnti síðdegis (gær að leið- in væri talin ófær í myrkri. Skipið hafði farið þama í björtu og var komið á auðan sjó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.